Gullkastið – Endaspretturinn

Felix Bergsson mætti í Gullkastið

Liverpool rústaði Leeds um síðustu helgi og vann þar með loksins útileik. Nýtt leikkerfi er að taka á sig mynd með Trent Alexander-Arnold í aðalhlutverki og það er ekki til sá miðjumaður í Evrópu sem hefur ekki verið orðaður við Liverpool.

Feliz Bergsson mætti með okkur á nýjan og endurbættan Sólon í Miðbænum og fór yfir allt það helsta í þessari viku. Hann er auðvitað á leiðinni til Liverpool í næsta mánuði með Eurovision hópi Íslands en er auk þess auðvitað grjótharður Púllari.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og Felix Bergsson

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


 Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 422

5 Comments

  1. Takk fyrir drengir, alltaf flottir og gaman að hlusta á ykkur. Gleður mig að Felix sé púllari. Hann er frábær.
    Eitt sem ég er að spá Maggi, vinur minn, með þessa “home grown” leikmenn. Er það ekki bara eitthvað bla ble ? Ég meina er ekki líka FFP ? það virðist vera bara bla ble. Liðin fara ekki eftir því, engar sektir, bara einhver sýndarmennska og ekkert gert. Nú síðast fer cleski framhjá þeim reglum með því að gera 8-9 ára samninga við leikmenn !
    Þetta er svona eins og með tölvuþrjótana, þeir eru alltaf skrefi á undan þeim sem búa til tölvuvírus forritin. Hvað segið þið að hin liðin séu með marga home grown leikmenn ? t.d. celski ? sem keyptu leikmenn fyrir um 600 millj punda í síðasta glugga ? Getum við ekki bara tekið guttana sem eru á láni frá okkur inní hóp ? eins og Morton og fleiri ?
    Ég vill ekki sjá þennan gallager hjá celski, hann er eins og hauslaus hæna og getur ekki blautan. Við þurfum 3-4 góða miðjumenn, Mount, Macallister, Caseido, og þennan hjá Real sem fær ekkert að spila, eða þá þennan Ravenberch !

    4
  2. Ég fór nú aðeins að skoða þetta með svokallaða Home grown players reglur. Það þurfa sem sagt að vera 8 home grown players í 25 manna hóp. Okkar home grown leikmenn núna eru Trent, Henderson, Gomes, OX, Philips, Milner og Kelleher. Sem sagt 7 leikmenn !
    Það eru örugglega 4 af þessum að fara frá okkur í sumar, þannig að við þurfum ca 2-3 inn og reikna þá með að Morton og einn enn komi inn úr láni. Ég skil ekki af hverju Carvalho er ekki þarna inni, er hann ekki með breskt ríkisfang ?

    3
    • Höddi:

      Það er svo sem engin skylda að vera með 8 homegrown leikmenn. Það mega bara vera 17 non homegrown, svo þeir þurfa jú að vera 8 EF það á að skila inn fullu squadi. En LFC hefur alveg skilað inn bara 24 manna squadi, og bara 7 homegrown… þyrftu bara að vera með 6 ef squadið væri 23 leikmenn.

      Liðið þarf ekki að skrá þá leikmenn í squadið sem eru yngri en 21 árs… það má alltaf kalla þá til.

      Carvalho lék öll yngri landsliðin með portúgal reyndar, en þar sem hann hefur verið undir 21 árs, hefur ekkert þurft að skrá hann neitt. Það er eins með Ramsey og flesta þessa kjúklinga (td Morton).

      En bæði Ramsey og Carvalho verða búnir að spila þrjú senior ár á Englandi áður en þeir verða 21 árs, svo þeir verða homegrown þegar það þarf að skrá þá.

      Það er enginn tilgangur með að skrá þá fyrir 21 árs, þar sem það þarf tæknilega ekkert að fylla þennan kvóta.. reglan er bara sú að aðeins 17 non homegrown mega vera. Carvalho er alltaf tiltækur (hefur verið) hvort eð er.. hvort sem hópurinn er 24 eða 25 menn, út af aldri.

      Ég vona að þetta skiljist hjá mér.

      Insjallah
      Carl Berg

      4
  3. Gaman að fá Felix Bergsson í spjallið. Grjótharður púlari – augljóslega!

    2

Liverpool – Nottingham Forest (Upphitun)

Liverpool – Nottingham Forest 3-2