Bournemouth 1-0 Liverpool

Það var spenna að sjá hvernig okkar menn kæmu til leiks eftir að hafa gengið frá Manchester United um síðustu helgi. Hvort Liverpool væri komið tilbaka? Fyrsta korterið leit svarið út fyrir að vera já, hleyptu Bournemouth lítið í boltann og voru duglegir að vinna hann hratt tilbaka framarlega á vellinum og Van Dijk hrikalega óheppinn að skora ekki þegar Lerma bjargaði á línu eftir skalla frá honum og Robertson átti gott skot sem var vel varið. Svo fóru þekktir brestir að birtast hjá Liverpool, miðjan hvarf fyrir utan Bajcetic sem var bara eftirteknarverður vegna þess hve slakur hann var. Bournemouth fóru að ná stungum fram völlinn og varnarlína Liverpool oft á hælunum.

Eftir 28.mínútna leik kom svo sprengjan þegar Ouattara fékk langa sendingu inn fyrir og hann stakk sér á undan Robertson og Van Dijk og sendi boltann svo fyrir markið þar sem Konate náði ekki snertingunni og Billing kom Bournemouth yfir 1-0. Sjálfstraustið sem liðið fékk með 7-0 sigri um síðustu helgi virtist hverfa við þetta og voru Bournemouth betri ef eitthvað er það sem eftir lifði fyrri hálfleiks.

Klopp ákvað að reyna að gera eitthvað til að breyta leiknum og þjálfarinn sem er yfirleitt frekar seinn að breyta til tók skiptingu í hálfleik þar sem Harvey Elliott fór af velli og Diogo Jota kom inn í hans stað og það var nálægt því að borga sig strax því í byrjun seinni hálfleiks missti Solanke boltann og hann barst til Jota sem átti skot sem Neto varði vel í marki Bournemouth. Stuttu seinna átti Nunez fínan skalla rétt yfir markið en reyndist vera rangstæður. Eftir það fór að vera lítið um fína drætti frá okkar mönnum þar til að við fengum vítaspyrnu þegar um tuttugu mínútur voru eftir þegar Smith fékk boltann í hendina eftir skalla Jota. Salah fór á punkinn en skaut langt framhjá úr ömulegu víti sem kórónaði leikinn. Það sem eftir lifði leiks voru Bournemouth líklegri til að bæta í frekar en að Liverpool færi að jafna leikinn.

Bestu menn Liverpool

Fabio Carvalho spilaði aðeins um sjö mínútur og fékk því minnstan tíma til að valda manni vonbrigðum. En án alls gríns þá var Robertson ágætur á 29 ára afmælisdaginn og Jota átti fína innkomu en þeir voru báðir góðir miðað við frammistöðu annarra hvorugur á sérstakt hrós skilið.

Vond framistaða

Allir hinir, nema kannski Alisson. Hann gat lítið gert í markinu og skilaði öðru ágætlega.

Umræðupunktar

 • Höfum fengið átta sig af 39 mögulegum eftir að hafa lennt undir í ár. Klárt mál að við erum ekki lengur þessi mentality monsters.
 • Útivallarmartröðin heldur áfram, ef við ætlum að eiga möguleika á þessu fjórða sæti þarf að fara sækja einhver stig á útivelli.

Næstu verkefni

Næstu fjórir leikir eiga eftir að sýna okkur hvort liðið sé tilbúið til að keppa að einhverju í ár. Í vikunni förum við til Madrid í nánast ómögulegt verkefni að snúa við 5-2 tapi gegn Real og eftir landsleikjahlé eru þrír leikir gegn City, Chelsea og Arsenal. Sem betur fer virðist hennta okkur betur að spila gegn stóru liðunum þar sem einbeitingin er enginn gegn þeim minni þannig vonandi að við getum nælt í einhver stig þarna.

37 Comments

 1. Búinn að vera í 7unda himni alla vikuna en það er coke zero með steikinni í kvöld.
  Call the season off!

  5
  • Þessi mannskapur á ekki að þurfa á hjálp Klopp að halda gegn Bournemouth. Sama hverjir byrja.

   14
 2. Allt of oft sem liðið virðist ekki eiga nein svör Þegar upphaflega planið gengur ekki nægilega vel. Við höfum t.d. séð City og Arsrenal lenda undir og jafnvel á vegg en takast að breyta taktíkinni og hreinlega snúa leiknum sér í vil. Þá á ég ekki við að harka eitthvað fram eins og Liverpool tekst einstaka sinnum að gera heldur gjörsamlega snúa viðureigninni við, nánast eins og um nýjan leik sé að ræða.

  7
 3. Meira djö… draslið!
  Eruð þið að fara að trúa mér með þessa leikmenn??
  En, þetta er búið að vera venjan í vetur, góðu leikirnir verið sjaldgæf undantekning, þannig að þetta ætti ekkert að koma á óvart!
  Eitt skref áfram, fimm afturábak!

  8
 4. Hef það sem reglu að ef móherjinn skorar fyrsta mark, sérstaklega ef axlirnar síga á okkar mönnum við mótlætið, að standa upp og gera eitthvað annað. Í dag fékk bílskúrinn að njóta “árangurs” Liv, orðinn helv.. hreinn og fínn. Hef áhyggjur af því hvað allt er farið að líta vel út á heimilinu, en maður fær ekki alltaf það sem maður vill.

  9
 5. Sælir félagar

  Fyrir viku síðan var framlag leikmanna afar gott en núna fyrir neðan allar Frammistaða allra leikmanna sem komu að þessum leik var jafn léleg og húna var góð um daginn. Ég öfunda ekki þann mann sem þarf að velja mann leiksins. Þá nafnbót á enginn leikmanna Liverpool skilið. Hinsvegar eru margir sem gera tilkall til nafnbótarinnar “keila dagsins” og þrátt fyrir mikið framboð til þeirrar nafbótar þá treysti ég mér ekki til að velja. Svo margir leikmenn buðu sig fram til þeirrar nafnbótar.

  Eftir fyrstu 15 mín. héldu leikmenn Liverpool að þeir þyrftu ekki að leggja sig fram til að vinna leikinn. Enginn tók mark á leiknum hjá Bournemouth gegn Arsenal þar sem dómarinn ákvað að láta leikinn ganga þar til Arsenal skoraði. Enginn leikmaður virtist hafa hugmynd um að vinnuframlagið sem skóp sigurinn gegn MU varð að vera til staðar til að vinna þennan leik. Drollið og letin sást best þegar Virgil nennti ekki að hlaupa inn í sendigarleiðina hjá Bournemouth manninum sem náði fyrir vikið fyrirgjöfinni sem gaf markið. Eins ánægður og ég var með frammistöðu leikmanna fyrir viku síðan var frammistaða þeirra nú fyrir neðan allar hellur.

  Það er nú þannig

  YNWA

  17
 6. Þvílíkt rusl sem Klopp býður okkur aðdáendum upp á.

  Gef ekkert fyrir leikinn um síðustu helgi. United er að rúlla Liverpool upp á þessu tímabili og þegar komnir með eina dollu.

  Vítið hjá Salah var ömurlegt. En að klikka á víti getur alltaf gerst. Spilamennskan hins vegar… maður er bara orðlaus.

  Að sjá þessi litlu lið taka Liverpool í kennslustund leik eftir leik, alltaf með sömu leikaðferð, er svo óþolandi skömmustulegt. Hvernig í fjandanum er Klopp ekki búinn að finna lausn á þessu?

  Kannski var liðið að spara orkuna fyrir Real-leikinn, enda í bullandi séns þar…

  8
 7. Jæja, velkomin á jörðina, LFC fólk. Klopp veit vandamálið enda sást það í dag í formi skiptinga í dag. Hann tók alla þrjá miðjumennina útaf sem út af fyrir sig er góð vísbending um að hann sé meðvitaður um vandamálið. Enginn feluleikur lengur. Milner kemur samt frekar in en Arthur en ég held að Jesús Kristur hefði geta komið inn á ásamt öllum lærisveinunum og samt hefði þessi leikur endað með tapi.

  Það er eitt að vera með slaka miðju og svo er annað þegar leikmenn virðast vera fjarri líkama sínum, eða eins og þeir hafi verið brottnumir og teknir úr líkama sínum en líkaminn bara mætt til leiks til að sýna lit. Þetta var akkúrat það seinna í dag. Það virtist vera engin taktík. Leikmenn gátu varla sent tvær sendingar áður en andstæðingurinn næði boltanum. Svo þegar komið var inn í teiginn var reynt að kasta sér á boltann, henda sér vinstri/hægri og reyna einhver skot sem maður reynir ekki einu sinni í FIFA23.

  Liverpool þetta tímabil er á sömuleið og Titanic gerði árið 1912. Spurning að opna Jack Daniels til að nýta ísinn í þetta skiptið.

  7
 8. Sælir félagar

  Eftir viku hvíld hafa leikmenn Liverpool ekki orku í að berjast heilan leik. Þvílík skita á Klopp og öllu liðinu.

  Það er nú þannig

  YNWA

  14
 9. Við eigum ekkert fjórða sætið skilið með svona spilamennsku. Við verðum að girða okkur í brók! Það eina jákvæða við þetta er að everton færast fallinu aðeins nær.

  6
 10. Það er alveg sama hvernig Mo Salah spilar. Klopp tekur hann aldrei út af. Ömurlegt.

  7
 11. Það er auðveldast í heimi að verjast Liverpool, bara nóg að vera með alla inní teig. Það er engin ógn fyrir utan teginn, annaðhvort á að skalla boltann inn eða labba með hann yfir marklínuna. Getur ekki einn einasti leikmaður reynt að skjóta kannski á markið fyrir utan teig? allavega reynt að hafa einhverja ógn þar til að brydda uppá einhverju nýju svona einu sinni. Alonso og Gerrard á sama tíma voru þvílík ógn að hálfa væri nóg og síðan Kúturinn fór þá eru alveg steingeldir skotmenn í liðinu að þetta er orðið algjört djók.

  11
  • Getur það enginn, allir miðjumenn liverpool hafa engin gæði, geta ekki skorað fyrir utan teig og við eigum engann sem getur skorað beint úr aukaspyrnu, liðið er steingelt á miðjunni algjörlega.

   Bellingham reddar því ekki fyrir okkur, okkur vantar einn de brune á miðjuna, þetta er búið að vera vitað dæmi í 5 ár, coutinho for og síðan þá fáum við ekkert úr aukaspyrnum.

   3
 12. Fulham 2 – 2 Liverpool
  Liverpool 1 – 1 C. Palace
  Everton 0 – 0 Liverpool
  Liverpool 3 – 3 Brighton
  N Forest 1 – 0 Liverpool
  Liverpool 1 – 2 Leeds
  Brentford 3 – 1 Liverpool
  Wolves 3 – 0 Liverpool
  C. Palace 0 – 0 Liverpool
  B’mouth 1 – 0 Liverpool

  5 stig af 30.

  11
  • Þetta er sjokkerandi tölfræði.

   Vonandi vakna eigendur af þyrnirósarsvefninum og versla almennilega inn í sumar. Klopp má líka hætta að vera svona meðvirkur. Það þarf að hreinsa almennilega út hjá okkur í sumar.

   Ef við náum ekki CL sæti veit ég ekki hvernig þetta fer hjá okkur….

   8
   • Ég held að stærsti galli Jurgens sé einmitt að hann myndar alltof sterk vinasambönd við leikmenn sína. Sem getur haft góð áhrif á stuttum tíma en til lengra tíma litið getur það haft slæmar afleiðingar. Sem við erum einmitt að horfa uppá núna. Ox, Keita, Matip, Gomez, Milner, Thiago, Firmino. Þetta eru allt topp leikmenn en þeir eiga það allir sameiginlegt að þeir spila bara hluta úr tímabili. Ég hef ekkert á móti þeim og maður eins og Firmino er algjört legend í mínum huga. En öll lið sleppa tökunum á endanum nema við, nema í einstaka tilfellum. Síðustu tveir voru swing and a miss í Gini og Mané.

    Annar galli Jurgens virðist vera að hann trúir ekki á annan þriðja fjórða kost. Værum við að horfa upp á aðra stöðu í dag ef við hefðum td losað okkur við Keita og Ox (á súper launum) og sótt okkur Jacob Ramsey, Tyler Adams, Ward-Prowse eða Ruben Neves?

    Bill Parcells sagði “Availability is the best ability.” og það súmmerar tímabil okkar ágætlega upp.

    13
  • Þetta er sjokkerandi tölfræði. Við værum í toppsætinu ef við hefðum unnið þessi slöku botnlið. Frammistaðan í mörgum af þessum leikjum verið algerlega fyrir neðan allar hellur.

   Auðvitað voru menn að reyna spara sig fyrir Real Madrid. Henderson hvíldur og menn eins og Van Dijk og Trent voru bara á jogginu í þessum leik að reyna ekki að meiðast. Líklega verið dagskipunin. Þrátt fyrir það hefðum við líklega unnið leikinn 3 eða 4-1 ef Salah hefði ekki frekjast að reyna bæta markametið sitt og látið Milner taka þetta víti. Það virðist engu skipta hversu illa Salah spilar, aldrei er hann tekinn útaf og hann virðist hreinlega ráða nær öllu inná vellinum. Jafnvel meira en Klopp. Með þeim afleiðingum að þegar Salah er ekki í stuði eða mótiveraður þá spilar allt liðið illa.

   Þetta hefði verið leikur til að reyna spila Arthur Melo. Ef hann spilaði ekki núna þá skil ég hreinlega ekki hvað hann er enn að gera hjá félaginu. Meðferðin hjá Fabio Carvalho er líka stórskrítin. Við erum með 2 varnarsinnaða miðjumenn inná í Bajcetic og Fabinho þegar við þurfum að elta leikinn í seinni. Afhverju eru þeir ekki teknir útaf og settir sóknarþenkjandi menn inná snemma í seinni? Afhverju er Harvey Elliot tekinn útaf og Carvalho kemur ekki inná fyrr en á 88.mín, hvað á hann að gera á örfáum mínútum? Það verður bara að segjast að Klopp skeit algerlega í deigið í dag. Hrokafullt og hræðilegt uppleg á liðinu.

   Maður er bara froðufellandi af reiði að liðið komi svona inní þennan leik eftir stórsigurinn á Man Utd. Það gegn lélegu liði sem við unnum síðast 9-0 og voru skíthræddir við okkur. Lið sem hafði ekki skorað gegn okkur í síðustu 4 leikjum og við unnið 7 sinnum í röð.
   Liðið er svo berstrípað á miðjunni þökk sé hörmulegri stjórnun FSG að við ráðum bara hreinlega ekki við að vera í 2 keppnum, hvað þá 3-4. Menn bara hafa ekki kraft og einbeitingu í meira en 1 leik í viku og varla það. Mótiverum okkur bara á móti stóru liðinu og menn bara að fela sig gegn þeim litlu þangað til tímabilið klárast. Virðast bara varla nenna þessu.
   Sem er svakalega unprofessional og fokking lélegt hjá fullorðnum mönnum á risalaunum hjá Liverpool.

   11
   • Það sást strax á fyrstu hreyfingum Trents að hann ætlaði ekki að gera djakksjit í leiknum í dag. Og gekk eftir.

    6
  • Já þetta er rannsóknarefni,en í leiknum í gær í aðdraganda marksins var Dick með ömurlega varnarvinnu.Maður jogga fram hjá honum eins og að drekka vatn.Gott að þetta var ekki Gomes hann hefði verð tekin af lifi fyrir svona varnaleik.En suma má ekki gagnrýna T.D. Salah arfaslakur í heilt ár, flottur gegn utd .Þó hann sé búin að skora 20+mörk samt mjög dapur,Í minum huga er ekki nóg að skora mark til að vera valin maður leiksins .

   5
 13. Kemur ekkert á óvart. Liðið tekur einn rosalegan leik og tapar svo næsta/næstu leikjum. Ég var einn af fáum sem spáði því að þetta tímabil myndi vera lélegt hjá okkur þegar Mane fór. Mane var hjartað og sálin í leik okkar.

  10
  • Salah fær meira en tíu milljónir íslenskar Á DAG fyrir að skokka um völlinn.

   6
   • Lionel Messi fær milljarða á viku, ekki fyrir að skokka heldur að labba um völlinn. Samt fær hann ekki gagnrýni því hann hefur verið með fúnkerandi, vinnusama miðju og lið í kringum sig sem tekur af honum álagið. Sérstaklega hæfileikaríkir lúxusleikmenn komast upp með þetta ef liðsheildin er góð og miðjan vinnusöm. Það er hún bara alls ekki hjá Liverpool í augnablikinu. Bara virkar ekki að spila fótbolta þegar alltof margir liðsmenn halda að þeir séu þessir lúxusleikmenn sem geti látið aðra sjá um skítverkin og haldi að þeir geti bara beilað trekk í trekk á flestöllum návígjum eins og td Trent, Van Dijk ofl í dag.
    Þetta hrokafulla leti attitúd hjá sumum leikmönnum Liverpool gæti orðið að sjúkdómi í núverandi Liverpool liði og smitast enn meira. Eitthvað sem Klopp verður að taka miklu harðar á fyrir næsta tímabil.

    5
 14. jæja þvílik skita hja okkar mônnum klopp out núna hlægja manchester menn af okkur og carra komin i tab drykk

  4
 15. Sæl og blessuð.

  Fann þetta á mér og deildi óttanum í upphitunarpósti.

  Ekki meira um það að segja. Stöðugleikinn er ekki til staðar. Það segir okkur ansi margt.

  En hvað um það. Þetta verður þá tímabilið þegar við flengdum erkiféndurna. Ekki alslæmt þá.

  1
 16. Ég var virkilega að vonast til þess að núna væri að koma gott sigurskrið hjá okkur og ég er hálfónýtur eftir þessi úrslit! Eg hef samt fulla trú á því að þessi atriði verði löguð fyrir næsta tímabil því getan er svo sannarlega til staðar.

  3
 17. Var Liverpool að spara sig fyrir CL-leikinn? Fyrir helgina voru miklu meiri líkur á að ná 4. sætinu í PL heldur en að slá RM út úr 16 liða úrslitum. Þess vegna átti að leggja allt púður í leikinn í gær! Hvað er eiginlega í gangi hjá Klopp? Hann virðist ekki ráða lengur við þetta verkefni. Eitt jákvætt, hann er núna búinn að fatta það að það þurfi á fá inn nýja leikmenn!!! Hvað er langt síðan meðalJón fattaði það? Þetta öskraði á okkur í fyrrasumar, en Klopp taldi sig ekki þurfa á nýjum leikmönnum að halda þá og er þá vitnað í hans eigin orð. Ég treysti þessum manni ekki lengur til að leiða Liverpool inn í framtíðina. Hann verður að fara.

  2
 18. Tímabilið í hnotskurn vegna algjörlega fáránlegrar kaupstefnu í síðustu tveimur gluggum!
  Elliott (19) og Bajcetic (18) byrjuðu leikinn og eru ekki enn komnir með þann stöðuleika í sínum leik sem þarf til að fara á útivöll í EPL. Þetta byrjaði ágætlega og hefði verið geggjað ef við hefðum náð inn fyrsta markinu en þegar leið á hálfleikinn voru þeir einfaldlega stimplaðir út úr leiknum. Það bara VERÐUR að fara finna arftaka fyrir Henderson, hann er í mínum huga enn sá mikilvægasti á miðjunni. Þegar Henderson spilar er t.d. Fabinho líklegri til að spila vel.

  4
 19. Ég hef sagt það áður og stend við það að þegar LFC hækkaði launin hjá Salah og fór gegn eigin launastrúktúr og gerði hann einan að lang launahæsta leikmannininum hjá klúbbnum að það hafi farið illa í nokkra þarna og skemmt móralinn heilt yfir. Það sést bara á spilamennskunni að sumir eru ekki að leggja sig fram. Gæti verið vitleysa.

  Þessi leikur var hörmung og Milner á alltaf að taka víti þegar hann er inná! Mig minnir að Salah hafi klikkað á síðasta vítinu sem við fengum gegn Leicester í 1-0 tapi fyrir rúmu ári.

  1

Byrjunarliðið gegn Bournemouth

Stelpurnar fá Spurs í heimsókn