Helstu fréttir – Landsleikahlé

Hjólum létt yfir svona það helsta í boltanum

Gullkastið – Okkur tókst laglega að klúðra Sangríaslegnum Gullkastþætti frá Plaza Mayor í Madríd í kjölfarið á þessu leiðindatapi í síðustu viku. Fulltrúar Kop.is á þeim leik tóku þetta nákvæmlega eins og okkar fólk gerir jafnan í Eurovision og stóðum við okkur með sóma.

Nýr yfirmaður knattspyrnumála? – Paul Mitchell er aftur orðaður við stöðuna hans Julien Ward skv. slúðrinu í dag. Hvort sem það eru sterkar heimildir fyrir því (Get French Football News) er óljóst en hans nafn blasir auðvitað töluvert við þar sem hann mun yfirgefa Monaco í vor, staðan er laus hjá Liverpool og Michell líklega mest high profile nafnið á þessum markaði fyrir utan kannski Michael Edwards. Hann er 41 árs og hefur áður haft yfirumsjón með leikmannakaupum Southampton, Tottenham and RB Leipzig sem er nokkuð gott CV myndi maður ætla

Meiðslalistinn – Eins og við var búist ættu Luis Diaz, Darwin Nunez, Gomez og Thiago allir að skila sér aftur úr meiðslum í byrjun apríl og vonandi bara strax eftir landsleikjapásuna. Bjacetic er hinsvegar meiddur út tímabilið rétt eins og Calvin Ramsey.

Conte – Starf Conte hjá Tottenham er talið hanga á bláþræði og jafnvel búist við því að tilkynnt verði um brottrekstur hans í dag og þá að Ryan Mason taki við út tímabilið. Það er fullkomlega vonlaust að átta sig á því afhverju hans staða er svona tæp eftir síðustu helgi….

Ætli staðan núna sé ekki þannig að Daniel Levy sé að reyna semja við hann um starfslok svo hann þurfi ekki að borga upp samninginn. Conte er pretty much farin að grátbiðja um að verða rekinn en er sá sama tíma svosem ekki að segja neitt rangt um Tottenham…

Crystal Palace – Forráðamenn Palace virðast hafa ýtt á rangan panic takk þegar þeir ráku Patrick Vieira, einn efnilegasta og mest spennandi stjóra deildarinnar til þess eins að ráða Roy fokkings Hodgson enn eina ferðina. Sóttu hann beint á þjóðminjasafnið og ætla honum að bjarga tímabilinu. Það magnaða við þessa ákvörðun er að Palace hefur undanfarin misseri verið í afar erfiðu leikjaprógrammi og vissulega ekki komið vel frá því en eiga framundan ekkert nema leiki gegn liðum sem erum meið þeim í fallbaráttunni. Þetta verða að teljast ein mest óspennandi stjóraskipti í sögu deildarinnar, rétt á eftir því þegar Hodgson kom til Liverpool!

Bellingham – Já og það voru svo fréttir um að Liverpool væri ekki lengur leiðandi í kapphlaupinu um Jude Bellingham. Fyrir það fyrsta efa ég stórlega að hann komi til Liverpool og hef haft þá tilfinningu lengi. En hinsvegar held ég að þetta sé nú 100% rótin af þessum “slúðri” um Bellingham núna

 

 

7 Comments

  1. Paul Mitchell er eitt áhugaverðasta slúður undanfarna vikna.
    Hugsanlega eina slúðrið sem gæti orðið að veruleika.

    3
  2. Sælir félagar

    Mér finnst nú í góðu lagi að taka eitt gott hlaðvarp um okkar stóra áhugamál, Liverpool. Það er ekki nauðsynlegt að hafa einhverja leiki að tala um eða einhverjar sérstakar fréttir heldur bara að spjalla um liðið okkar og okkur til skemmtunar og sáluhjálpar. Þó eitt hlaðvarp hafi farið í súginn skiptir það ekki máli ef annað gott spjall kemur í staðin 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  3. Af hverju fær Nat Phillips ekki tækifæri í landsliðinu hjá Southgate? Miðað við spilamennskuna hjá Harry “The Tanker” Maguire í leiknum á móti Ítalíu held ég að það sé engin spurning að Nat væri miklu betri í vörninni. Amk. ef hann væri í leikformi – en það er svo önnur spurning af hverju hann fær aldrei tækifæri hjá Klopp.

    4
  4. 3 næstu leikir eru svakalegir hjá Liverpool úff þetta verður eitthvað City, Chelsea og Arsenal

    2

Ekkert í aðsigi

Merseyside derby í kvöld hjá stelpunum