Gullkastið – 7UP

Af öllum Liverpool liðum sögunnar vann þetta lið stærsta sigur sögunnar gegn þeim! Ekki bara var þetta Man Utd heldur var þetta Man Utd á bullandi siglingu með tilheyrandi moldviðri í allan vetur. Stærsta tap United í Úrvalsdeildinni og raunar frá því vel fyrir heimsstyrjöldina kom á Anfield Road í gær. Þetta tímabil hættir ekki að vera skrítið og fullt af öfgum í báða enda. Þetta er ekki einu sinni stærsti sigur tímabilsins, klárlega sá sætasti samt.

Fyrir helgina vann Liverpool góðan 2-0 sigur og fékk jafn mörg stig fyrir það, eins asnalegt og það nú er. Tvö mörk í seinni hálfleik og það bara seint í hálfleiknum. Já og Liverpool skoraði sex mörk í seinni hálfleik gegn United, það var einu sinni vesen.

Næst er það Bournemouth, Liverpool vann þá 9-0 síðast…

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


 Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 419

27 Comments

 1. Fást ekki nýju 7up treyjurnar í Jóa útherja? Mig vantar nokkrar…

  2
 2. FSG gátu ekki leyft okkur að fagna of lengi og Henry notar þetta móment til að kippa manni aftur niður á jörðina. Þetta er nú meira helvítis orðasallatið hjá þessum kalkaða ellilífeyrisþega.

  https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/john-henry-liverpool-fsg-breaking-26405569

  “The people of this club starting with its manager, its players and everyone from stewards to management are committed to the club locally, committed to maintaining the club’s great history and equally committed to making new history in a way that our supporters can be proud of.”

  Einmitt. Svo rosalega committed að hver einasti innkaupastjóri gefst upp á nískunni í ykkur í leikmannakaupum og segir upp í bland við innbyrðis deilur sem hafa verið í gangi.

  “We continue building at Liverpool Football Club in a responsible manner, said Henry.
  We’ve seen many football clubs (including LFC previously) go down unsustainable paths. We have and will continue to focus our attention on investing wisely in the transfer market and we remain incredibly proud of our squad.
  “At the same time we continue investing in our training facilities, our main stand and currently the Anfield Road stand. These are all physical reflections of our resolve and how very seriously Fenway Sports Group takes its responsibilities for this great club.”

  Ákvarðanafælni og aumingjaskapur. Henry er beisiklí að segja að það verði áframhald á þessu helvítis moneyball kjaftæði og stuðningsmenn þurfi að horfa á heildarmyndina og sjá hversu miklu FSG hafi eytt í umgjörð klúbbsins til að sætta okkur við hversu miklu verður eytt í sumar. Það verði minna en allir vonast eftir. Þeir muni áfram ekki eyða krónu af sínum eigin peningum í liðið eða taka neinar áhættur. En við eigum að vera rosa sátt við það því FSG skilja hversu stór klúbbur Liverpool er og bera mikla virðingu fyrir honum og okkur stuðningsmönnum og þeir eru rosa stoltir af núverandi leikmannahóp.

  Fokking dreptu mig ekki.

  6
  • Bara svona ef þú hefur misst af því þá var þessi ömurlegi leikmannahópur að vinna erkifjendur sína í man utd 7-0

   8
   • Nei er það? Hafði ekki tekið eftir því. Var einhver leikur um helgina? ?

    Í fyrsta lagi segi ég hvergi að þetta sé ömurlegur leikmannahópur.
    Í öðru lagi skrifaði ég pistil við síðustu færslu þar sem ég sagði marga frábæra leikmenn í hópnum sem Klopp gæti gert enn sterkara lið úr en gullaldarlið síðustu 5 ára.
    Í þriðja lagi er Henry að tala um stolt sitt yfir núverandi leikmannahóp til að halda væntingum okkar um leikmannakaup í sumar í lágmarki. Þessi nirfill er strax byrjaður að reyna hanna atburðarás til að þurfa eyða sem minnstu í næsta glugga og laumar þessu inn á meðan við erum í skýjunum yfir þessum 7-0 sigri.
    Eigandi með alvöru metnað og brennandi áhuga á Liverpool myndi ekki tala um einhvern helvítis sustainable progress og clever spending núna. Hann væri í skýjunum með okkur stuðningsmönnum og væri talandi um að þessi úrslit sýndu það rosalega potential sem þessi hópur og þjálfari býr yfir. Hann muni gera allt til að Klopp fái þau verkfæri og stuðning sem hann þurfi næstu ár þvi Liverpool geti unnið marga titla í Englandi og Evrópu á næsta áratug ef haldið verði rétt á spilunum. Liðið og við stuðningsmenn ættum það skilið.

    En ekki hinn kalkaði Jóakim Aðalönd sem hann John Henry okkar er. Hann hefur varla sést á Anfield og hugsar fyrst um að eyða sem allra minnstu af eigin peningum í Liverpool. Peningurinn í leikmannakaup muni áfram koma í gegnum auglýsingasamninga og sölur á leikmönnum. Allt verður að vera sustainable og klókt og rosa safe og við eigum að vera rosa ánægðir með það.

    Afsakið á meðan ég æli.

    9
   • Þú meinar afsakið á meðan ég væli.
    Bara svona fyrir forvitnis sakir, hvaða leikmann höfum við selt nýlega sem þú sérð eftir fyrir utan Mane??? Mane reyndar vildi fara….
    Vildir þú frekar hafa Origi í stað Nunez eða Gakpo. Ég bara skil ekki þetta helvítis væl alltaf út í eigendur, Vill hafa þá sem lengst enda vel rekinn klúbbur. Glæsilegur völlur sem sífelt er að vera flottari, flott æfingasvæði og flottir leikmenn keyptir.

    16
   • Eitthvað rámar mér í einhverjar reglur sem takmarka það eða eiga að takmarka að eigendur dæli peningum í inn í klúbbanna eins og enginn sé morgundagurinn, að vísu virðist það ekki virka fyrir alla klúbba, (hóst city).
    Það má svo sem gagnrýna eigendurnar að ná ekki að styrkja miðjuna okkar síðasta sumar eða í glugganum í janúar en það breytir því ekki að ég vil ekki sjá olíufursta eða svona pappakassa eins og keyptu Chelsea.

    5
  • Þeir eru búnir að safna í baukinn núna allavega eitthvað fyrir sumarið vonandi 😀

   4
  • maður spyr sig, hversu mikið moneyball það er að láta Winjaldum, Firmino, Keita og Ox renna út á samning? Mané var seldur á lága upphæð þar sem hann átti aðeins ár eftir af samning.

   FSG munu ekki skipta um taktík fyrr en klúbburinn lendir utan meistaradeildar.

   Ég sé það svo gerast að klúbburinn fari aftur í söluferli ef Man Utd verður selt. FSG sjá væntanlega hag sinn í að elta þá upphæð.

   4
  • AEG, ég er algjörlega sammála þér, FSG verðu að fara og það strax!
   Það eru engir fjárfesta að fara koma inn til að vinna með FSG, það er aldrei að fara að gerast!

   Að öðru, við skulum njóta þess að við unnum Man Utd 7 – 0 🙂

   YNWA

   4
 3. Takk fyrir góðan þátt, ég náði samt ekki í lokin hvernig leikurinn fór, var það 7-0 ? ?

  5
 4. Fyrirgefið aðeins, en hef ég misskilið þetta með fjármálalegar fair play reglur sem við kvörtum yfir að City og Chelsea og kannski fleiri fari ekki eftir?
  Snýst það ekki einmitt um það að rekstur félagsins, tekjur á móti gjöldum, ráði því að mestu leyti hvað er til af peningum til að kaupa leikmenn?
  Að takmarkað sé hvað eigendur geti dælt inn af peningum í klúbbinn til að hirða alltaf bestu bitana
  á leikmannamarkaðnum?
  Núna er þetta nánast orðið eins og undirboð sem tíðkast stundum í annars konar viðskiptum en undirboð eru einmitt ekki lögleg.
  Mig langar ekkert að halda með Liverpool ef einhver olíufurstinn kaupir félagið og dælir í það peningum með óábyrgum hætti.
  Þá held ég nú frekar með Leeds eða Nottingham Forest.

  15
 5. Sælir félagar

  Takk fyrir þáttinn og spjallið og dugnaðinn við að halda þessu úti. Það þarf vart að taka það fram að ég er fullkomlega sammála AEG í hans athugasemdum. Ég sagði það eftir CP leikinn að það yrði keyptur einn (dýr) í sumar eða tveir ódýrir aldraðir (28 – 30 ) ára eða þrír gefins meiðslapésar í sumar. Þetta er svona nokkurnvegin innihald þess sem ég sagði þar. Nú er það svo að við getum stillt upp mjög góðu 11 manna liði þar sem breiddin er aðeins í sókninni en vörnin og miðjan er afar þunn af eðal leikmönnum. Þar mun hnífurinn standa í kúnni og nískunasirnar í FSG munu skíta uppá bak.

  Það er nú þannig

  YNWA

  FSG out og það STRAX

  3
 6. Tek undir með AEG.
  Liverpool er ekki komið á neinn stall og ekkert öruggt að liðið sé komið til baka og ég efast um að það sé komið þannig til baka að það berjist um titla næsta tímabil.

  Ef þessi orð J.Henry hafi ekki verið eitthver póker í umræðuna fyrir sumarið.

  Þá vill ég sjá mótmælagöngur og geðveiki fyrir utan Andield fyrir fyrsta leik á næsta tímabili…
  Vill sjá eyðslu og það mikla! Þeir menn sem ég vill kosta!!!

  4
  • yes…. eins og hjá Chelsea, þeir eru heldur betur búnir að gera gott mót so far með öllum þessum kaupum.

   9
   • Chelsea hvað kemur það málinu við?
    get alveg eins talað um City sem eru að verða Beyern Englands.

    En ég er bara ekkert að tala um að fara eyða eins og Chelsea.

    Ég er að tala um að ef menn vilja t.d. Jude eða ákveðna menn þá
    þarf að opna veskið.
    og Ég sé ekki ástæðu afhverju FSG þurfi að setja inn peninga sjálfir.
    Liverpool er tekjuhæðsta félag englands fyrir utan svindlið í Mancity
    Og við þurfum að bregðast við þessu tímabili með því að fara í update á hópin.
    og til að viðhalda núverandi hóp svo við sóum honum ekki en meira með því að spara í leikmannakaupum eins og venjan er. vera einu tímabili of seinir með ákveðin kaup.
    sjálfsögðu eiga menn að vera skinsamir en það getur átt við í báðar áttir. það hefði t.d. verið skinsamlegt að fá inn miðjumann fyrir þetta tímabil.

    2
  • Þetta snýst ekkert bara um að eyða fúlgu fjár. Verðum að versla rétt.

   1
 7. Það gleymist nefnilega í umræðunni að við vitum ekkert hvernig eigendur við fengjum ef FSG selja Liverpool en við vitum hvað við höfum.
  Ég mann þá ömurlegu tíð af titlaleysi sem var hjá klúbbnum áður en FSG keypti liðið fyrir utan það að Liverpool var hársbreidd frá því að fara í gjaldþrot.

  11
 8. Jú, við unnum 7-0! Er ekki til eitthvert vörumerki sem heitir 7down? Við erum 7up.
  Og jú, við fáum jafnmörg stig úr þessum og á sigrinum á þeim appelsínugulu en markatalan getur skipt máli. Heyrst hefur að Ðe Gea sé að drepast í bakinu eftir að hafa beygt sig svona oft eftir boltanum. Þetta var svo yndislegt! Tökum svo RM 5-1.

  8
 9. Góðan dag og takk fyrir hlaðvarpið. Bellingham er frábær leikmaður en er hann góður kostur fyrir okkar lið? Já, hann væri góður kostur ef hann væri á eðlilegu verði, svona um 70 milljón pund, en 140 milljón, nei, takk. Þá vildi ég frekar tvo 70 milljón punda miðjumenn. Ég vildi frekar unga miðjumann Brighton og helst annan til sem ég treysti Klöpp vel til að finna. Miðjumaður Fullhan væri góður kostur með honum. Svo væri ekki ónýtt að fá miðaverð Lepzik. Þessir þrír kosta svona jafnmikið og 1 og hálfur Bellingham, þess utan var hann ekki að spila vel í gær á móti alvöru liði.

  2
 10. Bellingham ætti alltaf að vera fyrsti valkostur þangað til annað kemur í ljós svo sem óraunhæfur verðmiði eða annað. Leikmaðurinn sjálfur hefur heilmikið að segja varðandi þetta efni. Vonandi förum við ekki í næstum því góðan leikmann hóst Keita hóst sem kostar mikið en er bara pappakassi og var og er aldrei þess virði.

  Málið er að ef þú ert að fara í ódýrari kost þá kostar það áhættu og áhætta er mjög falinn kostnaður sem er yfirleitt vanáætlaður í jöfnunni hóst Keita hóst. 🙂

  1
 11. Markmið ársins hjá mér er að hlusta meira. Langar að heyra meira hugmyndir og hugsun frá FSGOUT hópnum. Kannski podkastið geti tekið það fyrir í leiðinlegu pásunni sem er að koma?

  Ég hef stutt LFC í svona 45 ár. Ég man ekki eftir þessum frábæru eigendum sem fóru um og keyptu allt á uppsprengdu verði og lögðu fullt af penging í félagið. LFC hefur alltaf verið lið sem þurfti að fara erfiðu leiðina af því að fólkið í borginni og borgin í landinu hefur alltaf þurft að fara erfiðu leiðina í lífinu.

  Hverja vilja menn fá inn sem eru svona miklu betri en FSG? Hvaða eigendur eru þetta sem svona mikill akkur er í að fá inn? Ef félagið væri selt fyrir 5+ milljarða evra, þá eru ekkert margir sem geta bara hent í það og svo fullt af öðrum pening með því til að fjárfesta í leikmönnum og umgerð. Við erum að tala um að verða leikfang fursta, eða áhættufjárfesting sem þarf þá að skila hagnaði. Eitt af því sem FSG hafa umfram aðra eigendur er að þeir líta á langtíma vöxt og viðhald félagsins sem ávöxtun á sínu fé. Hvaða aðrir fjárfestar eru að fara að gera það ef þeir kaupa LFC á toppverði?

  Og alveg þó að LFC sé besta félag í heimi þá verður Anfield ekki stækkaður meira. Og heimaborgin verður seint heimsborg. Og flestir áhangendur utan Englands eru nú ekki að senda mörg pund til félagsins (ég þar með talinn). Hvaðan eiga auknar tekjur að koma til að standa undir þessari fjárfestingu og öllum þessum dýru leikmönnum? Hvaða veski eruð þið með sem í raun bæta félagið?

  Er þetta FSG out raunverulegt? Eða er þetta bara tuð? Það er fullt sem ég óska mér í lífinu — en ég reyni að vera raunsær á hvað ég get fengið án þess að leggja allt undir og taka einhverjar kjánalegar áhættur.

  Vona að þeir sem keyra FSGOUT rútuna taki þessu vel og komi með rökstuddar og skynsamlegar útskýringar á því hvers konar kaupendur þeir hafa í huga og hvað þeir eiga að gera til að bæta LFC svo rosalega.

  16
 12. Ekki að það skipti öllu máli en Jordan vann sinn síðasta titil með Bulls. 1998 – og var þá 35 ára gamall. Hann er tvímælalaust að flestra mati besti körfuboltamaður sögunnar.

Í sjöunda himni

Stelpurnar heimsækja Arsenal