Liðið gegn Leeds – Luis Diaz á bekknum

Þá loksins á Liverpool leik en eftir innan við klukkustund hefst viðureign Leeds og Liverpool.

Luis Diaz er kominn aftur í leikmannahópinn og er á bekknum.

Ég held að þetta sé óbreytt lið frá síðasta leik og lítur svona út.

Alisson

Trent – Konate – Van Dijk – Robertson

Jones – Fabinho – Henderson

Salah – Gakpo – Jota

Bekkur: Kelleher, Thiago, Milner, Firmino, Elliott, Tsimikas, Diaz, Nunez, Matip.

30 Comments

  1. Spurning hvort það væri ekki bara sniðugt hjá Klopp að gefa Jones seinustu 9 leikina á tímabilinu til að sanna sig, hann hefur aldrei fengið nokkra leiki í röð til að spila sig inn í liðið. Strákurinn er alveg með mikla hæfileika en hefur svo sem aldrei fengið run af leikjum að mig minnir.
    Það er ekki eins og hinir séu búnir að vera spila vel þessa 30 leiki sem búnir eru.

    6
  2. Takið eftir því hvar Trent er að spila, hann er að draga sig mikið inn á miðjuna strax í byrjun leiks

    3
  3. Afskaplega er þetta dapurt ! Ekkert bit í sókninni. Allt of hægt spil hká okkur.

    2
  4. Það er ekki nóg að halda boltanum 70-80% af leiknum, það verður eitthvað að gerast inn í teig en ekki þetta dútl á miðjunni!!

  5. Ég er að fíla þessa breytingu á uppstillingunni hjá Klopp að setja Trent á miðjuna þegar við erum með boltann.

    4
  6. Frábært, allt samkvæmt formúlunni: Posession, patience, pressure, penetration.

    Snilldarhálfleikur. Nú þarf bara að halda áfram – skora eitt í viðbót og passa sig svo að meiðast ekki.

    Fögnum hverju marki og hverjum sigri.

    Vek athygli á að eini bikarinn sem á eftir að vinna er Europa league!

  7. kommentið mitt hvarf… og ég svona líka jákvæður í þetta skiptið!

    2
    • Komið inn núna. Eitt p-orðið minnir á… svolítið annað, svo þess vegna lenti þetta í spam síunni.

      2
      • haha gott að siðgæðið í lagi!

        Jú með smá tvíræðni má alveg túlka þetta á ýmsa vegu

        1
  8. æææ Konate… búinn að vera geggjaður… en af hverju?

    Galopinn leikur núna…

    1
  9. Þvílíkt klúður hjá Konate, af hverju þurfa varnarmenn Liverpool alltaf að taka svona skitu reglulega…
    Flottur leikmaður en svona á ekki að sjást í þessum gæðaflokk.

    1
  10. Já! Jota! það var kominn tími til !

    Og kurteisi Jónas stoðin og styttan!

    6
    • Kurteisi Jónas hefur átt prýðisleiki undanfarið. How come?

      2
  11. Jones bara að stimpla sig inní liðið, hef aldrei haft trú á kauða en síðustu leikir hafa verið bara OK, flottur leikur margir að stíga upp

    8
    • Jones hefur verið frábær í þessum leik. Flottar sendingar og góð pressa.

      5
  12. Gakpo að spila vel og virkar smá eins og pressan sé ekki eins mikil á honum. Slakur og meðvitaður um samherja. List vel á þetta.

    2
  13. Heimta 1 – 7 svo það sé hægt að minna Utd menn á að Leeds skoraði þó mark…

    4

Leikið gegn Leeds – mánudagur til mæðu?

Leeds 1-6 Liverpool