Gullkastið – Scouse sigur á Leicester

Scouse bræðurnir sáu saman um Leicester með aðstoð Mo Salah og viðheldur Liverpool fyrir vikið áfram pressu á Newcastle og Man Utd í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Meira getum við ekki farið fram á eftir þennan langa vetur. Titilbaráttan er hinsvegar búin og línur aðeins farnar að skýrast í æsispennandi fallbaráttu. Næst er það síðasti heimaleikur tímabilsins og kveðjustund tveggja goðsagna hjá Liverpool.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


 Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 426

6 Comments

 1. Klopp að fá hærri sekt en Ivan Toney…
  Toney, braut veðmál reglur 200 – 300 sinnum, Klopp sagði að dómarinn væri að dæma á móti Liverpool.

  skemmtilegt hvað þetta enska samband gerir bara random hluti og fer ekkert eftir einhverju sem kallast guide lines.

  8 leikja bann fyrir að ýta dómara. ” Aleksandar Mitrovi? ”
  Brundó Fernandus ýtir línurverði og fær ekki einu sinni tiltiltal.

  6
 2. Newcastle gott sem búnir að tryggja sig inn í meistaradeildina.
  Það er magnað hvað nýr og alvöru eigandi hefur gert fyrir þá, það er ekki nema rúmlega eitt ár síðan Newcastle var í fallbaráttu.

  Okkar möguleiki á topp fjórum liggur í því að Bournemouth vinni Man Utd á laugardaginn

  6
   • Alvöru eigandi er sá sem er tilbúinn að styðja 100% við klúbbinn og leggja til þann pening sem þarf til leikmannakaupa.

    3

Liverpool 3 – 0 Leicester (Skýrsla uppfærð)

Hvað kaupir Liverpool marga?