Takk fyrir allt strákar YNWA

Þessir fjórir leikmenn eru að hverfa á braut eftir tímabilið.

Þeir hafa skipt mis miklu máli í sögu Liverpool en ég er viss um að allir gáfu sig alla í verkefnið enda ekki annað hægt þegar Jurgen Klopp er stjórinn.

Bobby er skærasta stjarnan þarna og fer í flokk Liverpool goðsagna en hann var holdgervingur rokk fótboltans hjá Klopp þegar hann var upp á sitt besta( bæði fótboltinn og Firmino). Firmino var sá sem byrjaði hápressuna og var ótrúlega að finna sér pláss til þess að skapa eða skora. Þetta bros verður líklega aldrei toppað og er ekki skrítið að hann er elskaður um allan heim af stuðningsmönnum Liverpool.

Milner verður saknað fyrir hans framlag í gegnum árin en hann hefur oftar en ekki verið næsti maður inn á miðsvæðinu eða í bakvarðar stöðum og leyst það verkefni mjög vel. Það sem við fengum alltaf frá Milner var gríðarleg vinnusemi og dugnaður en það má ekki gleyma að þú nærð ekki svona langt nema að vera líka góður í fótbolta.
Svo má ekki gleyma að hann var mikilvægur utan vallar sem einn af leiðtogum liðsins.

Ox átti nokkur mjög góð augnablik í Liverpool búning og gleymir maður seint neglunni gegn Man City í meistaradeildinni. Þegar Ox var að spila hvað best og maður fannst hann vera orðin lykilmaður í liðinu þá lenti hann í skelfilegum meiðslum(eftir ljóta tæklingu gegn Everton) og náði hann aldrei sömu hæðum aftur.

Keita má segja að hafa verið mikil vonbrigði því að maður sá inn á milli hversu mikil gæða leikmaður hann er. Þegar maður skoðar hans Liverpool feril þá sér maður að hann var oftar en ekki meiddur en líka að þegar Liverpool voru að spila góðan fótbolta í stórleikjum þá var hann oftar en ekki inn á vellinum. Hann er ein af fáum leikmannakaupum undanfarinn ár sem brugðust en við þökkum honum enga að síður fyrir hans framlag til liðsins.

Það sem þessir fjórir leikmenn eiga sameiginlegt er að þeir voru allir partur af einu besta(ef ekki því besta) liði Liverpool í sögunni.

YNWA – Strákar og vonandi sjáum við þá spila með Liverpool legends eftir nokkur ár(Miða við formið á Milner góð 10 ár eftir)

4 Comments

  1. Allt satt og rétt nema Ox meiddist alvarlega í leik gegn Roma í undanúrslitum CL og náði sér aldrei almennilega eftir það. Hann var á rosalegu flugi og þetta fór líklega mjög illa með möguleika okkar í Kiev líka enda hópurinn mjög þunnur.

    5
  2. Ekki hægt að segja annað en takk fyrir allt þið strákar sem eruð að fara. Sérstaklega á það við um Firmino og Milner. Eru einfaldlega bara frábærir báðir tveir og hafa sannarlega skilað sínu fyrir félagið Gleymun því ekki að Milner kom frítt. Talandi um Milner. Þessi gaur, ef mér reiknast rétt þá á hann 986 opinbera leiki og 100 mörk (fyrir félagslið og öll landslið). Hefur spilað í þeim 62800 mínútur eða eins og 698 heila leiki. Það er galið því sl 3-4 tímabil hefur hann ekki spilað nema hluta þess leiktíma sem mögulegur er. Síðan á hann aðild í einhverjum 13 dollum. Skólabókardæmi um hvað hægt er vinna með endalausum dugnaði og elju því sem barn þótti hann jafn efnilegur sem langhlaupari eins og fótboltamaður.

    6
  3. Já, þessir þrír skilja eftir sig ólíka arfleifð.

    Firmino er auðvitað í sérflokki, eins og við sjáum á kveðjunum sem hann fær. Holdgervingur hápressunnar og tannkremsbrossins. Ég játa það reyndar að ,,falska nían” pirraði mig á köflum – því hann var alveg hættur að reyna að skora þótt hann kæmist í afbragðsfæri. Alltaf reyndi hann að pota boltanum til Salah eða Mané. Hugsaði oft með mér hversu gott það væri nú að fá ,,alvöru níu”. Nú erum við með amk þrjár slíkar og enn er það Salah sem sér um að skora mörkin (amk flest!).

    Chambo var svo þessi miðjumaður sem liðið hefur svo lengi vantað, sárlega. Agressívur, hugrakkur og tilbúinn að skjóta utan teigs. Við sáum það t.d. í vetur hvað miðjan okkar var bitlaus. Ég held því fram að hann hafi réttlætt veru sína í liðinu þegar hann ,,skaut okkur” í undanúrslitin í CL 2018, í leiknum gegn City. Þar kom í kassann tvö- eða þrefalt kaupverð kappans en hann var ótrúlegur í þeim leik. Svo má ekki gleyma framlagi hans þegar Salah var á Afcon. Þá stóð hann vaktina en hann náði auðvitað aldrei fyrra flugi.

    Keita er því miður eina alvöru dæmið um afleit viðskipti í tíð Klopps. Oftast meiddur, jafnvel lasinn og ef hann var inn á þá var hann hikandi og varkár – eitthvað sem einkennir ekki Klopp boltann. Það lá ekki lítið á að fá þennan leikmann í liðið – okkur var tjáð að þarna fengjum við orkuver sem hafði það helst gegn sér að vera of harður í horn að taka – svona voru fréttirnar. En þetta var postulínsleikmaður – hefði e.t.v. verið góður í Arsenal undir stjórn Wengers – en aldrei í okkar liði. Skil ekki af hverju hann hefur verið á launaskrá öll þessi ár.

    Jamm.

    5
    • já svo gleymdi ég Milner… legend þar á ferð og verður vonandi partur af þjálfarateyminu. Þvílík fyrirmynd sem hann hefur verið fyrir aðra leikmenn og svo eru því miður enn aðrir sem tóku hann ekki til fyrirmyndar.

      3

Liverpool 1 – 1 Aston Villa

Spilað við Aston Villa – part 2