Leikur gegn Úlfunum (aftur) – Upphitun

“Ha, Wolves aftur?” Já. Wolves. Aftur. Nánar tiltekið í fjórða sinn á innan við tveimur mánuðum. Sem er bara fullmikið af Wolves á svona stuttum tíma. En svona er þetta víst. Ekki geta okkar menn nálgast þennan leik með neinum hroka, niðurstöðurnar tala sínu máli: Jafntefli í bikarnum, tæpur sigur í seinni bikarleiknum og skítatap í deildinni.

Það eru nokkur ár síðan Liverpool voru í þessari stöðu. Kosturinn við að vera í stríði um fjórða sæti er að hin liðin eru líkleg til að mísstíga sig en til að nýta það þarf að ná í stig. Næsta hálfa vikan er risastór: Tveir heimaleikir, annar gegn Wolves og svo hitt rauða liðið á Englandi. Einn leikur í einu og allt það…

Andstæðingurinn

Vonum að Úlfarnir brosi ekki svona í leikslok

Elsku úlfar, hvernig töpuðum við fyrir ykkur þrjú núll? Þeir hafa unnið tvo leikir á árinu: Gegn Liverpool og Southampton.  Eftir að hafa unnið þessa tvo leiki töpuðu þeir fyrir Bournemouth og gerðu jafntefli við Fulham. Mars lýtur hrikalega út fyrir þá: Liverpool, Spurs, Newcastle og svo tveir fallslagir gegn Leeds og Nottingham(fyrsta apríl).

Wolves eru í bullandi fallbaráttu og það sem mun líklega bjarga þeim er að það eru nokkur lið sem eru ennþá verri en þeir. Þeir eru á botninum yfir mörk skoruð í deildinni (ásam Forest og Everton) en hanga ofar á sterkari vörn, hafandi aðeins fengið á sig 33. Það er sterkari vörn en til dæmis Tottenham.

Hvað fleira er hægt að segja um Wolves sem hefur ekki verið sagt síðustu vikur? Meiðslalistinn þeirra er ekkert skelfilegur. Sasa kemur ekki aftur á þessu tímabili, Oliveira og Hwang eru á barmi þessi að snúa aftur en ólíklegir í þennan leik og De Cunha er ekki jafn meiddur og óttast var.

Í lok dags er þetta sami pakki og svo oft áður. Liverpool eru betri en þetta lið á pappír. Það skiptir engu hvað Wolves gera ef Liverpool mætir með hausinn rétt skrúfaðan á. Er stærra ef til?

Liverpool

Eftir á að hyggja er eins og eina hugsun Liverpool á móti Crystal Palace hafi verið að tapa ekki. Það eru alltaf ef og hefði en þetta steindauða jafntefli gerði ekki mikið fyrir stemninguna í kringum liðið. Eins hefur það vakið litla spennu að í dag kom í ljós að liðið hefði verið rekið í plús í fyrra, sem er svolítið súrrealískt þegar maður pælir í því. Í engum öðrum bransa er það álítið nánast neikvætt að samtök séu rekin í plús, en þannig er víst fótboltinn.

Klopp var nokkuð brattur á blaðamannafundi í dag, miðað við aðstæður. Hann sagði að ef eitthvað lið geti gripið topp fjögur sæti úr núverandi stöðu væru það Liverpool, sérstaklega þar sem ekki væri nema tvö ár síðan Liverpool þurfti síðast að grafa sig úr viðlíka holu. Ég ákvað til gamans að fletta upp stöðu Liverpool í sömu leikviku fyrir tveimur tímabilum. Þá voru Liverpool í fjórða sæti, en voru um það bil að fara að tapa fjórum af næstu fimm leikjum. Kannski ekki hughreystandi en við höfum séð það svartara.

Í fréttum að meiðslum eru Konate og Nunez víst á barmi þess að snúa aftur. Aðeins Gomez, Diaz og Thiago eru alveg út fyrir þennan leik. Maður leyfir sér að vona að taktleysi síðasta leikjar hafi að miklu leyti útskýrts af Real þreytu. Spái að framlínan verði óbreytt frá því um helgina, semsagt Jota, Gakpo og Salah. Öftustu fjórir velja sig eiginlega sjálfir þannig að einu sem virkilega þarf að giska á er miðjan.

Ég held að Keita hafi byrjað sinn síðasta leik um helgina. Hann kemur örugglega eitthvað inn sem varamaður á tímabilinu en er þetta ekki bara komið gott? Hans í stað verður Henderson með Bajcetic (sem er orðin fyrsta nafn á blað á miðjunni) og Fabinho fyrir aftan þá.

Með öðrum orðum verður þetta svona.

 

Spá:

Liverpool vinnur þennan leik 2-0, Jota drepur markagrýluna sína og Salah bætir einu við.

Spurning vikunar:

Eins og stendur eru Salah með átta mörk í deildinni, Firmino sjö og Nunez sex. Hverjir enda markahæstir og hversu mörg mörk verða þeir með?

Ein lítt skemmtileg staðreynd sem er þess virði er að koma að: Aðeins tvö lið hafa ekki fengið víti á þessu tímabili í deildinni. Liverpool og Bournemouth.

3 Comments

  1. Ég spái að liðið verður svona
    Alisson, Tismikas, Virgil, Matip, Trent, Fabinho, Bajcetic, Hendo, Jota , Bobby og Salah. Það er leikur gegn Man utd næstu helgi og tel ég að hann tekur enga sénsa með Konate og Nunez sem verða báðir á bekknum.

    Ég fékk að gera leikskýrslu um daginn gegn Wolves og var það ömurleg lífsreynsla eftir 0-3 tap og skulda strákarnir mér því gleðilega skýrslu og ætla að spá 3-0 sigri 🙂

    YNWA – Ég trúi

    4

Líklegar breytingar á leikmannahópnum 2023/24

Gullkastið – Ekkert viðbragð