Andy Robertson

Salah, Nunez og Gakpo fengu mikla athygli eftir frábæran leik gegn Man utd um síðustu helgi og áttu þeir allt það hrós skilið sem þeir fengu.

Það var samt einn leikmaður sem mér fannst ekki talað nóg um en það er hann Andy okkar. Gaurinn var á fullu allan tíman og fannst mér hann gefa tóninn. Maður sá að hann var alltaf til staðar bæði í vörn og sókn. Andy var grjótharður og lét finna vel fyrir sér og átti nokkra frábærar sendingar sem sköpuðu hættu.
Andy fór rólega af stað á tímabilinu og virkaði hálf þreytulegur en núna virðist hann vera að komast á fullt og hefur átt nokkra góða leiki í röð.
Liverpool eru bestir þegar Andy og Trent eru að spila vel og vonar maður að þeir halda áfram eins og í síðustu leikjum.

Mæli með að menn skoði þessar svipmyndir frá Andy gegn Utd.

YNWA

11 Comments

  1. Þessi stoðsending hans í fyrsta markinu er bara hrein sturlun. Algjör unaður. Andy Robertson eins og hann gerist allra- allra bestur.

    11
    • Sammála. Geggjuð sending! Þarna var liðið okkar að sýna hversu megnugt það er!

      3
  2. Gersamlega geggjaður og hlýtur að vera mjög nálægt því að vera besti vinstri bakvörður hreinlega í sögu félagsins og kostaði heilar 8 kúlur, líklega bestu kaup Klopp miðað við verð og allt það 🙂

    5
  3. Þessi leikmaður er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Læt sjaldan fara í taugarnar á mér þegar aðdáendur Liverpool tala niður leikmenn liðsins nema helst þegar það á við um Andy Robertson. Skín í gegn hvað þessi maður er mikill winner. Og hans þáttur í velgengni liðsins síðastliðin ár er huge.

    Lengi lifi!

    4
  4. Frábær leikmaður og þegar þessi brjálæðisglampi kemur í augun á honum þá veit maður að liðið er að fara að landa stórum sigri. Andstæðingarnir vita það líka.

    Ég man að hann var með hæstu einkunn leikmanna liðsins á TIA árið sem Salah blómstraði. Það er nokkuð gott verður að segja.

    2
  5. Fáum ekki fleiri stig úr leiknum við Utd heldur en þessi þrjú sem eru nú þegar á töflunni. Erum ekki í meistaradeildarsæti ennþá. Hættum að hanga á þessum eina sigri eins og hundar á roði.. þurfum að vinna næstu leiki annars er það… Call the season off!

    2
  6. Ætli KING Carra mæti með coke zero dós í settið um helgina til að endurspegla PL titlana sína eða verður hann með 7up næstu árin til að halda uppá þrjú stig?

    2
  7. Svo að nýjasta kommentið sé á jákvæðu nótunum, þá er glasið mitt hálffullt… af 7up-i

    2

Stelpurnar heimsækja Arsenal

Upphitun: Rauði herinn suður með sjó í Bournemouth