LIVERPOOL 4 – SPURS 3 (Skýrsla uppfærð)

Liverpool tóku á móti Tottenham Hotspurs í dag veðurblíðunni á Anfield. Heimamenn áttu séns á að fara uppfyrir Spurs og Aston Villa, skila sér í fimmta sæti og halda fjarlægum draum um Meistaradeild á lífi.

Fyrri hálfleikur

Byrjun leiksins var algjör draumur í dós fyrir Liverpool. Trent Alexander Arnold fékk góðan tíma á boltanum við vítateig Spurs á þriðju mínútu og hafði nægan tíma til að finna sending á vin sinn Curtis Jones. Vörn Tottenham var ennþá inn í búningsklefa, engin nálægt Jones sem lagði boltann laglega í netið og staðan 1-0! Í fyrsta sinn síðan Gerrard og Rickie Lambert voru hjá klúbbnum þar sem uppalinn Liverpool leikmaður leggur á annan sem kom úr akademíunni og fimmti leikurinn í röð sem Trent er með stoðsendingu í!

Það tók ekki nema nokkrar mínútur í viðbót að tvöfalda forystuna. Gakpo gerði gífurlega vel að halda boltanum lifandi eftir fasta sending inn fyrir. Cody náði að krækja boltanum inn í teig í fyrsta og fann þar Luis Diaz sem þakkaði fyrir sig með ótrúlegu slútti á nærstöngina! Kólumbíumaðurinn fagnaði af öllu hjarta og öllum ljóst hvaða þýðingu þetta hafði fyrir hann.

Það tók tíu mínútur að bæta við þriðja markinu. Í þetta sinn var það víti, eftir að Romero braut afskaplega klaufalega á Gakpo í teignum. Salah steig upp og skoraði úr vítinu, eftir að hafa brennt af tveim í röð.

Næsta korter eða svo var eitt það lélagasta sem andstæðingur Liverpool hefur boðið upp á Anfield í langan tíma. En því miður tókst okkar mönnum ekki að bæta við fjórða. Svo þegar hálftími eða svo var liðinn byrjaði Lundúnaliðið að færa sig upp á skaftið. Meir harka í tæklingum, meiri ákafi í pressunni. Þegar örfáar mínútur voru eftir af hálfleiknum  negldi Son í stöngina, svo varði Van Dijk á línunni.

Það var því ekki beint óvænt þegar Harry Kane slapp í gegn og klobbaði Alisson á 38. mínútu. Restinn af fyrri hálfleikur var villtur dans og heimamenn búnir að fara úr því að vera með unninn í leik í höndunum í að þurfa að hafa fyrir hlutunum.

Seinn hálfleikur.

Það hefur oft verið gagnrýnt í vetur og áður að Liverpool eru ekki nógu góðir í drepa leiki. Svo virtist sem okkar menn ætluðu að halda boltanum innan liðsins. Þetta virkaði gjörsamlega engan vegin. Hægt og rólega tóku Spurs öll völd á vellinum.

Son átti annað skot í stöngina og það var á 77. mínútu sem Kóreumaðurinn geðþekki náði að hleypa öllu í háaloft. Romero sendi frábæra sendingu af miðjunni og í þetta sinn var engin rangstaða, Son kláraði snyrtilega og munurinn aðeins eitt mark.

Jota var nokkuð heppinn að sleppa með gult spjald þegar lítið var eftir leiks, þegar hann sparkaði í andlitið á Skipp. Kannski jafnaði það út að Skipp átti að fá rautt í fyrri hálfleik, ekki við öðru að búast en vanhæfni frá þessum tilteknu dómurum. Þetta reyndist örlagaríkt.

Lok leiksins var ein stór krísa hjá Liverpool. Það var í uppbótartíma sem Spurs fékk aukaspyrn. Richarlison gerpið stakk sér inn fyrir vörnina og Nunez misheppnaðist að hreinsa boltann. Boltinn skoppaði yfir Alisson (engan vegin augljóst hver átti lokasnertinguna) og í netið. Maðurinn með ljótasta tattúið í knattspyrnuheiminum reif sig úr og fagnaði eins og hann væri orðin heimsmeistari. Staðan 3-3.

Það var þó eitt atvik eftir. Liverpool sendi langan boltan strax eftir að leikurinn fór aftur af stað og bakvörður Spurs ætlaði að senda til baka en setti boltann í hlaupaleiðina hjá Diogo Jota sem þakkaði afar pent fyrir sig með því að skora!!! Allt varð gjörsamlega vitlaust, Klopp var svo mikið í mun að fagna í andlitið á fjórða dómaranum að hann virtist togna og Anfield trylltist! Ótrúlega sætt eftir að okkar menn virtust vera búnir að fleygja þessu frá sér!

Maður leiksins

Curtis Jones fær þessa nafnbót fyrir markið og annars geggjaða frammistöðu á miðjunni.

Næst á dagskrá

Næsti leikur liðsins er strax á miðvikudaginn og drottinn minn það má margt bæta, en þangað til skulum við njóta og raula um Diogo Jota!

29 Comments

  1. Jota bjargar enn og aftur! Þvílíkur leikur Klopp tognaður aftan í læri eftir fögnuðinn þetta var soldið klikkað!

    11
  2. Frábær sigur miðað við gang leiksins. Verst að gott gengi liðsins er að koma alltof seint fyrst United liðin tvö eru líka á siglingu.
    Call the season off!

    6
  3. Allt of miklir móra taktar í þessu spurs liði endalaust væl og leikaraskapur. Eftir þennan dans hjá richarlison vissi ég að við myndum taka þetta

    7
  4. Þetta lið getur drepið mann.
    Geta verið svo góðir, geta verið svo lélegir, en ekki endilega á milli leikja, ekki endilega á milli hálfleikja, heldur innan samahelv… hálfleiksins, ótrúlegur andsk….

    8
  5. Úff, ég er búinn á því. Þetta er bara eins og tveggja daga crossfit æfing ! !

    4
  6. Svakalega var þetta vitlaus dómur þegar varnarmaðurinn teikaði Salah sem “sló varnarmanninn í andlitið” og fékk dæmda á sig aukaspyrnu. Ef Salah væri eins og svindlarinn hann Kane hefði hann einfaldlega látið sig detta. Þessi svaðalega nautheimsku ensku dómarar eru svo lélegir…

    21
  7. Ég er rosalega ánægður með spilamennskuna hjá Jones og Arnold, sem stigu varla feilspor í dag. Svo er auðvitað frábært að sjá Diez koma svona ferskan til baka. Hann slapp sem betur fer vel frá ljótu broti. Vona svo að Klopp þurfi ekki að mæta á hækjum í næsta leik.

    11
    • Cody Gakpo var líka mjög solid. Skil ekki af hverju Klopp er alltaf að taka hann út af. Einn af okkar bestu mönnum.

      10
  8. Allskonar hægt að segja um vörnina okkar og dómgæsluna, en hólý mólý hvað þetta var mikill rússíbani.
    Þessvegna elskar maður leikinn og þess vegna elskar maður Liverpool!

    YNWA

    6
  9. Mikið rosalega var þetta sætur sigur og verðskuldaður! Það er fátt skemmtilegra en að vinna kane og co. með þessum hættum! I love it!

    13
  10. Verð nú að segja að ég skil ekki þennan dómara. Hvernig komst hann hjá að sjá þegar brotið.var á Diaz, þegar Højber straujaði Jota (?) við hliðarlínuna og eins að Salah fengi dæmt á sig eftir að varnarmaður Tottenham var búinn að hanga í honum og brjóta á honum. Ef dómgæsla hans er alltaf með þessum hætti er hann óhæfur til að dæma í deildinni. En sigurinn var fábær:-)

    9
  11. Hvað gerist ef Shitty vinnur champions league, fer þá liðið í fimmta sæti í meistaradeildina á næsta ári?

    1
  12. Ian Rush – 346 mörk
    “Sir” Roger Hunt – 285 mörk
    Gordon Hodgson – 241 mörk
    Billy Liddell – 228 mörk
    Steven Gerrard – 186 mörk
    Mohamed Salah – 184 mörk
    Robbie Fowler – 183 mörk
    Kenny Dalglish – 172 mörk
    Michael Owen – 158 mörk

    4
  13. Það var svo mikilvægt að skora þriðja markið sem gerði algörlega út um leikinn.

    7
  14. Ég veit nú ekki hversu gott það mun vera að lenda í Evrópudeildar sæti fyrir næstu leiktíð?

    Ég yrði mjög hissa ef það verða einhverjar breytingar til batnaðar á leikmannahópnum í sumar?

    Liverpool þarf að eiða metfé í leikmann í þessum sumarglugga.
    Liverpool þarf að ganga frá kaupunum á Jude Bellingham á miðjuna + einn annan (má vera ungur og efnilegur) svo vil sjá Trent Alexander Arnold færðan upp á miðjuna og ég vil sjá nýjan hægri bakvörð og einn öflugan miðvörð. Ég tel að Liverpool sé á ágætum stað hvað varðar markvörð og sóknarmenn.

    YNWA

    3
  15. Sáttur við að Joda var ekki seldur um daginn að beiðni og ósk sumra aðdáenda 😉
    Nei segi bara svona.

    3
    • Sælir félagar

      Jota hefur heldur betur girt sig í brók. Þó undirritaður (og fleiri) hafi fundið honum flest til foráttu áður en hann fór að skila þeim frábæru mörkum sem hann hefur skilað undanfarnar vikur þá skal viðurkennt að ekki hefði verið gott að selja hann fyrir þann tíma. En fram að því var hann skelfilegur leik eftir leik. Klopp sá það í honum sem hann er að skila í dag. Það er því gott að Klopp ræður þessu en ekki t.d. ég. Hann er líka betur til þess fallin og hefur við það allsæmileg laun sem er líka gott. Þó menn (t.d. ég) láti ýmis orð falla í hita leiksins þá er aþð ekkert sem .þarf að jagast á og þykast menn að meiri. Læt ég svo svörum lokið við þessum fífls skap.

      Það er nú þannig

      YNWA

      12
      • var þó ekkert skelfilegri en aðrir leikmenn liðsins, sérstaklega ekki ef tekið er tillit til þess að hann hefur 2x lent í langtímameiðslum þetta tímabil.

        Hafði lagt upp 8 mörk þegar þú taldir hann það lélegan að ómögulegt væri að losna við hann, vegna þess að þú efaðist um að nokkur klúbbur myndi sýna honum áhuga.

        6
  16. Það væri fróðlegt ef einhver gæti farið yfir sögu Klopp og Tierney hér á kop.is.

    Það er einhvern veginn innprentað í mann að vera illa við Tierney en get ekki alveg munað af hverju 🙂

    Sýnist þetta ætla að vinda upp á sig.

    1
  17. Daníel, nennirðu að ná í kommentið mitt í ruslafötuna? Það er linkur í því fyrir Hossa.

    3
  18. Trúðarnir í FA búnir að kæra Klopp svo ógeðslega predictable að það er sorglegt.

    2
    • Klopp hagaði sér eins og fáviti. Auðvitað á að kæra hann. Hvernig heldur þú að það sé að vera dómari í þessari deild?

      2
      • Hann fékk gula spjaldið ætti að vera nóg bara trúi ekki að þú sért að taka upp hanska fyrir fávitana í FA ? Segðu mér hvað var svona hræðilegt við það sem Klopp sagði ? sannleikann? Tierny er fucking fáviti og það er gott að Klopp lét hann heyra það.

        3

Byrjunarliðið gegn Spurs: Diaz, Konate og Elliot byrja

Fulham á Anfield annað kvöld