Byrjunarliðið gegn Bournemouth

Eftir ágætis leik um síðustu helgi gerir Klopp aðeins eina breytingu á liðinu þar sem Henderson fær sér sæti á bekknum og Stefan Bajcetic kemur inn í hans stað.

Bekkur: Adrian, Milner, Firmino, Henderson, Jota, Tsimikas, Carvalho, Arthur, Matip.

Ung og spennandi miðja með bæði Elliott og Bajcetic annars er allt eins og búist var við. Annars er bekkurinn áhugaverðari miðjumaðurinn Arthur er snúinn aftur eftir  meiðsli og er á bekknum í dag og Adrian er varamarkmaður frekar en Kelleher.

Síðasti leikur þessara liða fór 9-0 og okkar menn í markaformi eftir síðasta leik þannig við vonum að það haldi bara áfram í dag!

41 Comments

  1. Ég vil helst alltaf hafa Henderson inná. En ef það á að hvíla hann þá er þetta sennilega leikurinn.

    2
  2. Skelfilegt að horfa á þetta lið okkar. það er eins og þeir nenni þessu ekki.

    5
  3. glataður fyrri hálfleikur er þetta liðið sem slátraði United fyrir nokkrum dögum ?

    2
  4. Erum við að horfa á sama liðið sem kjöldró man utd 7-0 ???
    Okkar menn eru skelfilega lélegir en vonandi nær Klopp að sparka þeim í gang fyrir seinnihálfleikinn

    5
  5. Hvað er maðurinn að meina með þessari miðju.
    Bajcetic og Elliott eru ekki að fara að gera neitt í svona leik.

    4
  6. Fínt að ná mönnum niður á jörðina fyrir RM leikinn.

    Tökum þetta í seinni

    YNWA

    4
  7. Sælir félagar

    Þetta er nákvæmlega það sem ég benti á í upphitun. Hausinn meira og minna laus á Liverpool leikmönnum. það er eins og þeir haldi að úrslit síðasta leiks vigti eitthvað inn í þennan. Klopp verður að skrúfa hausinn á leikmenn í hléinu annars fer illa. Leikmenn verða einfaldlega að leggja sig miklu meira fram, hlaupa meira og einbeita sér að verkefninu NÚNA.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
    • Já maður var hræddur um að leikmenn kæmu til leiks búnir að ná í þessi þrjú stig. Sem varð raunin. Þetta verður í besta falli ósannfærandi sigur úr þessu.

      3
  8. Það er nú meira hvað þessum drengjum gengur illa að mótívera sig í hádegisleiki. Held þeim væri nær að drullast til að skoða stöðuna á tékkareikningnum sínum áður en þeir reima á sig takkaskóna (ég er að horfa á þig, Trent).

    3
  9. Ef menn rífa sig ekki upp almennilega í seinni hálfleik og landa þremur stigum þá geta þeir tekið leikinn frá því um síðustu helgi og troðið honum þar sem sólin ekki skín.

    5
  10. Ég átta mig engan veginn á þessu liði okkar. Stórleikur um sl. helgi og algjör skita það sem af er. Hvað afsökun skyldi Kloop koma með. Ekki er það þreytan og álagið. Búnir að fá viku hvíld.

    5
  11. Firmaliðs guttl enginn barátta engar hraðabreytingar bara slow motion og áhugaleysi.

    3
  12. Hefðu getað komið sér inní leikinn þarna og Salah tekur mögulega verstu vítaspyrnu sem maður hefur séð

    3
    • Salah hefur verið eins og klettur fram að þessu í vítum það var ekkert sem bjó mann undir þessa spyrnu.

      2
  13. Stilla upp tveimur 19 ára guttum á miðjuna í byrjun leiks. Hvað heldur Kloop hann sé.

    5
  14. Fyrsta vítið sem við fáum á tímabilinu og Salah neglir langt framhjá, skelfilegur leikur hjá öllu liðinu

    3
  15. Ha ha ha hvar er liðið sem vann Utd og allir héldu væru orðnir Englandsmeistarar bara típískt Looserpool.

    6
  16. Held þetta sé leiðinlegasti fótboltaleikur sem ég hef séð í mörg ár.

    8
  17. Hræðileg spilamennska. Ófyrirgefanleg miðað við stöðu liðsins. Karaktersleysi, getuleysi og aumingjaskapur.

    8
    • Hei róa sig aðeins við köllum ekki okkar leikmenn ræfla þótt við séum ósáttir við spilamennskuna.

      3
  18. Shit hvað þetta er hugmyndalaus sóknarleikur. Ógeðslega leiðinlegt að tapa þessum leik eftir þessa framistöðu á móti utd og núllar út þann leik.

    6
  19. Eitt er á hreinu. Mig langaði meira í 4 sætið í dag en liverpool leikmennirnir sem spiluðu í dag
    Uffff hvað þetta er sorglegt að gera sig að svona fíflum í dag eftir afrek seinustu helgar

    FSG out sem allra fyrst

    5
  20. Eitt skref áfram – eitt skref aftur á bak. Alltaf þurfum við að vera í gjafastuði fyrir neðstu liðin í þessari deild. Stórkostlegt vanmat í hvert einasta sinn og menn virðast ekki átta sig á því að það þarf sömu ákefð gegn Bournemouth og Man Utd til að vinna leiki. Viðbjóðslega pirrandi líka hvað mönnum var alveg sama eftir að Salah brenndi af vítinu. Ekkert baráttuþrek!

    Að lið sem er að elta leik skipti inn á þremur leikmönnum á fertugsaldri kjarnar þetta tímabil svo innilega. Stórkostleg mistök gerð fyrir tímabilið og einn sætur sigur á Manjú breytir því ekki.

    Er enn þá að reyna að sjá hvað Jota kemur með inn í þetta lið. Ef hann skánar ekki fyrir vorið á að selja hann.

    2
  21. Þegar maður var farinn að vera bjartsýnn eftir síðasta leik á að ná fjórða sætinu kemur sama skitan aftur, þetta er ekki boðlegt. Ef við ætlum að mæta í annan hvern leik erum við ekki að fara að ná þessu fjórða sæti því miður.
    Miðað við það sem eiganda fíflið sagði um daginn er ekkert að fara að breytast í sambandi við innkaupastefnuna, það verða eflaust keyptir einhverjir wannabe leikmenn í sumar ásamt einhverjum sem eru komnir á free transfer og þjakaðir af meiðslum, þetta er ömugulegt!

    FSG out og það STRAX!

    4
  22. Do you think that Liverpool will keep the same lineup for the next game against Brighton? Adrian, Milner, Firmino, Henderson, Jota, Tsimikas, Carvalho, Arthur, Matip. Ung and exciting mid-fielder with both Elliott and Bajcetic being available again makes it a lot like the last game. Another interesting matchup is Arthur who has been returning to the starting lineup after a long break and is looking to make an impact.

Upphitun: Rauði herinn suður með sjó í Bournemouth

Bournemouth 1-0 Liverpool