Liverpool – Wolves 2-0

Það eru 5 mín í leik og eru blendnar tilfinningar í gangi. Það er bæði spennandi að sjá hvort að við náum að rífa okkur í gang en svo er ein verri tilfinning en það er þessi sem segir mér að þetta tímabil er farið til andskotans og úrslitin í þessum leik breytta litlu um það.
Klopp er aðeins að rótera núna og það segir mér að hann sé með annað augað á Man utd leiknum þar sem við munum sjá Andy og Hendo byrja inn á án efa.
Wolves eru þéttir eins og við vitum og því er gríðarlega mikilvægt að fá ekki mark á sig í upphafi til að leyfa þeim að leggjast í varnar pakka sem við höfum átt í miklum vandræðum með að opna. Þeir leikmenn sem maður mun horfa extra mikið á í kvöld er Fabinho og Salah. Aðalega til að sjá hvort að þeir séu ekki að fara að stíga aðeins upp en Fab hefur átt skelfilega leiktíð og Salah hefur átt sína lélegustu leiktíð í Liverpool búning en kannski er maður ósanngjart því að þær hafa allar verið mjög góðar.
Svo verður athyglisvert að sjá hvort að við ætlum að byrja í lápressu þar sem við pressum þá rétt fyrir framan miðsvæðið eða ætlum við í hápressu á þá.

Ég ætla að spá því að þetta verður bras hjá okkur en við höfum þetta samt 1-0 með marki frá Salah.

Fyrri hálfleikur
Þetta fór alveg ágætlega fjörlega af stað þar sem Bajetic átti skot beint á markið, Alisson þurfi að verja í horn, Tismikas komst í góða sendingarstöðu inn í vítateig Wolves og Fabinho vann boltann inn í vítateig Wolves og var næstum því búinn að koma boltanum á Nunez sem hefði verið í dauðafæri.
Eftir þetta vorum við meira með boltann og vorum hættulegri en það var ekki fyrr en seint í hálfleiknum að Elliott fékk tvö færi. Eitt skalla færi sem hann hefði átt að gera betur úr og svo eitt skot sem var vel varið.
Gestirnir eru snillingar að gefa sér langan tíma í föst leikatriði og liggja vel og lengi eftir minnstu snertingu en við megum ekki láta þetta draga okkur niður og þurfum við að reyna að halda tempo í þessum leik.

Ef staðan á liðinu væri ekki eins og hún er þá myndi maður segja að þetta er bara ágæt. Við stjórnum leiknum erum að þjarma að þeim og leikmenn eru tilbúnir að leggja sig fram og við munum finna sigurmark á endanum en staðan á liðinu er ekki svona góð. Við höfum séð þetta aftur og aftur á þessari leiktíð. Við erum betri en náum ekki að opna andstæðingana nógu vel og ef við fáum færi þá eru miklar líkur að við klúðrum þeim.

Maður vissi að við myndum vera meira með boltann og vera sókndjarfari en núna höfum við aðeins 45 mín til að ná að skora og verður það mjög krefjandi ef við ætlum að halda áfram að vera svona steingeldir fram á við. Ætla samt að halda mig við mína spá fyrir leikinn.

Síðari hálfleikur
Þetta virtist ekki ætla að vera okkar dagur lengi vel. Þótt að það var aðeins meiri kraftur en gegn Palace þá virtumst við ekki ætla að ná að opna þá mikið og hvað þá skora. Á 65 mín skoraði svo Nunez en Jota var dæmdur brotlegur og eftir að hafa séð þetta í VAR þá fannst manni þetta réttur dómur(því miður). Þarna var maður dottinn í fuck gírin en við vorum ekki lengi að bæta úr þessu því að Virgil skoraði með skalla eftir sendingu frá Jota skömmu síðar og svo áttu Gakpo og Tismikas flott samspil sem endaði með því að Tismikas slapp í gegn og lagði boltan á Salah sem skoraði.
Eftir að staðan var orðinn 2-0 þá var þetta komið. Gestirnir virkuðu alveg búnir á því og var líklegra að við myndum bæta við en að þeir myndu ná að skora.

Umræðan
Þetta hafðist í kvöld og við tökum 3 stigum fagnandi. Við erum samt langt í frá komnir á eitthvað skrið og má reikna með að við eigum eftir að sjá nokkra svona leiki í viðbót eins og við spiluðum gegn Palace og Wolves. Ég vona samt að við sjáum fleiri Wolves leiki þar sem það var aðeins meiri kraftur í okkur og ég tala nú ekki um þessi 3 stig sem fylgdu með.

Mér fannst engin bera virkilega af í kvöld í gæðum hjá okkur en ekki heldur einhver sem var lélegur. Vörnin var nokkuð þétt í kvöld og fannst mér Trent vera kraftmikil og varðist vel í kvöld. Tismikas var í smá vandræðum en átti þetta fínu stoðsendingu og endaði bara með solid leik. Miðverðirnir traustir, miðjan okkar var bara ágæt í kvöld. Fabinho var solid sem þýðir að þetta sé einn af hans betri leikjum á tímabilinu og Elliott/Bajcetic voru fínir en það háði Bajcetic greinilega að vera með gult spjald á bakinu meiri hlutan af leiknum en maður sá að hann gat ekki farið 100% í einvígi. Nunez var kraftmikil, Jota hreyfanlegur en Salah fannst mér stundum týndur en ég veit að hann skoraði en maður vill sjá meira.
Þar sem mér fannst engin vera frábær í kvöld þá ætla ég að láta Fabinho fá framfaraverðlaun úr því að vera oftast ömurlegur í vetur í að eiga solid leik.

Næst á dagskrá
Man utd á sunnudaginn og mun ég fyrirgefa mörgum leikmönnum liðsins tímabilið ef við klárum þann leik

YNWA – Fögnum 3 stigum því að við vitum ekki hvenær við sjáum næsta sigurleik.

44 Comments

 1. Það er bara ekkert annað í boði en að vinna þennan heimaleik örugglega – Áfram Liverpool !

  5
 2. Ég vill fara að sjá meira af Bobby. Hann er límið milli sóknar og varnar. 🙂

  2
 3. Elliott getur bara ekki haldið boltanum. Ég hef sagt það áður að hann virkar númeri of lítill í þessa miðjustöðu hjá Liverpool.

  5
  • Gríðarlegur gæðamunur á Bajcetic og Elliott.

   Maður veltir svo fyrir sér hvar Elliott á að passa inn í þetta lið?

   Hann er einfaldlega of hægur til að verða heimsklassa kantmaður. Leikmenn eins og Alisson og Matip hafa mælst hraðari en Elliott þetta tímabil.

   2
   • en það jákvæða er þó að það er komin smá sóknarógn frá Elliott í þessum leik.

   • Heldur ekki boltanum, hittir ekki sendingum á næsta mann og getur allsekki náð boltanum af mótherja þótt hann reyni og reyni. Og lágmark að koma skalla úr þessari stöðu á rammann. Hann er einfaldlega ekki nógu stór, sterkur eða hraður.

    4
 4. Ok, erum ekki góðir, en þetta er bara svo leiðinlegt…það er bara ekkert að frétta…er að fara á Liv-manu um helgina og búinn að fara á marga, aldrei verið eins lítið spenntur?

  3
  • Ég skal kaupa miðann af þér Garðar…..haugarnir verða teknir og étnir af Risanum um helgina….

   4
 5. Orðið skilvirkni er tískuorð

  Sóknarleikur liverpool er einn sá óskilvirknasti fyrstu 40 mín í þessum leik..
  Það er ekkert eðlilega leiðinlegt að horfa á dijk .komate og alison gefa á milli í 5 mín svo er sparkað fram á Úlfana

  3
 6. Og afsakið aðeins meira… getur einhver sagt mér hvert uppleggið er? Er ekki að sjá það

  3
  • Sammála. Án efa kunna allir leikmenn Liverpool að spila fótbolta en það gera allir leikmenn deildarinnar. Þá kemur að hlutverki stjóranna, Klopp er því miður fallinn á því prófi. Hvað sem líður öllum leikmanna- og meiðslamálum þá er uppleggið ansi bágborið, leik eftir leik.

   3
 7. Þvílíkt lélegur fyrri hálfleikur ! ! Við virkum bara lélegri en neverton. Þvílíkt andleysi og eina ógnin er Elliot. Hvað er ákefðin og rock & roll fótboltinn ?

  4
 8. Ok, fáránlegasta gula spjald sem ég hef séð! Hélt fyrst að mögulega væri rautt á úlfinn en amk gult á hann sko…jesús! Fab heppinn að meiðast ekki.

  2
 9. Þetta VAR er að eyðileggja svo mikið. Ef þetta var brot hjá Jota, er þá ekki alveg eins hægt að hætta þessu og fara með leikinn í FIFA eða einhvern tölvuleik.

  5
 10. þetta gengur miklu betur hjá Liverpool þegar þessir neikvæðu Poolarar eru ekki að rakka okkur niður

  22
  • Hjátrú…það er ekkert annað en máttleysi og vanmáttarkennd.

   1
 11. Liverpool vinnur og Everton tapar stórt það er bara nokkuð gott.Svo ef við vinnum á sunnudag þá er fjórða sætið orðið mögulegt aftur.

  1
 12. Þetta var sætt gegn sítefjandi og -vælandi Úlfum. Hefði verið skandall að klára þetta ekki, þeir voru svo slakir. Engin ógn af þeirra hálfu.

  Fannst Liverpool-liðið ekki komast almennilega í gang fyrr en eftir að tæklingarnar fóru að fljúga í seinni hálfleik, þá sá maður ákefð í leikmönnum sem hefur vantað alltof oft í vetur.

  Fjórir deildarleikir í röð án þess að fá á sig mark, það má líka gleðjast yfir því. Vonandi kemur sá fimmti á sunnudag og sigur í kaupbæti.

  4
 13. Salah er búinn að skora a.m.k 20 mörk á tímabili í öllum keppnum sex tímabil í röð. Hann þarf að skora tvö mörk í viðbót til þess að markhæsti leikmaður Liverpool í Úrvalsdeildinni. Guðinn er efstur á listanum með 128 mörk.

  .

  4
 14. Mér fannst vörnin góð í dag og loksins loksins var VVD eiginlega frábær. Annars erfiður sigur en mjög verðskuldaður mv allt

  3
 15. Góð 3 stig
  En eigum langt í land
  T.d loka sóknin í fyrrihálfleik. Lítið eftir og Liverpool að komast í skyndisókn en hægja á sér og gefa til baka. Og erum aðþvì nánast allan leikinn að gefa til baka eða til hliðar það er ekkert áræði eða þor til staðar. Menn eru hræddir við að vinna en á móti erum við ekki eins opnir…
  Leikurinn gegn MU verður mjög erfiður…
  Það er bara spurning að reyna lifa þetta tímabil af og ná þessu 4 sæti.

  3
 16. Sælir félagar

  Ég ætla ekki að vera með í vælubílnum í þetta skiptið (nú er líklega einhver hissa). Mér fannst liðið allt annað og betra en í CP leiknum og eigna það fyrst og fremst mínum góða ini Darwin. Það er auðvitað hægt að kvarta undan hinu og þessu ef það er það sem maður vill. Ég er aftur á móti ánægður með þessi 3 stig á móti þessu liði sem spilaði antifótbolta allan leikinn, grófir og svo endalaust vælandi og veltandi sérum völlinn. Þetta var hunderfitt verkefni fyrir liðið að leysa og ekki síst þegar sjálfstraustið er lítið og þorið líka. Þá munar um menn eins og Darwin Nunes.

  Ég er fullkomlega ósammála skýrsluhöfundi um fyrsta mark Liverpool. Ef eitthvað var þá var brotið á Jota en ekki öfugt. Markið átti allaf að standa og ef MU liðið hefði skorað það mark hefði það fengið að standa ekki síst ef Rasford hefði skorað það. Annars er ég tiltölulega sáttur og finnst vera mikil batamerki á liðinu þó langt sé í land með að ná fyrri getu og framlegð á vellinum.

  Það er nú þannig

  YNWA

  Svo legg ég til að FSG hundskist í burðu og það strax 🙂

  11
  • Sko kallinn þú ert aðeins að koma til baka meiri segja farinn að verja Jota sem þú kallaðir einu sinni ekki knattspyrnumann…
   Enn í Guð an a bænum hættu að hrauna yfir FSG… þetta er gott fólk sem vill Liverpool vel

   7
   • Hvaða hvaða má maður ekki hrauna yfir þá sem mannig finnst eiga það skilið. Mér finnst FSG eiga skilið mikið hraun og þar við situr. Þú Dalglish getur svo verið ósammála mér í því en endilega ekki vera að banna mér eða öðrum að hafa skoðanir þó þær séu ekki þínar. Hvað Jota varðar þá er ég ekki hrifinn af honum sem leikmanni en hann hefur skorað nokkur mikilvæg mörk fyrir liðið og ég virði hann fyrir það en það breytir ekki skoðun minni á honum sem leikmanni svona almennt séð. Svo við ég benda á að Klopp er sammála mér með fyrsta markið sem átti alltaf að standa.

    4
 17. Jæja…
  Ég ætla að betta þússara á The Miracle in Madrid.

  Það hljómar bara svo fallega eitthvað.

  Við vinnum 4-0.

  In Klopp we trust 😉

  8
 18. Sæl öll.
  Ekki bara besti, heldur laaaanng BESTI leikurinn hjá Fabinho í vetur. Vonandi er hann búinn að finna fjölina sína. Þetta gula spjald á hann var auðvitað bara alveg glórulaust og sýnir enn og aftur hversu fáránlega lélegir dómarar eru í þessari bestu deild í heimi.

  Þetta var góður leikur hjá liðinu og þessi gæji… Bajcetic, hann virkar VEL á mig. Gerir smá mistök annað slagið sem skrifast á reynsluleysi en Klopp á eftir að gera geggjaðan miðjumann úr honum.

  9
 19. Fab maður leiksins. Sérstaklega öflugur í fyrri og vann boltann oft. Bs gult, hefði með réttu átt að fiska úlfinn útaf. Langbesti leikur hans í langan tíma. Hann er kannski ekki búinn

  6
 20. Klopp er greinilega með það í forgrunni að halda markinu hreinu og því lætur hann liðið fara mjög varlega inní leikinn enda er það ekkert skrítið eins og liðið er búið að leka inn mörkum í vetur.
  Ég er ekki sammála þeim sem voru að gagnrýna Elliott mér fannst hann komast vel frá sínu í leiknum, hann kom sér nokkrum sinnum í álitlega færi og hefði með smá heppni getað skorað tvö mörk.
  Fabinho stóð líka vel fyrir sínu í fyrsta skipti í langan tíma eins var Jota furðu líflegur í leiknum ef mið er tekið af því hversu lengi hann er búinn að vera frá vegna meiðsla.
  Góð þrjú stig á móti liði sem við erum nýbúnir að tapa fyrir.

  7
 21. Sýnis Klopp hafa ýtt á reset og back to basic. Þetta er ekkert endilega fallegt en LFC umfram allt heldur hreinu.

  2
 22. Fyrri hálfleikur afleitur en sá síðari snökktum skárri.
  Hreint lak og 3 stig er eitthvað sem hlýtur að vera hægt að gleðjast yfir og ég er virkilega að reyna. 😉

  2
 23. Liðið spilaði vel. Tveir ungir strákar á miðjunni stóðu sig vel og Klopp fær hrós frá mér fyrir það hugrekki að tefla þeim í byrjunarliðinu. Ungir menn verða aldrei betri nema að fá tækifæri. 3 góð stig og lífið heldur áfram. Já, og takk fyrir hlaðvörpin, þau gleðja mig alltaf og stytta mér stundir hér í Danmörku. Verum jákvæðir, það gerir lífið auðveldara og skemmtilegra. Ég er hjarta og lungnasjúklingur og hef mikla reynslu í jákvæðum hugsunum og þeirri hjálp sem þær skapa. Að lokum, FSG,,,,,,,,þið vitið, eigendur eru aldrei stærri en félagið sem hefur verið til í um 140 ár. Góða Helgi félagar.

  5
 24. Þetta var flottur leikur og eins og menn tala um að halda hreinu í deild 4dja leikinn í röð það er eitthvað.
  Munum berjast við allt annað dýr á sunnudaginn , United þeir hafa verið besta liðið í deildini undanfarið það mun koma í ljós hvar við stöndum gegn þeim.

  Top 4 baráttan lifir allavega og það er meira en maður bjóst við fyrir nokkrum vikum.

  Bajcetic það er virkilega gaman að sjá hversu öflugur þessi drengur er og hann og Elliot og fleiri eru framtíðin í liðinu.
  Eina sem maður hefur verið að spá í undanfarið hvað gerðist eiginlega með Carvalho?

  4
 25. 3 stig í hús, flott barátta og clean sheet, er hægt að biðja um meira ? Væntanlega verður okkur refsað illilega ef við leikum eins í næsta leik og við sáum í fyrri hálfleik í þessum leik en ég leyfi mér að trúa að Herr Klopp haldi mönnum á tánum gegn rauðliðunum í Manch borg. Spilum við ekki yfirleitt betur gegn erfiðari andstæðingum ? Í það minnsta trúði ég á það þar til að kom að CL leiknum gegn Real en ætla að líta á það sem slys sem ekki endurtekur sig.

 26. ???????????? ??????? 1xBet ???????? ????? ?? ????? ?????????? ?? ?????. ???????? 1xbet ??????? ????? ?????????? ? ??????????????? ???????, ??????? ???????? ?????, ????? ??????? ????????????. ?????, ?? ????? ???????? ?????????? ? ???????? ???? ??????????? ????????? ?????? ?? ?????????? ??????????. ????????? ??, ?? ?????? ???????? ????????? ??????, ?? ????? ????????? ??????? ???????. ??????????? – ???, ?????????? ?????? ????????? ???????? ?? ?????? ?????? ??, ?????? ???????????? ??? ?????????? ? ???????????? ? ????????? ? ????????????, ??????? ????????? ????.

Liverpool – Wolves Liðið er komið

Bobby fer eftir tímabilið