Ekkert í aðsigi


Það verður ansi rólegt hjá okkar fólki næstu daga. Hvernig í ósköpunum fór þetta tímabil að því að verða svona brjálæðislega slitrótt og leiðinlegt? Fyrst var það Betupásan í september, svo var það HM pásan í nóv/des, og svo er það eitthvað helvítis landsleikjahlé sem verður enn lengra út af þeirri staðreynd að Fulham komst áfram í bikarnum, og því þurfti að fresta leiknum sem þeir áttu gegn okkar mönnum um þessa helgi. Svo næsti leikur er ekki fyrr en 1. apríl, en sem betur fer er bara létt prógram framundan þá. City, Chelsea og Arsenal á 9 dögum.

Stelpurnar okkar ætla reyndar að heimsækja Goodison Park næsta föstudagskvöld í derby slag, fyrri leikurinn á Anfield fór ekki nógu vel, en staðan er núna þannig að okkar konur eru með 14 stig og þær bláklæddu með 20, svo munurinn í töflunni er ekkert svakalegur. Vonum að þær nái aðeins að svara fyrir sig.

Svo er það blessaður meiðslalistinn: Bajcetic frá út tímabilið, Nunez þurfti að draga sig út úr hópi Uruguay vegna meiðsla sem hann fékk í leiknum gegn Real. Mögulega er öxlin ennþá að stríða honum.

Lucas hættur af heilsufarsástæðum, jújú það eru nokkur ár síðan hann spilaði fyrir Liverpool, en einusinni púlari ávalt púlari. Það er bara þannig.

Annars er þetta opinn þráður, orðið er laust. Það má t.d. ræða hvaða miðjumenn Liverpool eigi að kaupa í sumar, hefur það nokkuð borið á góma fyrr? Held ekki.

46 Comments

 1. Declan Rice
  Mason Mount
  Jude Bellingham

  Ætli þetta væri ekki óskalistinn minn af þeim miðjumönnum sem talið er líklegt að færi sig í sumar. Rice væri mikilvægastur svo má færa Trent framar og fá inn bakvörð þar sem ólíklegt er að við fáum fleiri en einn miðjumann sem kæmist beint í liðið.

  YNWA

  7
 2. Jude Bellingham

  Ekki flókið
  Við erum með marga unga og efnilega en vantar nýjan leader

  2
  • Varla hann eingöngu? Bara það að Keita og Ox (og hugsanlega Milner) eru að fara ætti að þýða a.m.k. tveir að lágmarki, og við þurfum að muna að þeir sem eru eftir eru líka að eldast (Hendo, Thiago), og það þarf að undirbúa að skipta þeim út.

   4
   • Það þarf rosalega endurnýjun á miðjuna eins og sóknin hefur fengið… 1-2 í sumar er bara ekki nóg… Þegar þú hugsar að bæði thíago og henderson eru líklegir til að missa 40-60% af leikjunum sem eru i boði… 3-4 væri nær og þar af 2 sem geta gert tilkall í byrjunarlið strax frá fysta degi. Aldurssamsetningin verður líka asnaleg þegar keita ox arthur hverfa 19-22 svo engin frá 22 til 29 akkúrat prime aldur til að spila klopp bolta a miðjunni

    4
 3. og í þokkabót vann Newcastle sigur á loka sekúndunum í gærkvöldi.
  Call the season off!

  5
  • Það er skrifað í skýin að hann verði okkar besti miðjumaður fram á vor ef ekki lengur, það eru ekki nema ca tvö ár síðan hann þótti með efnilegri miðjumönnum heims.

   3
 4. Hvort mynduð þið kjósa, ef þið þyrftuð að velja á milli 7-0 sigurs á Man. Utd eða 4. sætisins í úrvalsdeildinni?

  3
  • Ég er í algjörum minni hluta en ég tæki 7-0 sigur á Man utd fram yfir 4.sætið.

   Í sögunni mun þessi leikur vera rifjaður upp með reglulegu millibili og þegar við töpum stórt fyrir Man utd í framtíðinni( það mun einhverntíman gerast) þá getur maður sagt en þetta var að minnsta kosti ekki 7-0.

   4.sætið er dýrmætara fyrir liðið í dag í sambandi við seðla og ná í leikmenn en þessir seðlar hafa hvort sem er ekkert verið settir í að ná í leikmenn svo að vægi þess að ná í 4.sæti finnst mér ekki eins mikið og venjulega. Ef við náum ekki 4.sæti þá verður þetta bara en eitt næstum því tímabilið hjá okkur og fer bara í þann flokk

   Liverpool aðdáendur munu alltaf muna eftir 7-0 sigrinum svona svipað og fólk er en þá að syngja um þegar Rush skoraði fjögur mörk í 5-0 sigri á Everton 1982. Þetta deyr aldrei.

   7-0 sigur á Man utd lifir að endalaust á meðan að hvort að Liverpool náði meistaradeildarsæti árið 2023 það verður ekki talað um það eftir 20 ár en 7-0 leikurinn verður en þá rifjaður upp.

   6
   • Ég er svosem ekkert viss um að þetta sé endilega einhver svakalegur minnihluti. Það að lenda utan top 4 er ekkert endilega ávísun á að lið sé á niðurleið, sjáum bara Arsenal í dag. En svo skipta aðstæður líka máli akkúrat þegar þessarar spurningar er spurt. Ef liðið væri í harðri baráttu um 4. sætið og væri í góðum möguleika á að ná því, þá er kannski líklegra að margir myndu vilja fórna 7-0 leiknum til að tryggja sætið. En ef líkurnar á því að sætið myndi nást eru litlar fyrir, þá held ég að margir myndu vilja eiga 7-0 leikinn til að hugga sig við. Ef það væri vitað að það að lenda utan topp 4 myndi þýða að topp leikmenn eins og Bellingham og fleiri myndu hætta við að koma, þá væru kannski fleiri á því að fórna 7-0 leiknum. Og svo framvegis.

    Það eina sem ég hef áhyggjur af varðandi 7-0 leikinn er að hann verði til þess að leikirnir tveir á síðasta tímabili falli í skuggann. 0-5 á Old Trafford með stóran hóp af United aðdáendum á útleið af vellinum í hálfleik er bara nokkuð sem má aldrei falla í gleymsku.

    5
 5. Þesir þrír leikir sem eru framundan munu skipta miklu máli um það hvort Liverpool mun lenda í topp fjórum í vor, ég er ekkert of bjartsýnn að það muni takast. eitthvað segir mér að mótlætið muni halda áfram í sumar og lykilmenn muni fara ásamt því sem ég hef áður sagt að ég yrði ekki hissa að Klopp muni yfirgefa Liverpool og leita á önnur mið. Þessi innkaupastefna sem FSG hefur notað mun á endanum rústa klúbbnum, við verðum að vera samkeppnishæfir við stóru liðin þegar kemur að kaupum og sölum það höfum við ekki verið síðan 1990. Liverpool á að vera rekið eins og stórlið inn á vellinum það er það sem skilar árangri. Það sem sumir hafa lofsamað FSG fyrir hefur eingöngu skilað sér í vasana hjá FSG ekki Liverpool Fc.

  Hvað varðar óskaleikmenn þá er ég svo sem sammála mönnum um Jude Bellingham enn við þurfum fleiri menn, ég tel að Liverpool þurfi að minstakosti tvö stór nöfn inn á miðjuna, annan öflugan miðvörð með van Dijk og backup fyrir Trent Alexander Arnold.

  Enn stærsta ósk mín er að við losnum við FSG í sumar, það er algjört lykilatriði, við verðum að fá inn alvöru eiganda ef við ætlum ekki að færast enn lengra aftur úr toppliðunum, með FSG áfram verða eingin stór nöfn keypt í sumar og við missum af Bellingham,. Alvörueigandi væri búinn að tryggja það núna að við fengjum Bellingham í sumar. Við þurfum eiganda sem hefur ástríðu á fótbolta, er í þessu til að vinna titla á hverju ári eins og eins og sögufrægir á borð við Liverpool eiga að gera, ekki einhvern sem vinnur bara eftir exel skjali til að græða pening eins og FSG. Menn eru að tala um að FSG séu búnir að tífalda veðmæti Liverpool Fc síðan þeir komu 2010, ég get nú ekki séð að þau verðmæti séu að skila sér inn í klúbbinn, þeir byggja á sömu innkaupastefnunni og þegar þeir komu 2010. Menn veða nú ekki mikið varir við það að FSG sé að mæta á leikina hjá Liverpool, það eitt og sér segir alla söguna um áhuga þeirra á fótbolta og Liverpool Fc.

  FSG out og það STRAX!

  7
  • Ef ég er spurður, þá ertu alveg úti á túni í þessari umræðu Ari og Sigkarl lætur glepjast og dettur í sama pollinn! Þið fullyrðið bara eitthvað, og eruð bara búnir að ákveða að FSG þurfi að fara.
   Við vorum að keppa um allt, fyrir innan við ári síðan!! Eftir 30 ára eyðimerkurgöngu, tókst okkur að verða besta lið í heimi. Núna viljið þið bara henda út eigendunum sem enduðu þessa löngu þurrkatíð, byggðu upp völlinn og æfingasvæðið, ásamt því að stórauka innkomu félagsins og gera það samkeppnishæft til framtíðar!! Við skuldum ótrúlega lítið, og klúbburinn virðist vera vel rekinn!
   Það er hægt að gagnrýna liðið, frammistöðuna, leikmannakaup og allan fjandann, en hvað viltu að eigendurnir geri betur ? Viltu að þeir velji sjálfir hvaða leikmenn á að kaupa ? Eða áttu þeir að auka veltu félagsins ennþá hraðar ?

   Það eru nefnilega nokkur stór atriði, sem skipta máli hérna, en þú tekur ekkert tillit til í þínum málflutningi.

   Þú og Sigkarl keppist við að tala um hvað FSG sé að græða á klúbbnum og setji lítið í kaup á leikmönnum! Þið viljið bara að eigendurnir moki peningum í leikmannakaup!

   Staðreyndin er sú að ef þú skoðar málið, að þetta er bara ekkert svona.
   Í fyrsta lagi þá hefur FSG aldrei tekið krónu út úr rekstri Liverpool í gegnum arðgreiðslur eða með öðrum hætti!! Ég ætla að skrifa þetta aftur. FSG hafa ALDREI tekið peninga til sín úr rekstri Liverpool, síðan þeir eignuðust félagið!! Þeirra plan var alltaf að auka virði félagsins og casha inn þar!! Einhverja peninga hafa þeir fengið í vexti af því að hafa lánað klúbbnum fé til að stækka völlinn. Það lán ber 1,2% vexti minnir mig.

   Það er ekkert óeðlilegt þó þú sjáir ekki tíföldun á virði félagsins skila sér inní klúbbinn Ari, því þannig virkar þessi viðakiptafræði bara ekki. Það sem gerist innan klúbbsins, skilar sér í tíföldu verði hans, ekki öfugt!

   Nú þegar það er búið að benda ykkur á að FSG er ekki að fara “Glazer leiðina” og ryksuga klúbbinn að innan, liggur beint við að kynna ykkur fyrir FFP reglunum.

   Hvernig sjáið þið þetta fyrir ykkur ? Nú liggur það bara fyrir að klúbburinn má ekki eyða umfram þess sem hann aflar á hverju þriggja ára tímabili, nema sem nemur um 4m punda. Reyndar er nýlega búið að bæta við sveigjanleika uppá 25m punda, ef eigendurnir geta “coverað” það!
   Fyrst Sigkarli finnast peningarnir sem völlurinn og æfingaaðstaðan kostaði vera smámunir, þá býst ég ekki við að þessi tala sé einhver game change-er!!
   Jæja hvernig viljið þið þá gera þetta ??

   Samkvæmt síðasta rekstrarári sem búið er að gera upp, þá skilaði klúbburinn 7m í hagnað! Hvernig viljið þið að eigendurnir setji miklu meiri pening í leikmannakaup ??
   Þess vegna spurði ég í upphafi, finnst ykkur að eigendurnir hefðu átt að gera betur í að auka veltu, sölu og aðra innkomu ?

   Það eru ekki margar leiðir til að setja meiri peninga í leikmannamál. Ein er sú að auka innkomuna, og það hefur aldeilis verið unnið að því síðustu 12 árin. Gleymið ekki hver staðan var þegar FSG keypti klúbbinn.
   Önnur leið er svo auðvitað bara að svindla, eins og sum lið hafa gert (og fá vonandi í hausinn bráðum).
   Eruð þið að kalla eftir því að Liverpool fari þá leið ?

   Þetta tal um að Liverpool þurfi eigendur með ástríðu fyrir fótbolta, og að FSG séu númeri of litlir, er bara eins mikið kjaftæði og það verður!
   Eigendur liverpool eru “metnir á” ca 10 milljaraða dollara, á meðan eigandi t.d Arsenal ca 12!!
   Ef þú heldur að eigendur Man City hafi einhverja sérstaka ástríðu fyrir fótbolta þá gætir þú mögulega þurft að kynna þér eitthvað þá eigendur betur. Eða eigendur Newcastle ?

   Eigendur Liverpool hafa sýnt að þeir hafa alveg næga ástríðu fyrir klúbbnum, og þeir eru alveg nægilega fjársterkir til að eiga klúbbinn. Fyrir utan þessa tvo olíusjóði, eru þetta eigendur 5-6 klúbba sem koma næstir, og eigendur LFC eru þar.

   LFC skilaði 7m hagnaði síðast, og enn minna fyrir það vegna Covid. Kostnaður hefur aukist gríðarlega samfara aukinni veltu. Við getum td ekki verið jafn “nískir” í launamálum og við vorum.
   En hvernig viljið þið Ari og Siglarl, að eigendurnir geri þetta ? Hvernig viljið þið að settir séu miklu meiri peningar í leikmannakaup þegar við erum að skila að meðaltali um 3m í hagnað á ári (síðan þessir eigendur tóku við).

   Insjallah
   Carl Berg

   23
   • Carls Berg

    Þú talar soldið eins og Katrín Jakobsdóttir. Þetta hljómar allt skynsamlegt og gáfulegt á yfirborðinu en undir niðri eru menn bara hættir að afsaka hlutina og þessa meðalmennsku. Það sjá allir hvaða meðvirkni er búin að vera í gangi alltof lengi. við værum búnir að bæta við okkur 2-3 Englandsmeistaratitlum síðustu ár ef FSG hefðu opnað veskið þau tímabil þegar við töpuðum titlum til Man City með 1 stigi. Bara með örlítið meiri breidd sem Klopp bað um hefðum við tekið getað tekið þessa titla.
    Það er bara staðreynd að FSG eru búnir að komast upp með að reka Liverpool klúbbinn á horriminni mjög lengi og þeir eiga árangur síðustu ára nær eingöngu Klopp að þakka. Þessir Kanar hafa ekki hundsvit á fótbolta og sjást nær aldrei á Anfield. Þeir eru búnir að koma Liverpool eins langt og þeir ráða við.

    Þessir nísku Kanar reyndu að láta breska ríkið borga starfslaun klúbbsins í gegnum Covid. Báðust afsökunar á því.
    Þeir reyndu að troða okkur í þessa hræðilegu Superleague. Algjörlega taklaust og báðust afsökunar á því. Axarsköftin eru margvísleg þessi ár sem þeir hafa átt Liverpool. Mér þótti það verulega svalt þegar Henry spurði hvað menn væru að reykja á Emirates þegar Arsenal bauð 40m +1 pund í Luis Suarez. Hugsaði þá að við værum með eigendur sem hentuðu klúbbnum. Skynsama bisness menn en líka töffara sem kunna að blöffa og rífa kjaft þegar við á. En það er óralangt síðan.

    Á hverju ári eykst gremja okkar stuðningsmanna og Klopp líka með að eigendurnir eru nettó að eyða svipuðum upphæðum í leikmannakaup og miðju og botnlið deildarinnar. Þó að við séum að mokgræða á CL og séum að gera risa samruna og auglýsingasamninga þá bara þora þeir ekki að kvika frá þessari tölfræðisulls moneyball stefnu sinni. Það er stöðugt sama “Computer Says No” Excel svarið þegar Klopp biður um nýja leikmenn. Seldu leikmenn fyrst þá getum við talað saman eru skilaboðin í mörg ár. Þetta hefur orðið til þess að Klopp sér sig knúinn til að setja fótinn niður og neita að láta stöðugt meidda menn eins og Oxlade Chamberlain, Matip ofl frá félaginu því hann veit af biturri reynslu að hann fær ekki að kaupa leikmenn þó það takist að losa menn á alltof háum launum af launaskrá á free transfer. Þessi kergja hefur fengið að ágerast þannig í mörg ár að við sitjum núna uppi með mjög meiðslagjarnt og ofborgað lið. Auðvitað eigum við vera fyrir löngu búnir að losa okkur td við Uxann. Afleiðingin er bara meðalmennska sem fær að setjast að í liðinu og fær menn eins og Trent Alexander ofl til að spila með hangandi haus leik eftir leik. Engin alvöru samkeppni því vissir leikmenn eru öruggir með byrjunarliðssæti sama hversu illa þeir spila. Eigendur sem mátu Sadio Mané ekki nógu mikilvægan til að bjóða honum hærri laun ýttu honum frá Liverpool og rifu hjartað og jafnvægið úr liðinu með þeim afleiðingum sem við erum að sjá í dag.
    Á meðan við höfum verið í söluferli hafa FSG algerlega harðneitað að styrkja liðið þar sem mestu skiptir þegar það er öllum augljóst að liðið er að eldast mjög hratt og of margir að detta röngu megin við þrítugsaldurinn. Liðið ræður ekki við pressufótbolta lengur og búnir að missa sinn karakter. FSG einfaldlega ákváðu að tanka þessu tímabili og biðu eftir stórum tilboðum. Þegar þeir fengu þau ekki kom þessi stórundarlega væmna yfirlýsing frá Henry um daginn. Að klúbburinn hafi aldrei verið til sölu (kjaftæði) og þeir væru rosalega committed við framtíð Liverpool (kjaftæði). En muni samt reka klúbbinn áfram á “skynsaman hátt”.

    Í dag les maður fréttir um að óskalistinn hjá Liverpool að miðjumönnum hafi verið lengdur. Það þýðir að peningar eru sennilega ekki endilega til fyrir Bellingham eða Rice og við verðum að sætta okkur við ódýrari og verri kosti. Verið að undirbúa okkur og Klopp fyrir möguleg vonbrigði. Ég er kominn með fullkomlega nóg af þessari endalausu væntingastjórnun FSG. Reyna stöðugt að komast ódýrt frá hlutunum og bulla í okkur stuðningsmönnum með innantómu orðasallati. Þú spyrð hvað menn vilja frá eigendum þegar liðið er 7m punda í plús?

    Ég vil eigendur sem eru tilbúnir að koma stundum út í mínus til að ná að vinna ensku deildina og Meistaradeildina. Menn með sigurattitúd. Ég vil eigendur sem eru skynsamir en taka áhættur af og til. Ég vil eigendur hvers hjarta slær með okkur stuðningsmönnum og láta sjá sig á Anfield reglulega. Ég vil eigendur sem eru fjársterkir en ekki bara hugsa um að skila gróða. Ég vil eigendur sem hafa lágmarksvit á fótbolta og eru ekki að yfirfæra vinnuaðferðir úr rusl íþróttum eins og hafnabolta yfir á enskan fótbolta. Ég vil eigendur sem eru töff en líta ekki út eins líksmurð ellimenni með Alzheimer eins og Henry er farinn að gera. Ég vil unglegri menn með greddu og mikla starfsorku sem eigendur. Menn sem vinna mikið og reyna ekki að komast auðveldlega frá rekstrinum og líta ekki á Liverpool sem hluta af fyrirtækja eignasafn sínu og gott fyrir CV-ið. Ég vil eigendur sem eru hellbent á að gera Liverpool aftur að besta liði Englands og Evrópu. Ég vil eigendur sem hefðu verið á Anfield í 7-0 sigrinum á Man Utd og fögnuðu þar eins og brjálæðingar útá velli faðmandi Klopp og glottandi með öðru munnvikinu framan í Ten Hag og Glazer ruslið meðan þeir þökkuðu þeim kurteisislega fyrir leikinn. Ég vil eigendur sem eru brjálaðir að tapa enn eina ferðina fyrir þessu helvítis Real Madrid liði og ætla sér að finna þá bita á leikmannamarkaðnum strax í sumar til að gera okkur aftur að Englandsmeisturum og sigra Real þegar við mætum þeim næst.
    Ég vil eigendur sem sýna alvöru pung og þor. Ekki með þessa óþolandi væntingastjórnun, orðavaðal og afsakanir aftur og aftur. Klopp er búinn að bera liðið algerlega uppi í 5 ár og náð frábærum árangri útá samheldni, liðsanda og vinnusemi. FSG væri með liðið í 3-8 sæti ár eftir ár án hans. Það vita allir sem hafa eitthvað vit á fótbolta. Ef þeir fara ekki 100% eftir því sem Klopp biður um í sumar til að ná aftur þessari samheldni og vinnusemi og taka ekki til í leikmannhópnum og reddi Klopp betri leikmönnum strax þá geta þeir komið sér frá Liverpool sem allra allra fyrst.

    12
   • AEG:

    Já þetta er bara sama innihaldslausa ruglið, sem stenst enga skoðun.
    Af öllu því sem þú skrifaðir, er minnst um það hvernig eigendur Liverpool hafa komið í veg fyrir að klúbburinn eyði meiru í leikmannakaup.

    Í staðinn er þetta stútfullt af einhverju ef og hefði, í bland við einhverjar getgátur um hluti sem þú hefur ekki hugmynd um, ekki frekar en ég. Þú getur alveg haft þínar skoðanir, og èg virði það, en þú hefur bara ekki hugmynd um flest af þessu sem þú ert að segja í þessu svari!! Þú ert bara að gefa þér fullt af hlutum sem ástæðu fyrir stöðu Liverpool í dag.
    Þessi superleague, og margt annað í þessum pistli kemur þessu umræðuefni svo ekkert við.

    Þú hefur engar forsendur til að gefa þér að eigendurnir segi alltaf nei þegar Klopp biður um nýja leikmenn. Þú hefur heldur enga hugmynd um hvort það sé ástæðan fyrir því að t.d Ox sé ennþá hjá okkur. Ekki frekar en að þú hefur ekki hugmynd um hvort Mané hefði viljað vera áfram þó honum hefði verið boðinn risa upphæð. Þú hefur heldur enga hugmynd um hvort slægjuháttur FSG í leikmannamálum sé ástæða þess að Trent og fl eru að spila með hangandi haus, leik eftir leik (þín orð).

    Alveg eins og þú þykist geta fullyrt að við værum búnir að bæta við okkur 2-3 Englandsmeistaratitlum síðustu ár, ef FSG hefðu opnað veskið, þá get ég alveg eins fullyrt að við hefðum ekki einu sinni unnið þennan eina, ef ekki væri fyrir FSG!

    Hvorugt er þó sanngjörn fullyrðing. Èg átta mig ekki ennþá hvernig þú sérð þetta fyrir þér í praxis. Ég átta mig á því að þú vilt útlitslega öðruvísi eiganda, að hann sé alltaf á vellinum og fagni mikið, og allt það. Fyrir mér skiptir það minna máli.
    Við erum búnir að vera að keppa við City undanfarin ár. Lið sem hefur svindlað endalaust og eytt formúgu! Hvernig keppir maður við það ? Áttu eigendurnir bara að opna veskið meira en eigendur City ??

    Þú vilt eigendur sem eru tilbúnir til að koma stundum út í mínus. En gerir ekkert með þá staðreynd að það eru einfaldlega reglur um þetta. Liverpool má ekkert koma út í mínus stundum!!! Ekki svo heitið geti!! Við megum fara 4 m punda framúr því sem kemur inn, og að auki 25m ef eigendurnir geta/vilja covera það.
    Við skuldum merkilega lítið, og í stað þess að skuldsetja klúbbinn ofaní rassgat, til að kaupa leikmenn , með þeim afleiðingum að klúbburinn verði á horreiminni í framtíðinni, (eins og hann var) þá er farin sú leið að klúbburinn er bara nokkuð skynsamlega rekinn og bjart til framtíðar.

    Það er hægt að benda á fullt af atriðum hversvegna liðið er á þeim stað sem það er í dag. En það er ekkert hægt að fullyrða um þátt eigendanna í því!!

    Ert þú eitthvað viss um það til dæmis, að eigendurnir séu mikið að skipta sér af því hverjir eru keyptir ?? Hefurðu eitthvað fyrir þér í því að það hafi verið FSG sem ákvað að budgetinu skuli frekar eytt í sóknarmenn heldur en miðjumenn ? Eða að FSG sé að ákveða að kaupa endalaust leikmenn sem sitja jafn margar mínútur í stúkunni og þeir eyða í að spila fótbolta ? Veistu til þess að eigendurnir hafi heimtað að 50m yrðu settar í Gakpo í stað þess að kaupa miðjumann ?

    Getur ekki verið einfaldlega að við höfum keypt ranga leikmenn allt of oft, og því sé staðan eins og hún er ? Og að það sé einhver annar sem ákvað að kaupa þessa leikmenn en FSG ?

    Þessi netto/brutto umræða er orðin þreytt, en svona virkar bara boltinn á Englandi! Það er einfaldlega BANNAÐ að eyða um efni fram!!

    Við erum bara á pari við Arsenal með það hvað við erum að eyða í leikmenn á hverju ári. Eitt sísonið eyddum við talsvert minna, en annars hefur þetta bara verið svipað. Við getum ekkert verið að bera okkur saman við þessi olíulið þegar kemur að eyðslu.

    Það að núverandi eigendur hafi gert stóra auglýsingasamninga, aukið innkomu/veltu, og gert félagið enn vinsælla í alþjóðlegu tilliti, er eitthvað sem ber að fagna og þakka fyrir, frekar en að drulla yfir þá fyrir nísku. Kostnaður hefur nefnilega stóraukist, og ef þetta hefði ekki tekist, þá væri Liverpool einfaldlega á pari við miðju liðin í deildinni, eða á nákvæmlega þeim stað sem liðið var orðið fast á, áður en þessir eigendur keyptu það. Við hefðum bara dregist enn meira aftur úr og setið eftir. Þessi breyting varð að eiga sér stað, og hún tókst. Okkur tókst að verða besta lið í heimi!!!

    Við höfum endurnýjað bæði völlinn og æfingasvæðið, án þess að skuldsetja okkur til tunglsins!

    Èg er ekkert ánægður með gengi liðsins, og stöðuna á hópnum, en ég sé bara ekki að það sé hægt að fullyrða að þetta sé allt eigendunum að kenna!!

    Bæði eigendur og þjálfarar eiga það alveg inni hjá okkur, að þeim sé gefinn séns á að rétta skútuna við. Við vorum að keppa á síðasta sísoni við olíusjóð rikisstjórnar Abu Dabi, sem svindlaði eins og þeir gátu, en við náðum samt öðru sæti!! Eitt lélegt síson af og til, er enginn heimsendir, og ekkert verra en hin liðin eru að gera. Það eru engir eigendur að fara að tryggja að það gerist ekki, ekki einu sinni eigendur City!!

    Við þurfum stundum að horfa aðeins inná við og sætta okkur við það að við höfum eytt fullt af peningum í leikmenn sem hafa skilað allt of litlu framlagi fyrir klúbbinn, og mér er það til efs að FSG hafi valið þessa leikmenn!
    Í öllu falli held ég að FSG hafi lítið með það að gera að liðið ráði ekki við að spila pressubolta!! Held að þeir séu ekki einu sinni að skipta sér af því hvort við spilum pressubolta eða ekki!!

    Allar svona pælingar um leikstíl, pressu, afhverju leikmenn sýna minni áhuga, afhverju leikmenn meiðast, og þessháttar leikfræði, er bara allt önnur umræða!!! Það er bara umræða sem á ekkert heima inní þeirri umræðu hvort eigendurnir þurfi að fara!

    Það er bara mitt mat að þú sért að finna reiði þinni rangan farveg!
    Èg er alveg jafn pirraður á gengi liðsins, en það er bara ekkert hægt að fullyrða um að það sé allt FSG að kenna, og lítur bara alls ekkert þannig út, frá mér séð.

    Insjallah
    Carl Berg

    18
   • Carl Berg, ég held að þú sért meiri stuðningsmaður FSG enn Liverpool miðað við fullyrðingarnar hjá þér, ég hugsa um það sem er Liverpool fyrir bestu og það er það sem ég er að benda á. FSG eru business menn og að þú sér að reyna að halda því fram að eigendurnir séu að geyma peningana í klúbbnum og nota þá ekki er nátturulega algjört bull, þeir eru í þessu til að græða pening og ekkert annað, það er engin áhugi hjá FSG á fótbolta, Liverpool er bara viðskiptamódel hjá þeim til að græða pening.

    FSG out og það STRAX!

  • Mér sýnist að Carlberg sé meðvirkur VG maður sem er fyrir löngu hættur að sjá skóginn fyri trjánum. Ja og Henrý er víst eldgamall og ætti ekki að koma nálægt LFC .

   6
 6. Sælir félagar

  Ég tek undir allt sem Ari segir hér fyrir ofan. Peningarnir sem FSG hefur sett í völl (sem skilar auknum tekjum fyrir FSG) og æfingasvæði félagsins er svona á pari við verð á einum til tveimur heimsklassa leikmönnum. Það eru nú öll ósköpin. Það er ljóst af orðum annars aðaleiganda Liverpool klúbbsins að innkaup “verða í takti við stefnu FSG” í rekstri félagsins. Þetta þýðir á mannamáli að það verður ekki miklu eytt í leikmannakaup umfram sölur og afgang frá rekstri. Það þýðir svo að ef til vill verða lagðar ca. 100 millur í leikmannakaup í sumar og það nægir ekki fyrir Bellingham einum hvað þá einhverjum með honum.

  FSG hefur amk. tífaldað verðmæti LFC á þeim árum sem þeir hafa átt félagið. Þeir vilja hinsvegar ekki leggja einn 1/10 þess fjár í að efla leikmannahópinn hvað þá meira. Gróðfíkn FSG stjórnar öllum þeirra athöfnum í kringum LFC og þeir hafa engar hugsjónir fyrir félagið aðrar en að auka verðmæti klúbbsins og græða meira og svo meira og meira. Grátkór þeirra sem falla á hnéin fyrir FSG vegna þess hvað þeir hafa gert fyrir félagið má gráta mín vegna. FSG hefur búið sér til mjólkurkú sem þeir munu hirða nytina úr án eftirsjár eða samviskubits.

  Það er nú þannig

  YNWA

  FSG out og það STRAX

  5
  • Hvernig i fjandanum veist þú svona mikið um fjármál FSG og þeirra framtíðarplön Sigkarl???? Hvernig veistu hversu mikið þeir eru að taka út úr klúbbnum? Ef þeir hafa 10 faldað virði Liverpool eins og þú heldur fram, þá hljóta þeir að vera að gera geggjaða hluti, þannig að þú ert í algjörri andstöðu við sjálfan þig.
   Stefna FSG hefur verið að kaupa skynsamlega og það hefur á síðustu árum komið okkur á þann stall að vera með bestu liðum heims. Þeir keyptu einn dýrasta og besta markmann í heiminum og eyddu öðru eins í Van Dijk, afhverju er svo langsótt að þeir kaupi ekki Bellingham? Jújú vissulega kom hluti af þessum pening vegna sölu á einum leikmanni, en afhverju stungu þeir þá ekki þessum peningum bara í vasann, ef gróðafíknin er svo mikil hjá þeim?
   Svo til að toppa þetta þá talar þú um að við sem erum þokkalega jákvæðir og bjartsýnir hérna inni séu grátkór??? Vælukallinn sjálfur.

   FSG áfram!!!!
   Það er bara svo algjörlega þannig.

   9
   • van dijk og Alisson voru keyptir fyrir næstum allan peninginn sem fékkst fyrir söluna á Philippe Coutinho til Barcelona.

    Doddi Litli, ég vil endilega að þú fræði okkur um hvar allur peningurinn sé sem eigandinn er búinn að græða á Liverpool?

    Ég sé nú ekki mikla skynsemi í því að kaupa helling af postulín vösum eða leikmönnum sem er að detta út af samningum eða panik kaup á Mario Balotelli eða lán á manni sem er svo mikil meiðslahrúga að hann hefur varla náð að spila leik í vetur (Arthur Melo)
    eða kaupin á Ben Davis frá preston sem átti að fylla skarð miðvarðana sem voru meiddir um árið og spilaði aldrei leik?

    Það getur vel verið að FSG vilji vel enn Liverpool er stórveldi og þarf eigendur í samræmi við það, þeir eru mörgum númerum of litlir til að eiga Liverpool Fc

    FSG out og það STRAX!

    8
 7. Sælir félagar

  Doddi litli það er þannig að þegar FSG keypti klúbbinn á 300 millur og í dag er hann metinn á 3milljarða lágmark og sumstaðar á 4,5 milljarða. Það er amk. tíföldun væni minn. Með verðmæti uppá amk. 3 milljarða í höndunum væri ekki til of mikils mælst að leggja inn í klúbbinn eins og 300 millur til kaupa á leikmönnum. Árangur Klopp og félaga eftir að Coutinho söluna og kaupin á Alisson og VvD (ásamt auðvitað góðum kaupum á t. d. Fab og fleirum) er ástæðan fyrir árangri Liverpool. Það hefur stefna eigendanna ekki verið það sem réði úrslitum heldur frábær innkaup (oftast) þrátt fyrir nísku eigenda.

  Ég er ekki vælukall Doddi litli. Hins vegar segi ég það sem mér finnst um liðið þegar vel gengur og líka þegar illa gengur og liðið er ekki að standa sig. Það sama á við um og eigendur Liverpool án þess að ráðast persónulega á einhverja sem eru mér ósammála. Það hafa allir rétt á því og þú líka. Að öðru leyti vísa ég á það sem ég hefi sagt ásamt skrifum AEG og Ara Óskars.

  Það er nú þannig

  YNWA

  FSG out og það STRAX

  4
  • Sigkarl:

   Það skiptir engu máli í þessu samhengi hvað einhver útí bæ metur klúbbinn mikils virði!! Það breytir akkúrat engu um fjármál félagsins, innra bókhald eða lausafjárstöðu!

   Samkvæmt reglunum eins og þær eru í dag er EKKI leyfilegt að eigendurnir setji 300 milljónir í leikmannakaup.
   Viltu að Liverpool fari að svindla eins og City ?

   Insjallah
   Carl Berg

   4
   • Sæll Carl Berg

    Mér er ómögulegt að skilja að það skipti engu máli hvert vermæti LFC er. Kaup á klúbbnum fyrir 300 millur og verðmæti í dag 3 – 4,5 milljarðar. Það segir einfaldlega að nískunasirnar í FSG geta vel lagt mikla peninga í leikmannakaup án þess að setja fjárfestingu sína í hættu. ÉG skal hinsvegar viðurkenna að ég veit ekki hvað þeir mega setja inn í klúbbinn til leikmannakaupa og 300 millur er mér engin heilög tala heldur bara nefnd sem 10% upphæð til að nefna einhverja tölu í samhengi.

    Ef staðan er sú að ekki megi setja peninga inn í klúbbinn til leikmannakaupa þá stend ég á gati. Klúbbar sem eru metnir margfalt minna en LFC virðast mega setja ómælda peninga til leikmannakaupa (t. d. Arse, A.Villa) en LFC má ekki eyða neinu því þá er allt ólöglegt. Ég viðurkenni að þetta er fyrir mér eins og alger steypa. En hvað veit ég sosum 🙂

    Þasð er nú þannig

    YNWA

    FSG out og það STRAX

    1
   • En það er einmitt málið. FA getur ekki framfylgt þessum FFP reglum. Ef að lið eru ekki að fara eftir þessum reglum þá á að dæma stig af þeim og líka bara dæma liðið niður um deild. Ekki virka peningasektir á þessa araba sem eiga ekkert nema peninga.

    1
  • Sigkarl:

   Ég skal þá bara útskýra þetta fyrir þér vinur.

   Ég sagði að það skipti engu máli “í þessu samhengi” hvað einhver út í bæ, metur Liverpool á.

   Það skiptir ekki máli vegna þess að fjárhagur klúbbsins breytist ekkert við það. Ef þú myndir segja að klúbburinn væri 7 milljaraða punda virði, þá verða ekkert til meiri peningar til leikmannakaupa við það. Það að klúbburinn sé “metinn” á 3-4 milljaraða, er bara ágiskun frá einhverjum sem hafa fjallað um málið, bæði blaðamönnum og öðrum. Það hefur enginn verðmetið klúbbinn sérstaklega, og hann er ekki krónu meira virði en einhver vill borga fyrir hann!!

   Til að einfalda málið þá getur þú hugsað þetta svona: Ef þú býrð í þinni íbúð, sem þú keyptir fyrir 10 árum á 30 milljónir, þá breytist það ekkert hvað þú hefur á milli handanna um hver mánaðarmót, þó það komi einhver og meti þessa íbúð á 300 milljónir í dag!!

   Þú eignast ekkert meiri peninga til að kaupa mjólk og aðrar nauðsynjar.

   Staðan er bara þannig, að velta/innkoma/afkoma klúbbsins breytist ekki í takt við virðið á honum.
   Virðið breytist hinsvegar í takt við veltu/innkomu/afkomu klúbbsins.

   Ég vona að þetta útskýri þetta að einhverju leyti.
   Insjallah
   Carl Berg

   5
   • Sigkarl:
    Ég gleymdi:
    Ég útskýrði það hér að ofan, að klúbbarnir þurfa að standa undir sér. Þeir mega þó fara 4m punda frammúr innkomu, miðað við hvert þriggja ára session. Að auki mega þeir fara sirka 25m punda frammúr ef eigendurnir geta coverað það.

    Hvernig gera aðrir klúbbar þetta ?
    Arsenal gerir þetta bara eins og við, og er bara að eyða mjög svipað. Chelsea og City svindla bara á þessu.
    Aston Villa seldi fyrir ca 200m punda sísonin 2020-2022.
    Ég hvet menn bara til að skoða þetta betur, áður en menn kalla eftir höfði eigendanna!

    Insjallah
    Carl Berg

    5
   • Sæll Carl Berg

    Ef ég á íbúð sem ég kaupi á 30 og tel að ég geti selt hana á 300 þá væri ég óhræddur við að eyða 30 millum í að bæta hana og halda henni í góðu ásigkomulagi ef ég ætti þær til með það í huga að ég geti alltaf selt íbúðina ef í harðbakkann slægi. Það er ekki vafi að FSG á þessar millur til og tryggingin í verðmæti klúbbsins er býsna örugg.

    Miðað við það sem þú segir þá getur LFC ekki eytt nema ca 50 millum án þess að verða fyrir barðinu á FA. Það er magnað að LFC skuli vera eini klúbburinn á Englandi sem ekki getur eytt peningum umfram innkomu. Allir aðrir klúbbar geta það og gera eins og sést á nánast hverjum klúbbi á Englandi þó margir séu nánast á núlli í rekstri sínum. Það er vegna þess að eigendur þeirra leggja peninga í leikmannakaup sem eru langt umfram afgang frá rekstri og þessar 25 millur sem þú talar um. 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    FSG out og það STRAX

    2
 8. “Með verðmæti uppá amk. 3 milljarða í höndunum væri ekki til of mikils mælst að leggja inn í klúbbinn eins og 300 millur til kaupa á leikmönnum.”

  Eins og Carl Berg hefur bent á er eina leiðin til að framkvæma þetta að svindla á núverandi reglum. Hversu vel er tekið á FFP brotum er hins vegar annað mál og vonandi fá City menn fljótlega að súpa seyðið af því. En það virkar einfaldlega bara ekki þannig að eigendurnir ákveði að henda 300m í leikmannakaup þegar þeim hentar. Í staðinn fyrir að henda einhverju svona fram þá væri amk áhugavert að heyra hvernig þú myndir leysa þetta án þess að brjóta FFP?
  Við sjáum í dag klúbba eins og Barcelona í miklum vandræðum útaf einmitt þessu, af einhverjum ástæðum hafa Spánverjar staðið sig mun betur í að taka á þessu, eða þá að City menn er bara klárari að svindla. Ég hugsa að við sjáum fleiri klúbba í svipaðri stöðu fljótlega.

  5
  • Sæll Kalli.

   Af hverju ætti LFC ekki að geta það eins og aðrir klúbbar hafa gert í áraraðir. Má þar nefna Chelsea, M. City, M.United og sjálfsagt fleiri.

   Það er nú þannig

   YNWA

   FSG out og það STRAX

   1
 9. Ekki minnka líkindin hjá honum Carl Berg við Katrínu Jakobs þegar hann fer í einhverju yfirlætiskasti að kalla skoðanir annarra “innihaldslaust rugl” og byrjar að reyna skipa fyrir um hvað megi ræða, á hvaða forsendum og hvað ekki. Aðeins þeir sem hafi réttar forsendur megi sko gagnrýna FSG. Klykkir svo út með einhverri súrri tilraun til móðurlegrar umhyggju að aðrir séu bara eitthvað pirri pú og við séum litlir óstýrilátir strákar sem hafi fundið nýfenginni reiði sinni rangan farveg.
  Dreptu mig ekki Carl Berg. 🙂

  Hann veit þó fullvel að þessi FSG out umræða er búin að vera í gangi í mörg mörg ár. Eitt árið báðu FSG okkur stuðningsmenn m.a.s. afsökunar þegar eyddu nær engu það sumar. Vildu samt fullvissa okkur að þeir ættu fullt af peningum og myndu fjárfesta mjög duglega næstu ár. (Gerðist aldrei)
  Hann veit það fullvel sjálfur að aðdáendur Boston Red Sox í USA eru orðnir brjálaðir útí FSG fyrir þeirra nísku, undarlegar ákvarðanir td að láta gæðaleikmenn fara ofl. Möppudýr eins og FSG hegða sér allstaðar eins, sama hvaða íþrótt. Hann bara kýs að taka Kötu á þetta. Tala í kringum hlutina með meðvirku orðagjálfri og einhverri Morfís bestun.

  Í dag les maður svo fréttir frá David Ornstein á Athletic að á síðustu vikum hafi komið í ljós að Liverpool muni líklega ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að kaupa Bellingham. Gott að Henry var búinn að stýra væntingum manns niður í ekki neitt. Maðurinn sem FSG hafa þóst verið að safna fyrir í 2 ár og eini miðjumaðurinn sem Klopp virkilega vill mun örugglega á endanum detta í “Computer Says No” bunkann fræga hjá okkar afburða eigendum. En ég er ánægður að Carl Berg sé hérna til að segja okkur hvað þeir hafi eytt miklu í æfingasvæðið og nýja völlinn, gert góða auglýsingasamninga og hvernig við eigum að fara að ef við viljum gagnrýna Jóakim Aðalönd og hina eigendur Liverpool.
  https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/liverpool-increasingly-unlikely-sign-jude-26510833

  5
  • Ég hló nú bara af þessu sem Carl Berg er að skrifa, miðað við skrif hans lítur út fyrir það að hann sé meira stuðningsmaður FSG enn Liverpool 🙂

   Auðvitað er það óþolandi að peningarnir stjórna öllu í fótboltanum í dag, en það þýðir ekkert að stinga hausnum í sandinn og halda að við munum komast upp með það að leggja sem minst í púkkið og halda að það muni skila titlum, það er ekki að fara að gerast og Liverpool undir eignarhaldi FSG er kennsluverkefni 101 til að sjá að það gengur ekki upp

   Liverpool er stórlið og á að vera að minnstakosti á pari við hin stórliðin þegar kemur að leikmannakaupum

   FSG out og það STRAX!

   2
   • Ari:
    Við getum ekki verið á pari við City eða Chelsea, nema svindla. Það er ljóst.

    Hér eru kaup Arsenal og Liverpool síðustu ár:
    22/23
    Liv 137
    Ars 132

    21/22
    Liv 87
    Ars 167

    20/21
    Liv 84
    Ars 86

    19/20
    Liv 10,4
    Ars 160

    18/19
    Liv 182
    Ars 82

    17/18
    Liv 173
    Ars 152

    Þetta er nú allur munurinn á eyðslu þessara liða. Við erum reyndar búnir að vera með talsvert sterkara lið og vinna fleiri titla. Vonandi verður hópurinn svo styrktur í sumar.
    Mér finnst bara skipta jafn miklu máli í hvað peningunum er eytt, og sé ekki að FSG sé endilega að stjórna því!!!

    Insjallah
    Carl Berg

    6
  • AEG:

   Ég veit ekki alveg á hvaða vegferð þú ert eða til hvers þú ert að ávarpa mig í þriðju persónu, eða hvað það á að gera fyrir umræðuna að líkja mér við Katrínu Jakobs? Er ekki hægt að halda umræðunni á hærra plani en þetta ?

   Ég kallaði þínar skoðanir ekki innihaldslaust rugl, þvert á móti sagðist ég bera virðingu fyrir þínum skoðunum. Ég get ekki borið ábyrgð á því hvernig þinn lesskilningur er, en það er lágmark að þú farir rétt með hlutina. Margt af því sem þú settir fram var innihaldslaust rugl. Ég tók fram hvaða atriði það væru. Þú ert þarna bara að gefa þér fullt af forsendum, sem þú hefur ekki hugmynd um. Það eru ekki skoðanir. Það eru innihaldslausar fullyrðingar.

   Það er ekki skoðun að segja að, það að Trent sé að spila með hangandi haus, sé afleiðing af kaupstefnu FSG. Það er einfaldlega fullyrðing sem þú hefur ekkert fyrir þér um, getgátur og ef ég er spurður: innihaldslaust rugl!

   Annars var ég upphaflega að svara Ara hér að ofan, varðandi eigendur Liverpool og að það standist ekki skoðun að virði liverpool eigi að skila sér í leikmannakaupum, eða að FSG séu búnir að mokgræða á Liverpool.

   Þú svaraðir mínu innleggi, með einhverju sem fjallar bara ekkert um mitt svar, og því sagði ég að það kæmi umræðunni ekki við. Það er furðulegt að gagnrýna mitt svar með því að tala um hvað Ox sé búinn að vera lengi hjá LFC, eða að liðið geti ekki spilað pressubolta!! Hvorugt hefur neitt með mitt svar til Ara að gera. Ég var akkúrat ekkert að tala um það.

   Þér er frjálst að hafa þínar skoðanir, og setja þær fram eins og þú vilt. Ég ætla ekkert að stýra því. Mér finnst samt ekkert til of mikils ætlast að þú haldir einhverjum þræði, þegar þú ert að skiptast á skoðunum við mig. Èg hef alltaf sagt, að það er hægt að gagnrýna FSG fyrir margt, og það er alveg langur vegur frá því að èg sé eitthvað hel sáttur með þá í augnablikinu. Það má lika alveg gagnrýna fleiri hluti en FSG, þegar kemur að Liverpool.

   Ég hef hinsvegar líka sagt, afhverju mér finmst allt tal um að eigendurnir þurfi að fara, ekki tímabært á þessum tímapunkti.

   Þið eigið það allir sameiginlegt sem hafið haft hvað hæst, og skrifað hvað mest, að skauta alltaf framhjá því sem þið eruð spurðir um og skiptir mestu máli, að mínu mati.

   Hvernig viljið þið eiginlega að núverandi eigendur geri þetta ? Það eru ákveðnar reglur í gangi, viljið þið bara að LFC svindli á þeim eins og City ?

   Minn málflutningur byggist eingöngu á því að það sé ekki tímabært að skipta um eigendur, hvað sem síðar verður.
   Það er ekki liðið ár síðan við vorum að keppa um ALLA bikara, og spiluðum ALLA leiki sem voru í boði.
   Mér finnst að eigendurnir sem gerðu okkur að besta liði í heimi, eigi alveg að fá tækifæri til að snúa skútunni við. Ef það tekst ekki, þá finnst mér eðlilegt að skoða það að skipta um eigendur. Mér finnst eitt ár bara ekki langur tími í þessu og man kannski of vel eftir árunum frá 1991-2018, þegar við unnum aldrei deildina, en vorum með tvo mismunandi eigendur!! Aðrir eigendur eru nefnilega engin trygging fyrir árangri!

   Að þú hafir lesið einhversstaðar að “líklega” muni LFC ekki ráða við að kaupa Bellingham, hefur heldur ekki mikið vægi hjá mér, þegar ég er að mynda mér skoðun á þessu máli. Hvernig væri að leyfa því bara fyrst að koma í ljós hvort þeir hafi efni á því að kaupa hann, eða hvort hann hafi áhuga á því að koma ?
   Afhverju þarf að mynda sér einhverja skoðun á þessum hlutum útfrá einhverjum forsendum sem eru bara ekkert til staðar ? Eða búa þær til bara, ef þær lighja ekki fyrir ?

   Það er ekkert komið í ljós hvert Bellingham fer.! Það er ekkert komið í ljós að FSG séu búnir að sigla klúbbnum til andskotans! Það er ekkert komið í ljós hvernig þeir kaupa í sumar, og það er ekkert hægt að fullyrða um stóran hluta af því sem þú heldur fram.

   Við erum greinilega ósammála um þann hluta að FSG sé búið að eyða eitthvað litlum peningum í leikmannakaup. Það er líka bara allt í lagi. Ég er búinn að taka saman hver einustu kaup LFC síðan þessir eigendur tóku við, og bera saman við aðra klúbba, og við erum bara ekkert að skíta á okkur þar. Ég er líka búinn að taka saman hverja einustu sölu, og það kemur þér kanski á óvart að önnur lið selja líka leikmenn frá sér. Við komum ekkert illa út í þessum samanburði.

   Ég held að þú ættir að fara varlega í að tala um orðgjálfur og Morfís bestun. Í stað þess að fara eins og köttur í kringum heitan graut, og skreyta málflutning þinn með samanburði við Katrínu Jakobs, sem á greinilega að vera eitthvað niðrandi, ættir þú að reyna að svara einhverju af þessu sem til þín er beint. Það er öllu vænlegra til að styrkja þinn málflutning, og ekki veitir af, ef ég er spurður!!!

   Insjallah
   Carl Berg

   10
  • Mér finnst alltaf frekar slappt þegar menn fara að ráðast á manninn frekar en málefnin, það á við um nokkur komment hérna. Ég hef engan séð svara málefnalega hvernig á að komast hjá því að fara eftir FFP en samt eyða þessum upphæðum sem menn nefna. Allt á sama tíma og það er verið að bæta aðstöðu félagsins svo til að segja skuldlaust.
   Það væri hugsanlega hægt að fara svipaða leið og aðrir klúbbar og skuldsetja sig í botn, eins og t.d. Glazer bræður, eða nú einfaldlega að svindla í ljósi þess að sönnuarbyrði þegar það kemur að FFP er greinilega mjög erfið, eða já tekur amk mjög langan tíma, en til langs tíma litið lítur það ekki út fyrir að vera mjög gáfulegt. Ég hugsa að niðurstaðan í City málinu komi til með að skipta gríðarlegu máli hér.
   Ég man ekki eftir að hafa séð mikið skrifað um FSG undanfarin ár, þegar gengið var frábært, það er allt í lagi að gagnrýna þá að einhverju leyti en það er fráleitt að þeir eigi alla sök á slæmu gengi þetta tímabilið, það hlýtur að skrifast einnig á þá sem stjórna leikmannamálum, Klopp innifalinn.

   7
 10. Sælir

  FSG út og það sem fyrst.

  Ofboðslega fer í taugarnar á mér svona naumhyggju raus. Eins og í Carl Berg

  Vil eigendur sem versla úr efstu hillu og mér getur ekki verið meira sama hvaðan peningarnir koma.
  Meðan liðið mitt vinnur flesta leiki og eru bestir
  Er gaman að setjast niður og horfa um helgar og á meistaradeildina

  Við erum með besta stjóra trúlega í heimi, en hann hefur svo sannarlega ekki unnið eins marga titla og hann hefði gert með meira back uppi frá þessum andskotans nískupúkum

  FSG out

  6
 11. Sælir félagar

  Nú hefur einn virtasti og áreiðanlegasti fótboltafréttamaður Bretlandseyja, David Ornstein, sagt að sé mjög hæpið að LFC kaupi Bellingham. Liverpool hafi einfaldlega ekki efni á því vegna lasburða eigenda. Ekki það að LFC megi ekki kaupa Bellingham og aðra með heldur vegna þess að klúbburinn sé ekki nógu ríkur (lasburða eigendur) og þurfi að kaupa meira og risaklúbbar eins og M. City og Real Madrid séu einfaldlega fjársterkari (ekki eins lasburða eigendur). En hvað veit ég sosum? 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  FSG out og það STRAX

  3
  • Real Madrid er ekki undir eignarhaldi líkt að Liverpool og City, það er enginn einn eigandi sem dælir peningum inní félagið. Það er undir eignarhaldi margra einstaklinga, svokallaðir “socios”. Það er allt annað setup en þekkist í flestum klúbbum á Englandi. Þetta er búið að vera stærsta félag heims um langt skeið og er oft og iðulega á toppi Deloitte listans í formi tekna. Liverpool á einfaldlega langt í land með að ná þeim eins og flest önnur félög í heiminum, svo það er ekki nálægt því að vera samanburðarhæft. Því má reyndar bæta við að FSG hafa fært okkur mun nær þeim en áður en þeir tóku við.
   City, tja, það vita held ég allir sem vilja vita að þeir hafa svindlað á regluverkinu sem er í gildi, eina spurningin er hvort það verði hægt að sanna það með óyggjandi hætti. Það er nýbúið að kæra þá fyrir brot á FFP og verður mjög fróðlegt að sjá hvað kemur útúr því.
   Það er einfaldlega ekki hægt að keppa við þessa tvo klúbba þegar kemur að peningum að ofangreindum ástæðum, amk er það mjög erfitt, helsta von okkar er að Bellingham vilji helst koma til okkar en það á eftir að koma í ljós.
   En svona samanburður er óþarfur og svarar með engu hvernig Liverpool á að keppa við þessa klúbba nema að fara svipaða leið og City, og svindla, það gefur heldur ekki til kynna að eigendur Liverpool séu lasburða.

   3
  • Alveg hárrétt hjá þér Sigkarl …..Hvað veist þú sosum ?
   FSG er gott fólk sem vill mínu ástsæla Liverpool FC vel !!!

   2
 12. Kalli ef þeir eru ekki lasburða – eru þeir þá bara svona nískir?. Nei ég bara spyr. Svona samanburður . . ? Það má ekki bera okka klúbb saman við þessa klúbba því þeir eru svo ríkir??? En samt ætlumst við til að LFC keppi við þá – og vinni þá á vellinum. Verður þá ekki að gera þá kröfu til eigendanna að þeir fjármagni þá keppni. Nei nei ég bara spyr því hvað veit ég sosum?

  Það er nú þannig

  YNWA

  FSG out og það STRAX

  ES. Svona í framhjáhlaupi, er búið að legja kop hlaðvarpið niður?

  2
  • Með fullri virðingu, ég held að það borgi sig bara hætta þessu núna ef þetta er það sem þú lest útúr þessu mv það sem hefur þegar komið fram 😀

   2
  • Sigkarl:

   Þú mátt alveg bera okkur saman við hvaða klúbb sem þér dettur í hug. Google virkar bara alveg hjá þér líka, og ef þú skoðar þetta, þá kemur stundum í ljós að þessi samanburður hallar ekkert endilega á Liverpool eða á sér eðlilegar skýringar.

   Real Madrid hefur oft keypt fyrir háar upphæðir, en þær eru samt eflaust lægri en margir halda.
   Þannig keyptu þeir fyrir 80m evrur fyrir þetta tímabil, eða talsvert minna en við. Tímabilið í fyrra keyptu þeir fyrir 31m. Tímabilið 20/21 keyptu þeir fyrir 0.
   Tímabilið 19/20 keyptu þeir fyrir 355m. Tímabilið 18/19 eyddu þeir 164m. Tímabilið 17/18 voru þetta 40m. Tímabilið 16/17 eyddu þeir 30m

   Þetta er í evrum og jafngildir 617m pundum.

   Yfir sama tímabil hafa þeir selt leikmenn fyrir 630m punda!!!!

   Með öðrum orðum: þessir rosalega fjársterku eigendur Real Madrid, eru ekkert alltaf að dæla peningum inní félagið til leikmannakaupa.

   Real Madrid er bara að selja leikmenn á hverju ári fyrir svakalegar upphæðir!! Eitthvað sem sumir stuðningsmenn hérna líta á sem eitthvað hræðilegt, því þá verður “netto” eyðslan svo lítil!!

   En eins og Kalli bendir hér á, er búið að segja allt sem segja þarf í bili um þetta mál hérna, og ég ætla að kalla þetta gott. Það er búið að svara þessu þessu öllu, en þið bara gerið ekkert með þessi svör, og haldið áfram að hamra á sömu hlutunum, sem búið er að svara.

   Það er ljóst að það þarf að styrkja hópinn hjá LFC, við erum allir sammála um það. Ég hef trú á því að það verði gert.
   Svo ég svari fasteignasamlíkingunni okkar Sigkarl, þá hef ég einmitt trú á því að eigendurnir vilji verja sína fjárfestingu, og halda verðinu háu, og þess vegna styrki þeir hópinn verulega!
   Það tryggir þó ekkk árangur, því það er vel hægt að eyða þeim peningum í eitthvað rugl. Þar stendur að mínu mati hnífurinn í kúnni, hjá okkur!
   Við höfum ekki keypt leikmann síðan Alisson kom, sem hefur skilað því framlagi til liðsins sem við væntum!!
   Í sumar verða 5 ár siðan Alisson kom!!

   Mér finnst það miklu frekar ástæðan fyrir stöðunni í dag, frekar en tregða FSG til að kaupa leikmenn! Þó vissulega hefði ég stundum viljað sjá okkur setja meiri peninga í kaup. Ég vil þó ekki að klúbburinn steypi sér í skuldir!!

   Insjallah
   Carl Berg

   Annars

   3
 13. Sæll Carl Berg

  Það er rétt að við þeir sem erum á öndverðum meiði í þessum eigenda málum komumst varla að neinu samkomulagi um FSG og þeirra frammistöðu.. Það er allt í lagi ekki síst í ljósi þess að við breytum engu um hvað gert verður. Mér finnst athygliverður punktur hjá þér að við höfum ekki keypt mann sem hefur náð máli í 5 ár. það er svakalegt. Atrúr Melo malið er damigert fyrir afar slaka frammistöðu í innkaupum en svo eru menn eins og Diaz, Darwin og Gakpo sem virðast ætla að vera góð kaup. En ég er sammála um að láta nótt sem nemur og takk fyrir spjallið allir 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  En samt – FSG out og það STRAX 🙂

  • Sigkarl:

   (Svona þar sem þetta snýr ekki að umræðunni um FSG)

   Ég vil nefnilega, miðað við stöðuna eins og hún er í dag, flokka Diaz með þeim kaupum þar sem við erum að kaupa leikmann sem er ekki að skila því sem vænst er af, inná vellinum. Ekki misskilja mig, hann er góður í fótbolta, og er ekkert orðinn eitthvað flopp. En hann hefur bara spilað allt of lítið! Hann var keyptur í jan 2022, en hefur komið við sögu í 21 deildarleik!!
   Mér sýnist að það sé innan við helmingur, svona fljótt á litið.
   Þetta á við um fleiri leikmenn. Thiago, Jota, konate og fleiri. Þetta eru allt góðir fótboltamenn.
   En þetta eru leikmenn sem eiga það sameiginlegt að framlag þeirra er bara ekki nægilega mikið, heilt yfir. Þeir eru bara of mikið meiddir. Ef að budgetið okkar fer alltaf í leikmenn sem eru alltaf uppí stúku, þá er ekki skrítið að menn kalli eftir fleiri leikmönnum!
   Ég held að rót vandans liggi þarna, við höfum eytt peningunum okkar í leikmenn sem spila 30-50% af leikjunum, í stað þess að eyða þeim í leikmenn sem heta spilað flesta leiki.
   En það er auðvelt að sjá það eftirá, úr sófanum heima. Ég veit að Klopp lagði ekki upp með að kaupa menn sem geta ekki spilað meira en þetta. En þetta eru samt mistök, og þau eru ástæðan fyrir stöðunni í dag, að mínu mati.

   Insjallah
   Carl Berg

   4
   • Ég vill þakka þér Carl Berg fyrir frábær skrif um okkar ástsæla Liverpool FC.
    Við alvöru Liverpool FC aðdáendur tökum heilshugar undir skrif þin í þessum þræði (Ekkert í aðsigi)
    Margt þarna sem ég vissi ekki upp á hundrað enn er samfærður nú.
    Bið bara fólk að hætta að hrauna yfir FSG því þetta góða fólk bjargaði Liverpool FC !!!

    4

Real Madrid – Liverpool 1-0

Helstu fréttir – Landsleikahlé