Leeds 1-6 Liverpool

Liverpool gjörsigraði Leeds á útivelli með sex mörkum gegn einu og hlaut nú loksins að koma að því að Liverpool tækist að vinna útileik og hvað þá sannfærandi. Í leiknum voru Liverpool bæði frábærir og Leeds alveg drep lélegir, í raun að þeir hafi fengið að skora mark var galið.

Klopp hélt óbreyttu liði frá því í síðasta leik sem var 2-2 leikurinn gegn Arsenal enda var kannski alveg hægt að færa góð rök fyrir því að ekki þyrfti endilega að breyta miklu ef einhverju enda var frammistaða Liverpool frábær eftir reyndar afar mislukkaða byrjun í þeim leik og ótrúlega svekkjandi að liðið hafi ekki farið með öll stigin úr þeim leik.

Leikurinn í kvöld fór frekar rólega af stað og virtist Liverpool svona pínu í hlutlausa gírnum og þetta var ekki svona alveg að smella. Fyrr en 35. mínútu þegar Trent gerir vel í hápressunni á miðjunni, fær boltann í hendina en fær að halda áfram og kemst upp að endalínu þar sem hann leggur hann fyrir markið á Gakpo sem skoraði auðveldlega í autt markið. Nokkrum mínútum síðar vinnur Jota boltann á vallarhelmingi Liverpool, keyrir fram og leggur hann á Salah sem lúðrar honum upp í hornið úr mjög góðri skyndisókn.

Það var 2-0 í hálfleik og Liverpool með verðskuldaða forystu án þess þó að manni fannst liðið vera eitthvað farið almennilega úr 1.gír. Menn voru greinilega í frígírnum þegar seinni hálfleikur byrjaði og Konate var í algjöru rugli þegar hann tapaði boltanum og Leeds minnkaði muninn á 47. mínútu en þarna spilaði Liverpool ansi vel úr sínum spilum og bættu við öðru marki nokkrum augnablikum seinna þegar frábær sending Curtis Jones rataði á Diogo Jota sem lagði boltann snyrtilega framhjá markverðinum sem var kominn langt út á móti honum til að loka á hann. Portúgalinn hefur verið duglegur við að leggja upp og þess háttar en loksins batt hann enda á markaþurrð sína sem náði alla leið í apríl í fyrra.

Mo Salah skoraði svo annað mark eftir að aukaspyrna Trent rataði á Van Dijk sem lagði hann fyrir markið á Salah en Hollendingurinn dæmdur rangstæður en tæpt var það og synd að ekki kom mark eftir mjög vel útfærða aukaspyrnu. Það leið ekki að löngu þar til Salah skoraði þá bara eftir og nú eftir stoðsendingu Gakpo eftir mjög góða skyndisókn. Jota var svo aftur á ferðinni og skoraði sitt annað mark þegar Henderson lagði boltann meðfram teignum og Jota skoraði með viðstöðulausu skoti fyrir utan teig.

Liverpool gerði svo fimm skiptingar fljótlega eftir þetta og meðal þeirra sem komu inn á voru þeir Darwin Nunez og Luis Diaz en sá síðarnefndi var loksins mættur aftur á völlinn eftir löng meiðsli og setback. Nunez skoraði svo sjötta markið þegar Trent átti geggjaða sendingu inn fyrir vörnina á hann sem tók hann niður og lagði hann snyrtilega í netið, frábært að fá hann aftur á meðal markaskorara.

Þetta var því í raun stór og mjög þægilegur sigur og svipað og í fyrri hálfleik þá virtist Liverpool ekki þurfa að fara lengi úr 1.gírnum og eru örugglega nokkrar treyjur þarna utan um leikmenn Liverpool sem var ekki svitnað mikið í – það þægilegur var þessi sigur.

Vörnin, fyrir utan þessi ömurlegu mistök Konate, þurfti ekki að gera mikið og það sem þeir þurftu að takast á við leystu þeir afar vel. Fabinho og Henderson voru flottir á miðjunni en þeir Jones og Trent fannst mér bera af þar, báðir voru frábærir í þessum leik. Salah skoraði tvö góð mörk og var mjög vel að því kominn, Diogo Jota skoraði tvö og lagði upp eitt og Gakpo, sem mér þótti frábær í kvöld, skoraði og lagði upp.

Varðandi val á manni leiksins þá held ég að þetta verði að vera á milli Trent eða Jones og þar á eftir Salah eða Jota, jafnvel Gakpo. Þeir voru allir mjög öflugir í dag. Mikilvægur sigur og alltaf gaman að sjá marga leikmenn koma að markaskorun og stoðsendingum.

Nottingham Forest kemur í heimsókn á Anfield í næstu umferð og við viljum sjá meira af þessu og jafnvel meira þá, takk!

22 Comments

  1. Geggjaður leikur og frábært að sjá góða frammistöðu frá Jota sem sýndi gamla góða takta og einnig var Jones flottur í kvöld og vonandi fær hann að spila alla leiki út tímabilið og sjá hvernig hann plummar sig.
    Óvænast var samt að sjá Trent á miðjunni og hann var síógnandi allan leikinn og var hans besti leikur í langan tíma og vonandi mun hann spila meira á miðjunni.
    3 easy stig í hús og þetta ætti að gefa leikmönnum rosalegt boost í baráttunni um 4 sætið sem er ekko alveg farið ef við tökum gott run, eitthvað sem þetta lið á alveg að geta gert núna þegar stórir póstar í liðinu eru að koma til baka eftir meiðsli.

    9
  2. Það var margt sem gladdi í kvöld. Allir leikmenn Liverpool léku vel og aðeins ein kæruleysisleg mistök. Arnold, Jones, Jota, Salah voru flottir og bara einhvernvegin allt gekk upp – Meira svona !!!

    10
  3. Skýrslan óþörf. Liverpool mætti með krafti í kvöld. Pressan til staðar. Áhuginn til staðar. Verkefninu lokið.

    Það eru 8 mjög vinnanlegir leikir eftir og flestir hefndarleikir fyrir tap í fyrri leiknum. Ég spài því að ef við fáum 8-0-0 á restina, þá verði 80% möguleiki á topp 4.

    Góðar stundir

    5
  4. Þetta var alveg einstaklega kærkomið.

    Konate var í raun alveg frábær ef frá er talið þetta andartak.
    Kurteisi Jónas að sama skapi að taka miklum framförum.
    Jota vaknaður.
    Auðvitað er Salah kóngurinn í leiknum. Geggjaður alveg.

    Leeds voru vissulega ekki góðir en þeir reyndu að hanga í vörn og búa til einhverja rútu þarna. Margir minni spámenn hafa nú reynt það með nokkrum árangri.

    En þetta var sumsé boltaskólinn á Elland Road í boði Klopps.

    3
  5. Þvílíkt mánudagskvöld á Elland Road. Hef ekki yfir neinu að hvarta hvorki liðsvali né skiptingum. Stórt hrós til alls liðsins og þjálfarans okkar. Frábært að Jota fái loksins að skora mark eftir flotta stoðsendingu frá hinum svo ónýta og útreiknaða Jones:) Ha ha.!! Vona nú að við fylgjum þessu eftir með fleirri sigrum. Gaman að sjá að flestir virðast ánægðir á spjallinu! Eigið glott kvöld allir.

    7
  6. Virkilega flottur leikur í kvöld.

    Jota að losa úr stíflunni,
    Trent leið vel á miðsvæðinu
    C.Jones átti mjög góðan leik
    Menn fundi blóðlykt og keyrðum yfir þá eftir þriðja markið(Konate ákvað að gera þetta óþarflega spennandi í uppafi síðari)

    YNWA – Næst er það Forest. 4 sætið er fjarlægður draumur en maður vill sá fleiri svona framistöður til að láta sig dreyma um gott næsta tímabil.

    3
  7. Útivallarsigur á mánudegi? Hvaða tímalína er þetta?
    Frábær sigur en telur bara þrjú stig rétt eins og gegn Man.Utd. vonandi lendum við ekki í sama rönni og eftir þann leik.

    2
  8. Sælir félagar

    Frábær niðurstaða úr leik þar sem Liverpool liðið fór aldrei í efsta gír heldur dólaði í rólegheitum í 1. og 2. Það var frekar leiðinlegur fyrri hálfleikur þó aðeins lifnaði yfir í mörkunum tveimur sem Gakpo og Salah skoruðu eftir góðan undirbúning Salah og TAA annarsvegar og Jota hinsvegar. Jota átti sinn besta leik í mjög langan tíma og lagði upp tvö mörk og skoraði tvö. TAA er að finna sig sig mjög vel í nýju skipulagi og virkar skapandi og ánægður í sinni nýju rullu. Leeds liðið er ævintýralega lélegt og þrátt fyrir að Liverpool færi aldrei upp í 3. gír léku þeir sér að andstðingnum og sigurinn síst of stór.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  9. Væri ekki sniðugt að færa Trent á miðjuna? Gætum þá keypt nýjan bakvörð í bland við alla þessa nýju miðjumenn sem við þurfum að kaupa. Lukas Klostermann hjá Leipzig væri t.d. flottur inn í liðið okkar. Svo verður hægt að kaupa Kyle Walker Peters í vor frá Southampton, en það er eiginlega of auðvelt fyrir stuðningsmenn andstæðingana að gaula sönginn um hann…

    4
    • Ekki það að ég sé einhver sérfræðingur en ég hef eiginlega alltaf séð hann fyrir mér sem miðjumann. Þarf bara aðeins að aðlaga sig.

  10. Tímabilið í ár hefur skipst á miskunnarlausum stórsigrum og tilgangslausum botnum og þegar Liverpool hélt á Elland Road var kominn tími á það fyrrnefnda enn og aftur. Í kvöld hélt Trent Alexander-Arnold áfram uppteknum hætti frá Arsenal leiknum að spila meira eins og „sexa” og það virkaði vel. Í lok leiks spurði ég sjálfan mig hvort nýr hægri bakvörður væri lausnin á að leysa stóra miðjuvandamál okkar. Trent Alexander-Arnold fær meira svigrúm og sóknar eiginleikar hans nýtast betur í sexu hlutverkinu hjá Liverpool en í bakvarðarstöðunni. Sönnun þess fyrrnefnda er þegar hann fann Darwin Núñez með Thiago flís sem endaði þennan stórsigur sem ætti að vekja bara gleði en í staðinn vakti spurningar. Ætti að endurþjálfa Trent Alexander-Arnold í meira miðlægt hlutverk á lokakaflanum og þannig gæti Liverpool hugsanlega blandað sér inn í topp 4 keppnina í síðustu umferðunum? Hvað finnst ykkur?

    6
    • Ég hef lengi beðið eftir því að TAA fengi tækifæri á miðjunni, með þessa sendinga- og spyrnutækni gæti hann vel blómstrað í þeirri stöðu. Minni á að okkar allra besti Steven Gerrard hóf sinn feril sem hægri bakvörður í aðalliðinu, þarf að segja meira?

      3
    • Algjörlega sammála , Trent er eins og fæddur í þetta hlutverk og á að vera þarna til frambúðar. Ég er sannfærður um að þarna vill hann spila. Spurning hvort Milnerinn taki ekki bakvörðinn fram á vorið og Trent haldi sig þarna eða hvort það eigi að fara í hreinræktað 3ja miðvarða kerfi, treysti herr Klopp til að finna út úr því

      2
  11. Flottur útisigur gegn liði sem berst fyrir lífi sínu í deildinni.
    Loksins fáum við að sjá TAA fá miðjuvinnu sem hann sinnir af príði.

    YNWA.

    2
  12. Vel gert.
    TAA og CuJo frábærir, Jota vann sig heldur betur inn í leikinn eftir slaka byrjun og sýndi hversu góður fótboltamaður hann er. Aðrir líka flottir en megum hætta að gefa mörk.
    Eftir arfaslakar fyrstu 30 mín tóku menn loks á því og gerðu vel, en þetta Leeds lið er arfaslakt, en hey, það þarf að vinna þau líka og það hefur ekki beint gengið vel í vetur.

    3
  13. Það var haft eftir ágætum manni á sínum tíma að “nú falla öll vötn til Dýrafjarðar”, og það á klárlega við um Trent og miðjuna. Held hann fari ekki aftur í að verða 100% bakvörður, en svosem spurning hvort hann hafi nokkurntímann verið það?

    Hitt sem ég kalla eftir í leik okkar ástkæra liðs er að það fari að sýna ögn meiri stöðugleika. Þá er ég ekki bara að tala um að vera ekki að vinna einn leik 7-0 og svo tapa þeim næsta 1-0, heldur líka varðandi hluti eins og xG í leik og raunverulega skoruð mörk hins vegar. Í þessum þrem öfgafyllstu leikjum hefur xG verið eftirfarandi:

    gegn Leeds: 2.73 -> 6 skoruð mörk
    gegn United: 2.78 -> 7 skoruð mörk
    gegn Bournemouth -> 3.32 -> 9 skoruð mörk

    Svo hafa komið leikir þar sem þetta er gjörsamlega á hinn veginn:

    gegn Everton á útivelli: 2.19 -> 0 skoruð mörk
    gegn Úlfunum á útivelli: 1.96 -> 0 skoruð mörk
    gegn Bournemouth á útivelli: 1.75 -> 0 skoruð mörk

    Ég kvarta auðvitað ekki þegar liðið skorar fleiri mörk heldur en xG gefur til kynna, og ég kvarta líka ekki ef liðið er reglulega að koma sér í færi sem myndu að jafnaði þýða að liðið væri að skora 2 mörk í leik, en langbest væri ef það væri hægt að stóla á að liðið nýti færin! Held að þetta sé atriði sem þjálfarateymið er örugglega með annað augað á. Annars er þetta held ég alveg efni í sér færslu, bara spurning hver okkar tæklar þetta.

    7
    • Daníel ég held að þú sért kominn vel á veg með þetta og ættir bara að klára greinina

      2
  14. Ef Jude Bellingham er 100K virði, þá er Trent Alexander Arnold 150K virði, þurfum við JB?, nei!, við þurfum bakvörð fyrir TAA og TAA á miðjuna.

    2
  15. Aðeins út fyrir efnið (eins og venjulega hjá mér). Chelsea tapaði fjórða leiknum í röð undir stjórn Lampards í kvöld. Það gerðist síðast fyrir 30 árum. Hvenær ætlar drengurinn að skilja að hann er ekki þjálfari, og allra síst góður þjálfari? Litla ruglið sem þetta er og ekki vildi ég Todd Boehly sem eiganda Liverpool…

    1
    • Hérna….

      Meðan hann er að stýra Chelsea – Everton og Chelsea AFHVERJU Í VERÖLDINNI VILTU AÐ HANN HÆTTI?

      3

Liðið gegn Leeds – Luis Diaz á bekknum

Fánadagur hjá á Selfossi á laugardaginn