Liverpool – Tottenham

Þegar ég var að alast upp þá voru Liverpool besta liðið á Englandi og líklega eitt það besta í heiminum. Þegar tánnings aldurinn var mætur á svæðið þá fór að halla undan fæti og menn voru alltaf vongóðir um að næsta tímabil yrði betra og töluðu margir um að við Liverpool aðdáendur værum að lifa á forni frægð og fortíðar þráhyggju.

Þetta var auðvitað bland af staðreyndum og öfundsýki því að saga Liverpool er sú glæsilegasta á Englandi og hver vill ekki fá aftur góða tíma og lifa í voninni að þeir myndu koma aftur. Þetta var stundum erfiður tími frá 1991 til 2019. Það komu tveir meistaradeildarbikarar(2005 og 2019), FA Cup (1992, 2001 og 2006), deildarbikarar(1995, 2001, 2003 og 2012) ásamt UEFA bikarnum 2001. Svo að það var hægt að fagna einhverju ásamt því að vinna reglulega Man utd og Everton en það var helvíti gott þegar sá enski datt í hús 2020 loksins má segja að þungu fargi var af manni lét. Liverpool eru og verða alltaf stórveldi á Englandi.

Þá er komið að andstæðingnum en það eru Tottenham og eru þeir flokkaðir sem eitt af stórveldunum Englands en eiga þeir það skilið miða við árangur liðsins? Jú, Spurs er stórt félag með fullt af stuðningsmönnum og ekki skemmir fyrir að þeir eru með nýjan flotta heimavöll í London en ef Liverpool hefur oft verið næstum því lið í gegnum árin þá hvað eru Tottenham?

Skoðum aðeins nánar þeirra bikarsafn.

Enskir meistara tvisvar sinnum 1951 og 1961
FA Cup meistara átta sinnum síðast 1991
Deildarbikar meistara fjórum sinnum síðast 2008
Evrópukeppni bikarhafa 1963
UEFA 1972 og 1984

Þar með er það upptalið. Er þetta nóg til að flokkast sem stór lið með liðum eins og Liverpool, Man utd og Arsenal? (langar ekki að henda inn seðlabúntunum í Man City og Chelsea).
Já, líklega er þetta nóg til að flokkast sem stór lið en allavega ekki í sama flokki og hinn liðin en ef eitthvað lið lifir á forni frægð þá er það Tottenham.

Mér persónulega hef alltaf líkað vel við Tottenham. Kannski af því að maður hefur sjaldan litið á þá sem mikla ógn og líka þeir hafa oft verið með stórskemmtileg lið en stuðningsmenn liðsins hamra oft á því að Tottenham liðinn eiga að spila flottan sóknarbolta og það sé þeirra einkenni( Móri var nú ekki til í það og hvað þá Conte). Svo má ekki gleyma öllum gæða leikmönnum sem hafa spilað með liðinu Jimmy Greaves, Glenn Hoddle, Harry Kane, Paul Gascoigne, Son, Ossie Ardiles, Gary Lineker, Gareth Bale og svo má ekki gleyma Guðna Bergs og Gylfa Sig

LIVERPOOL
Staðan á okkur í dag er sú að við erum 7 stigum frá meistaradeildar sæti og höfum spilað einum leik fleiri en Man Utd sem sitja í fjórða sætinu. Það eru 18 stig eftir í pottinum og til þess að eiga pínu séns þá þurfa 18 stig að koma í hús. Við höfum unnið síðustu þrjá leik og góðu fréttirnar eru að næstu þrír leikir eru á heimavelli en einbeitum okkur að Tottenham í dag.

Það eru flestir lykilmenn heilir þessa dagana sem er alveg nýtt hjá okkur(enda erum við farnir að vinna leiki) en aðeins Konate er tæpur og Firmino/Bajcetic eru meiddir af leikmönnum sem gera alvarlegt tilkall í byrjunarliðið. Klopp hefur verið að byrja með sama lið í undanförnum leikjum en það er eitthvað sem segir mér að hann mun breytta aðeins til í þessum leik.

Varnarlínan mun vera sú sama og í síðasta leik en ég held að hann leyfi Thiago og Diaz að byrja þennan leik á kostnað Henderson og Jota. Mér finnst C.Jones hafa bara verið að koma sterkur inn og tel ég frekar að hann hvíli Hendo sem getur því miður ekki spilað marga leiki í röð þessa dagana. Jota er sjóðheitur en ég veit ekki af hverju en finnst eins og að Diaz fái að byrja.

Klopp er reyndar búinn að tala um það núna að þeir leikmenn sem eru tilbúnir að spila hápressu á mikilli ákefð fái að spila svo að kannski er Thiago/Diaz ekki að fara að byrja og hann velur frekar fætunar á Hendo/Jota en það er þreytt á spá sama liði áfram svo að ég ætla að giska á þetta.

Tottenham
Hafa ekki staðið undir væntingum á tímabilinu eða það er að segja sínum væntingum en þetta er bara hið dæmigerða Tottenham tímabil. Lið með nokkra gæða leikmenn en ná ekki alveg að láta þetta smella saman. Eiga góða spretti þar sem þeir virðast ætla að gera eitthvað af viti en svo alveg týndir inn á milli. Þeim finnst mjög gaman að skipta um stjóra en það er víst mjög vinsælt í London borg(sjá Chelsea og Palace) en það virðist ekki hafa mikið breytt hjá þeim genginu. Ég horfði á leikinn hjá þeim gegn Man Utd þar sem þeir voru skelfilegir fyrstu 45 mín en góðir síðustu 45 mín. Svo að maður veit ekkert hvað við fáum frá þeim.

Ég held að þeir munu gera eina breytingu frá síðasta leik. Richarlison dettur út sem er synd því að hann hefur verið mjög duglegur að við að skora ekki mörk og Kulusevski kemur inn.

Styrkleikur Tottenham liggur í Harry Kane(og hans dýfum), Son og Kulusevski að keyra á okkur hratt og má segja að Tottenham liðið hentar okkur mjög illa. Því að þeim líður ágætlega að pakka í vörn og keyra hratt á okkur með mikil gæði en varnarlínan okkar hefur sýnt að hún ræður engan vegin við svoleiðis lið í vetur.

Vandamálið samt hjá Tottenham er að þeir verða stundum út um allt og vita ekki hvort að þeir séu að koma eða fara. Hluti af liðinu að færa sig ofar með að t.d varnarlínan bíður og það getur myndast pláss milli varnar og miðju sem við þurfum að geta nýtt okkur.

Mín spá
Richarlison mun skora í þessum leik. Það er svo dæmigert að leikmaður sem hefur ekki getað blautan í vetur mætir á Anfield og skorar sitt fyrsta mark en ég þoli ekki þennan leikmann sem kom frá Everton og er mjög duglegur að keppa við Kane í dýfingarkeppni( Kane er en þá meistarinn) og oftast skora þessir leikmenn sem ég þoli ekki á móti okkur.
Ég ætla að spá marka leik 4-2 sigri hjá okkar mönnum. Salah(2), Gakpo og Van Dijk með mörkin okkar en Kane og áður nefndur Richarlison munu skora fyrir Spurs.

Gamalt og Gott
Liverpool að tryggja sig sigur í deildinni árið 1982 með sigri á Tottenham. Liverpool goðsögn í markinu hjá Tottenham.

YNWA – Aldrei að gefast upp. Á meðan að við eigum möguleika á meistaradeildarsæti þá höldum við áfram.

8 Comments

 1. Vil samt nefna franska Ginola, sem flottan spilara sem var hjá Tottenham. Sammála, hef aldrei haft neitt á móti þeim. Að bera saman Tottenham og LFC, er eins og að bera saman epli og appelsínu, hvað árangur varðar, eiginlega allt. En leikir vinnast ekki á fyrri tíma frægðarsól, þó í fyrra það væri. Það er eiginlega ekkert sem á að koma í veg fyrir sigur okkar manna, nema leikmenn.

  NYWA

  5
 2. Takk fyrir þetta, fróðleg yfirferð og gaman að horfa á klippurnar úr þessum leik. Gamalt og gott – óhætt að segja það.

  Tottenham-fílósófían er augljóslega ekki að skila miklu. Öll þessi stóru nöfn sem þarna eru nefnd – og uppskeran jafn rýr og raun ber vitni. Það er eins og þá vanti einhverja kjölfestu eða e.t.v. bara sigur-hugarfar.

  5
 3. Sælir félagar

  Takk fyrir prýðilega upphitun Sig. Ein Þetta getur orðið þvælinn leikur því enginn veit hvaða lið koma inn á völlinn. Spurs virtist hafa skipt um lið í hálfleik á móti MU um daginn, amk. kom liðið með allt annað hugarfar og vinnslu inn í seinni hálfleik og hefði getað unnið þann leik með smá heppni. Eins er með liðið okkar. Við vitum aldrei hvaða lið kemur inn á völlinn og hvernig það mun spila. Ef toppliðið okkar kemur inn á strax í upphafi á Spurs ekki séns en ef lufsu vörnin og göngubolta liðið mætir verður þetta erfitt.

  Með von um að toppliðið mæti strax í upphafi leiks og spili allan leikinn spái ég 3 – 1 og allir glaðir en verði hitt ofan á þá . . . 🙁

  Það er nú þannig

  YNWA

  6
 4. Ég vil sjá Dias, Nunes og Sala á toppnum restin má vera eins

  3
 5. Ágætur pistill. Til að bæta við hann þá verður að nefna Ray Clemens, markmanninn geðprúða. Ég man hversu þungt það var að missa hann frá okkur til Tottenham ‘81. En að sama skapi gerði það að verkum að maður hafði taugar til Tottenham, meðan goðsögnin Ray var þar. Ray átti ótrúlega flottan feril.

  5
 6. Þetta var fín ámimning til bæði aðdáenda Liverpool og annara lið hvernig orðabækur heimsins útskýra orðið “Stórlið”. En frægð fyrri ára telur ekki í dag frekar en aðra daga. Samt gott að hafa þetta til samanburðar þegar áhangedur liða fara að setja út kassann án þess að hafa loftið til þess.

  En að leiknum í dag. Spurs eru á rassgatinu og við erum að fá meðvitundina aftur. Við erum heima og veðrið hérna uppi í Norðrinu stefnir í vætu og jafnvel smá vind. Það er ekki við hæfi fyrir ofmetna leikmenn eins og Kane, Richarlison, Romero ofl. Við hinsvegar elskum þetta veður!

  Hressandi endurkoma Curtis Jones inn í liðið hefur sýnt okkur hversu sárlega okkur vantaði pjúra miðjumann með kraft inn í liðið. Hans innkoma hefyr hreyft við okkur og tengt betur vörn-miðju-sókn sem hefur vantað. Ef hann getur komist yfir þessi stanslausu meiðsl og haldið áfram að þróast inn í þann leikmann sem hann getur orðið, þá verður innkoma hans og Bajcetic til þess að við þurfum aðeins tvo magnaða miðjumenn í sumar. (Mín ósk er tveir af þessum: Tchouameni, Mount, Gravenberch en stefnir í 0/3).

  Nýleg endurkoma Diaz og Jota hefur svo vakið upp þessa pressu/ákafa sem við höfum vantað. Mikil breyting á síðustu leikjum Liverpool og vonast ég að við sýnum sama ákafa í leik okkar. Ef það gerist þá verður þetta 4-0 eða 4-1.

  5
 7. Ekkert annað í boði en að vinna Tottenham í dag.
  Sögur segja að Tiago sé meiddur (óvænt heldur betur) og verði ekki með í dag.

  YNWA

  1
 8. Spái 3-1. Diaz með 1 og Salah með 2. Kane hendir sér niður inn í búningsherbergi í hálfleik og dómarinn dæmir víti af gömlum vana.

  1

West Ham – Liverpool 1-2

Stelpurnar heimsækja Leicester