Chelsea 0 – 0 Liverpool

Þrátt fyrir miklar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn í dag var ekki að sjá mikla breytingu á liðinu. Spilið var hægt, fyrirsjáanlegt, lélegt og umfram allt leiðinlegt. Fyrstu mínútur leiksins var gríðarleg heppni að Chelsea hefði ekki komist yfir þegar Konate bjargaði á línu og nokkrum mínútum seinna varði Alisson vel frá Havertz. Eftir 24.mínútna leik skoruðu Chelsea síðan loksins þegar boltinn barst til Reece James eftir klafs í teignum og hann hamraði boltanum í netið en Enzo Fernandez reyndist hafa verið rangstæður í aðdragandanum.

Á síðustu mínútum fyrri hálfleiks kviknaði loks á okkar mönnum og var Joe Gomez nálægt því að skora sitt fyrsta mark á ferlinum þegar hann átti gott skot fyrir utan teig sem Kepa varði í horn og úr horninu var Fabinho nálægt því að skora en Fofana komst í veg fyrir skotið hans.

Það var því með smá jákvæðni sem haldið var til hálfleiks og vonaðist maður eftir því að liðið kæmi að þessum krafti inn í seinni hálfleik en aldeilis var það ekki. Chelsea byrjuðu seinni hálfleik eins og þeir byrjuðu þann fyrri og sköpuðu sér fín færi áður en Kai Havertz skoraði síðan eftir sendingu frá Kante komst hann einn gegn Alisson átti skot sem var varið en fékk boltann í sig aftur og þaðan í markið en sem betur fer fór boltinn í höndina á honum og því annað mark sem var dæmt af.

Eftir rúmlega klukkutíma leik var fyrsta skiptingin þegar Salah og Robertson komu inn fyrir Firmino og arfaslakan Tsimikas, og þegar tæpar tíu mínútur voru eftir komu Milner og Gakpo inn fyrir Jones og Nunez og komst þá Milner upp fyrir Lampard og er orðinn þriðji leikjahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi á eftir Ryan Giggs og Gareth Barry. Þessar skiptingar breyttu þó litlu og endaði leikurinn með kraftlausu markalausu jafntefli.

Bestu menn Liverpool

Úff erfitt að segja, vorum kannski ekki jafn slakir og þessi skýrsla gefur til kynna en þetta var samt svo kraftlaust og leiðinlegt að það var enginn sérstaklega góður en Alisson varði vel og Gomez kom mér ágætlega á óvart varnarlega en hann hefur átt það til að sofna en gerði það ekki í dag en það er ansi lágt viðmið.

Vondur dagur

Tsimikas gerði sitt besta að koma Chelsea mönnum í færi á tímabili í leiknum og sendingarnar hans voru slakar og fyrirgjafirnar verri. Aðrir útileikmenn voru ekkert mikið skárri en hann var slakastur í dag.

Umræðan

Helsta umræðuefnið hlýtur að vera útivallarformið, eins og er erum við í þriðja sæti deildarinnar miðað við heimaleiki og í þrettánda sæti ef bara eru teknir útileikir það er eitthvað sem við þurfum að laga fyrir næsta tímabil enda þetta í raun bara búið.

Næsta verkefni

Næst er það topplið Arsenal á páskadag en sem betur fer er það á heimavelli.

21 Comments

  1. Ætli páskaeggin og steikin fari svo ekki öfugt ofan í okkur yfir næsta leik ?

    5
  2. Klopp er bara búinn er ég hræddur um því miður. Það er ekki hægt að troða hausnum aftur og aftur í sandinn. Öll lið eru búin að finna svörin við kerfinu hans Klopp og hann getur bara ekki brugðist við því og er bara orðinn clueless. Ég myndi vilja hafa hann sem stjóra endalaust fyrir persónuna en karlinn er brunninn út með kerfin sín því miður. Við skulum bara þakka fyrir allt það góða og ef við höfum Klopp næsta tímabil og ef það byrjar ekki vel að hvað þá?
    All good things come to an end!

    YNWA

    6
  3. Tap fyrir bæði lið ! Það er eitthvað mikið að hjá LFC. Klopp setur menn út úr liði, leikmenn rífast inná vellinum. Enginn ákafi, engin pressa, latur og leiðinlegur fótbolti.
    Vonandi fer þetta batnandi. Mikið sakna ég Mane og Winjaldum.

    4
  4. Ég skil ekki hvað Nuñez þarf að gera til að fá 90 min. Jota labbaði síðustu 20 min og ógnaði ekkert. Chelsea steig upp um ca 10-15 m eftir að þeir þurftu ekki að hafa áhyggjur af hraða Nuñez.
    Ég vil Gomez í DR í næsta leik, tilbreyting að andstæðingurinn labbi ekki í hvert skiptið þar í gegn.
    Grikkinn má fara.
    Djöfull er Henderson mikilvægur!!!GEGGJAÐ að sjá hann húðskamma Alison og Matip.
    Jákvætt að ná í stig á útivelli.
    Fabino átti fínan dag. Firminho byrjaði vel og var bestur í fyrri hálfleik en hvarf svo í seinni.
    Ef við náum ekki CL sæti í vor, þarf að skoða stöðu Klopp alvarlega ef stigasöfnunin er undir 2stig/leik í nóvember. Honum og þjálfarateyminu hefur mistekist hræðilega að mótivera og bregðast við því hvernig andstæðingurinn spilar í gegnum okkur.
    Hversu fáránleg er þessi bók núna INTENSITY sem Ljinders skrifaði! Óttarlegur hroki að skrifa svona haldandi að hann sé einhver Rinus Michels…… hvaða bók kemur út í sumar, STABILITY!

    7
  5. Jæja. Ef Havertz og co. auk Alissons komu í veg fyrir stórtap.

    Arteta iðar þessa dagana eins og barn sem bíður eftir jólunum. Þau koma að þessu sinni um páskana.

    2
  6. Tap á móti City, jafntefli á móti Chelsea, sigur á móti Arsenal??

    10
  7. Þetta er nú farið að líta út eins og versta púnktering í manna minnum. Hodgson hvað?!

    „This manager will self-destruct in ten seconds…”

    4
  8. Endum í 10 sætinu við hlið Chelsea eftir 38 leiki þeir eru gjörsamlega búnir og spila göngubolta.

    5
  9. Við litum illa út í gær og þarf margt að breytast til að við komum okkur aftur í elítuna eða nei ég held að það þarf ekki margt að breytast.
    Lögum miðjuna.

    Ef miðjan fær ferskar fætur þá fær vörninn meiri hjálp, þá virkar há pressan betur og þá skilar sér kannski miðjumaður í boxið þegar við sækjum.

    Þetta er ekki eina vandamálið en það stærsta.

    P.s ætla að halda í vonina um að geta náð top 4. Newcastle, Man Utd, Tottenham og Brighton eiga öll eftir að tapa slatta af stigum en við verðum að fara að hætta því.

    5
  10. Þessi skoðun Jamie Carragher (í Mbl. í dag) segir mikið til um það dómgreindarleysi sen hrjáir Jurgen Klopp þetta tímabil.

    “Jamie Carragher, sparkspekingur hjá Sky Sports og næst leikjahæsti leikmaður í sögu Liverpool, segir Jürgen Klopp knattspyrnustjóra enn þrjóskast við að láta liðið spila eins og það gerði fyrir nokkrum árum, þrátt fyrir að hafa ekki lengur leikmenn sem eru færir um það.”

    Jurgen Klopp er eiginlega ekki nógu góður til að stýra þessu liði lengur, hann virðiist bara kunna eina leikaðferð og allir aðrir virðast kunna hana betur en hann sjálfur, þ.e. hverning á að verjast henni.. Klopp var frábær og gerði kraftaverk fyrir klúbbinn og stuðningsmen, en nú er það bara búið. Ég sé hann ekki fyrir mér reisa þetta lið við og þá er best á fá inn nýtt blóð.

    6
  11. Sælir félagar

    Einhver leiðinlegasti leikur í manna minnum. Þarna sýndu nokkrir leimenn hvers vegna þarf að losna við þá (Jota, Jones, Tsimikas o.fl.) fyrir utan þá sem ekki komu inná og verða að fara svo maður æli ekki við að sjá þá (Keita, Oxo o. fl.). Eymd og framtaksleysi leikmanna Liverpool var niðurlægjandi og geta Klopp til að koma þessum mönnum í gang viðrist ekki fyrir hendi. Ég hélt að ég mundi aldrei efast um kallinn en nú veit ég bara ekki mitt rjúkandi ráð. Ef til vil þarf að skipta um mann í brúnni en ljóst að stór hluta leikmanna liðsins er ekki nothæfur, alla vega nú um stundir. Skelfilega slæmir tímar hjá liðinu og þó er líðan stuðningmanna líklega verri.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  12. Það verður stokkað vel upp í sumar og ef Klopp fær sína leikmenn sem hann vill fá þá treysti ég honum til að koma þessu liði aftur á þann stað sem það á að vera á.

    Matip er búinn og má fara
    Trent þarf að fá alvöru samkeppni, vil ekki missa hann samt
    Tsimikas má fara og fá inn alvöru samkeppni við Robbo
    Gomez verður örugglega áfram upp á kvóta enskra leikmanna sem við þurfum að halda
    Nat philips fer pottþétt í sumar.

    Thiago er búinn og má fara
    Milner er því miður bara búinn
    Keita má helst fara núna
    Chamberlain sömu leið og Keita
    Jones er ekki nægilega góður

    Firmino að fara
    Carvalho fær ekki tækifæri

    Það þarf rosalega uppstokkun á þessu liði og það skrifast á lélega stjórnun seinustu 2-3 ára því það hefði fyrir löngu átt að vera byrjað að stokka upp þessu liði.

    9
    • Því miður er þetta nokkuð góð summering á því sem er í gangi alltof margir þarna sem eru engan veigin að delivera það sem þarf.

      Hvað gerði Carvalho eiginlega af sér að hann er afskrifaður nánast allt tímabilið ??

      8
  13. Þessi pressubolti setur menn endalaust á meiðslalistann!

    3
  14. Lampard á leiðinni heim í Chelsea! Ætli við sjáum G. taka við Liverpool einhvern tímann? Mér finnst hann reyndar alls ekki nógu góður stjóri til þess, en trúin er oft mikil á gamlar stórstjörnur.

    2
  15. Eftir slæma byrjun á tímabilinu gat ég sætt mig við keppni um Meistaradeildarsæti. Mane farinn og liðið í enduruppbyggingu. En guð minn góður. Var að sjá Aston Villa er komið upp fyrir Liverpool. Ég hræðist í alvöru erfið næstu ár.

    Ég fæ mig samt ekki til að gagnrýna Klopp. Hvað þá vilja hann burt. Virði skoðanir fólks, en fyrir mér er hann bara kóngurinn.

    Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

    3
  16. Getið þið ekki bara grenjað heima hjá ykkur.
    Þvílíkur vælukór.
    Get ekki beðið eftir því að sjá ykkur éta sokana ykkar næsta season, hvað eftir annað.
    Sokkur i morgunmat ullar sokkur í hádegismat
    Nælon sokkur í kaffinu og vinnusokkar kvöldmat.
    Verði ykkur að góðu
    YNWA !

Byrjunarliðið gegn Chelsea

Tiltektin framundan í sumar