Wolves 3 Liverpool 0

Maður var ekki bjartsýn fyrir leikinn í dag og það að maður er hættur að hlakka til að það sé Liverpool leikur segir allt um stöðuna á liðinu í dag.
Úlfarnir áttu ekki í vandræðum með okkar menn í dag og fer þetta að vera mjög þreytt ástand á liðinu.
Klopp er ekki að blása líf í liðið og leikmenn virka algjörlega andlausir.

Gangur leiksins
Góðu fréttirnar fyrir leikinn er að Wolves eru ekki þekktir fyrir að skora mörk en hvað gerum við?
Matip byrjar á því að ákveða að spila ekki vörn í upphafi leiks og skorar líka þetta viðbjóðslega sjálfsmark og ekki var þetta að fara að gefa okkur sjálfstraust og svo skallar Gomez boltann út í teig þar sem Dawson skorar í sínum fyrsta leik fyrir Wolves.

Eftir þetta kom svo sem ágætur kafli þar sem Nunes fékk ágæt færi og Salah skaut yfir markið úr vítateignum en Matip var greinilega hræddur um að við værum að fara að skora og ákvað að rífa okkur aftur á jörðina með því að gefa Wolves dauðafæri með því að tapa boltanum sem aftasti varnarmaður og hleypa þeim einum inn fyrir þar sem Alisson bjargaði.
Svo hægt og rólega gerðist ekkert og Úlfarnir fóru með 2-0 forskot í hálfleik.

Þessi mynd er vel við hæfi

Klopp lét menn heyra það í hálfleik og mætum við af miklum krafti í síðari hálfleik. Keita fékk dauðafæri, Salah fékk tvö mjög góð færi og Nunez fékk dauðafæri en inn fór ekki boltinn og hægt og rólega fjaraði þessi ákefð út. Wolves ákvað svo að fara yfir miðju og auðvita skoruðu þeir úr því tækifæri, þetta var svona dæmigert að skora gegn gangi leiksins en maður er hættur að kippa sér upp við þetta. Við skorum ekki úr færum á meðan að andstæðingurinn nær að skora úr sínum.

Það kom smá líf í upphafi síðari hálfleiks þar sem menn seldu sig dýrt og við sköpuðum nokkur mjög góð færi en fyrir utan þennan tíma þá vorum við eins og svo oft áður lélegir í dag.

Frammistaða leikmanna
Það kom smá líf í upphafi síðari hálfleiks þar sem menn seldu sig dýrt og við sköpuðum nokkur mjög góð færi en fyrir utan þennan tíma þá vorum við eins og svo oft áður lélegir í dag. Gomez var lélegur en það segir mikið um Matip að hann var samt en þá verri. Miðjan hefur verið vandamál í vetur en mér fannst hún ekki okkar stærsta vandamál í dag. Bajcetic fannst mér skila sínu og Thiago var að dreifa spilinu vel og áttum við miðjuna allan síðari hálfleikinn. Sóknarlega erum við alveg steindauðir því að okkar tríó er ekki líklegt til að skora.
Gakpo finnst mér byrja sinn Liverpool feril mjög illa, Nunez virðist vera með Emile Heskey veikina að geta ekki skorað úr færum en er allur að vilja gerður og Salah virkar ekki eins og heimsklassa leikmaður lengur.

Hvað er frammundan?
Everton sem var að vinna Arsenal og virka grjótharðir, Newcastle sem fá ekki mörk á sig og svo Real sem bíða eftir því að slátra okkur. Þetta eru næstu þrír leikir hjá okkur og spái ég því að þetta verður ekki fallegt.

Hættum að gæla við fjórða sætið, það er hér með farið. Maður er alltaf að bíða eftir því að liðið fari á fullt en ég get sagt ykkur að það er ekki að fara að gerast. Við lítum út eins og vankaður fyrrum heimsmeistari í boxi sem veit ekki hvort að hann sé að koma eða fara. Lið sem getur ekki varist, er með veika miðju og sóknarmenn sem geta ekki skorað er ekki að fara að taka svakalegt run.
Maður er farinn að bíða eftir því að þetta tímabil klárist sem fyrst og það er orðið svo sorglegt að maður er hættur að hlakka til að horfa á Liverpool leiki en það hefur ekki gerst síðan að Roy Hodgson var með liðið.

YNWA – FSG out

60 Comments

  1. Þegar Liverpool fékk á sig þriðja markið kom mynd á skjáinn hjá mér ,, Ertu enn að horfa ,, ? Ég svaraði OK, en þá kom önnur mynd á skjáinn ,, skiftu þá um stöð ,,. Ætti ég að fá mér nýtt sjónvarpstæki fyrir næsta leik ?

    7
  2. Einna erfiðast þótti mér að horfa upp á hvernig Wolves niðurlægðu okkar menn í uppbótartímanum.

    Þrot

    11
  3. Hvenær töpuðu Liverpool síðast 7 leikjum + á einu tímabili í deildinni?????

  4. Úff, þvílíkir mental monsters eða hitt þó heldur. Þeir koðna bara niður við minnsta mótlæti. Hvað gerðist eiginlega ?

    3
  5. Eins gott að ég hætti að horfa og fór í bíltúr. Klopp hlýtur að bera ákvðna ábyrgð á ástandinu. Hann eyðir peningumí Gapko meðan vandamálið er vörnin og miðjan.

    4
  6. Hræðileg vörn, barnaleg og bara með ólíkindum. Ömurleg nýting á færum, alveg hreint ótrúlega léleg, maður hefur miklar áhyggjur, það er eitthvað mikið að. Það er alltaf hægt að sjá eitthvað jákvætt en ég ætla ekki að tja mig um það, allt sjálfstraust er farið og við verðum hreinlega að passa okkur að enda ekki í fallbaráttu með þessu áframhaldi

    5
  7. Sigurður Einar, þótt það sé ljótt að segja það þá hló ég þegar ég sá myndina sem þú settir inn af úlfinum:)
    að öðru leiti hef ég svo sem ekkert við þetta að bæta sem þú skrifar, það er bara virkilega erfitt að vera stuðningsmaður Liverpool Fc í dag!

    Eru engar fréttir af sölunni á klúbbnum, maður er í rauninni bara að bíða erftir að klúbburinn verði seldur!

    FSG out og það STRAX!

    5
  8. Úff er að fara á Anfield næstu helgi.
    Vona bara að þetta geti ekki versnað.

    2
  9. Klopp er hættur. Það versta er að eigendurnir eru það líka. Gerið eins og ég. Hættið að horfa og eyðileggja helgarnar. Mér líður ekki vel yfir þessu tapi en mun betur þar sem eg horfði ekki á leikinn.

    Það sorglega við þetta allt er að þegar önnur lið eru að hrúga inn nýjum ódýrum leikmönnum þá situr Klopp sallarólegur með sinn hroka og gerir ekkert. Við gætum farið í Pepsi deildina og fundið uppfærslu á miðjuna fyrir Liverpool! Þegar það slitnar ekki slefið á milli FSG og Klopp þá verður ástandið bara verra. Ekllwfu stig frá botninum. Everton vinnur okkur og þeir verða fyrir ofan okkur (ásamt 12-13 öðrum liðum).

    PS: úlfamyndin vel við hæfi

    4
  10. Með ólíkindum að fylgjast með þessu hruni. Frá því að vera eitt besta lið á þessari jarðarkringu í að verða athlægi mótherjanna, það hræðist enginn rauða herinn lengur. Við höfum upplifað frábæra tíma með herr Klopp við stjórnvölin, hann hefur gert ótrúlega hluti, náð í alla titla með LFC. Nú er eins og hans tími sé liðinn, hann er ekki að ná að mótivera liðið (jú í seinni hálfleik, þá komnir 2-3 mörkum undir og mótherjinn bakkar og beitir skyndisóknum). Hann hefur bundið traust sitt við leikmenn sem eru komnir yfir sitt besta skeið, hefur ekki endurnýjað hópinn eins og maður vonaðist til. Þegar nýir leikmenn eru keyptir inn þá er ekki verið að fylla í réttar stöður. Það er ekki beint hægt að segja að klúbburinn hafi verið að kaupa ódýra leikmenn upp á síðkastið, einfaldlega verið að kaupa ranga leikmenn í rangar stöður. FSG out og allt það, þetta financial fair play drasl virkar engan vegin, er algjört djók og því miður þá er það svo að til að ná árangri í dag þá þarftu að hafa heilt olíuveldi á bak við þig. En herr Klopp, þetta virðist vera svona repeat hjá honum, það fer allt í skrúfuna hjá honum eftir ca 7 tímabil, og sama pattern, er að binda traust sitt við leikmenn sem eru komnir yfir sitt besta skeið etc… Held við þurfum að hrista vel upp í þessu, nýjan stjóra (ehm, Alonso?), nýtt þjálfarateymi, já og nýja eigendur…..

    4
  11. Sælir
    Klopp l am watcing you
    Klopp út FSG út
    Hann ber jafna ábyrgð og FSG út að hafa kafsiglt LFC með hroka og ábyrgðarleysi

    ÚT ÚT
    Eiga hvorugir skilið að vera við stjórnvölin á þessum klúbbi
    Klopp fyrir löngu búinn að missa klefan
    Hann er búinn að leggja orðspor sitt undir með þessum eigendum
    ÚT
    Kv

    3
  12. Það sem er ömurlegt er að við fengum góð marktækifæri en okkur er fyrimunað að skora. Sala átti færi, Nabi fékk færi í miðjum vítateig en hann er kraftlaus skotmaður (og tókst meira að segja að skjota framhjá) og svo átti Nunes einn á móti markmanni að skora. En framherjarnir eru alveg glataðir í vítateignum! Eitt mark hefði breytt öllu en ég sé ekki hver a að skora mörkin. Bobby steig upp í haust en nú er enginn.
    Hvað Klopp varðar þá styð ég hann heilshugar en leikmennirnir eru ekki að endurgjalda traustið sem hann sýnir þeim.

    7
  13. Rosalega væri ég til í að vita hvað fer fram bak við tjöldin. Liðið er á alveg hræðilegum stað. Og það er eins og Klopp haldi við séum í titilbaráttu en ekki i frjálsu falli.

    Það hlitur að vera mikið vonleysi i gangi innan hópsins. Og ég væri ekki hissa sumir væru orðnir þreyttir á Klopp. Það virkar þannig á mig. Og þeyttir á hvor öðrum líka. Að fá á sig þrjú mörk á móti Wolves og skora ekki. Og botninum er ekki náð. Tímabilið er hálfnað og innkaupa glugginn lokaður. Einu breytingarnar sem gætu orðið er að Klopp verði rekinn eða FSG selji. Það er ekkert sem bendir til þess að liðið fari á neitt flug að óbreyttu.

    Það hefði enginn nema Klopp unnið alla þessa bikara með Liverpool liðið i stjórnartíð FSG. Og liðið spilaði einhvern skemmtilegasta fótbolta sem sest hefur. Ágætt að gleyma því ekki. Og hann hefur alltaf þurft að selja til að kaupa ólíkt keppinautum hans. Og það er ekki skrítið að leikmenn séu þreyttir. Ég hef verið FSG Out i mörg ár. Að Klopp vinni deild og Meistardeild og fái svo ekki að kaupa. Fáránlegt. Og núna virðist vera of seint að bjarga þessu.

    Áfram Liverpool og áfram Klopp!!

    14
    • Sammála flestu þarna. Þetta “FSG OUT” hefur loðað við mig smá en ég skil þeirra aðferð og afhverju þeir nota hana. Hinsvegar skil ég ekki afhverju þeir hafa ekki farið betur yfir þetta “Moneyball” sitt þegar þeir eru að kaupa inn árið 2020, Thiago, á 20m (200k í vikulaun) þegar t.d. Caicedo er keyptur árið eftir (2021 af Brighton) á 4-5m. Auðvitað happa og glappa en ég myndi frekar kaupa 3-4 unglinga frá Suður Ameríku fyrir 20m en eitt stykki Thiago á síðustu metrunum. Þeir tapa aldrei á slíkum kaupum. Þetta er bara algjör falleinkun frá FSG moneyball nefndinni og það með stæl. Ef hinsvegar Klopp var sá sem vildi hann inn þá er Thiago Klopp maður og hans mistök. Skítsama hvor átti sökina. Alltaf mistök hvernig sem á það er litið.

      Klopp er bara þjálfari sem vill leikmenn til að betrumbæta og gera að alvöru leikmönnum. Ef þú gefur honum rétta leikmenn þá gerist það. FSG þarf líka að átta sig á því að ef þeir þykjast kunna “Moneyball” þá ættu þeir að fara að kynna sér sitt eigið ferli aðeins betur. Ef þeir gerðu það þá værum við með fullt lið af ungum, gröðum og láglaunuðum leikmönnum sem væru þjálfaðir af einum besta (unglinga)þjálfara í bissnessnum í dag og að berjast á toppnum, ekki í 10.sæti eins og einhverjir aumingjar.

      En sama endurtekningin og sl. 4 árin (minnst) en sumarglugginn verður mikilvægur og Lpool verður að gera “statement” kaup. Þetta sumar verður öðruvísi því við þurfum núna að gera þetta “statement” kaup í fleirtölu.

      Miðjan er hrunin.
      Mórallinn fór í kjölfarið.
      Hausinn á leikmönnum farinn.
      Þjálfarinn með enga lausn.
      FSG með “gofundme.com” átak í staðinn fyrir að taka á málunum.
      Flestir áhangendur komnir með nóg.

      Þetta breytist ekkert nema tekið verður á þessu “moneyball” mistökum FSG. Ef þeir gerðu það þá nýttust þessi fáeinu pund sem þeir henda í nýja leikmenn mun betur.

      2
  14. Sælir félagar (og þó sérstaklega Indriði 🙂 )

    Skelfilegasta frammistaða af öllum þessum ömurlegu frammistöðum í vetur. Miðað við þennan leik gæti listinn verið svona

    Salah selja
    Darwin aukaæfingar og skotæfingar í 8 tíma hvern dag fyrir utan liðsæfingar ekki selja
    Gokpo skila honum á morgun
    Thiago halda honum
    Keita er hann ekki meiddur?
    Steve B Halda honum
    TAA halda honum
    Robbo ég bara veit það ekki en alls ekki að láta hann vera með fyrirliðabandið
    Matip í leirinn í Hvergerði og selja hann svo
    Gomes æ æ æ
    Alisson halda honum (á tánum)

    Svo þetta í restina. Ég veit bara ekki með Klopp. Hann virðist alls ekki geta komið þessum mönnum til að hlaupa heilan leik. Þeir eru staðir eins og afsláttarhross þangað til þeir eru búnir að tapa leikjum sínum. Þá fara þeir að hlaupa mikið fram og aftur og aftur og fram og svo aftur og aftur. Ég hefði aldrei trúað að óreyndu að ég færi að efast um Klopp. En nú er sú staða að ryðja sér til rúms í hausnum á mér og mér finnst það leitt. Já verulega leitt. Ég vona að þetta sé bara tímabundinn veikleiki hjá mér.

    Það er nú þannig

    YNWA

    FSG out og það STRAX

    12
  15. Enskt úrvaldsdeildarlið til sölu: Þriðjungur leikmanna er á síðasta söludegi, þriðjungur leikmanna er á hækjum, en þriðjungur stendur enn í lappir og getur hlaupið út og suður, bara stjórnlaust. Stjóri getur fylgt frítt með, er reyndar svolítið ringlaður, ráðalaus og þreyttur að sjá nú um stundir.

    Áhugasamir kaupendur snúi sér til FSG sem eru fyrir löngu búnir að fá leið á þessu fótboltabrölti.

    10
  16. Nú er bara að bíða eftir vorinu,en það er 25 dagar í það hér í Danmörku. Þá fer maður út á golfvöllinn og slæ nokkur þúsund golfhögg og vonar að salan á Liverpool gangi í gegn. Ástæðan fyrir því að Liverpool er sigursælasta lið Englands er að það kemur alltaf nýtt tímabil. Brosum bara og huggum okkur, eins og danskurinn segir.

    5
  17. Ég hef haldið með liverpool síðan í barnæsku og séð margar útfærslur á því en fyrr má nú rota en dauðrota. Að Klopp setji traust sitt á kornunga leikmenn eins og Gagkpo nýkominn til Liverpoolstil þess að stýra sóknarleiknum, Bacjik í miðjuna með Thiago sorry T ekki að stýra miðjunni vel, Nunez hinum megin við Salah? Salah og Nunes spila ekki vel saman. Skipta út Bajeic fyrir Harvey til þess eitthvað gerist. Liverpool átti mest 20 mín góðan kafla sem þeir nýttu sér ekki. Wolves voru í heild betri en við og nýttu sín færi. Varnalega voru Liverpool lélegir svo einfalt er það, sóknalega glataðir og miðjan í darraðadansi án þess að nokkuð kæmi út
    Já það má gagnrýna liðið og Klopp. En ég mun samt áfram að halda þeim.

    1
  18. Haldið þið svo ekki að ég hafi eyðilagt heila vél af hvítum þvotti með einhverri gulri tusku? Fokking Wolves tusku? You can’t make this shit up!!

    Andskotinn bara og Hodgson líka!

    6
    • Lærdómur: forðast allt gult eins og heitan eldinn!

      1
  19. Þolonmæði mín hagnvart þessum leikmönnum endanlega á þrotum.
    #playersout
    Þolinmæði mín gagnvart Fsg löngu þrotin.
    #Fsgout.
    Innkaupastefnan og viljaleysi eigenda til að setja alvöru pening í liðið hefur skilað okkur í þá stöðu sem við erum í. Klopp ber auðvitað sína ábyrgð en eigendur hafa ekki verið að styðja hann eins og ætti að vera til að geta haldið liðinu á toppnum, allar tölur og öll dæmi sanna það.
    Enginn, ég fullyrði ENGINN annar hefði náð viðlíka árangri með þennan mannskap en samt er til einstaklingar sem kalla á að hann verði rekinn. Hver á að taka við þessu rusli? Hver er nógu góður til að gera eitthvað með þennan mannskap? Bara einhver?

    6
    • Kannski hefði ENGINN náð viðlíka árangri, það er vel og Klopp á mikið hrós skilið fyrir það sem hann gerði í því sem hann var ráðinn til að gera. Það hefur samt ekkert að gera með getuna til að vinna úr þeirri stöðu sem nú er uppi eða verður upp í náinni framtíðinni. Ég held að hans tími sé liðinn. Hver á svo að taka við er annað mál og alls engin skömm að vera ekki með einhvern í handraðanum.

      5
  20. Þrátt fyrir að hafa skorað 3 mörk í dag eru Wolves ennþá með fæst mörk skoruð í deildinni.

    Ég veit ekki hvað er meira hægt að segja. Get ekki einu sinni sagt að þetta hafi komið manni á óvart.

    4
    • Við getum reyndar skoðað þetta aðeins betur.

      Í 20 leikjum hafði Wolves skorað 12 mörk. Það eru aðeins 0.6 mörk í leik. Að meðaltali hefur það tekið þá 5 leiki að skora 3 mörk.

      Það var þó ekki vandamál á móti okkar mönnum, ónei.

      6
  21. Ætlaði að hefja áhorfs mótmæli gagnvart liðinu í dag en vegna veikinda hjá barninu féllu öll plön niður og “neyddist” því að kveikja á leiknum eftir korter, 2-0 undir og restin af 1st half alveg hroðalegur. Nennti ekki að kveikja á s.h. fyrr en á 60. og slökkti svo eftir 3ja markið. Versta við úrslitin að þau koma ekkert á óvart. Óskaði eftir því fyrir leik að Klopp prufi annað kerfi, 343, en sama helv kerfið og sami helv leikurinn. Sóknarleikurinn er algjört þrot en nenni ekki að eyða orðum í vörn og miðju, þetta er allt saman stórslys. Herr Klopp, taktu nú mannskapinn á gott fyllerí, sturtið í ykkur, fáið útrás fyrir gremju ykkar, leysið pirring manna á milli með látum og hnakkrífist almennilega andskotinn hafi það! Mæta svo á æfingu á mánudagsmorgun og reset button á þetta season.

    Annars yfir leiknum var maður að pæla hverjum ætti að henda í sumar, free transfer, selja eða selja með afsl.; Matip, Gomez, Philips, Milner, Hendo, Keita, Fabinho, Ox og Bobby. Spurn.merki við Thiago, Salah og Jones. Þetta er ekki einu sinni galin pæling. Gakpo er vorkunn að koma inn í svona þrotað lið, engan veginn sanngjarnt að dæma frammistöðu hans þegar ástandið er svona. En er hann ekki svaka spyrnumaður? Af hverju tekur hann ekki aukaspyrnur og horn? Get ekki horft á þessar vonlausu spyrnur trekk í trekk hjá Trent og Robbo. Klopo, drullastu nú til að breyta um kerfi og/eða henda mönnum út sem drulla leik eftir leik!

    3
  22. Spurt er hvað, fær Klopp að eiginlega langan tíma og hversu neðarlega þarf Liverpool að fara niður þangað til eitthvað verður gert. Ég veit að þjálfari er ekki rekinn frá Liverpool en núna er þetta komið gott. Klopp out strax!

    4
  23. Ég held að Klopp verði að setja gleraugun aftur upp
    þetta hefur allt verið á niðurleið síðan hann lagði þeim

    10
    • Við sáum þetta líka gerast þegar Torres litaði hárið. Svona svakalegar útlitsbreytingar geta haft hrikalegar afleiðingar.

    • Magnús er hafður í járnum eins og er. Sjáum til eftir helgi.

      6
    • Hjá Wolves já. Það sem að Liverpool var að gera var þó eitthvað annað, ekki fótbolti.

      4
  24. Þetta er helvíti gott bara…
    Það er ekki amalegt fyrir þá sem hyggjast kaupa nýjan klúbb að versla sér svona klúbb um miðja deild og byggja það upp er það ekki alltaf sagt?
    Af nægu er að taka..

    1
  25. Þegar illa gengur þá sést best hverjir eru sannir Poolarar og hverjir ekki…….Klopp er ekki allt í einu miðlungs stjóri er það? Höfum unnið allt með hann sem stjóra, hann á enn slatta inni hjá mér fyrir vikið þó illa gangi núna…….

    15
  26. Lengi getur vont versnað. Anda djúpt og slaka á kæru Liverpool aðdáendur. Munið að þetta er bara fótbolti. Klopp reddar þessu á síðustu stundu eins og venjulega með að fara krísuvikurleiðina með liðið og vinna meistaradeildina. Þá verða allir glaðir.

    4
  27. En Kristinsson, ef við tökum mið af þeim uppgangi og svo hremmingum sem Klopp gekk í gegn um í Þýskalandi, þá er sagan að endurtaka sig. Klopp er miðlungsstjóri núna og tæplega bjart framundan hjá Liverpool, einmitt þegar liðið er til sölu. Það er erfitt að selja mígleka eign.

    4
  28. FSG er eitt, en liðið mætir hauslaust í hvern einasta leik núorðið.
    Klopp hlýtur að bera ábyrgð þar.
    Hefur farið frá því að vera mest heillandi og hvetjandi stjórinn í algjörann leiðinda gæja með enga persónutöfra og sömu heimskulegu/barnalegu nálgun í leikskipulagi sem meira segja sófa spekingar annara liða eru löngu búnir að fatta.
    Maður getur ekki horft á viðtöl við kauða lengur, svo leiðinlegur er hann…
    Því miður held ég að við þurfum ekki síður nýjan manni í brúnna sem og eigendur…
    Fari þetta allt til andskotans, heitasta helvíti…

    9
    • Ég hef verið á því að gefa Klopp tækifæri undir nýjum eigendum enn ég er sammála þér um hegðun hans á blaðamannafundunum, hann á bara að svara anskotans spurningunum!
      Hann getur EKKI falið sig lengur bakvið FSG það eina sem hann fær út úr því er að hann grefur sér dýpri holu gagnvart klúbbnum og stuðningsmönnunum!

      FSG out og það STRAX!

      6
  29. Það er kannski að sannast hér sem m.a. segir í fræðunum í kringum karma lögmálið, það tekur 7 ár fyrir suma hluti að eiga upphaf og endi – Klopp hjá Dortmund, Klopp hjá Liverpool?!

    Ok, allt að fara til andskotans og sammála því að Klopp er með útúrsnúninga og pirring í viðtölum – er hans tími liðinn?!

    Ég vil Klopp áfram og þá með risastórum stuðningi frá eigendum hverjir svo sem þeir verða í sumar – en stóra spurningin til ykkar sem viljið Klopp í burtu – hver á að taka við í staðinn??

    • Alonso hefur verið nefndur og Gerrard mundi kanske verða hans hægri hendi á línunni . Það væri svolítið Liverpool ævintýri yfir því sem við mundum allir elska en mundi sennilega enda eins og hjá Suoness nafna þínum. Við þurfum fyrst af öllu nýja eigendur, þessi áttatíu ára Henrý verður að fara á elliheimilið hann ræður ekkert við þetta og veit heldur ekkert um fotbolta.

      1
  30. Algjört samskiptaleysi mill Gomes og Matip kostaði fyrsta markið. Og í marki númer tvö hlýtur Allison að kalla að hann ætli að taka boltann en Gomes skallar hann í burtu. Aftur samskiptaleysi. En Liverpool fékk færi til að skora nokkur mörk og vildu fá víti sem ekki var gefið. Þriðja markið klárar leikinn.

    3
  31. Þeir sem hafa nennt að lesa það sem frá mér hefur komið hér inni ættu að vita að ég hef verið mjög gagnrýninn á þá leikmenn sem hafa verið í liðinu undanfarin ár, hefur fundist allt of margir af þeim hreinlega ekki vera nægilega góða. Hef einnig fundist þetta mentality monsters ekki almennt hafa átt við, reglan frekar í hina áttina að menn koðni þegar mest á reynir.
    Að sama skapi hef ég sagt ítrekað að þessi tryggð Klopp við sína leikmenn muni á endanum koma í bakið á honum og verða honum að falli.
    Þetta er heldur betur að raungerast. 🙁

    3
  32. Þetta voru alveg hræðilega ógeðsleg úrslit.
    Þrátt fyrir þessa ömurð þá fannst mér (eins ótrúlegt og það nú er) vera batamerki á t.d. Gakpo.

    Eins fannst mér innkoma liðsins í seinni hálfleik vera sterk, en getuleysi Salah og Nunez náðu ekki að bæta fyrir getuleysi hins ónýta Gomez og útbrunna Matip.
    Maður spyr sig hvað þarf að gerast til að Nathaniel Phillips fái sjénsinn?
    Ekki það að hann sé stórkostlegur varnarmaður, en hann má eiga það að hann er grjótharður beisikk miðvörður, sem hefur áður stigið upp þegar þörf er á eins og á þar síðasta tímabili þegar Van Dijk datt út mánuðum saman.

    Annars er þetta tímabil bara búið og hörmungunum mun ekki linna að svo stöddu.
    Kvíði gríðarlega næstu leikjum.

    YNWA.

    3
  33. Sæl öll.

    Alveg skelfilegur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum, hræðileg ákefð sem sést best á hversu “ball watching” við erum í öllum varnarleik, hvort sem um ræðir í opnum leik eða föstum leikatriðum.

    Fyrir um tæplega 20 árum áttum við atvinnumann i liði í efstu deild á Englandi. Góður vinur minn þekkir hann vel og fékk hjá honum þá koffínblöndu sem allir leikmenn liðsins tóku inn fyrir leik. Vægt til orða tekið að þá var rosalegur munur á ákefð, hlaupum og sprengikrafti þegar þessi kokteill var drukkinn.

    Ég er að velta þessu fyrir mér því munurinn á leikmönnum Liverpool í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik var það svakalegur að einginn “hárblásari” getur skýrt þann mun! Ég er aðeins búinn að renna yfir og skoða greinar sem fjalla um þessi mál hjá Liverpool síðustu árin og þessar sögur virðast ekki ná neinu flugi eða fá einhverja umfjöllun. Er einhver hér inni sem veit um blaðagrein eða einhverja solid umfjöllun um þessi mál í deildinni í heild sinni? Ég er nokkuð viss um að öll lið eru með einhverskonar “orkudrykk” sem leikmenn taka fyrir leik en þessi “over dose” aðferð sem Klopp á að beita langar mig að vita meira um.

    Seinni hálfleikurinn er besti hálfleikur sem við höfum spilað eftir áramót þótt að við höfum tapað hálfleiknum 1-0. Loksins sáum við ákefð sem hefur vantað í allan vetur og geirnegldu andstæðinginn niður við sinn teig og 3. markið þeirra var í raun mark sem við höfum áður séð þegar Liverpool er að pressa sem mest.

    Að lokum vil ég segja að þeir sem vilja Klopp í burtu mega gjöra svo vel og benda þá á þann sem þeir vilja að taki við liðinu. Fyrr er ekki hægt að taka mark á svona yfirlýsingu.

    1
    • Mig langar líka að vita hvort þessar koffín-sögur eru sannar.

      • Og þetta hefur einmitt gerst aftur og aftur að leikmenn koma út í seinni hálfleik eins og óðir menn. Eitthvað hlýtur það að vera.

  34. Best að drulla sér af landi brott lð3ftir þessi ömurlegu úrslit. Fara í mekka fótboltans í Brasilíu. Gott að eiga fjölskyldu og hús þar núna. Rio, vona að ég komist á Maracana , buinn að skoða og skora mark þar, eftir að sjá leik samt. Núna er það bara aðalegega carnival, kjötkveðjuhátíð, en erum auðvitað með áskrift af boltanum. Vona bara svo sannarlega að þeir standi sig þennan mánuð sem við verðum þar. Heldur öll fjölskyldan í Brasilíu með Liverpool auðvitað. Er búinn að stimpla það inn og það hlusta allir.

One Ping

  1. Pingback:

Liðið gegn Úlfunum

Stelpurnar frá Reading í heimsókn