Stelpurnar fá Spurs í heimsókn

Jæja, gærdagurinn og úrslit þess leiks hjá strákunum okkar er frá, og alltaf gott að geta ýtt svona leiðinda leikskýrslum neðar. Stelpurnar okkar mæta á Prenton Park núna kl. 14 og fá Vicky Jepson og félaga hjá Tottenham í heimsókn. Held þetta verði fyrsta heimsókn Vicky á Prenton Park síðan hún var látin fara frá Liverpool fyrir tveim árum eða svo.

Það eru ennþá meiðsli að hrjá hópinn, en örlítið farið að tínast inn af leikmönnum og einhverjar geta byrjað sem gátu bara verið á bekk í leiknum gegn Skyttunum:

Laws

Bonner – Robe – Campbell

Koivisto – Nagano – Holland – Hinds

Kearns – Stengel – Daniels

Bekkur: Kirby, Silcock, Roberts, Lundgaard, Taylor, Humphrey

Leighanne Robe heldur sæti sínu í hjarta varnarinnar, og Gemma Bonner er metin leikhæf og byrjar sömuleiðis. Það var nokkuð ljóst að verkefnið að mæta Arsenal var í erfiðasta kantinum fyrir Hönnu Silcock, en hún er á bekk og er jafn mikið efni þrátt fyrir þetta 2-0 tap í miðri viku. Sex leikmenn á bekk, sem er örlítið skárra en í miðri viku, því Rhiannon Roberts er komin til baka.

Nú væri helvíti gaman að krækja í 3 stig, og skýrsluhöfundur ætlar svona allt að því að heimta slíkt í afmælisgjöf.

KOMA SVO!!!

8 Comments

 1. Rúlluðu þessum Spursurum! Það var laglegt! Missy Bo Kearns alltaf mín kona.

  • Stóðust líka pressuna mjög vel síðasta hálftímann eða svo, og voru í raun bara óheppnar að vinna þetta ekki 3-1. Bara sentimetraspursmál hjá Stengel þarna í lokin. En það sást mjög vel hvað þær voru margar hverjar orðnar þreyttar!

   1
 2. Newcastle vann og er fyrir ofan okkur, og með leik til góða.
  Call the season off!

  4
  • … þannig að Vicky stýrir þeim gegn Leicester í næsta leik… spurning hvað verður svo eftir það.

   • Það gekk nú ekkert of vel hjá Vicky á meðan hún var með Liverpool forðum…

Bournemouth 1-0 Liverpool

Aldrei gefast upp