Bobby fer eftir tímabilið

Samkvæmt fréttum frá Þýskalandi er Bobby Firmino að fara frá Liverpool í sumar

Þetta lá nú líklega svolítið fyrir eftir að Liverpool keypti Diaz, Nunez og Gakpo og samdi við Salah en engu að síður verður klárlega eftirsjá af þessum mikla meistara. Hann hefur unnið allt hjá Liverpool og var á tíma nokkurnvegin leikkerfið, þegar liðið var sem allra best.

Hvað stendur uppúr af tíma Bobby hjá Liverpool?

13 Comments

 1. Bobby er Liverpool goðsöng og á fullt af frábærum momentum fyrir Liverpool.
  Það sem stendur upp úr hjá mér er að ég sá Liverpool – Newcastle á Anfield meistaratímabilið. Origi byrjaði þann leik og liðið lenti undir og virtist ekki vera að komast í gang.
  Origi meiðist í fyrri hálfleik og Bobby kemur inn á og við það snérist leikurinn.
  Bobby gjörbreytti leiknum. Það fylgdi honum mikið bolta flæði og Liverpool liðið komst á fullt.
  Hann átti tvær geggjaðar stoðsendingar og var kóngurinn á Anfield þennan dag.

  Hérna eru svipmyndir af honum í þessum leik.
  https://www.youtube.com/watch?v=n-UZ8wJ373k

  7
 2. Merkilegur leikmaður.

  Byrjaði með attitúd og greddu. Horfði undan þegar hann setti boltann í markið sem var á tímabili ,,vörumerkið” hans. Svo breyttist stíllinn og ég upplifði hann eiginlega sem fremstan í vörn í þessari hápressu sem liðið spilaði betur en nokkur annar. Það var um tíma eins og hann hefði misst áhugann á að skora – reyndi alltaf að gefa jafnvel þótt hann væri í góðu skotfæri. Ég leyfði mér að láta það fara í taugarnar á mér að nía væri svona óeigingjörn en eins og segir hér að ofan var hann í raun leikkerfið okkar holdi klætt – sívinnandi – sípressandi – og sífellt að vinna fyrir félagana.

  Er og verður goðsögn á þessu blómaskeiði í sögu liðsins og fylgir liðinu svo niður í þennan öldudal. Eins og frammistaðan hefur verið undanfarið kemur það ekki á óvart að hann hverfi á braut.

  3
 3. Hann var hluti af þessari goðsagnakenndu framlínu, Mane, Salah, Firmino og var sá af þeim þremur sem minnst bar á en framtak hans var samt engu minna. Talandi dæmi um lykilmann sem skilaði liðinu ógrynni af færum með síendurteknum hlaupum, sá leikmaður sem kunni að spila fölsku níuna upp á meira enn tíu. Það er draumur hvers framkvæmdarstjóra að hafa svona leikmann í hópnum sem fórnar sér ávalt fyrir málstaðinn.

  Á sínum hátoppi var hann einn af svona fimm til sex lykilmönnum sem voru alltaf með fast sæti í stærstu leikjum tímabilsins.

  Þetta er leikmaður sem fer frá Liverpool sem goðsögn. Vel að þeirri tign kominn.

  5
  • Hann var held ég bara alls ekkert minna mikilvægur en Salah og Mané, bæði fyrir þá og allt liðið. Örugglega besti “varnar”sóknarmaður Liverpool síðan Ian Rush.

   5
 4. Þessi frábæri drengur hefur fært okkur mikla gleði í gegnum tímana.
  Þvílíkur leikmaður sem hann hefur verið fyrir Liverpool og var límið fyrir Mané og Salah og ástæðan fyrir hversu vel þeim gékk.
  Vinnusamur duglegur og óeigingjarn leikmaður með frábær gæði hans verður sárt saknað þess er ég viss um.

  Vona að honum gangi sem allra best hvað sem ákveður að fara.
  Hann er lifandi goðsögn hjá Liverpool og mun alltaf vera !

  YNWA !

  4
 5. Leiðinlegt að sjá hann fara eftir erfitt tímabil bæði hans og liðsins, en vonandi sjáum við viðsnúning út tímabilið.
  Frábær leikmaður sem hefur svo sannarlega skilað sínu og gott betur.

  3
 6. Frábær leikmaður, sennileg mikilvægasti hlekkurinn í sókninni með Mane og Salah þegar þeir þrír voru upp á sitt besta á sínum tíma. Vann endalaust fyrir liðið!

  3
 7. Það var algjört klúður og ekkert annað að halda ekki Mane lengur og ég hefði viljað sjá Bobby næsta tímabil eða lengur – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

  4
 8. Sælir félagar

  Bobby er líklega einn besti fótboltahaus sem spilað hefur með Liverpool amk. undanfarna áratugi og er þá langt til jafnað. Leikskilningurin, hlaupin og sendingarnar sem splundruðu vörnum andstæðinganna sinn eftir sinn. Ég er sammála Einari Matthiasi að hann var alls ekki minna mikilvægur en Salah og Mane enda sköpunahæfnin ótrúlega mögnuð. Ég mun sakna hans sárt þegar hann verður horfinn frá okkur þessi snillingur.

  Það er nú þannig

  YNWA Bobby

  4
 9. Mikið mun ég sakna Bobby, minn uppáhalds leikmaður og límið milli miðju og sóknar. Frábær leikmaður með leikskilning á öðru tilverustigi.
  Ég mun heiðra þessa GOÐSÖGN með því að fá mér tattoo með honum að lyfta deildarbikarnum.
  Mikið langar mig síðan að fara og horfa á hann spila með liðinu sem hann fer til næst. Hvort sem það verður í Þýskalandi, Brasilíu eða á Ítalíu.

  3
 10. Veit ekki með ykkur en:
  Wan-Bissaka, Martinez, Shaw, Fred, Antony, Weghorst…

  Eru þetta betri leikmenn en okkar XI? Viljið þið skipta?

  Bara spyr

  2
 11. Hann var, er og verður í miklu uppáhaldi hjá mér. Frábær mörk, enn betri stoðsendingar og svo virðist hann vera einhver heilsteyptasti karakterinn í liðinu. Greinilega topp náungi. Og hann mun pottþétt gefa allt í leikina sem eftir eru.
  Si senor.

  2
 12. Með betri leikmönnum sem hafa spilað fyrir liðið. Masteraði fölsku níuna með framúrskarandi leikskilning sem sitt helsta vopn. Vinnusemi hans og hæfileiki til að riðla varnarskipulagi andstæðinga var crucial ingredient í besta sóknartríói sem Liverpool (og líklega efsta deild á Englandi) hefur átt, og átti líklega mestan þátt í að Salah og Mané tóku skrefið upp í heimsklassa. Þar að auki svalur gaur og mikill skemmtikraftur. Mun sakna hans sárt. Þó er tímasetningin líklega rétt og hann virðist hafa höndlað þetta af fagmennsku og virðingu. Óska þess að hann fái lykilhlutverk í skemmtilegu liði næstu 2-3 ár.

  4

Liverpool – Wolves 2-0

Stórslagur á Anfield á morgun