Aldrei gefast upp

Eftir að Liverpool lenti 3-0 undir gegn AC Milan þá var þetta búið og eftir að Liverpool tapaði 3-0 fyrri leiknum gegn Messi og félögum þá var þetta búið eða…..
Nei þetta er aldrei búið fyrr en það er búið.

Vonin gegn Real á miðvikudaginn er mjög lítil og byggjum við það bæði á gengi okkar manna og styrk Real en maður hefur séð ótrúlegri hluti gerast og það sem meira er okkar strákar hafa gert ótrúlega hluti. Mín tilfinning er sú að við verðum ekki nálægt því að komast áfram en þetta lið og þessi stjóri hefur gert það að verkum að ég útiloka aldrei neitt.

Hérna eru nokkrir comback sigrar frá Liverpool undir stjórn Klopp

YNWA
Það er alltaf von

7 Comments

  1. Í þeim leik sýndi stjórinn Benitez algjöra snilld í leikstjórn og taktík í vonlausri stöðu í hálfleik, 0-3. Hann tók út af varnarmann og setti varnartengilið (Dieter Hamann) í staðinn, EKKI sóknarmann til að herða á sókniinni. Enginn skildi þessa skiptingu, en hvílík breyting sem varð á leik Liverpool með innkomu Hamann, algjört SNILLDAR-bragð. Þetta sér maður ekki lengur, því miður.

    8
  2. Endar 4-1 og vinnum svo auðvitað í vítakeppni! Skrifað í skýin.

    6
  3. Fyrir leikinn um helgina þá var kominn snefill af einhverju sem gat kallast bjartsýni en þá kom þessi skita og slökkti ljósið.
    Liverpool spilar að vísu flott undir pressu og við þessi stóru lið, fyrir utan fyrri leikinna á móti Real en ég held að það sé engin séns á að vinna þetta upp, en verður vonandi skemmtilegur leikur. Okkar seinasti leikur í meistaradeildinni í langan tíma því miður.

  4. Sæl og blessuð.

    Þetta er einmitt málið. Ég vil sjá liðið mæta með réttu hugarfari til leiks. Sama hvernig stendur og hvernig fer þá óska ég þess að leikmenn hafi gefið sig alla í þennan leik sem verður væntanlega síðasti CL leikurinn á þessu tímabili.

    Aldrei að gefast upp!

    2
  5. Kraftaverkið í Istanbul var auðvitað allt annað lið, manager osfrv. en Barcelona viðsnúningurinn er að miklu leyti sama liðið og er núna að fara að reyna hið ómögulega. Munurinn finnst mér vera sá að 0-3 tapið í Barcelona var gríðarlega ósanngjarnt og alls ekki í samræmi við spilamennsku Liverpool eða gang leiksins þann dag Hins vegar var 2-5 skitan á Anfield að mestu leyti verðskulduð og í samræmi við spilamennskuna. Auðvitað munaði líka miklu að seinni leikurinn var á heimavelli gegn Barca. Líkurnar á að við sjáum Liverpool í 8 liða úrslitum eru álíka miklar og að finna hringlaga ferhyrning að mínu mati.

    1
  6. Hvorki Hendó né Bajcetic. Hversu lek verður miðjan annað kvöld? Nei, hvernig læt ég – við eigum Milner.

    1

Stelpurnar fá Spurs í heimsókn

Seinni leikurinn gegn Real