Stelpurnar mæta Chelsea

Það styttist í leik karlaliðsins gegn Fulham, og Hannes kemur með leikþráð fyrir þann leik eftir 45 mínútur, en það vill þannig til að kvennaliðið hefur leik kl. 18:15 á eftir gegn Chelsea. Þeim leik var frestað fyrr í vetur eftir að vallaraðstæður voru metnar óboðlegar þegar leikurinn átti að fara fram – og hafði þá reyndar verið spilaður í nokkrar mínútur, en leikmenn áttu ansi bágt með að standa í lappirnar enda grasið beinfrosið og sá leikur hefði aldrei átt að byrja. Enda meiddist Shanice van de Sanden í upphitun á þessum velli út af aðstæðum, og var frá í einhverjar vikur á eftir.

Stelpurnar okkar fara inn í þennan leik eftir ömurlegt 4-0 tap gegn Leicester um helgina, og það sést pínku á liðsuppstillingunni. Reyndar spila meiðsli líka inn í því Megan Campbell er t.d. ennþá frá vegna meiðsla, sama gildir um Melissu Lawley, Leanne Kiernan og Niamh Fahey, og Yana Daniels er líka frá vegna meiðsla.

Svona byrjar liðið gegn Chelsea:

Kirby

Roberts – Bonner – Matthews

Koivisto – Taylor – Kearns – Hinds

van de Sanden – Dowie – Holland

Bekkur: Laws, Cumings, Robe, Humphrey, Lundgaard, Stengel

Kannski er Matt Beard eitthvað að rótera út af leikjaálagi – enda leikur gegn City um næstu helgi, og leikurinn gegn Leicester nýbúinn, en kannski er hann líka að senda skilaboð, því frammistaðan í síðasta leik var ekki boðleg. En svo getur hann jú ekki heldur skipt út öllu því liði enda einfaldlega ekki mannskapur í boði til að byrja með 22 ferskar lappir. Áhugavert að Rachael Laws fari á bekkinn, og ekki síður áhugavert að það sé þá Faye Kirby sem fái sénsinn frekar en Eartha Cumings. Sjáum hvernig það reynist.

Þetta verður annars örugglega hörku leikur, Chelsea þarf að rótera sömuleiðis enda talsvert leikjaálag þar á bæ, því liðið á 3 leiki inni á United á toppnum og þarf að spila þá í maí ásamt þeim leikjum sem voru á dagskrá í mánuðinum. Þær vilja örugglega ekki missa United of langt frá sér svo það má reikna með hörku leik. Spurning hvor Kirby komi út sem sigurvegari, Fran eða Faye?

KOMASO!!!

3 Comments

  1. Það má benda áhugasömum á að leikurinn er í beinni á Viaplay!

Fulham á Anfield annað kvöld

Byrjunarliðið gegn Fulham