Árshátíð Liverpoolklúbbsins – ALVÖRU heiðursgestur

Það má með sanni segja að það sé alvöru heiðursgestur sem verður á árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi þetta árið. Sjálfur Dirk Kuyt ætlar að heiðra stuðningsmenn Liverpool með nærveru sinni.

Árshátíðin verður haldin laugardaginn 27. maí.

Eins og áður sagði, þá verður Hollendingurinn fljúgandi, Dirk Kuyt, heiðurgestur. Hann spilaði 286 leiki fyrir Liverpool á árunum 2006-2012 og skoraði í þeim 71 mark.
Minigarðurinn verður lokað á meðan hátíðin fer fram og verður breytt í glæsilegan veislusal.

Húsið opnar kl. 18 með fordrykk og léttri stemmningu þar sem gestir geta tekið mynd af sér með Dirk Kuyt.
Borðhald hefst kl. 19 og verður í boði glæsilegt steikarhlaðborð að hætti Wilson, Nautalund, Kalkúnabringa, allskyns meðlæti, bernaise og brún sósa.

Liverpool stjörnuparið Kristín Sif og Stebbi Jak munu stjórna veislunni og mun Stebbi Jak taka lagið okkar á ógleymanlegan hátt.
Ragnhild Lund Ansnes mun stýra Q&A með Dirk Kuyt að kvöldverði loknum.
Jón Sig AKA 500-kallinn heldur uppi stuðinu að dagskrá lokinni

Miðaverð 12.900
Linkur til að kaupa miða
https://www.minigardurinn.is/vidburdir#vidburdir

Möguleikarnir í stöðunni

Gulkastið – Velkomin (fals)von