Liverpool 3 – 0 Leicester (Skýrsla uppfærð)

Fyrir kvöldið var leikurinn við Leicester City, sem sitja í fallsæti, gífurlegt bananahýði. Uppskriftinn var nokkurn veginn fulkomin fyrir stóra liðið: Lið sem hefur ekkert getað, með falldrauginn gangandi um húsið og í Leicester sóknarmaður, Vardy, sem hefur skorað í rétt rúmlega öðrum hverjum leik gegn Liverpool. Já, það voru taugar titrandi hjá okkur stuðningsmönnum. En sem betur fer ekki hjá uppöldum leikmönnum Liverpool.

Fyrri hálfleikur.

Fyrsti hlutinn leiksins einkenndist meira af hasar en aga, meira af ákafa en gæðum. Leicester voru meira með boltann og pressuðu á fullu og náðu að skapa fínustu færi. Alisson þurfti einustu að framkalla eitt af töfraaugnablikunum sínum.

En þegar hálfleikurinn var hálfnaður fór krafturinn eilítið úr heimamönnum og okkar menn unnu markvist á. Án þess að nein dramtísk breyting gerðist, þá fóru sendingar Liverpool að hitta betur. Það komst taktur í liðið. Trúin fór að fjara frá Leicester. Svo steig maður leiksins upp.

Ungir leikmenn eru eðli málsins óstöðugir. Þeir eru nánast aldrei jafn góðir og þeir virðast stundum vera, en eru líka sjaldan jafn lélegir og þeir virka á slæmu dögunum. Svo koma frammistöður eins og Curtis nokkur Jones átti í kvöld. Þegar þeir ná að byggja á nokkrum flottum frammistöðum í röð, sjálfstraustið verður alvöru.

Fyrra markið hans markaðist af hörmulegum varanleik Leicester. Luis Diaz var við að missa boltann en í stað þess að hreinsa leyfðu þeir honum að leka til Henderson. Fyrirliðinn gaf á Egypska kóngin, Salah sendi gullfallega sendingu inn í teig þar sem Curtis Jones tók við og skoraði í fyrsta. Geggjað mark, án nokkurs vafa það þriðja flottasta í kvöld.

Næsta mark kom nánast í næstu sókn. Liverpool fór í einsendingar bolta á miðjunni, létu hann ganga hratt úr vörninni, milli sofandi Leicester manna og að endingu fann Salah Curtis Jones (aftur). Sá uppaldi þurfti reyndar tvær snertingar í þetta sinn. Hann tók á móti sendingunni með bakið í mark, notaði fyrri snertiguna til að leggja boltann fullkomnlega fyrir sig og skaut snyrtilega fram hjá markmanninum. Lang næst flottasta mark leiksins komið.

Dómarherbergið tafði fagnaðarlætin aðeins með því að eyða heillöngum tíma í að skoða vitlausa sendingu í leit að rangstöðu. Áhugavert bíó en kom ekki að sök.

Liverpool funheitir og Leicester litu út fyrir að vera búnir að sætta sig orðin hlut. Ég held það hafi verið Gakpo sem átti næsta skot á rammann, en Iversen náði að koma hönd á boltann og liðinn héldu inn í hálfleik undir bauli stuðningsmanna heimamanna.

Seinni hálfleikur.

Í upphafi seinni hálfeiks náðu Leicester að sýna smá karakter þegar Vardy kom skot á marki, sem Alisson varði frábærlega, en sóknarmaðurinn var hvort eð rangstæður. Við tók um það bil tuttugu mínútur þar sem Leicester varðist af hálfum hug og satt best að segja gerðist ekkert merkilegt. Það segir ansi margt þegar aðalumræðan á samfélagsmiðlum og í textalýsingum var um hversu ótrulega lengi stuðningsmenn Liverpool héldu laginu hans Bobby Firmino gangandi. Mér sýndist um tíu mínútur líða frá því að ég tók eftir laginu og þangað til smá mál (sjá næstu málsgrein) batt enda á það. Sama hvað gerðist inn á vellinum þá kyrjaði Travelling Kop eitt af bestu lögum síðasta áratugur, myndavélarnar klipptu í smá stund á Firmino sem virtist vera að upplifa smá saudade við að sjá hversu heitt elskaður hann er af stuðningsmönnum Liverpool.

Ef ekki hefði verið fyrir þriðja markið er ég nokkuð viss um að lagið hefði fengið að rúlla út leikinn en á sjötugustu mínútu fengu Liverpool aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Salah og Trent tóku sér stöðu við boltann fyrir framan stóran varnarvegg Leicester. Salah renndi boltanum fyrir framan Trent Alexander Gerrard, sem sveigði hann á ótrúlegan hátt yfir varnarvegginn og í fjær hornið, ótrúlegt mark. Hvet alla til að finna endursýningu þar sem myndavélinn er bakvið Trent, þetta var geggjun.

Það ofurlitla lífsmark sem heimamenn sýndu fyrir markið drapst við þetta. Fagmannlega drápu Liverpool leikinn og fyrir utan (ótrúlegt) klúður hjá Salah þegar hann var komin ég gegn gerðist ekki mikið þangað til dómarinn flautaði leikinn af. Sjöundi sigur Liverpool í röð staðreynd og miðað við það sem sást í kvöld þá munu ekki vera fleiri leikir við Leicester næstu árin…

Maður leiksins.

Síðan að Trent færðist inn á miðjuna þá hefur hann réttilega fengið flestar fyrirsagninnar, en annar ungur og uppalinn hefur líka stigið gífurlega upp á miðsvæðinu. Curtis Jones átti sinn besta leik í Liverpool treyjunni í kvöld og ef hann heldur svona áfram inn í næsta tímabil þá er framtíðinn afar björt hjá manningum sem flestir voru búnir að afskrifa.

Næst á dagskrá

Það eru bara tveir(!!!) leikir eftir af tímabilinu, sá fyrri núna á laugardaginn gegn Astona Villa klukkan tvö. Eftir því hvernig aðrir leikir fara gæti Liverpool tekið meistaradeildarsæti með sigri þá, það sem maður er farin að trúa!

Njótið vikunar kæru vinir.

 

 

19 Comments

 1. Virkilega góðir í kvöld. Leicester áttu aldrei möguleika. C.Jones frábær í þessum leik en eina sem var svekkjandi var að þetta var ekki stærri sigur. Því að markatala á móti Newcastle gæti verið mikilvægt.

  5
 2. Skáserarnir skoruðu mörkin, fallegt eftir Liverpool-vikuna miklu í síðustu viku.

  5
 3. Lang mest sannfærandi frammistaðan í þessu 7 leikja sigur-rönni. Virkilega góðir.

  6
 4. Úrslitin auðvitað frábær, og þarna er farið að glitta í þetta Liverpool lið sem við teljum okkur þekkja. Sé fáa ýta Curtis Jones út úr byrjunarliðinu ef hann heldur áfram að spila með jafn mikilli sannfæringu. Þvílíki munurinn að vera farinn að fá inn mörk af miðjunni!

  Annars segir þetta Bobby-chant maraþon hjá The Travelling Kop okkur að líklega verður einskis leikmanns saknað jafn mikið og Roberto Firmino. Mögulega Gerrard jú á sínum tíma. En Bobby er og verður okkar.

  16
 5. Djöfull er TRENT orðinn ótrúlegur í þessu nýja hlutverki sínu ! Klopp hefur eiginlega klónað hann og látið hann spila tvær stöður á vellinum. Yfirferðin á honum og vinnusemin og allt yfirbragð á honum er gjörbreytt. Alisson er líka magnaður í þessu sweeper/keeper hlutverki og var frábær. Nú er bara að vona að Bournmouth vinni manutd í næsta leik og að þeir geri svo eitt jafntefli í viðbót við Chelsea.
  Verkefni Liverpool er krefjandi í næsta leik, aston villa, en við eigum að taka þá á heimavelli.
  Magnaður sigur, og það eins sem vantaði var að Salah átti að skora einn á móti markmanni.
  ÁFRAM GAKK !

  8
 6. Sælir félagar

  Algerir yfirburðir Liverpool í þessum leik. Ég bjóst við Leicester miklu grimmari en þeir átti aldrei möguleika og svipurinn á Maddison, Vardy og Barnes lýsti algeru vonleysi eiginlega alveg frá upphafi. Salah með þrjár stoðsendingar og Jones að stimpla sig inn sem sóknarmiðjumaður af bestu gerð. Klopp hefur alltaf haft trú á honum en við stuðningsmenn verið efins. Frábær niðurstaða í þessum leik og djö . . . er Alisson góður.

  Það er nú þannig

  YNWA

  12
 7. CuJo og Trent frábærir í kvöld, Salah með 3 stoðsendingar en mikið hefið hann átt að setja alla vega 1 stk.
  Heilt yfir mjög góð frammistaða, sú besta í langan tíma.
  Vel gert og áfram gakk.

  5
 8. Heilt yfir fagmannalegasta og heilsteyptasta frammistaðan hjá liðinu í þessu 7 sigurleikja rönni. Þó að að meistaradeildarsæti náist ekki,þá er allavega gaman að sjá gömlu frammistöðurnar á ný.

  Miðað við þetta,og Jones sem og Trent að sýna sig og glansa þá á bara að reyna við Bellingham og MacCallister til að styrkja miðjuna enn frekar.

  6
 9. Er það rétt að Vardy hafi komið tvisvar við boltann? Í annað skiptið þegar Konate skaut óvart í hann, sel það ekki dýrara.

  1
  • Rámar í að lýsandinn segði í hálfleik að Vardy hefði snert knöttinn fjórum sinnum í fyrri. En væri ekki hissa ef Vardy hefði náð samtals tveim snertingum inní teig.

   1
 10. Gakpo rændi líklega Jones þrennunni. Þvílíkur kraftur sem var í honum í kvöld. Þetta er algert pressuskrímsli.

  6
 11. Já það er nú þetta með Curtis Jones hmmm
  Flottur í kvöld
  Elskaður í kvöld
  Ekki seldur í kvöld

  2
 12. Ég held að Trent sé að verða einhver besti miðjumaður í heimi !
  Ég er kominn aftur !

  YNWA.

  3
 13. Curtis Jones hefur nýtt tækifæri sitt vel. Ég er einn af þeim sem var algerlega búinn að afskrifa hann. Hann hefur sýnt eiginleika sína bæði með og án boltans. Hann er leikmaður sem finnur góðar stöður á vellinum, skapar færi og vandamál fyrir andstæðingana og getur skorað mörk með báðum fótum. Hann hefur í síðustu leikjum náð að heilla okkur öll en núna snýst þetta um að halda þeim háa staðli í hverjum leik. Getur hann það ? Ég er enn ekki sannfærður. Hann var allavega ótrúlega góður í gærkvöldi og hjálpaði okkur að ná þremur stigum. Við værum ekki í Meistaradeildarbaráttu ef hann og Trent hefðu ekki stigið upp á vormánuðum.

  15
 14. Eitt sem ég var að fatta á ekki Klopp bara eftir að vinna Europa league með LFC er ekki bara málið að taka hana á næsta ári til að vera með allar dollurnar ha er það ekki eitthvað.

  YNWA

  1

Byrjunarliðið gegn Leicester: Diaz og Hendo byrja

Gullkastið – Scouse sigur á Leicester