Eurovision vika í borginni og Liverpool heldur áfram að hlaða niður þremur stigum í erfiðum leikjum, síðast gegn ógeðslega leiðinlegu Brentford liði.Okkar menn því sannarlega farnir að anda ofan í hálsmálið á liðunum fyrir ofan. Dugar það til í lok mánaðar?
Skoðum aðeins félagsskiptamarkaðinn og hvar hin liðin eru líkleg til að þurfa styrkja sig og hvar samkeppnin verður mest við okkar menn um nýja leikmenn.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Miðbar / Jói Útherji / Ögurverk ehf
MP3: Þáttur 425
Takk fyrir Góðan þátt,áfram gakk Það heyrist ekki vel frá Manjú mönnum núna það er kominn einhver skjálfti þar
Takk fyrir þáttinn.
Það sem önnur lið þurfa/mögulega gera að mínu mati;
City: Kaupa bakvörð ef Cancelo er búinn að brenna allar brýr, miðjumann, jafnvel tvo ef K.Philips fer líka ásamt Gundogan, kantara/sóknarmiðjumann ef B.Silva fer.
Man.Utd: Þurfa fullt en budget er held ég vandamál. Fyrst og fremst kaupa þeir níu en þurfa bakverði, meira stál á miðjuna og betri kantara en Sancho og Anthony auk auðvitað gk en fara ekki í svo stóra fjárfestingu með De Gea á launaskrá.
Arsenal: Rice held ég að sé skotmark nr.1. Ef Jude er alveg lost case fyrir LFC þá ætti Rice að vera líka nr.1 hjá okkur. Annars held ég að Ars sé með mjög gott fyrstu 11 og muni styrkja nokkrar stöður uppá breiddina.
Newcastle: Sama og með Arsenal muni þeir auka við breiddina. Sjá örugglega að sér með Gordon og ef Saint Maximin fer(sem ég skil alls ekki, geggjaður leikmaður) þá er kantari úr efstu hillu forgangsatriði hjá þeim.
Chelsea: Eins og fram hefur komið í fleiri miðlum þurfa þeir að selja/losa sig við cirka 10 leikmenn. Sumarglugginn hjá þeim er eitt stórt spurningarmerki.
Spurs: Þurfa allsherjar yfirhalningu í öllum stöðum.
Liverpool: Þetta endar örugglega í max. 3 miðjumönnum inn, gk ef hinir tveir vara fara, hægri bakvörð, miðvörð(Guardiol væri awesome). Já, gæti trúað jafnvel sex leikmenn inn sem styrkja byrjunarlið og hópinn.
Að lokum vil ég minnast á Odegaard. Þessi gæji var á shortlist LFC í mörg ár og fylgst með honum. Hvernig í fjáranum hirðir svo Arsenal hann og kaupir svo á klink fyrir framan nefið á LFC!?
Mjög góð pæling með Odegaard og svo marga fleiri. Liverpool átti að vera löngu búið að phase-a út Keita og Ox með slíkum leikmannakaupum. Level fyrir ofan að ala þá upp sem sem hefur gengið hægt og kostað stöðugleika (Jones, Elliott, Carvalho).
Thiago ætti eins að vera redding í 1-2 tímabil en ekki framtíðarplan á miðjunni enda enganvegin með skrokk í það. Núna er sumarið til að kaupa arftaka hans og hafa þá saman einn vetur.
Margir sem eru orðaðir við LFC eru ekkert sérstaklega Thiago týpa, þannig að arftaki fyrir hann er ekkert sérstaklega á dagskrá. Fyrir mér væri iðnaðarmiðja Fab, Rice og Barella á meðan aðeins léttleikandi væri Fab, Mac Allister og Jones. Rice, Mac og Barella væri drulluflott viðbót. Líka taka double transfer frá B’ton og taka Caicedo líka í stað Barella.
Tigon, það er nú bara margt rétt sem þú ert að segja og gæti gerst allavega hjá hinum klúbbunum. Enn mér finnst þú ansi bjartsýnn á hvað Liverpool mun gera?
Fyrir það fyrsta, ef eigendur Liverpool myndu standa í lappirnar væri búið að ganga frá kaupunum á Bellingham. Ég sé ekki fyrir mér þær styrkinga á mannskapnum sem þarf til að komast aftur upp á þann stall sem Man City er á hvað þá að taka fram úr hinum klúbbunum sem er komnir upp fyrir Liverpool líka, það er ekki að fara að gerast með FSG sem eigendur því miður.
Enn að sjálfsögðu vona ég að ég hafi rangt fyrir mér.
United og City vilja bæði frá McAllister. Bakka þá ekki FSG út úr þessu á 100 km hraða ?
Veit ekki hvort einvher hefur minnst á þetta hér undanfarið, hef ekki fylgst vel með síðunni: upprisa Curtis Jones. Fyrir bara nokkrum umferðum var hann 100% að fara frá liðinu í sumar en hafa góðar frammistöður undanfarið gefið honum gálgafrest fram á næstu leiktíð? Þetta eru ansi fáir leikir vissulega en er á meðan er. Gæti hann fylgt þessu eftir á næsta tímabili og haldið áfram sem hlekkur í hópnum? Er hann búinn að spila sig inn í að vera einhver hluti af plönum?
Það er örstutt síðan menn voru að kallla eftir sölu Jota en hann hefur líka aðeins þaggað niður í gagnrýnendum. Ég vil eftir sem áður alls ekki missa hann.
Curtis Jones hefur verið í leiðinda meiðslavandræðum í vetur og ekki 100%. Hann er með skotógn og góð hlaup inní teig sem geta nýst okkur gegn vissum liðum en spurning hvort hann hafi skrokk í ensku deildina.
Jota er mjög direct leikmaður og mjög effektívur slúttandi færum frábærlega þegar hann er heill og í grúvi. Hverfur stundum í stóru leikjunum en mjög gott vopn að eiga innan hópsins. Heldur öllum á tánum.
Það er bara efni í lögreglurannsókn hvernig við létum Odegaard enda hjá Arsenal. Ungur maður með leikreynslu frá Real Madrid og hátt potential. Pjúra FSG og Klopp kaup þegar okkur akkúrat vantaði að yngja upp á miðjusvæðinu. Eftir að við leyfðum Dele Alli að fara til Tottenham áttum við að hafa lært okkar lexíu og þetta átti aldrei að gerast aftur.
Það er eins og síðustu 2 sumur hafi allt starfslið Liverpool fengið alvarlegt brainfart, ofmetnast og steingleymt öllu því sem einkenndi okkur og gerði Liverpool eitt albesta lið Evrópu. Intensity og sniðug innkaup á klókum leikmönnum með hátt potential. Við bara hættum að vera Liverpool og fórum að reyna vera eitthvað tæknigúrúa reitaboltalið útaf Thiago ofl.
Inn aftur með heavy metal fótboltann hans Klopp. Iðnaðarmiðju með yfirburða hlaupagetu og pressu um allan völl. Nú með alvöru níu í Darwin Nunez og skotógn frá miðju.
Maður er að sjá Ugarte orðaðan við Liverpool núna sem er vel. Held það sé skynsamlegt að fá graða og ákveðna S-Ameríku stráka á miðjuna. Það myndi líka hjálpa Nunez að aðlagast mun hraðar ef hann fær annan Úrúgvæa til liðsins. Gengur ekki að svona risakaup séu ekki að ganga 100% upp bara útaf tungumálaörðugleikum.
Annars er ég spenntastur fyrir Declan Rice og Tchouameni. McAllister, Caicedo, Guimaraes og Barella hjá Inter eru einnig góðir kostir. Vonandi tökum við sénsa á leikmönnum úr portúgölsku deildinni fremur en þeirri þýsku. Declan Rice væri klæðskerasniðinn fyrir Liverpool í bland við hraðari og teknískari miðjumenn. Okkur vantar líkamlegan precence á miðjunni og hæð í bland við hraða til að vinna lið eins og Real Madrid og Man City. Vonandi förum við ekki að ofborga fyrir Mason Mount eða James Maddison bara því þeir eru enskir.
Er Nunez alvöru nía ? Er nú ekki viss um það. Stærsta vandamál hans er að hann hefur engan leikskilning og er einfaldlega ekkert sérstakur í fótbolta.
Hann getur ekki sent boltann skammlaust – annað hvort of fast eða laust.
Hann er alltaf rangstæður.
Hann er hræðilegur að klára færin.
Ef hann væri að spila fyrir MU værum við að gera grín að honum. Ég vona að hann verði betri á næsta tímabili en er ekki viss. Finnst hann vera verri en í upphafi tímabils. Hann er rosalega hrár og virðist eiga margt ólært. Því miður er ekki tími til að ” spila honum í gang”. Ég geri þá kröfu að leikmaður keyptur fyrir svona upphæð sé fullmótaður leikmaður.
Vonandi hef ég rangt fyrir mér…………….
Ég sló á þráðinn til Jóns Vilhjálms Hinrikssonar til að viðra áhyggjur mínar af leikmannakaupum og hann sagði mér að slaka á, hann væri með þetta alveg undir kontróli.
Í fyrsta lagi værum við að ná úrslitum núna þ.a. núverandi lið væri að standa sig eftir hans væntingum.
Miðjumennirnir sem eru að fara, þ.e. Keita, Ox, Melo og Milner hafa ekki spilað margar mínútur og við eigum Bajcetic inni í staðinn og í raun Trent líka. Reyndar væri slæmt að missa Firmino en hann sagði að hann væri þegar búinn að kaupa Gakpo í staðinn fyrir hann. Margir væru komnir til baka úr meiðslum þ.a. við þurfum bara að kaupa 1-2 squad leikmenn fyrir samanlagt ca 40 millur og hann reiknar þá með því að við náum 2.-3. sætinu næsta tímabil.
Eru ekki bara allir á bleiku skýi með Jóni?
Ég held að þessi Jón sé alveg “spot on” með þetta. Svona verður þetta.
Við verðum ekki í CL á næsta ári og þá þarf að herða sultarólina……………….
Ég horfði á Real Madrid vs. Man. City. Mikið rosalega hefði verið gaman að fá þennan Tchouaméni í okkar hóp – maður skilur það alveg að Klopp og félagar hafi verið spenntir fyrir honum s.l. sumar. Sá hefði breytt leiknum fyrir okkur.
Vonandi gengur betur að landa stórfiskunum í sumar.
En hvernig líður kennaraforingjanum að hlusta á menn sem segja “þeim vantar” oft í samtali?
Það var ekki sagt mér ? að það mætti vera með þágufallssýki á svona háu stigi og útvarpa henni.. Ég er enginn málfarsnasisti en þetta er einum of, vanda sig.
Vonin um 4 sætið eykst aðeins þegar Newcastle gerði 2-2 jafntefli við Leeds.
En það breytir engu ef við vinnum ekki rest og Newcastel tapar einum í viðbót.
Mikið væri sætt að ná þessu 4 sæti með rosalegum endasprett
Ég held nú að vonin á 4 sætinu hafi dvínað við sigur Man Utd á Wolves?
Newcastle þarf að tapa fimm stigum til þess að Liverpool eigi möguleika að ná þeim, ég tel litlar sem engar líkur á því. Möguleikinn er að ná Man Utd vegna þess að við erum með mun betri markatölu enn þeir, til þess þurfa þeir að tapa fjórum stigum í þeim leikjum sem þeir eiga eftir.
Það væri gott ef satt reynist að Liverpool sé að reyna að landa Mac Allister
https://www.visir.is/g/20232414955d/liverpool-se-tilbuid-ad-greida-sjotiu-milljonir-fyrir-mac-allister
Svo er bara að splassa 120 millionum punda í Bellingham líka og þá erum við komnir með alvöru hryggsúlu á miðjuna!
YNWA
Fjögur ekki fimm stig sem Newcastle þurfa að tapa. Liverpool þarf að vinna stærri sigra í sínum leikjum vegna markamunar
Það nú ekki leiðinlegt að sjá Brighton rústa Arsenal 🙂
Þá er það orðið nokkuð ljóst að Man City verður enskur meistari þetta tímabilið