Stelpurnar heimsækja Leicester

Það er komið að átjánda leik kvennaliðs Liverpool á leiktíðinni, en kl. 11:30 að íslenskum tíma spila þær við Leicester á King Power Stadium. Okkar konur eru hægt og bítandi að sigla yfir á lygnan sjó, fallhættan er nánast úr sögunni og gæti reyndar verið tölfræðilega frá með sigri okkar kvenna í dag. Þá er ekki hlaupið að því fyrir liðið að hífa sig upp um sæti, það eru 8 stig í næsta lið fyrir ofan (með leik til góða reyndar), en það verður að hafa það í huga að okkar konur eiga eftir að spila við Chelsea, City og United, þ.e. 3 efstu liðin, og kannski hæpið að reikna með mörgum stigum úr þeim leikjum. Mögulega einna helst hægt að vonast til að ná í stig í leiknum gegn Aston Villa, en þær eru bara rétt fyrir neðan topp 4 liðin og verða ekkert auðveldar heldur.

Liverpool og Leicester hafa leikið tvisvar á leiktíðinni, einu sinni á heimavelli Leicester í bikarnum og sá leikur fór 4-0 fyrir okkar konum, en svo náðu Leicester að hefna með 1-0 baráttusigri á Prenton Park í deildinni. Þetta er lið sem var klárt fallbyssufóður fyrr á leiktíðinni, en náðu svo vopnum sínum og eru mun erfiðari viðfangs í dag.

Hvað um það, liðið er klárt og það er bara sama lið og síðast:

Laws

Koivisto – Robe – Matthews – Hinds

Kearns – Nagano – Holland

van de Sanden – Dowie – Stengel

Bekkur: Cumings, Kirby, Roberts, Lundgaard, Bonner, Taylor, Humphrey

Slæmu fréttirnar af leikmannahópnum eru að Melissa Lawley þurfti að gangast undir aðgerð á mjöðm og verður því frá næstu mánuði. Gemma Bonner er komin til baka og byrjar á bekk, og Matt Beard talaði um á fréttamannafundi að Niamh Fahey og Leanne Kiernan gætu farið að æfa með liðinu í næsta mánuði.

Leikurinn verður sýndur á The FA Player (með ensku VPN).

KOMA SVO!!!

2 Comments

    • Nákvæmlega. Og ekki virtust skiptingarnar í hálfleik hafa neitt að segja.

Liverpool – Tottenham

Byrjunarliðið gegn Spurs: Diaz, Konate og Elliot byrja