Byrjunarliðið gegn Fulham

Þá er búið að tilkynna byrjunarliðið gegn Fulham í kvöld og lítur það svona út

Bekkur: Kelleher, Gomez, Milner, Robertson, Matip, Elliott, Carvalho, Gakpo, Jota

Tsimikas kemur inn fyrir Robbo sem fær hvíld í dag og Jota er áfram á bekknum enda var hann eitthvað tæpur í vikunni og fá Nunez og Diaz tækifæri á að spila saman í dag.

7 Comments

  1. Mér finnst spilið alltof hægt hjá okkur. Það vantar meiri ákefð og hraða í þetta. Vonandi verður þetta betra í seinni hálfleik. Kostas er að gefa þeim boltann alltof oft.

    3
  2. Framlínan hjá okkur er eins framlínan hjá chelsea. Þeir virðast ekki þekkja nein hlaup hjá hvorum öðrum. Merkilegt helvíti, setja Gakpo, Milner og Carvalho inná. STRAX !

    fulham eru bara að hóta að jafna þetta.

    4
  3. Ekki var það fallegt en þeim mun sætara. Fannst liðið spila einn besta varnarleik tímabilsins þar sem van Dijk átti sinn besta leik í háa herrans tíð.

    Fórum hins vegar afar illa með margar skyndisóknir. Sýnist smá þreyta koma í liðið í seinni hálfleik enda langstærstur hluti leikmannanna inni á búinn að spila marga leiki að undanförnu.

    Nunez er mesta ráðgáta knattspyrnusögunnar. Mesti flækjufótur deildarinnar en tekst samt að fiska vítið sem réð úrslitum.

    En þessi Palinha hjá Fulham er helvíti góður á miðjunni. Ef hann væri bara fjórum árum yngri.

Stelpurnar mæta Chelsea

Liverpool 1-0 Fulham