Liðið gegn Newcastle

Fátt sem kemur á óvart í liði dagsins, sama lið og síðast, nema að við sjáum Virgil van Dijk aftur í byrjunarliði, og strax þar er nú ástæða til að fagna!

Semsagt, svona lítur þetta út:

Bekkur: Kelleher, Matip, Nat, Tsimikas, Milner, Keita, Elliott, Jota, Firmino

Bekkurinn verður sífellt sterkari eftir því sem leikmenn koma til baka úr meiðslum. Núna vantar Thiago, Konate, Díaz, Arthur og Ramsay vegna meiðsla, en svo komast Ox, Jones og Carvalho ekki einusinni á bekk. Munum að sá síðastnefndi skoraði jú sigurmarkið gegn þessum sömu andstæðingum í haust. Mögulega er áhugavert að Nat Phillips skuli vera á bekk en ekki einhver hinna þriggja, enda gerist það ekki oft að tveim miðvörðum sé skipt inná í sama leiknum.

Nú væri tilvalið tækifæri fyrir liðið að snúa við útivallarárangrinum á þessari leiktíð, og krækja í 3 stig. Jafnvel að verða ekki fyrri til að fá á sig mark, á maður að þora að biðja um að halda hreinu?

KOMASO!!!!

39 Comments

 1. kannski er þetta einhver varúðarráðstöfun að hafa tvo miðverði á bekknum. VVD að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli, sem gæti þýtt að hann spili bara 70 mín. Síðan er kostur að henda Nat inn á í lokin ef liðið þarf að þétta múrinn.

  2
 2. Forest að jafna og Chel$sea að tapa heima gegn botnliðinu(verst að Potter verður tekinn). Vonandi heldur þetta áfram að vera góður dagur.

  2
 3. Frábært að fá Van Dijk til baka og meira að segja ryðgaður Van Dijk er betri en restin.
  Sterkt lið og góður bekkur, þá er bara spurning um hvernig menn mæta til leiks. Við eigum að geta unnið þetta lið en ekki af menn mæta ekki af krafti og fulla einbeitingu.
  Ætla þó að spá okkur 1-2 sigri

  2
 4. Geggjuð afgreiðsla hjá Nunez, við þurfum svo sannarlega að fá hann í gang.

  3
 5. ömurlegt samt að Pope missi af úrslitaleiknum. Þetta þýðir að Karíus spilar.

  1
 6. Reynið þið að hafa smá trú á liðinu ! Það er ENGIN leikur fyrirfram tapaður !

  1
 7. Miðað við meiðsli hjá Liverpool þá erum við að tala um lágmark 8 vikur hj Nunez

  1
 8. Guðanna bænum tekið Firmino útaf aður en hann gefur mark. Þarf allt að vera svo cute þegar hægt er að gera þetta einfalt

  • hræðileg innkoma, hingað til, búinn að tapa boltanum 3x á kaufalegan hátt

   1
 9. Finnst bara alveg ágætt að malla þessum sigri áfram, fjórföld skipting og öruggur Allison … engin ótti. Bara ánægja með þetta. Gífurlega traustur og flottur sigur.

  5
 10. Sáttur við stigin og halda hreinu vona að Nunez jafni sig fljótt.
  Passívir eftir rauða spjaldið en aldrei í hættu.

  YNWA

  3
 11. Góður kækur að vinna 2-0! Frábært alveg. Áfram gakk. Getum unnið alla, RM líka.

  1
 12. Sigur og tvö mörk, fengu ekki á sig mark, legg ekki meira á ykkur.

  1

Upphitun: Liverpool á Tyneside í Newcastle

Newcastle 0 – 2 Liverpool