Stelpurnar mæta West Ham (a.k.a. Dagný Brynjars og félagar)

Það er leikur hjá stelpunum okkar núna kl. 16 að íslenskum tíma þegar þær spila í Lundúnum gegn West Ham. Við getum farið að tala um þetta sem miðjumoðs-leik, enda er sætið í deildinni nánast tryggt.

Staðan í deildinni er sem stendur þessi:

Vissulega spilar inn í að liðin hafa leikið allt frá 15 og upp í 17 leiki, og því gætu einhver lið átt eftir að skiptast á sætum. En það má þó alveg tala um topp 4, svo eru næstu 4 (með Villa nokkuð afgerandi), og að lokum neðstu 4.

Allavega, það eru litlar breytingar á liðinu sem byrjaði gegn Everton fyrir rúmri viku:

Laws

Robe – Bonner – Campbell

Koivisto – Holland – Nagano – Hinds

Kearns

Stengel – Daniels

Bekkur: Cumings, Kirby, Silcock, Roberts, Matthews, Lundgaard, Taylor, Humphrey, van de Sanden

Þetta lið stóð sig enda virkilega vel gegn Everton og hefði með réttu átt að vinna þann leik, óskiljanlegt af hverju markið sem Leighanne Robe skoraði var dæmt af. Hún hefur n.b. skorað nákvæmlega 3 mörk fyrir Liverpool, öll í sama leiknum, og kannski var fallega gert af dómaranum að skemma ekki þá tölfræði. Engu að síður held ég að Robe hefði alveg þegið þessi 3 stig og í staðinn misst þann heiður að vera líklega eini leikmaðurinn sem hefur bara skorað þrennur fyrir félagið. En téð Robe er í dag að spila leik nr. 100 fyrir félagið, og er þar komin í fámennan hóp leikmanna sem hafa náð því.

Það er aftur komin samfella í stöðu karla- og kvennaliðanna í deildinni, bæði liðin í 8. sæti í augnablikinu, en stelpurnar okkar mega bara alveg príla upp í það sjöunda með góðum úrslitum í dag.

KOMA SVO!!!

3 Comments

    • Jú, horfum á það jákvæða. Eitt stig er betra en ekkert…

      3

City 4 – 1 Liverpool

Slagur strögglandi stórliðana á morgun