Liverpool – Brentford 1 -0 Leikskýrslan

Þetta verður mjög erfiður leikur einfaldlega út af því að Brentford spila þannig fótbolta að allir leikir gegn þeim eru mjög erfiðir. Sérfræðingar Sky spá 2-1 fyrir Liverpool á meðan að sérfræðingar BBC spá 1-2 fyrir Brentford. Það er nokkuð ljóst að sérfræðingar sky hafa verið að skoða kop.is því að okkar sérfræðingur Hannes Daði spáir 2-1 fyrir okkar mönnum.

Líklega skiptir þessi leikur ekki miklu máli í stóra samhenginu því að við endum líklega í 5.- 6.sæti í deildinni úr þessu en í lita samhenginu þá skipta allir leikir máli og að við endum þetta tímabil á góðu skriði getur haft góð áhrif fyrir næsta tímabil. Við viljum því fá góða frammistöðu í dag og 3 stig er krafan.

LIÐIÐ í DAG

Það á greinilega að keyra á þetta í dag.

Fyrri hálfleikur

Við höfum séð svona hálfleiki áður. Liverpool sterkari aðilinn og stjórna leiknum. Ná ekki að opna andstæðingana mikið en þó í dag þá tókst það nokkru sinnum og viti menn það skilaði sér í mjög flottu marki þegar Fabinho sendi á Van Dijk sem var klókur að skalla til Salah sem skoraði. Þetta var merkilegt mark hjá Salah en þetta var númer 186 sem jafnar Steven Gerrard. Fyrir utan þetta færi þá er það helst Nunez sem átti að skora í fyrri hálfleik hjá okkur en hann er greinnilega ekki með 100% sjálfstraust en vonandi kemur það.
Brentford fengu líka færi en Tony átti gott skot rétt fram hjá úr aukaspyrnu og svo náðu þeir að skora en Fowler sé lof þá var hann rangur.

Klopp er að stilla upp með eiginlega fjóra sóknarmenn þar sem Gakpo er á miðsvæðinu en hann á greinilega að taka mikið þátt í sóknarleiknum og Trent er að detta aftur á miðsvæðið þegar við sækjum og er hættulegur sóknarlega en hann átti t.d geggjaða sendingu á Nunez sem átti að skora.

s.s þetta var alveg ágætur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum en við þurfum að skora annað mark í þessum leik til að landa þremur stigum því að Van Dijk/Konate eiga í fullu fangi með að halda Tony og Mbeumo frá markinu okkar.

Síðari hálfleikur

Þetta var nokkið fagmanlegt hjá okkur. Við vorum skynsamir og héldum áfram að stjórna leiknum. Brentford byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti án þess að skapa neitt að viti. Gakpo fékk svo dauðafæri en í staðinn fyrir að stýra boltanum inn í markið af 43,2 cm frá marklínu þá fékk hann boltan bara í sig en inn vildi boltinn ekki. Gakpo átti eftir að fá annað dauðafæri þegar 5 mín voru eftir en hitti ekki markið. Undir lokinn þá settu Brentford smá pressu á okkur en við vorum sterkir í föstum leikatriðum og héldum þetta út.

Umræðan
Allir sigrar eru góðir sigrar en svona leikir þeir sem eru alveg í járnum hefur maður oft á tilfinningunni að við séum að fara að missa þá niður en að halda hreinu var virkilega sterkt og ætti að gefa varnarlínunni sjálfstraust. Alisson traustur í markinu, varnarlínan var nokkuð þétt í dag en Trent átti þó eitt eða tvo tilfelli þar sem hann leit ekki alltof vel út, miðjan var á fullu og var með lengst af góð tök á leiknum. Sóknarlega vorum við alveg ógnandi og bæði Nunez og Gakpo hefðu átt að skora í þessum leik en EF og HEFÐI skipti víst engu máli í þessu sporti.

Við erum einu stigi fyrir aftan Man utd í baráttu um meistardeildarsæti en þeir eiga tvo leiki inni og eru líkurnar ekki miklar að við náum þeim úr þessu en eins og Arsenal gegn Man city þá þurfum við að minnsta kosti að gera okkar í þessari baráttu.

Maður leiksins. Mo Salah var áræðin og kraftmikill. Attu Brentford menn í miklu vandræðum með hann í dag og náði kappinn að skora sigurmark sem tryggði okkur 3 stig.

YNWA – Næsti leikur er gegn Leicester á útivelli mánudaginn 15.maí og vonandi hafa Man utd menn tapað nokkrum stigum fyrir þann leik.

p.s Að Alisson hafi fengið gult spjald fyrir leik töf er ótrúlega kaldhæðnisleg miða við hvað aðrir markmenn hafa verið að gera á Anfield án þess að fá spjald.

44 Comments

 1. Þetta verður hryllilega erfiður leikur. Brentford er skelfilega erfitt lið að spila gegn. Líklega með gæði innanborðs sem eru vanmetin og leikmenn sem munu spila fyrir stærri klúbba í framtíðinni.

  2
 2. Þetta er all rosaleg sóknar uppstilling, sem vonandi skilar mörkum.

  7
 3. Það á víst að blása á allt í dag, glæsilegt mark koma svo Vamos!

  3
 4. Gott að vera komnir yfir.

  Gakpo, Virgil, Salah og nýútsprunginn Trent heilla. Jota er líka öflugur og gaman að sjá Fabinho mættan aftur til leiks.

  Nunez virkar týndur og tröllum gefinn.

  4
 5. oh… my …Nunez… gat hann ekki skorað þarna???

  Og ég sem spáði því að hann myndi skora fleiri mörk en Haaland!

  2
  • Þú ert ekki einn um þá spá þannig að það stefnir allt í að ég verði að éta helvítis sokkinn í vor.

   3
 6. kaflaskiptur fyrri hálfleikur. Okkar menn miklu betri fyrri hlutann en svo komast gestirnir skuggalega mikið inn í leikinn.

  Réttur rangstöðudómur en samt eitthvað pirrandi við að hann skyldi ná að skora þegar þeir voru komnir tveir fyrir framan hann!

  3
 7. Sælir félagar

  Það er ógeðslegt að sjá þessa tröllkarla hjá Brentford velta sér um allan völl eins og þeir séu stórslasaðir við minnstu snertingu. Það verð ég að segja að það liggur við að ég óski þess að þeir séu jafn svakalega meiddir og þeir láta. Samkvæmt veltunum og vælinu ættu 3 eða 4 þeirra að vera farnir út á sjúkrabörum. Vonandi gerist það í seinni verð ég bara að segja. Taylor ömurlegur og lætur þá fá aukaspyrnu eftir aukaspyrnu en Liverpool menn fá ekkert fyrir samskonar brot. Ógeðslegt og ógeðsleg frammistaða hjá dómaranum sem tekur fullan þátt í þessu leikriti Brentford manna.

  Það er nú þannig

  YNWA

  21
 8. Herjum datt í hug að semja aftur við Jones ?

  Betra að vera 10 bara

  YNWA klára þetta takk 🙂

  1
  • Jones geggjaður undanfarið með bestu leikmönnum Liverpool undan farið.

   14
   • Góður gegn Leeds og fyrstu 30 mín gegn Spurs. Það er nú öll geggjunin.

    1
 9. Þessi hálfleikur er eins og ég vænti. Brendfort er eins og uppfærð útgáfa af Wimbeldon, líkamlega sterkt lið, vel skipulagt, gefur ekki eftir mikið af plássi og flestir leikmenn þess ekkert að farast úr boltatækni. Ég er alltaf að vonast til að Liverpool taki yfir leikinn og drottni yfir þeim, en það er ekki alveg að gerast. Ég vona að okkar menn taki yfir leik í síðari hálfleik en í hreinskilni sagt þá er þetta Brenddortlið ansi erfiður ljár í þúfu og því ekkert sjálfgefið að það gerist.

  6
 10. Maður veltir fyrir sér hvort Nunez eigi framtíð hjá L’pool eins mikið og maður vill að hann blómstri. Sjálfstraustið greinilega ekki til staðar.

  6
 11. Það er augljóst að dómarasamfélagið er búið að ákveða að við minnstu snertingu skal dæma strax brot á Liverpool en ef það er öfugt þá skal láta leikinn ganga.

  9
  • Mikið sammála þér og Sigkarli hér ofar! Ótrúlegt hvað vígalegir menn á velli eru miklir ræflar við minnstu snertingu! Salah fær ekkert frá dómurunum ef tekið á honum.

   Og já, ég skil ekki hvað menn sjá við Curtis Jones!

   Jöfnunarmarkið liggur í loftinu.

   2
 12. Svo er verið að tala um lið eins og Burnlay og Stoke og þjálfara eins og Tony Pulis. Þetta er eins og þessi lið í öðru veldi. Ógeðslegur antifótbolti

  8
 13. Þetta er ekki heillandi. Brentford bæði nær hápressunni og svo leysa þeir að því er virðist auðveldlega úr pressunni okkar.

  Vonandi kemur Diazinn með það sem vantar.

  2
 14. Hunderfiður leikur ánægður með varnarvinnuna hjá okkar mönnum.
  Hefðum getað nýtt færi betur en 3 stig verðskuldað !

  5
 15. Jæja þetta hafðist.

  Þeir fengu hálffærin – við dauðafærin. Sanngjarn sigur.

  5
 16. Sigur er sigur það má vera eins ljótt og það getur verið bara vinna lets go!

  4
 17. Miðað við allt og allt, þá eru þessi 3 stig vel þökkuð, og alls ekki of mikið. Liðið er á ekkert slæmri siglingu, enda virðist ákveðið stabilited komið á liðið.

  YNWA

  2
 18. Þetta Brentford lið líkist meira rugby liði en fótboltaliði. Ég veit að reglurnar voru rýmkaðar fyrir nokkru en að menn meigi grípa utanum leikmenn og henda þeim til og frá út af yfirburða líkamsgetu (stærð) finnst mér afturför. Það verða allt of mörg túlkunaratriði fyrir dómara og spurning hvernig hver dómari er stemmdur til að taka á því svo vel sé. En flottur sigur og 3 stig sem er það sem skipti öllu máli. YNWA

  6
 19. Sælir félagar

  Sigur í þessum leik er kærkomin og verðskuldaður en er nema von að Klopp fái einstaka sinnum nóg af dómgæslunni. Frammistaða og spilamennska Brentford var og verður þeim til skammar. Ég hefi fram að þessu borið ákveðna virðingu fyrir þessu liði en ekki hér eftir. Sú eina framtíðarósk sem ég á handa svona skítaliði er að það falli niður í 3ju deild sem fyrist svo maður þurfi aldrei að sjá það aftur. Leikmenn Liverpool stóðu af sér orrahríð þeirra og dómarans sem hafði enga línu nema dæma á Liverpool leikmenn en ekki á Brentford fyrir eins “brot” Fari hann og enska dómarastéttin til fjandans en takk Kopp og félagar.

  Það er nú þannig

  YNWA

  12
  • Skil ekki svona komment. Brentford spiluðu þrælskemmtilegan bolta með afar hæfileikaríka stráka upp á topp. Veittu okkur heljarinnar samkeppni um sigurinn í þessum leik.

   6
   • Er sammála þér Snæþór. Þetta Brentford lið er þrælgott lið, ekki spurning. Hvað hefur LFC lent á mörgum liðum út um alla Evrópu, þar sem spilarar láta sig ekki falla, jafnvel við minnsta andardrátt? Eins og mér finnst Sigkarl oft vera málefnalegur, þá fer kallinn stundum fram úr sér. En hver gerir það ekki stundum? Forsetinn talaði t.d niður til pizzu með ananans. Er sammála, en þú segjir ekki hvað sem er!

    1
  • Algjörlega sammála Sigkarli hérna sem og hér fyrir ofan þar sem spilamennsku Brentford er líkt við rugby! Í anda Stoke og Wimbledon hér um árið!

   En 3 stig í hús fyrir mestu.

   5
 20. Ósannfærandi að vanda en skila áfram þessum mikilvægu 3 stigum í hús. Gera morgundaginn afar áhugaverðann. Það er hreinlega með ólíkindum að við séum búnir að vinna sex leiki í röð. Sérstaklega í ljósi þess að þegar Darwin er inná erum við einum færri. Sá er að ströggla þessa dagana.

  Ég spái því að ef við vinnum rest. Sem ég er ekki að sjá gerast, en erum þó að sigla þessum leikjum þannig það er möguleiki,, þá förum við yfir Newcastle. Mér finnst margir halda því framm að þetta sé greið leið fyrir þá í þriðja sætið en mér finnst Arsenal (H), Leeds (ú), Brighton (H), Leicester (H) og Chelsea (ú) bara virkilega erfitt. Spái því að þeir vinni einungis einn af þessum fimm leikjum, geri tvö jafntefli og tapi tvem sem skilar þeim í 70 stig. Þeir gætu líka slysast í þrjú jafntefli og verið jafn okkur að stigum.

  Þeir eiga 9 mörk í plús á okkur. Sem þýðir að menn verða að fara drulla tuðrunni oftar í netið ef þetta á ekki að klúðrast á markatölu.

  6
   • Sæll Indriði. Ég ritaði ekkert um Klopp out í þessu commenti.
    – Darwin slakur
    – Leikjaprógram Newcastle
    – Markatölu
    Þetta voru svona helstu þrír punktarnir.

    Kanntu ekki annars að lesa?

    5
   • nei ég kann kann ekki að lesa, en er hins vegar alveg sæmilegur í að skrifa.

    Ég varpaði einungisfram spurningu sem þú svaraðir ekki, svo ég skal umorða hana í von um að þú skiljir hana betur.

    Viltu ennþá láta reka Klopp?

    3
 21. Þetta var góður sigur í kaflaskiptum leik. Brentford voru oft ógnandi en ég man ekki eftir neinu dauðafæri hjá þeim. Í raun mæddi fremur lítið á Alisson í leiknum. Sjálfir fengum við sennilega fjögur ef ekki fleiri algjör dauðafæri. Darwin í ruglinu eftir frábærar sendingar – fyrst frá Salah og svo Trent. Gakpo klúðraði svo nánast á marklínu þegar Jota gaf fyrir og svo skaut hann framhjá rétt fyrir utan markteig.

  Í raun átti þessi sigur að vera miklu stærri og þessir nýju sóknarmenn fara vonandi að finna fjölina sína. Þetta er ekki fyndið og hefði getað kostað okkur stig.

  5
 22. Góðan sunnudag…..

  ….. hvaða dúdda er verið að slúðra um sem næsta “sporting director” hjá okkur??

  Jorg Schmadtke, búinn að fara um víðan völl í þýsku deildinni, ferilskráin ekki beint sannfærandi!

  Nú væri fróðlegt að heyra í sérfræðingunum okkar Einari M, Magga og co.

 23. Góðan sunnudag…..

  …. hvaða dúdda er verið að slúðra um sem næsta “sporting director” hjá okkur

  Jorg Schmadtke, búinn að fara um víðan völl í þýsku deildinni, ferilskráin ekki beint sannfærandi.

  Nú væri fróðlegt að heyra í sérfræðingunum okkar Einari M, Magga og co.

 24. Góðan sunnudag…..

  …. hvaða dúdda er verið að slúðra um sem næsta “sporting director” hjá okkur?

  Jorg Schmadtke, búinn að fara um víðan völl í þýsku deildinni, ferilskráin ekki beint sannfærandi

  Nú væri fróðlegt að heyra frá sérfræðingunum okkar, Einari M, Magga co.

 25. Er Man Utd að færa Liverpool líflínu inn í meistaradeildina 🙂

  YNWA

  3

Upphitun: Brentford mætir á Anfield

Stelpurnar fá City í heimsókn