Slagur strögglandi stórliðana á morgun

Annað kvöld fer Liverpool til London og mætir Chelsea í leik sem öllu jafna ætti að teljast stórleikur en er sem stendur leikur tveggja liða sem hafa verið í algjöru bulli á leiktíðinni og í miklu ströggli. Liverpool hefur verið í miklum vandræðum í vetur með alls konar hlutir en Chelsea hefur í sjálfu sér bara verið í næstum því enn meira rugli heilt yfir.

Bæði lið töpuðu í síðustu umferð. Liverpool spilaði skelfilega gegn Man City og tapaði stórt á Etihad vellinum en Chelsea tapaði 2-0 heima gegn Aston Villa. Liverpool er fyrir leikinn með 42 stig og átta stigum frá Tottenham sem er sem stendur í fjórða sætinu en Liverpool á tvo leiki inni á Tottenham. Chelsea hins vegar er í ellefta sæti með 38 stig og hafa spilað einum fleiri leik en Liverpool. Bæði lið því í ansi slakri stöðu í Meistaradeildarbaráttunni og þykir ansi líklegt að bæði lið verði ekki með í keppninni á næstu leiktíð – nema Chelsea geri það sem Liverpool mistókst og slær út Real Madrid á leið sinni til að vinna Meistaradeildina.

Það er nær ómögulegt að spá fyrir um þennan leik en undanfarnar viðureignir liðana, líka þessar tuttugu eða hvað þær voru margar sem liðin mættust á síðustu leiktíð, hafa verið að enda með jafntefli. Chelsea hefur tekist nokkuð vel að núlla út Liverpool og öfugt, kannski ekki ósennilegt að liðin skilji jöfn á morgun en það myndi hagnast hvorugu liðinu og þyrftu þau bæði að taka sénsa í leiknum til að freista þess að fá öll stigin sem í boði eru.

Graham Potter var rekinn frá Chelsea í gær og verður aðstoðarstjóri þeirra við stjórn í leiknum á morgun svo spurning hvort Liverpool þurfi að vara sig á þessu svokallaða “new manager bounce” sem getur fylgt svona breytingum. Svo er N’Golo Kante auðvitað mættur aftur í slaginn eins og vaninn er hjá honum að vera alltaf bara tilbúinn í leikina gegn Liverpool og á öllu jafna frábæra leiki í þessum slag. Vonandi verður hann bara á bekknum!

Chelsea verða pottþétt án Thiago Silva, Eduoard Mendy og Cesar Azpilicueta, það er afar ólíklegt að Aubameyang verði í hóp hjá þeim og Raheem Sterling og Wesley Fofana eru tæpir en gætu verið klárir í þennan leik.

Jurgen Klopp greindi frá því í dag að hann gæti þurft að gera breytingar frá síðasta leik og að þeir Thiago og Luis Diaz séu mættir aftur á æfingar en leikurinn á morgun er of snemma fyrir þá báða en mögulega gætu þeir verið til taks þegar Arsenal kemur í heimsókn á Anfield næstu helgi. Bajcetic og Keita eru frá.

Þá er stóra spurningin, hvaða breytingar er Klopp líklegur til að gera? Það virðast ekkert rosalega margar breytingar sem að hann gæti gert. Ég held hins vegar að Darwin Nunez sé 100% ein af þeim og að hann muni byrja gegn Chelsea en hann var ekki tilbúinn í byrjunarliðið gegn Man City. Vörnin var slæm en spurning hvaða kostir eru í boði, Robertson kom nokkuð snemma út af í síðasta leik svo líklega verður hann í byrjunarliðinu. Gæti Gomez komið inn fyrir Trent eða Konate í miðverðinum, mögulega gæti Matip komið inn í þá stöðu líka.

Miðjan var ekki góð gegn Man City og líklegt er að einhverjar breytingar verði á henni en þar sem Bajcetic og Thiago eru frá þá finnst manni eitthvað takmarkaðir kostirnir sem eru í boði þar. Mögulega gæti James Milner komið inn í byrjunarliðið og gæti það þá þess vegna verið fyrir hvern sem er af Fabinho, Henderson og Elliott. Einhverjar pælingar hafa verið á Twitter með það hvort þetta þýði að Arthur fái tækifæri í byrjunarliðinu en ég verð nú að viðurkenna að ég yrði mjög hissa ef það yrði raunin – Milner, Chamberlain eða Jones hljóta að vera ofar í röðinni en hann, mögulega gæti þá bara sóknarmaður komið inn fyrir miðjumann frekar.

Alisson

Gomez – Konate – Van Dijk – Robertson

Elliott – Fabinho – Milner

Salah – Gakpo – Nunez

Með algjöru giski út í bláinn þá ætla ég að giska á þetta. Gomez kemur inn í hægri bakvörðinn fyrir Trent, Milner kemur inn fyrir Henderson og Nunez fyrir Jota.

Ég hef pínu jafnteflis tilfinningu fyrir þessum leik en í raun gæti þessi leikur farið á alla vegu. Liverpool gæti alveg eins tekið upp á því að rúlla yfir Chelsea og þeir gætu alveg jafn líklega drullu tapað þessum leik.

Engin neikvæðni, ná í þrjú stigin á morgun og sækja svo næstu þrjú gegn töluvert betra liði frá London um helgina – það væri bara mjög nice, takk!

4 Comments

  1. Vill sjá liðið eins og þú stillir því upp nema Henderson fyrir Elliott eða milner og Matip fyrir Konate og jú Arnold Allann daginn frekar en Gomez þótt hann hafi verið slakur en samt þá getur hann alltaf skapað eitthvað og getur varla orðið verri.

  2. Ég er furðu spenntur fyrir þessum leik. Ég hélt kannski Liverpool næði góðu jafntefli gegn City, tapaði stigum gegn Chelesa (svo dæmigert) og tæku svo öll stiginn heima á móti Arsenal. En eftir að hafa horft á liðið tapa fyrir City í síðustu umgerð. Þá bara sé ég ekki Liverpool vinna gegn vel mönnuðum liðum. Nema kannski Chelsea.

    Það góða við Chelsea er að þeir virðast alltaf geta sokkið dýpra og dýpra rétt eins og Liverpool á þessari leiktíð. Þannig allt getur gerst.

    Spá 1-2 sigur okkar manna. Nunez maður leiksins.

    Koma svo!!!

    2
  3. Ég vil sjá liðið svona í kvöld

    ———————Allison————–
    ——–Gomez–Konate—Dijk—–
    Trent—-Fabinho–Carvalho—Robbo
    ——-Salah—-Nunez—–Gakpo

    Gera smá breytingar á þessu, þarna er Gomez með hjálparvörn fyrir Trent og Van Dijk fyrir Robbo þegar þeir eru uppteknir hinum megin. Auka miðvörður og meiri ógn fram á við með Carvalho á miðjunni

    3
  4. Vonandi tókum við 3 stig í kvöld, er ég sá eini sem hef hugsað mér að prufa Trent á miðjunni bara svona why not dæmi ? koma svo 3 stig YNWA ?

    1

Stelpurnar mæta West Ham (a.k.a. Dagný Brynjars og félagar)

Gullkastið – Hvað varð um hugarfars skímslin?