Gamlar stjörnur

Í gær var góðargerðaleikur milli Liverpool og Celtic á Anfield. Mér finnst virkilega gaman að horfa á þessa leiki. Ekki af því að þetta er einhver stórkostlegur fótbolti heldur að með hverjum leikmanni Liverpool fylgja alltaf minningar og að sjá kappa eins og Gerrard, Gary Mac, Hyypia, Dudek og Garcia lætur mann fá nostalgíu tilfinningu og ekki verður sú tilfinning minni þegar maður sér Daglish, Rush, Barnes og Aldo á bekknum.

Spurning dagsins er því: Hver er þinn uppáhalds leikmaður frá hverjum áratug ? (læt mína fylgja)
70s Graeme Souness
80s Ian Rush
90s John Barnes
2000s Steven Gerrard
2010s Luis Suarez
2020s Van Dijk

Hérna er svo hægt að sjá helstu svipmyndir frá leiknum í gær. Gerrard fannst ekki leiðinlegt að fagna fyrir framan stuðningsmenn Celtic eftir að þeir höfðu látið hann heyra það allan leikinn( sem fyrrum stjóri Rangers)

YNWA

10 Comments

 1. uppáhalds leikmaður/leikmenn á hverjum áratug að mínu mati

  70s Kevin Keegan.
  80s þarna verð ég að nefna fleiri enn einn leikmann. Kenny Dalglish, Graeme Souness, John Barnes
  Ian Rush, Bruce Grobbelaar.
  90s Robbie Fowler, Steve Mcmanaman.
  2000 Fernando Torres, Steven Gerrard
  2010 Luis Suarez
  2020 van Dijk

  YNWA

 2. uppáhalds leikmaður/leikmenn á hverjum áratug að mínu mati

  70s Kevin Keegan.
  80s þarna verð ég að nefna fleiri enn einn leikmann. Kenny Dalglish, Graeme Souness, John Barnes
  Ian Rush, Bruce Grobbelaar.
  90s Robbie Fowler, Steve Mcmanaman.
  2000 Fernando Torres, Steven Gerrard
  2010 Luis Suarez
  2020 van Dijk

  YNWA

 3. Talandi um gamlar stjörnur þá átti Jordan Henderson fínasta leik fyrir England í dag. Stöðug vinnsla, pressaði vel og átti stoðsendingu í seinna markinu. Það er gott sem gamlir kveða!

  3
 4. Já Henderson14, nafni þinn mætti nú oftar spila svona vel fyrir Liverpool.

  7
 5. Hendo virðist bara reglulega eiga góða leiki fyrir England. Svo nær hann kannski ekki alveg sama dampi með Liverpool, a.m.k. ekki marga leiki í röð. Sem er að vissu leyti skiljanlegt, hlaupagetan er sjálfsagt aðeins að dofna með árunum.

  3
  • Leikstíll Southgate er miklu daufari og leiðinlegri heldur rokkið hjá Klopp. Svo landsliðið hentar líklega betur fyrir eldri herramenn og aðra sem ekki hafa mikinn hraða * hóst, Maguire *.

   1
   • Og Liverpool liðið að eldast !!
    Er þetta ekki pottþétt leið fyrir FSG að spara og fá Southgate inn til að taka við ? Myndi henta þeim helvíti vel…
    Svo segja sögur að Harry sé falur á hálfvirði í sumar svo þetta er allt að smella fyrir sumarið.

    3
 6. Nýjan þráð um allt og ekkert….city um helgina stöðu á mannskap…

  5

Merseyside derby í kvöld hjá stelpunum

Lokaspretturinn