Merseyside derby í kvöld hjá stelpunum

Það verður spilað á Goodison Park í kvöld, en stelpurnar okkar mæta þar hinum bláklæddu stallsystrum sínum úr Bítlaborginni. Leikar hefjast kl. 19:30 og það verður stillt upp á þessa leið:

Laws

Robe – Bonner – Campbell

Koivisto – Nagano – Holland – Hinds

Kearns

Daniels – Stengel

Bekkur: Cumings, Kirby, Silcock, Roberts, Matthews, Lundgaard, Taylor, Humphrey, van de Sanden

Enn vantar fyrirliðann Niamh Fahey, eins og Melissa Lawley líka frá. Báðar hafa þó sést á myndum frá æfingum. Nú svo vantar auðvitað ennþá Leanne Kiernan, þetta voru basically “season-ending” meiðsli sem hún varð fyrir í fyrsta leik tímabilsins, en talið að hún gæti komið til baka í lok apríl.

Leighanne Robe heldur sæti sínu í byrjunarliðinu þrátt fyrir að Jasmine Matthews sé komin til baka, mögulega er Jas ekki 100% en Robe sýndi vissulega gríðarlega baráttu í þeim leikjum sem hún fékk tækifærið á meðan meiðsli héldu öðrum leikmönnum frá.

Annars er þessi uppstilling ekki endilega 100%, kannski er þetta meira 3-4-2-1, kannski 3-3-2-2. Kemur í ljós.

Leikurinn verður sýndur á The FA Player, og eins verður hægt að finna hann á Sky Sports.

KOMA SVO!!!

5 Comments

 1. Talsvert annað að sjá stelpurnar okkar, og fyllilega sanngjarnt jöfnunarmark hjá Stengel.

  1
 2. Ég fagnaði rosalega þegar þær komust glæsilega yfir, 2-1, og skildi aldrei út af hverju markið var dæmt af.

  1
  • En annars var ég aðallega að fylgjast með hörmulegri frammistöðu Hollendinga undir stjórn van Dijk. Frakkland steikti þá upp úr raspi og hefði getað skorað átta mörk en ekki fjögur, Hollendingar voru mest í því að gefa á milli fyrir framan eigin markvörð.

   1
  • Held það sé ráðgáta sem við fáum líklega aldrei svar við. Líklegasta skýringin er að Ceri Holland hafi andað ofan í hálsmálið á markverðinum.

   1

Helstu fréttir – Landsleikahlé

Gamlar stjörnur