Gullkastið – Endaspretturinn að hefjast

Landsleikjapásu líkur með látum í hádeginu á laugardaginn er Liverpool mætir í enn einn hádegisleikinn á útivelli gegn Man City. Seinna í vikunnu er það Chelsea einnig á útivelli og svo bíður Arsenal um helgina. Þetta er vika sem gæti haft töluverð áhrif niðurstöðu tímabilsins, bæði í baráttunni um Meistaradeildarsæti og eins titilbaráttunni.

Annars hafa verið töluverðar og skrítnar hræringar á þjálfaramarkaðnum og slúðurmyllan er farin að snúast hraðar með hækkandi sól enda ljóst að það er stórt sumar framundan hjá okkar mönnum.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


 Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 420

2 Comments

  1. Mér finnst nú glatað að mér sé ekki boðið í þetta podcast þegar Steini er með tærnar uppí loft og býður okkur uppá 1% vaxtahækkun.
    Meðan kop verjar eru að leika sér á skíðum, þá þurfa Poolarar samt sína næringu.
    Næstu leikir eru ROSALEGIR !

    4

Lokaspretturinn

Upphitun fyrir City: Hádegisleikur númer þúsund í vetur.