Liverpool – Everton leikskýrsla beint

Ég ætla að prufa að vera með leikskýrsluna dálítið live í kvöld. Þar sem hugleiðingar og lýsing koma beint inn. Kannski virkar þetta og kannski ekki en við prufum þetta að minnsta kosti.

Liverpool – Everton
Nú er liðið komið og er finnst manni Klopp ætla að þétta miðsvæðið með Hendo, Fab og Bajetic eða kannski er hann að hugsa um að vera með menn inn á sem eru tilbúnir í þessa baráttu sem verður inn á miðsvæðinu. Það gleður mann að sjá Van Dijk, Jota og Bobby á bekknum því að þá fara að aukast valkostir fyrir Klopp sóknarlega og að fá Van Dijk í vörnina gefur öllum sjálfstraust.

Ég sá Everton sigra Arsenal um daginn og ég reikna með að þeir verða í sömu hugleiðingum gegn okkur. Verða í 4-5-1 þar sem þeir liggja til baka og verða gríðarlega þéttir og beita löngum sendingum fram eða gamla góði Burnley stíllinn sem Dyche kemur með. Við verðum mikið með boltann en það verður mjög krefjandi að opna þessa vörn og ég tala nú ekki um að sóknarmenn okkar eru ískaldir og ekki sé ég marga á miðsvæðinu ógna marki Everton.
Mín tilfinning fyrir leiknum er sú að þetta verður frekar ljótur leikur þar sem gestirnir munu tefja mikið og reyna að hægja á leiknum(sjá Pickford og markspyrnur frá fyrstu mín). Við munum eiga í erfiðleikum með að skapa eitthvað en þau færi sem við fáum verðum við einfaldlega að nýta vel. Þeirra styrkur eru föst leikatriði og er ég skíthræddur við að Matip/Gomez eiga að vera þeir sem eiga að berjast í loftinu gegn turnunum hjá Everton.

Hérna er svo mynd sem segir dálítið mikið um hversu langt við höfum fallið(s.s líkur á mörkum skoruð og fengið á sig í leik)

Ég er ekki allt of bjartsýn fyrir þennan leik en ætla að spá því að við höfum þetta bara 2-1 Nunez og Jota með mörkin okkar en þeir skora eftir hornspyrnu.

Ég væri til í að hafa þennan kappa í toppformi með liðinu í dag en hann gerði þeim bláu oft lífið leitt.

(Held reyndar að ég væri líka til í að fá hann úr stúkunni og spila síðustu 10 mín ef okkur vantar mörk í kvöld)

Fyrri hálfleikur
1. mín Nunez er á vinstri og Gakpo á hægri og eins og við mátti búast þá byrja gestirnir mjög aftarlega.

10.mín Matip heldur áfram að gefa færi á meðan að Salah er en þá ískaldur en hann komst í ágæta stöðu en átti slakt skot og svo aukaspyrnu á góðum stað sem leit mjög illa út. Annars er alveg kraftur í strákunum til að byrja með.

17.mín Gakpo með skalla fram hjá úr fínu færi. Við erum betri í upphafi en það mátti svo sem alveg búast við því.

25.mín Mikil kraftur í okkur þar sem Andy, Nunez og Hendo fara fremstir í flokki en maður hefur smá áhyggjur af Fab þarna inn á sem virðist vera hálf taktlaus.

36.mín Við stálheppnir að vera ekki komnir undir þegar sem Everton á skalla í stöng eftir hornspyrnu en hvað gera okkar menn……

38.mín Við brunum upp völlinn þar sem Nunez á geggjaðan sprett upp kantinn og sendir á Salah sem SKORAR 1-0, það var extra sæt að sjá Pickford líta illa út. KOMA SVO!!!

LIVERPOOL, ENGLAND – FEBRUARY 13: Mohamed Salah of Liverpool celebrates after scoring the team’s first goal during the Premier League match between Liverpool FC and Everton FC at Anfield on February 13, 2023 in Liverpool, England. (Photo by Michael Regan/Getty Images)

45.mín Strákarnir halda áfram að stjórna leiknum og ná gestirnir varla að snerta boltan á löngum köflum. Það er kominn hálfleikur.

Hálfleiks pælingar
Við höfum stjórnað þessum leik frá A til Ö en það mátti búast við því svo sem fyrir leik. Það sem gleður mann samt hvað mest er að við erum heldur betur tilbúnir í baráttuna og höfum við oftar en ekki betur í þessum 50/50 boltum. Það sem hefur einkennt liðið fyrstu 45 mín er kraftur og áræðni. Andy, Hendo, Gomez, Bajcetic virkilega góðir og Salah búinn að vera meira í boltanum en oft áður og er greinilegt að við erum að reyna að setja hann í 1 á 1 stöðu og hefur það tekist nokkrum sinnum með ágætum árangri. Matip og Fab ekki lélegir en svona einu sem manni finnst hafa átt slæma kafla í leiknum.

Virkilega góður fyrri hálfleikur hjá okkur og líklega sá besti hingað til á tímabilinu en það er bara hálfleikur og er líklegt að Everton menn færa sig framar á völlinn og mun reyna meira á vörnina okkar í síðari hálfleik en á móti kemur þá opnast þeir kannski aðeins. Það eru föstu leikatriðin sem valdar mér mestum áhyggjum enda voru þeir mjög nálægt því að skora úr einu slíku rétt áður en við skoruðum. Ég vona að við höldum áfram að stjórna leiknum og náum að halda þeim sem mest á sínum vallarhelming en þetta er langt í frá búið og miða við hvernig tímabil þetta hefur verið þá getur allt gerst.
Einn svo punktur um dómaran en hann hefur reynt að láta þetta gangi en Everton menn hafa samt fengið að sparka okkur oft niður án þess að fá spjald fyrir og á meðan að sú er staðan þá auðvita halda þeir áfram að sparka aðeins í okkur.

Síðari hálfleikur

48.mín MARK!!!!!!! Frábær sókn frá Liverpool. Vinna boltan eftir mikla baráttu á miðsvæðinu. Andy með flotta sprett upp völlin. Sendir á Salah sem sendir á Trent sem kom í ovarlap. Trent rennir boltanum fyrir markið þar sem varnarmenn Everton láta hann renna fram hjá sér og Gakpo skorar á fjærstöng í autt markið. 2-0 Liverpool

60.mín Everton menn að reyna að færa sig aðeins framar en við það opnast þetta aðeins hjá þeim og við fáum meira pláss til að sækja. Salah og Nunez að ná vel saman og maður sér að Everton menn eru pirraðir.

62.mín Nunez í góðu færi en settur boltan rétt fram hjá. Ég vona að við verður ekki of graðir í þriðja markið á kostnað þess að opna okkur varnarlega.

75.mín Everton menn aðeins að fá að halda boltanum inn á okkar vallarhelming án þess að ná að ógna eitthvað af viti. Þegar við vinnum boltan þá virkum við mjög hættulegir og eru strákarnir að selja sig dýrt. Nú þurfum við að vera skynsamir og halda þetta út. Jota kom inn á áðan fyrir Nunez og er gaman að sjá hann aftur inn á vellinum.

80.mín Everton fékk loksins færi en Tom Davis átti skalla yfir úr góðu færi. Bobby og Milner komnir inn á fyrir Gakpo og Hendo.

82.mín Liverpool í dauðfæri til að klára þetta alveg. Komust í stöðuna fjóra á tvo en það endaði með skot frá Salah í varnarmann og yfir. Þarna áttum við að gera miklu betur.

85.mín Smá hiti í mönnum en Andy náði að æsa upp Everton menn með því að sparka boltanum í burtu eftir að búið var að flauta(s.s það sem er gert við okkur c.a tíu sinnum í hverjum leik). Andy fær gult og Pickford líka.

88.mín Salah með gott skot en Pickford ver í horn.

90.mín Leikurinn er búinn og unnum við góðan 2-0 sigur en sá sigur hefði getað verið en þá stærri.

Pælingar eftir leik
Þarna þekki ég liðið mitt aftur. Við vorum kraftmiklir allan tíman og má segja að við slátruðum gestunum í kvöld. Við byrjuðum af krafti og sá maður að gestirnir áttu í vandræðum með að halda okkur frá markinu. Vendipunkturinn kom þegar þeir voru nálægt því að komast yfir en við keyrðum upp völlinn og skoruðum flott mark. Hvað gerðum við eftir markið jú nákvæmlega eins og Klopp vildi við héldum áfram á fullu og héldum þeim inn á sínum vallar helming.
Maður hafði smá áhyggjur að því að við höfum ekki nýtt okkur þennan góðan hálfleik í að skora meir en þær áhyggjur fóru í upphafi síðari þegar við náðum að skora annað mark og fannst manni Everton aldrei líklegir að koma til baka og vorum við eiginlega klaufar að vera skora ekki fleiri mörk.

Alisson 7 – Hafði lítið að gera en það sem hann þurfti að gera gerði hann vel.
Trent 8 – Áræðin og sókndjarfur í kvöld. Maður sér hvað þessi leikur skiptir hann miklu máli og var með flotta stoðsendingu í síðari markinu.
Matip 6 – Okkar slakasti maður í kvöld. Tapaði boltanum á hættulegum stað, óstyrkur varnarlega og virkar ólíkur sjálfum sér.
Gomez 8 – Virkilega flottur í kvöld. Sterkur varnarlega og ekkert vesen með boltann uuuu má segja að hann sé þá ólíkur sjálfum sér í þessum leik (miða við tímabilið) – Vel gert Gomez haltu svona áfram.
Andy 9 – Frábær leikur hjá Andy. Hann var út um allt bæði í sókn og vörn og ætla ég að að leyfa mér að velja hann mann leiksins.
Fab 7 – Fannst mér til að byrja með aðeins of hægur og úr takt við leikinn en vann sig vel inn í hann og virkaði traustur í síðari.
Hendo 9 – Ég dýrka leikmenn í svona leikjum sem gefa allt í þetta og hlaupa úr sér lungun og það gerði Hendo og fannst mér hann gefa tóninn fyrir allt liðið í kvöld.
Bajcetic 9 – Þessi strákur er einfaldlega mjög góður og átti hann mjög góðan leik í kvöld. Hann var tilbúinn í baráttuna og spilaði mjög vel.
Salah 8 – Velkominn aftur Salah. Okey það gekk ekki allt upp hjá þér(Salah upp á sitt besta hefði verið með þrennu í kvöld) en mark og að keyra á varnir er það sem maður vill frá honum og það gerði hann vel.
Nunez 8 – Þarna þekki ég þig. Kraftur og tækni sem varnarmenn Everton réðu illa við. Lagði upp markið fyrir Salah og lét heldur betur finna fyrir sér í kvöld.
Gakpo 8 – Markið á eftir að gera mikið fyrir hann. Lang besti leikurinn hans í Liverpool búning og vonandi er þetta það sem koma skal.

Mér fannst liðið okkar virkilega gott í kvöld og að sjá Van Dijk, Jota og Bobby vera komna aftur eru frábærar fréttir fyrir okkur en skelfilegar fréttir fyrir andstæðinga okkar. Ég vona að við náum halda áfram á þessari braut. Næsti leikur er gegn Newcastle á útivelli sem er miklu sterkara lið en Everton og verður erfiðara að opna þá en það sem maður vill sjá er þessi vilji til að vinna boltan og berjast fyrir klúbbinn því að maður veit að það eru til hæfileikar með því og þá gerast góðir hlutir eins og í kvöld.

YNWA – Djöfull er gaman að vinna Everton

54 Comments

 1. everton spilar sinn bolta, byrja að hægja á öllu og tefja frá fyrstu mínútu. Við þurfum þolinmæði og að nýta færin okkar. Vonandi mætum við tilbúnir í baráttuleik.

  1
 2. Djufull var þetta eins og gamla góða ekta Liverpool sókn meira af þessu takk

  6
 3. Bara engir “stuðningsmenn” að fylgjast með leiknum. En hvað um það þeir hljóta að skila sér einn daginn. En flottur leikur og alvöru Liverpool mark. En leikur er ekki unnin fyrr en hann er unnin þannig að áfram gakk og meira svona.

  1
  • GEGGJAÐ!!!! Loksins snefill af gamla góða Liverpool undir Klopp. Henderson algerlega frábær í kvöld og restin af liðinu að spila nær réttu getustigi. Tvennt sem ég er óhress með: 1) Trent VERÐUR!!.. að fara bæta varnarleikinn varðandi þessa háu bolta á fjær, hann gerir sig ekki líklegan til að gera árás á boltann. Benzema á eftir að negla svona fyrirgjöf á rammann. 2) Ég hefði viljað sjá Nunez klára leikinn uppi á topp og Gagpo útaf. Ég vil sjá Gagpo á vængnum og Nunez uppi. Við vorum of lengi að “stilla” okkur af eftir skiptinguna og betra lið hefði gert sér meiri mat úr því.
   Gaman af svona live skýrslu.

   2
 4. Flott að halda hreinu og setja eitt kvikindi í fyrri hálfleik. Vona að við höldum hreinu líka í seinni og setjum eins og eitt til tvö í viðbót 🙂
  everton eru að spila eins og allir bjuggust við, tefja og reyna að fá horn og aukaspyrnur. Við þurfum að vera grimmari í skallaboltunum í hornspyrnum þeirra, Fabinho leit illa út þegar þeir áttu skalla í stöngina.
  Vona að við fáum að sjá Bobby og Jota inná í seinni hálfleik.

  1
 5. jæja, Gakpo þetta hefur verið skelfilegt hingað til. Nú má Liverpool ferilinn hefjast.

  3
 6. 2-0 og við farnir að spila fótbolta aftur. Þurfti bara Thiago að droppa úr liðinu (eins tæknilega góður og hann er) og við finnum gamlan takt og jafnvægi á ný? Gakpo búinn að opna markareikninginn sem gæti orðið stór. Þetta er góður leikmaður sem skorar og leggur mikið upp.

  Spurning að Klopp hætti að hlusta á Pep Lijnders og fari bara að stýra þessu alfarið sjálfur. Höfum verið að hugsa of mikið um taktík og tækni síðustu mánuði. Of mjúkir og væmnir.

  3
 7. Frábært að sjá Diogo Jota koma inná…..góð skipting halda Gakpo sem lengst inná áður en Firmino skiptir við hann…..

  3
 8. Væri geggjað að sjá Firmino skora eitt i lokinn…..sá er góður í pressunni….

 9. Jæja þarna kom frammistaðan sem maður hefur beðið eftir og vonandi er þetta mikilvægur viðsnúningur
  Gakpo með sitt fyrsta mark, Salah skoraði eftir alltof langan tíma, Firmimo og Jota fengu spilatíma.
  Margt jákvætt en þetta skilar engu ef liðið vinnur ekki næsta leik.

  1
 10. Vá hvað þetta var kærkomið.

  Borgin rauð og brosin hvít.

  Gakpo sýndi af hverju við keyptum hann. Salah kominn með swaggerinn aftur. Nunez skapandi glundroða um allan völl. Trent með gullsendingar. Robbo eins og stóðhestur hinum megin. Gomez m.a.s. nokkuð traustur og Matip. Hendo með gamla takta og Fabinho með sinn besta leik í háa herrans tíð. Geggjaður sá ungi með þeim.

  Takk fyrir mig.

  5
 11. Vá þetta var allt annað þetta er liði sem ég man eftir flottur leikur hjá okkar mönnum aaahhhh!

  1
 12. Þarna þekkti maður Salah loksins og frábært að fá Gakpo í gang! En það eru ekki bara markaskorararnir sem skipta máli. Nunez átti fyrra markið skuldlaust með öflugu 100 metra skeiði upp vinstri vænginn og endalaus pressan frá Bajcetic hinum unga startaði sókninni í seinna markinu.

  Maður leiksins: Stefan Bajcetic

  8
 13. Vona að Bellingham hafi verið að horfa og hugsað, “Það væri nú gaman að spila með þessum Bajcetic”

  8
 14. Rosalegt efni er þessi Bajcetic ! Hann var MAGNAÐUR á miðjunni. Frábært að halda hreinu og hefðum getað skorað 5-6 mörk.
  Gott að sjá Bobby og Jota koma inná, þarf að koma þeim í smá leikæfingu.

  Sterkur sigur og neverton gat ekki blautann á móti okkur.

  8
  • Kannski verða þeir í stórum hlutverkum a næsta ári Bajcetic og Tyler Morton (f.2002) en hann hefur verið að spila mjög vel á lani hjá Blackburn. Mikil sendingageta og fotboltaheili https://youtu.be/Lj9wH2QYC8c

   1
 15. Vá hvað ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik. Gamla liðið komið aftur. Nokkrir svona leikir og önnur lið fara að skjálfa aftur. Þetta er liðið sem átti að vera að berjast við Arsenal og City um meistaratitilinn.

  1
 16. Gamla góða Liverpool mætti á völlinn í kvöld, barátta frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Andstæðingarnir reyndar ekki upp á marga fiska en við einhvers staðar verða menn að byrja að byggja upp sjálfstraust á ný. Frábært að við höfum heimt aftur þrjá lykilmenn en það mun skipta miklu máli í leikjaálagi næstu vikna.

  Ég er ekkert alltof bjartsýnn að við náum fjórða sætinu í deildinni en það væri afar góð byrjun á atlögu ef liðið gæti fylgt þessu eftir með sigri á Newcastle á laugardag. Erum enn sem komið er eina liðið sem hefur lagt þá í deildinni, merkilegt nokk.

  2
 17. Sælir félagar

  Mikið var nú gaman að sjá eitthvað af gamla góða Liverpool spilinu í þessum leik. Mér fannst allir góðir í leiknum og leggja á sig þá vinnu sem þarf til að vinna svona Burnley-lið. Dómari leiksins slakur og það munaði litlu að hann missti leikinn í vitleysu. Steve B er magnað efni í afburða miðjumann. Gott að sjá Jota koma inná og það fór um mig sæluhrollur þegar minn maður Firmino mætti. Ég ætla ekki að gera neinar athugasemdir við stjórnun/upplegg eða skiptingar í leiknum. Leikurinn vannst sanngjarnt og það nægir mér.

  Það er nú þannig

  YNWA

  FSG out og það STRAX

  3
 18. Bajcetic stórkostlegur í nýrri stöðu. Skal alveg viðurkenna að á þessu átti ég ekki von.

  Virkilega gott kvöld á Anfield þar sem allt liðið á hrós skilið.

  Áfrm Liverpool!

  3
  • já og fyrir leik kallaðir þú eftir að hann yrði tekinn úr liðinu. Okkar langbesti leikmaður 2023

   • Já það er rétt. Ég setti Bajcetic í sama flokk og Elliot og Jones sem hann átti ekki skilið. Það er gríðarlegur munur að vera góður leikamaður og vera í Liverpool klassa. Bajcetic var heldur betur í Liverpool klassa á móti Liverpool og í síðustu leikjum hefur hann verið ljósi punkturinn í leik Liverpool. Það verður virkilega spennandi að sjá hvernig hann mun standa sig á næstu leikjum sem eru alvöru leikir og það mun væntanlega skera úr um hvort hann sé maður í þetta. Það að spila með Liverpool þýðir að mínu mati að þú ert í landsliði viðkomandi lands eða það góður að þú munir pottþétt gera tilkall til þess. Elliot og Jones eru því miður langt frá því en maður skyldi aldrei segja aldrei. Klopp hefur sýnt það í gegnum tíðina að menn fá alvöru séns hjá honum og þolinmæði sem er bara algjörlega frábært að mínum mati.

    1
  • Strákurinn er ótrúlegur leikmaður! Hann er bara 18 ára gamall og hann spilaði þennan bulldog-leik eins og hann sé 28 ára og uppalinn. Hann er ótrúlegur!

   1
 19. Gaman að sjá hvað það fór illa í gestina þegar okkar menn fóru að tefja leikinn.

  Greinilega vont bragð af þeirra eigin meðölum.

  5
 20. Gott að vinna everton, kalla þetta frábært tímabil ef everton fellur, þá sætti ég mig við að enda í 10 sæti.

  2
 21. What a difference a day makes!

  Allt önnur hollning á okkar mönnum og kærkomið að sjá loksins kraftinn og áræðnina sem okkur hefur svo sárlega vantað það sem af er tímabils.

  Nú er bara að byggja ofan á þetta, næstu tvö verkefni verða af sverari taginu.

  YNWA!

  4
 22. Allt annað að sjá liðið núna en verið hefur ansi lengi.
  Steve B heldur betur að geirnegla sig inn í þetta lið og var stórkostlegur, Robbo líka algerlega frábær,
  Margir aðrir virkilega flottir.
  Vel gert og áfram gakk, einn leik í einu.

  3
 23. Kannski var botninum náð á móti Wolves. Erfitt að segja, Everton virkuðu frekar týndir og spiluðu illa. Og við á heimavelli. Alvöru leikur næst á St. James Park.

  Gríðarlega sáttur með markaskorara okkar. Baðir þurftu svo mikið á þessu að halda. Og sendingin frá Nunez. Var líka mjög anægður með hana. Þetta gefur manni von.

  Risa leikur í Newcastle næst. Mikið vona ég Liverpool liðið mæti sterkt til leiks. 3 stig þar og við erum farir að keppa að einhverju aftur sem hlítur að gefa mönnum enn eitt sparkið í rassinn.

  Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

  4
 24. fannst LFC heppnir í mörkunum … kannski áttum við það inni. Bæði mörkin gjafir, fyrst frá pickford og svo á einhvern óskiljanlegan hátt lak boltinn í gegnum vörn og markvörð eftir sendinguna frá Trent. Sigur er sigur og vonandi kom sjálfstraust í okkar menn og vonandi helst það á móti Real.

  1
 25. Flottur leikur loksins, maður veit ekki alveg hvað maður á að lesa í hann samt þar sem Everton voru arfaslakir, Newcastle verður stærra prófa en kærkominn sigur engu að síður. Það voru móment í gær þar sem betra lið hefði sennilega refsað okkur en samt sem áður mjög flott frammistaða svona heilt yfir.

  En annars varð dagurinn enn betri í gær þegar Liverpool aðdáendur voru hreinsaðir af öllum ásökunum varðandi úrslitaleik meistaradeildarinnar. Í því ljósi finnst manni svona fréttir eins og á fotbolti.net (sjá tengil) mjög slappar þar sem það er ýjað að því að það hafi verið miðalausum aðdáendum að kenna hvernig fór

  “Mikill troðningur skapaðist fyrir utan Stade de France leikvanginn í París fyrir úrslitaleik Liverpool gegn Real Madrid í fyrra. Fjöldi miðalausra einstaklinga reyndu að komast inn og lögreglan beitti táragasi. Tafir urðu á því að leikurinn færi af stað. ”

  https://fotbolti.net/news/14-02-2023/liverpool-kallar-eftir-thvi-ad-uefa-bregdist-vid-fyrir-opnum-tjoldum

  Ótrúlega lélegt innlegg hjá fotbolti.net

  4
  • Glötuð “fréttamennska” ala fotbolti.net.
   Lööönguhættur að skoða þá síðu.

   5
  • Niðurstaðan er einmitt að það var alls ekki rétt að fjöldi miðalausra stuðningsmanna liðanna hafi skapað vandamálið, lína sem UEFA og Frakkarnir gátu ekki reynt að koma mikið hraðar út í kosmósið og kenna þar með stuðningsmönnum liðanna um þeirra risa skitu.

   Þarna er basicly verið að viðhalda þeirri sögufölsun UEFA

   5
 26. Sælir.

  Tvö mörk frá framherjum. Gakpo að opna sinn markareikning og Salah að bæta við einu marki. Jota og Firmino fengu mínútur en það verður frábært þegar þeir verða tilbúnir að spila heilan leik. Hreint lak. Mér fannst Henderson vera virkilega góður. Hann var duglegur að pressa út um allan völl. Bajetic var samt bestur. Hvernig hann komst inn í sendingar og hóf sóknir þannig var alveg magnað að horfa á.

  7
  • Algjörlega sammála. Henderson var algjörlega frábær og vanmetið hveru jákvæð áhrif hann hefur á allt liðið. Fannst hann eiginlega vera lykillinn að góðum leik Liverpool þó Bajcetic og fleiri hafi átt frábæran leik.

   6
 27. Gamla góða liðið okkar komið aftur á stjá! Það var mikill léttir að sjá að strákarnir kunna ennþá að spila Klopp fótbolta. Ég trúi að við getum haldið áfram á þessari braut og það séu bjartari tímar framundan. Svosum litlu hægt að bæta við góða umræðu hér nema að mig grunar að Podcast snillingar okkar séu gríðarlega fegnir að þurfa ekki að taka upp enn eitt Podcastið þar sem þarf að fara yfir sömu hamfarirnar og hörmungarnar… mér heyrðist í síðasta Podcasti að bjórinn væri hættur að duga þeim til að komast í gegnum þáttinn og þeir væru farnir að gæla við Whiskey líka. Núna dugar Gullið líkast til.

  YNWA

  3
 28. Loksins, loksins fengum við að sjá Liverpool spila skemmtilegan og árangursríkan Fótbolta!
  Vonandi getur Klopp og liðið byggt ofan á þennann árangur úr þessum leik í næstu leikjum

  FSG out og það STRAX!

  1
 29. Þetta var svo svakalega mikilvægur sigur og ég trúi ekki öðru en að menn hafi fengið smjörþefinn af því sem koma skal! Vinnum restina!

  2
 30. Mikið var ég farinn að sakna þessarar sigurtilfinningar. Vertu velkomin aftur.

  Þótt okkar menn séu um miðja deild, þá erum svo við nálægt því að hafa heimsklassalið. Við vorum auðvitað á þeim stað fyrir tæpu ári, en núna er enn ljósara en það var þá, að okkur vantar heimsklassamiðjumann eða sennilega tvo slíka.
  Það er mögulega nóg til þess að vörnin og sóknin komist á réttan stað í leiðinni.

  Mikið vona ég að hjartað ráði för hjá Bellingham, og vonandi sér hann að hann er eina púslið (eða annað af tveimur) sem vantar til að Liverpool komist aftur á toppinn.

  2
 31. Ánægður með Robertson og Nunez. Stundum vantar bara þessa Suarez týpu…
  Die hard Shit houzery… elska það.

  1
 32. Ef þeir mæta eins og þeir gerðu gegn Everton í Newcastle leikinn þá hef ég ekki áhyggjur við munum einfaldlega vinna þann leik.

  Eins og er þá veit maður ekki var þetta 1 leikur góður útaf þetta voru Everton á Anfield eða eru þeir að vaknaðir ? ég vona það.

  Nýjir fjársterkir eigendur eða sterk innspýting í formi fjárfesta væri kærkomið þaes ef FSG myndu þá vera alvara með alvöru styrkingu fyrir Klopp sérstaklega á miðjuna ásamt mögulega 1 solid í vörn það er það sem manni finnst vanta.

  Koma sér svo aftur á þann stall sem þeir eiga vera á eða í top sætum og berjast um alla titla takk fyrir þetta verður maður að halda í annars er maður bara í fýlu og ég nenni því ekki.

  Í þessari lægð sem liðið hefur verið í hefur samt 1 leikmaður heillað mann algjörlega og það er Bajcetic þessi drengur getur orðið með þeim bestu ef hann heldur áfram á þessari braut og undir leiðsögn Klopp þá veit maður hvernig leikmenn hann hefur búið til og þeir eru heimsklassa.

  YNWA !

  2

Liverpool – Everton liðið

Gullkastið – Loksins lífsmark á Anfield