Spilað við Aston Villa – part 2

Eins og kom fram í athugasemd við upphitunina hjá Beardsley fyrir leik karlaliðsins gegn Aston Villa í gær, þá var það ekki eini leikur Liverpool gegn Aston Villa þessa helgina. Stelpurnar okkar ætla að mæta stöllum sínum frá Birmingham á þeirra heimavelli, og þetta verður – rétt eins og hjá strákunum – næst síðasti leikur tímabilsins. Sá síðasti verður á Prenton Park eftir viku gegn United, en spáum í þann leik þegar að því kemur.

Okkar konur eru á lygnum sjó í töflunni: aðeins West Ham og Brighton geta náð þeim að stigum, en verða þá að vinna báða sína leiki. Eins er ólíklegt að okkar konur nái nágrönnum sínum í Everton, til þess að það gerist þurfa þær bláklæddu að tapa báðum sínum leikjum en hinar rauðklæddu að vinna báða sína. Sjöunda sætið fer því að verða frekar líklegur áfangastaður eftir leiktíðina.

Stelpurnar koma inn í þennan leik með ágætis meðbyr eftir að hafa unnið City 2-1 fyrir hálfum mánuði, og langar örugglega að enda tímabilið með 3 stigum í dag og helst um næstu helgi auðvitað líka. Litlar breytingar á uppstillingunni:

Kirby

Bonner – Fahey – Matthews

Koivisto – Nagano – Taylor – Hinds

Kearns

Dowie – Stengel

Bekkur: Laws, Cumings, Robe, Roberts, Humphrey, Lundgaard, Kiernan, Daniels, van de Sanden

Fyrirliðinn Niamh Fahey kemur aftur inn í liðið eftir meiðsli sem héldu henni frá í allnokkrar vikur, Leanne Kiernan er aftur á bekk en hver veit nema þetta sé leikurinn þar sem hún komi inná. Það er engin Ceri Holland í hópnum, auk þess vantar Megan Campbell og Melissa Lawley er nýbúin að gangast undir uppskurð á fæti sem ku hafa gengið vel, en þýðir að hún kemur ekki til baka fyrr en í haust. Hannah Silcock er líklega enn í prófum… En í fjarveru Holland fær Miri Taylor tækifæri í byrjunarliðinu og það verður gaman að sjá hvernig hún mun nýta það.

Vonum bara að stelpurnar okkar geri betur en strákarnir í gær, og hirði 3 stig. Hægt að fylgjast með leiknum á The FA Player að venju.

KOMA SVO!!!

5 Comments

  1. End of an era. Kvöddum Keita, Ox, Milner, Bobby og meistaradeildina. Argentínski Jonathan Morley á leið inná miðjuna hjá okkur og vonandi fleiri. Ég er þeirrar skoðunar að liðið þurfi nýjan hreinræktaðan framherja til að keppa við Gakpo. Of mikið drop í gæðum þegar við Klopp þarf að setja Darwin inná.
    Call the season off!

    5
    • Mér skilst að menn séu eitthvað að íhuga að slaufa tímabilinu eftir næsta leik.

      5
  2. 3-3 í ansi fjörugum leik. Lofar góðu fyrir næsta tímabil, og Kiernan fékk sínar fyrstu mínútur eftir meiðslin.

    3
  3. Borgaði Newcastle Leicester fyrir að reyna ekki að skora???? 25-1 í marktilraunum þar sem Leicester þurftu líklega 3 stig. Furðulegt.

    1

Takk fyrir allt strákar YNWA

Gullkastið – Lykilmenn kvaddir á Anfield