Slúður – Tilboð í Bellingham?

Uppfært:

Mótsvar allra helstu blaðamanna með tengingar við Liverpool var auðvitað að drepa strax allt Bellingham slúður, líklega mettími og auðvitað mjög svekkjandi ef þetta er í alvöru niðurstaðan:

Skömmu áður setti ég þetta í léttu gríni á spjallþráðinn okkar…

Verð að segja eins og er að ég persónulega hef aldrei haft trú á Bellingham til Liverpool og það breytist lítið í dag. Höfum samt í huga að það komu eins fréttir rétt áður en Alisson kom og sama á við skömmu áður en Thiago skrifaði undir…


Tökum þessu með öllum mögulegum fyrirvörum en þetta er nokkuð áhugavert frá norska fjörkálfinum sem ætti að vera nokkuð vel tengdur í þýska boltanum (þar sem hann starfar fyrir Viaplay o.fl).
Fjørtoft hefur að því er við best vitum almennt ekki verið að gefa út mikið af svona yfirlýsingum eða spila sig sem einhverja itk hetju á samfélagsmiðlum. Gott ef hann var ekki nokkuð vel að sér í Naby Keita kaupunum á sínum tíma.

Gullkastið verður ekki fyrr en annað kvöld, tökum eflaust púlsinn á þessu þar ef James Pearce verður ekki búinn að klála fyrir þann tíma.

Annars er slúðurmyllan farin að rúlla hraðar núna undanfarið og fleiri miðjumenn alveg í umræðunni einnig:
Alexis Mac Allister – Líklega mesti hitinn í kringum hans nafn undanfarna daga.
Mason Mount – Mjög líklegt að hann færi sig um set í sumar og Liverpool klárlega meðal áhugasamra liða.
Moises Caicedo – Ólíklegra að hann færi sig eftir að hann framlengdi við Brighton nýlega.
Matheus Nunes – Minnti á sig um helgina en hefur lítið verið í slúðurumræðunni undanfarið
Conor Gallagher – Annar enskur frá Chelsea sem fer líklega í sumar. Vonandi ekki til Liverpool samt, er hann mikið betri en Jones og Elliott?
Gabri Veiga – Töluvert slúðrað um hann þessa dagana og talað um €40m klásúlu í samningi
Jesper Lindstrom – Nýtt nafn í umræðunni undanfarið, hann er þó meira vængmaður en miðjumaður
Manuel Ugarte – 22 ára frá Uruguay sem margir myndi mikið vilja til Liverpool en svosem ekki mikið verið í beinu slúðri tengdu Liverpool.
Declan Rice – Enn einn enskur sem hlítur að færa sig um set í sumar
Manu Kone – 21 árs frakki sem er að gera það gott í þýska boltanum
Maddison – Enn einn enskur sem þarf líklega nýja áskorun í sumar og á lítið eftir af samningi.

Bara svona til að nefna einhverja.

33 Comments

 1. Það er alls staðar talað um að Liverpool hafi dregið sig út úr kapphlaupinu um Bellingham.
  Er Norðmaðurinn ekki bara að fá sér yfir shitty leiknum ?

  4
 2. Hahaha að menn haldi virkilega að þessir aular sem eiga Liverpool séu að hugsa til Bellingham er bara fráleitt. Bellingham er aldrei að koma til Liverpool í sumar.

  7
 3. Uss ekki ræða þessa eigendur… óþarfi að eyða penimgum sjáðu bara Chelsea …

  1
 4. Liverpool kaupir hann ALDREI ! Það verða þrír aðrir sem munu kosta samtals jafn mikið og Jude.

  4
 5. Nkl Höddi B, það eru allir með fréttir um hið gagnstæða. Einnig talað um að Liverpool ætli sér fleiri en færri nýja miðjumenn og vilji því ekki kaupa svona dýra vöru sem Bellingham er. Vonandi vill hann bara annað tímabil með Dortmund í CL og kemur til okkar ’24.
  Þetta er auðvitað aaaaaalgjör SKITA!!!! þetta tímabil hjá okkur og það er mjög erfitt verkefni framundan að skipta út svona mörgum leikmönnum. Það er mikið, mikið auðveldara að skipta út einum og einum leikmanni heldur en svona hreinsun eins og fram undan er. Meistaradeildin er lykillinn að því að fá góða leikmenn.

  3
 6. Liverpool er á niðurleið og það verður ekkert keypt í sumar né næsta vetur, enda er það svo augljóst að þetta er sökkvandi skip og Klopp mun mögulega hætta mjög skyndilega eftir þetta session. Og í staðin verður svo ráðinn einhver nobody sem mun halda áfram að draga þetta lið enþá neðar.

  5
  • Robbi, þú er sennilega nær sannleikanum um framhaldið hjá Liverpool en þessi norðmaður
   það eru meiri líkur að stuðningsmenn Liverpool verði að setja markið lægra um árangur á næstu árum. Tíðindin sem komu frá FSG um að þeir væru hættir við að selja klúbbinn er verstu fréttir sem ég hef heyrt síðan þeir komu 2010.

   8
 7. Allir hressir hérna? Vilja menn í alvöru eyða 110 milljónum punda í 19 ára miðjumann?

  Þetta er góður leikmaður en þetta verð er rugl. Hann hefur ekkert gert til að réttlæta þetta verð. Jú jú, var góður á HM en ég hef séð marga leiki með Dortmund og hann er ekkert að rífa upp tré þar. Gæti líka orðið annar Sancho.

  Ég er enginn aðdáandi FSG en mér finnst skynsamlegra að kaupa 2-3 leikmenn í stað 1.

  Mason Mount, Declan Rice, Barella hjá Inter, Eze hjá Crystal Palace, Maddison, svo e-h séu nefndir. Fullt af góðum leikmönnum þarna úti sem þarf að spotta.

  Ég hef trú á að Klopp og félagar víti hvað þeir eru að gera.

  20
  • Hjartanlega sammála, galið verð fyrir ekki reyndari mann mann sem á þar að auki að hafa verið að spila hálf meiddur í einhvern tíma. Hver veit hvaða áhrif það mun hafa á feril hans til langs tíma.

   Liðið er líklega ekki að fara í Meistaradeild og því á að nota þá fjármuni sem til eru til þess að styrkja það í sem flestum stöðum til langs tíma, ekki setja langflest eggin í eina körfu. Með alhliða styrkingu komumst við aftur í Meistaradeildina og getum þá leiðrétt þau mistök sem gerð hafa verið síðustu félagaskiptaglugga.

   Ef Bellingham vill virkilega koma til Liverpool þá bíður hann bara eitt eða tvö ár og verðmiðinn verður þá væntanlega lægri (eða jafnvel enginn því samningurinn við Dortmund rennur út 2025, held ég). Þá er hann enn kornungur.

   Ef hann kýs hins vegar að fara annað í sumar þá verður bara að hafa það. Þá ráða peningarnir meiru hjá honum en meint ást hans á Liverpool.

   16
  • Hjartanlega sammála þér Gutti og svo má ekki gleyma því að Bellingham eins góður eins og hann er þá er hann búinn að spila ótrúlega marga leiki og alveg viðbúið að skrokkurinn fari að kvarta undan álaginu og hann fari að meiðast oftar.

   2
 8. Þýskir bílar eru ágætir en þessir leikmenn sem hafa verið að koma í PL frá Þýskalandi hafa nú ekki allir verið að heilla.

  Keita,
  Werner,
  Karius,
  Haverz

  11
 9. Ég hef oft verið gráti næst undanfarin þegar stóru fiskarnir sem mest hafa verið orðaðir við Liverpool synda svo allt í einu á önnur mið. Ég hef því lært að gera ekki miklar vonir um stór nöfn, en sætti mig samt ekki við kaup á einhverjum jó, jó gaurum á síðustu stundu. Nógu mikið er nú fyrir af slíkum jó jóum í okkar ástkæra liði núna. Svo er bara eins og þeir bestu brenni einhvenveginn upp, eða þá brenni af vítaspyrnum. Jurgen Klopp gerir ekki kjúklingasalat úr kjúklingaskít.

  7
 10. Menn eru að fá sér all hressilega ef þeir halda að það sé betra að kaupa þennan gaur á 110-130m en að kaupa 3 solid miðjumenn á 30-40m stykkið með þá endurnýjun sem hópurinn þarf.

  12
 11. Hef enga trú á að FSG séu á 0.1 búnir að hætta alfarið við Bellingham. Höfuð undirbúið þessi kaup í 2-3 ár. Það er bara verið að reyna rugla í Dortmund með tilboði og lokka aðra áhugasama í sviðsljósið. Þeir myndu ekki fara svona að nema Bellingham og fjölskylda hans hefði sagst vilja koma til okkar.

  Annars enn eitt lowball offer FSG í heimsklassa leikmenn. Valverde síðasta sumar ásamt Tchouameni ofl síðustu ár. FSG sögðu í upphafi tíma síns hjá Liverpool hafa fjárhagslegt bolmagn til að keppa við hvern sem er og fara á hátíðardögum með lofrulluna um að ætla koma liðinu í fremstu röð og hversu stoltir þeir séu að tengjast þessu félagi og eiga það. Með þessum lágu cheapskate tilboðum reyna þeir að vinna sér inn góðvilja og afsökunina.
  “Við höfum boðið í fullt af leikmönnum en bara verið rosa óheppnir. Við munum halda áfram að uppfæra leikmannahóp liðsins á skynsaman og sjálfbæran hátt.”

  Maður er að sjá rosalega marga Púlara á spjallborðum erlendis hafa fullkomlega enga trú á endurreisn FSG í sumar. Að við munum bara eyða nóg til að komast aftur í CL og eiga góð cup run. Það verði framtíðin okkar næsta áratuginn. Klopp sem var draumaráðning FSG til að geta rekið klúbbinn “on the cheap” geti ekki framkvæmt kraftaverk endalaust og nái ekki aftur upp sömu liðsheild og var árin 2017-22.

  7
 12. Hann verður aldrei keyptur en hvernig er það af hverju erum við ekkert orðaðir við Gavi hjá Barcelona er ekki hægt að fá hann frítt í sumar? 🙂

  4
 13. Bellingham var aldrei lausnin. Hann myndi hverfa í þessu liði í dag. Klopp þarf að finna nýjar leiðir, þróa liðið. En til þess þarf hann meira en einn gæða leikmann. Sammla þeim sem sjá meiri möguleiki í tveimur til þremur ódýrari leikmönnum.

  Þetta moneyball gameplan FSG er alveg óskiljanlegt. Þetta var allt svo fyrirséð. Arthur Melo var plásturinn síðast.

  Ég er orðinn þreyttur á að horfa á lið sem gírar sig upp bara einu sinni í mánuði. Það þarf að hrista verulega upp í þessu.

  5
 14. Var þetta slúður ekki jafnlíklegt og þegar Mbappe var að koma til okkar 2020.

  Annar hef ég saknað óvæntra kaupa eins og Robertson eða svona “Klopp kaupir ekki stjörnur heldur býr þær til” kaup eins og til dæmis Lewadonski.

  8
 15. Er ekki staðan bara nákvæmlega eins og hún var? JB er fáránlega dýr og peningaklúbbarnir eru á eftir honum þ.a. vonin var alltaf veik.

  2
 16. Sælir félagar

  Þetta fer eins og ég og fleiri hafa sagt; FSG skítur uppá bak og kaupin í sumar verða einhverjir úr næst efstu hillu sem ef til vill verða mjög góðir eða fara versnandi með langvarandi meiðslum og vesaldómi. FSG er skítasjoppa sem lofar öllu fögru en svíkur svo að megninu til allt saman. Nenni þeim ekki lengur og mestu vonbrigði tímabilsins eru, eins og einhver sagði hér fyrir ofan, að þeir skyldu hætta við að selja. Hvað sem fólk reynir að pússa sjónkantinn á FSG er þar undir ekkert nema bullandi fégræðgi.

  Hvenær ætla íslenskir stuðningsmenn að gera eins og meirihluti enskra stuðningsmanna. Átta sig á að engu er treystandi af bullinu og svika kjaftæðinu í FSG batteríinu. Hitt er svo annað að ef ætti að kaupa Bellingham og láta þar við sitja þá er ver að stað farið en heima setið. Liðið þarf minnst; 2 heimsklassa miðjumenn, amk. 1 heimsklassa miðvörð og svo alvöru áskorendur í bakvarðarstöðurnar. Ef til vill verður Ramsay sá sem setur pressu í hægri en það vantar alvöru mann í vinstri til að press Robbo.

  Það er nú þannig

  YNWA

  8
 17. Ég held það sé ágætisráð að láta blóðþrýstinginn eingöngu hækka í ca. 2 klst í einu, þ.e. á meðan leikirnir fara fram, en ekki hafa hann stöðugt of háan vegna innkaupastefnunnar sem stendur yfir vikum, mánuðum og árum saman.

  🙂

  Þenþ

  YNWA

  8
 18. Ég bjóst nú aldrei við því að Bellingham kæmi til okkar. Líklega er heldur ekki rétt að setja öll eggin í sömu körfuna. Hvað ef hann myndi nú meiðast hjá okkur eftir nokkra leiki ? Hins vegar þarf að versla inn 2-3 miðjumenn í háum klassa. Helst þurfa það að vera leikmenn sem geta skotið fyrir utan teig. Er ég kannski að biðja um of mikið ?

  Hef líka áhyggjur af sóknarleiknum okkar. Við þurfum alltof mörg færi til að skora mörk. Salah er á niðurleið og ég efast um Gakpo, Nunez, Jota og Diaz. Jota hefur ekki skorað mark í eitt ár fyrir Liverpool og hinir eru óskrifað blað. Ekki mikið “end product” hjá þeim því miður.

  Við erum á krossgötum sem lið. Vonandi förum við í rétta átt.

  6
  • Ég vona að Liverpool baklandið sé að skoða það vel og vandlega hvers vegna leikmenn meiðast svona hroðalega oft og mikið hjá liðinu. Það hlýtur að vera hægt að bera saman æfingaplön milli einstakra liða og sjá hvort þetta er einungis hugmyndafræði Klopp “að kenna” eða hvort aðrar ástæður liggja að baki. Einhversstaðar sá ég kenningar um nýju æfingaaðstöðuna, að eitthvað hlyti að vera athugavert við undirlagið þar, en sennilega er það langsótt. Þetta er samt ekkert eðlilegt og má ekki halda áfram óbreytt.

   3
   • Stærri hópur, meiri álagsdreifing. Hann hefur verið að keyra á sama hópnum of lengi. Ég myndi segja vel sloppið frekar en annað.

    1
 19. Þar sem að stjórn félagsins hefur klúðrað uppbyggingu á hryggjarsúlu liðsins þá þarf að fá inn allavega 3 miðjumenn og ég væri alveg sáttur ef að þeir 3 væru úr þessum hóp
  Mason Mount, Alexis MacAllister ,Moises Caicedo ,Matheus Nunes, Declan Rice og
  Youri Tielemans (frítt)

  6
 20. Látum Bellingham eiga sig.

  Snúum okkur að Tchouameni (£70m) og Mount £50m) sem næsta verkefni á miðjuna sem yrði MIKLU betri uppfærsla.

  Þar sem við missum Keita, Ox og Milner og Firmino, þá þyrftum við að bæta við öðrum tveimur til að fylla upp í miðjukvótann og þar koma Conor Gallagher (£25-30m) og Youri Tielemans (frjáls sala) sterkir inn. Þessi miðja væri að færa okkur 3 reynda og unga PREM bolta og svo heimsklassa frakka sem er á þeim stalli sem Bellingham er að reyna að ná. Allt þetta fyrir kannski smá meira en það sem kostaði að fá Jude til Lpool. Þessi upphæð yrði svo líka eflaust árangurstengd sem þýðir minni aur strax.

  Svo má ekki gleyma að Kelleher, Nat Philips, Matip og eflaust fleiri gætu verið á leiðinni út til að borga niður eyðsluna. Ekki útiloka að við seljum eitthvað nafn líka. Eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram.

  Þetta er endurbygging en ekki spassl upp í göt.

  3
 21. Gleymdi einu. Þegar miðjan er byggð þá hætta mótherjar okkar að hlaupa frjálsir í gegnum okkur að vild. getum farið að nota Elliott í framherjanum (ekki miðjunni) sem er hans staða osfrv.

  Nú hefur maður byggt upp svo miklar væntingar að maður býst við flugeldasýningu.

  2
 22. Í hvaða veröld lifa stuðningsmenn LFC? Bellingham aldrei möguleiki og allra síst eftir að við erum ekki í topp 4.Gáfulegra að kaupa 3 menn með reynslu úr ensku deildinni.

  3
 23. Sumir haldnir stockholm syndrom hérna inni..talandi um að Bellingham var aldrei séns og eitthvað djufulsins bull..þetta snýst um að borga fyrir leikmanninn og FSG vilja ekki borga yfir 100m fyrir hann.
  Sagt þeir hafi boðið 89m í hann sem sýnir akkurat það þeir eiga ekki/tíma pening frekar en fyrri daginn.

  Verður keyptur 1 miðlungs miðjumaður og kanski Tielemans á free transfer á þessu tímabili þegar þeir eru búnir að losa svona 4-5 til að covera kostnaðin.
  Búinn að sjá þetta leikrit áður.

  6
  • Því miður held ég að þetta sé hárrétt hjá þér höfum séð þetta áður

   3

Liverpool 2 – Arsenal 2

Gullkastið – Vika vonbrigða