Liðið gegn City

Við vonum að leikmenn séu vaknaðir (þá sérstaklega þeir rauðklæddu), það er nú tæplega að við áhorfendur séum það.

Það er annars fátt sem kemur á óvart við uppstillinguna hjá Klopp, þessir byrja gegn City:

Bekkur: Kelleher, Gomez, Matip, Tsimikas, Milner, Ox, Arthur, Firmino, Nunez

Ekki fékk Milner sénsinn í byrjunarliði eins og Ingimar spáði, heldur er það Elliott sem byrjar enn einn leikinn og mun því ef það gengur eftir (þ.e. ef hann meiðist ekki í upphitun) hafa tekið þátt í öllum leikjum liðsins á leiktíðinni. Nunez þykir ekki vera búinn að ná sér það vel að hann geti byrjað, svo það er Jota sem fær það hlutverk í dag. Á þó fastlega von á því að við sjáum Nunez koma inná einhverntímann í seinni hálfleik.

Bajcetic, Thiago, Keita og Ramsay eru frá vegna meiðsla, Díaz ekki enn orðinn leikfær þó hann sé farinn að æfa, og svo vantar þá félaga Curtis Jones, Nat Phillips, Adrian og Fabio Carvalho í hóp, einfaldlega út af plássleysi.

Hjá andstæðingunum vantar tiltekinn ljóshærðan norðmann í liðið vegna meiðsla, en þeir ná að stilla upp drullusterku liði þrátt fyrir það.

Nú þurfa okkar menn að mæta til leiks frá fyrstu mínútu með hausinn rétt skrúfaðan á. Kominn tími á að hrista af sér þetta slen sem hefur verið á liðinu í útileikjum, og eins í leikjum sem byrja snemma.

KOMA SVO!!!!

40 Comments

 1. Ósk mín fyrir þessa umferð er: LFC vinni sinn leik, newcastle tapi fyrir manu og everton vinni tottenham. Ég er auðvitað með smá óbragð í munni fyrir tveim seinni leikjunum, en nauðsýn brítur lög!

  YNWA

  4
 2. Sælir félagar

  Það eru slæm bítti að hafa Jota fyrir Darwin. Annars sýnist mér að liðskipan sé sjálfgerð. Gaman að sjá huldumanninn Arthur Melo á bekknum. Það væri ekki slæmt ef þessi drengur yrði síðasta púslið í ósigrandi maskinu Liverpool þetta vorið. 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  1
 3. Það er reyndar mikill kostur ef hægt væri að henda Nunez og Firmino inná ef á þarf að halda.
  Það er ekki beint sterkur bekkurinn hjá city og vonandi skilar það okkur 3 stigum í dag.
  Þetta verður fáranlega erfitt þó að Haaland sé ekki með, þessi sóknarlína sem byrjar hjá city er rosalega sterk og þurfa þeir félagar í vörninni hjá okkur að spila topp topp leik í dag.

  1
 4. Ég spái Liverpool hiklaust 7-0 sigri í dag ! …………………………………………………………….. 1 Apríl !!!

  4
 5. ?murleg v?rn hjá van djik, vinnur ekki boltan eda reynir a? stoppa manning, bakkar bakkar bakkar, ùps ég gaf honum of miki? pláss….

  2
 6. Sælir félagar

  Frábært hvernig Jota tíaði boltann upp fyrir Salah. Markið sem við fengum á okkur svolítið klaufalegt en slíkt gerist. Liverpool nokkrum sinnum hársbreidd frá því að komast í dauðafæri. Áfram með þetta svona og þá allavega töpum við ekki þessum leik þó það verði hunderfitt.

  Það er nú þannig

  YNWA

  4
 7. Gakpo þarf að sækja á Rodri í seinni og ná í seinna spjaldið á hann….

  1
 8. Meiri andsk. skitan. Mikið svakalega þurfum við að bæta í þetta lið.

  1
 9. Eru menn bara i 5 flokks vörn.

  Djöfullsins anskotans aumingja skappur er þetta

  2
 10. Spurning hverja þeim tekst að fá þegar þeir enda í 7nda sætinu á þessu tímabili..mögulega eh free transfer targets og kanski 5 ára samning á Arthur.

  3
 11. Strauja þetta lið. selja VVD trent robbo og þá sem ekkert hafa sýnt…
  FSG out

  1
 12. Vörnin?? Miðjan eins og fyrri daginn eins og gatasigti sem er yfirspiluð hægri vinstri.

  Menn bjartsýnir að láta sig dreyma um 9 stig úr þessari þriggja leikja seríu.

  En við getum látið okkur hlakka til sumarsins þar sem Klopp gefur í skyn að “we will spend”!

  2
  • Ja 3 Mork fra ox kannski 4, hann lookar eins og 25 ara Messi, nýjan samning a hann strax

   1
 13. Er þessi frammistaða ekki á pari miðað við aðrar frammistöður á þessu tímabili?

  Erum að sjá sömu hlutina aftur og aftur, vandamál í vörn, lítil pressa á boltann (eftir fyrstu 15 mín), og missum áhugann þegar við lendum undir. Svo eru City á uppleið og eru ekki að vanmeta neina andstæðinga.

  3
 14. Undirbúningur hafin fyrir næsta leik sem er bara besta mál miðað við stöðuna. Er ekki að sjá okkur sækja stig í þessum leik sem City kláraði eiginlega á 10 mínútna kafla í seinni. Þá er bara að girða sig í brókina frægu og taka þetta í næst leikjum
  YNWA

  4
 15. Mikið óskaplega erum við með slaka miðjumenn. Vernda ekki vörnina og styðja ekki sóknina:-(

  3
 16. Allir bakkandi…. Öll fráköst út eitthvað til City, Engin stimplar leikmenn city.
  engin gul spjöld. AUMINGJAR…

  5
 17. Ømurlegt alveg að sjá hvað það er mikill munur á þessum þveimur liðum og nú getur maður ekki annað en spekúlerað í hvort FSG séu ekki farnir að skoða hvort ekki sé kominn tími á nýjan stjóra ?

  1
 18. Vakna, vakna, egg og beikon.

  Þurfum styrkingu í öllum stöðum.

  Og nýtt æfingaprógram… svo menn haldist heilir.

  En var eitthvað annað í kortunun?

  1. hádegisleikur á laugardegi
  2. langt hlé að baki
  3. city í stuði

  4
 19. menn sem berjast ekki og hlaupa ekki eiga ekki skilið að vera í þessari treyju, það er algjör uppgjöf hjá þessu liði

  5
 20. Gott við þennan leik að nú sjá menn hvað þarf að gera til að nálgast city liðið. Kaupa alvöru leikmenn.

  3
 21. Mikið rosalega er ég orðin þreyttur á mörgum þarna útaf með meiri hlutans af þessu liði fyrir næsta leik og bara spolgraða unglinga inn á sem er að reyna sanna sig ekki með hangandi haus eins og þessir svokallaðir atvinnumenn.

  4
 22. Jan Mølby segir að Liverpool sé tannlaust og hafi ekkert í champions ligue að gera og það sé bekumrandi að liðið hvað liðið hafi hrunið í verur.

  3

Upphitun fyrir City: Hádegisleikur númer þúsund í vetur.

City 4 – 1 Liverpool