Stórslagur á Anfield á morgun

Á morgun fer fram ansi stór og mikilvægur leikur á Anfield þegar Manchester United kemur í heimsókn. Með sigri gæti Liverpool komist í ansi fína stöðu en með tapi gæti róðurinn orðið strembinn í kapphlaupinu um sæti í topp fjögur.

Fyrir utan þetta skíta tap gegn Real Madrid þá hefur Liverpool verið heilt yfir á nokkuð sæmilegu róli og hægt og rólega verið að vinna sig inn í baráttuna.

Í miðri viku vann Liverpool góðan sigur á Wolves með mörkum frá Mo Salah og Virgil van Dijk. Það er jákvætt að sóknarmenn Liverpool eru farnir að skila fínu af sér Nunez hefur verið að skora, Salah er farinn að skora og Jota var ansi mikilvægur í stórum atvikum og mörkum gegn Wolves. Gakpo sömuleiðis átt fínar innkomur og orðinn effektívur í spilinu. Margt jákvætt í gangi þar.

Konate kom aftur inn í liðið í síðasta leik og átti flottan leik. Klárlega aðalkosturinn í stöðuna við hlið Van Dijk og flott að fá hann til baka í leikjatörnina sem framundan er. Þá er Luis Diaz nokkrum dögum frá því að hefja aftur æfingar með liðinu og væri frábært að fá hann í standi inn í þessar síðustu umferðir deildarinnar.

Gomez, Thiago og Luis Diaz eru frá en ég hugsa að flest aðrir eigi að vera til í slaginn. Spurning með Keita sem var ekki með gegn Wolves. Fabinho og Bajcetic voru flottir gegn Wolves og halda líklega sínum stöðum og það er þá aðallega spurning hvort Henderson komi inn með þeim til að hjálpa til við að cover-a Rashford sem er lang hættulegasti sóknarmaður Man Utd eða hvort Elliott haldi sinni stöðu en hann átti virkilega góðan leik gegn Wolves.

Alisson

Trent – Konate – VVD – Robertson

Henderson – Fabinho – Bajcetic

Salah – Jota – Nunez

Ég ætla að giska á að Henderson byrji og Robertson komi aftur í bakvörðinn. Jota heldur örugglega sinni stöðu frammi.

Man Utd er klárlega svona “in form” liðið þessa dagana og hafa verið að sækja sér fullt af mikilvægum stigum og eru mjög öflugir. Þetta verður því klárlega hörku leikur en þeir fóru ansi illa með Liverpool á Old Trafford fyrr á leiktíðinni.

Casemiro hefur verið lykilmaður hjá þeim og verður mikilvægt fyrir miðjumenn Liverpool að ná yfirhöndinni gegn honum í miðjubaráttunni. Vörn þeirra hefur verið fín og komin trú hjá þeim á því svæði svo vonandi geta framherjar Liverpool látið þá finna fyrir því. Helsta ógnin er samt klárlega Rashford sem hefur verið á miklu skriði, skora mikið af mörkum og er sð eiga frábæra leiktíð, hann er fullur sjálfstrausts og munu sóknir þeirra klárlega fara í gegnum hann á vinstri vængnum.

Það er erfitt að spá fyrir um þennan leik. Miðað við form liðana þá er ekki ólíklegt að Man Utd eigi að vinna þennan leik en Liverpool hefur sýnt ágætis takta og vonandi klárir í slaginn til að setja statement með því að leggja svona eitt af heitari liðum Evrópu í dag.

Ef Liverpool tekst að sigra þá er liðið bara sjö stigum frá Man Utd sem yrði nú að teljast nokkuð áhugavert miðað við leiktíðina hjá liðunum hingað til en tap þýðir þrettán stiga munur og þá mögulega óþægilega langt bil í Tottenham sem er í 4.sætinu sem stendur.

7 Comments

 1. Tottenham töpuðu og Newcastle líka þannig ef við vinnum þá auðvitað lítur allt miklu betur út en að vinna United á þessum tímapunkti er erfitt þeir eru einfaldlega að spila betur en Liverpool þessa dagana.

  That said allt getur gerst þegar þessi lið mætast og skiptir þá ekki öllu hvar þaug eru í töfluni og við erum á Anfield þannig maður vonar það besta á maður að vera bjartsýnn og segja 2-1 fyrir okkar mönnum jafntefli yrði ekki heimsendir ég vona bara að vörnin haldi í þessum leik annars gæti þetta orðið erfitt.

  YNWA

  10
 2. Við eigum að öllu eðlilegu að vinna þetta drasl. Það fellur allt með þeim en vonandi tekur það enda á morgun.
  Við mætum þvílíkt peppaðir og rúllum yfir þá 4-1. Salah, Nunez og Bobby með mörkin.

  7
 3. Sáttur við jafntefli fyrir leik…..hef trú á sigri okkar manna þá er 4 sætið komið á mun betri stað,jafntefli allt í góðu en tap er vont en kemur okkur ekkert útúr henni…

  4
 4. Ég hef fulla trú á því að við mætum dýrvitlausir til leiks og vonandi náum við að halda áfram að halda hreinu. Ég spái góðum 2-0 sigri og það skiptir bípans engu máli hverjir skora eða hverjir skora ekki. Sigur í þessum leik kemur okkur inn í pakkann um fjórða sætið en til þess þurfum við að vera grimmir og miskunnarlausir!

  7
 5. Sælir félagar

  Þetta verður hunderfitt og baráttan um miðjuna mun ráða úrslitum. Miðjan hjá MU er betri og því verður við ramman reip að draga. Vonast samt eftir sigri á stappfullum Anfield þar sem stuðningurinn frá áhorfendum mun ríða baggamuninn. 1 – 0 eða 2 – 1 er ósk mín og von.

  Það er nú þannig

  YNWA

  4
 6. Mér finnst þetta geta farið 3-0 eða 0-3 og svo allt þar á milli. Alveg merkilegt hvað maður nær alltaf að pappa sig upp fyrir þessa fótboltaleiki, þrátt fyrir vonbrigðin í vetur. En það er gott að halda í vonina og svo er það með ólíkindum hvað staðan er alls ekki svo slæm ef sigur vinnst í þessu leik, alveg merkilegt.

  2
 7. Sæl og blessuð.

  Manni er lífsins ómögulegt að geta sér til um það hvaða lið mætir til leiks á eftir. Verður það einbeitt og tilbúið í slaginn frá fyrsta flauti – svona eins og í síðustu leikjum í PL? Verður það illa áttað og utangátta – fær að vanda á sig fyrsta markið – svona eins og í janúarleikjum? Verður það sprækt og svo úti á þekju – svona eins og á móti RM?

  Hvernig sem úrslitin verða ætla ég rétt að vona að fyrsta útgáfan af liðinu okkar gleðji okkur á eftir. Eins og ég segi – mu hafa ekki verið svona öflugir í langan tíma og þeir hafa mulið út sigra í oft jöfnum leikjum. Ég er því við öllu búinn en geri þá kröfu eina að okkar menn leggi sig 100% í átökin og að áhorfendur verði að sama skapi háværir.

  Sumsé: 100% frammistaða og ekki prómilli minna.

Bobby fer eftir tímabilið

Byrjunarliðið gegn United: Elliot byrjar