Gullkastið – Tímabil frá helvíti

Þetta tímabil er mjög hratt að verða einhver mestu vonbrigði seinni tíma og ljóst að framtíð félagsins er skyndilega bara alls ekki eins björt og hún var fyrir ekki svo löngu síðan. Enn einn tapleikurinn og hörmungar frammistaðan um helgina og einum bikar færra í boði fyrir vikið.
Leikmannaglugganum lokaði í dag og einhvernvegin tókst Liverpool að verða ennþá veikara, einu fréttir dagsins voru þær að Konate verður frá í 2-3 vikur og eru því báðir aðal miðverðir liðsins frá vegna meiðsla auk auðvitað helmingsins af sóknarlínunni.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 414

19 Comments

  1. Þessi gluggi er að sýna okkur enn og aftur hversu staðan á klúbbnum er slæm, hvort sem um er að ræða að það sé ekki til peningur, þrátt fyrir að vera nr 2 á revenue listanum, að eigendur vilji ekki setja pening í leikmannakaup eða það ólíklegasta , að Klopp vilji hreinlega ekki kaupa.
    Held við þurfum að lækka væntinga stuðulinn all hressilega, eigum ekkert erindi og enga heimtingu í að berjast um stóru titlana.
    FSG hefur gert sumt fínt og þeir mega alveg eiga það en nú er komið nóg.
    #FSGOUT

  2. Þessi gluggi er að sýna enn einu sinni í hversu vondri stöðu klúbburinn er, hvort sem það er að það sé ekki til peningur, sem er skrítið því félagið er nr 2 á revenue listanum, eigendur vilji ekki setja pening í leikmannakaup, eða það ólíklegasta, að Klopp hreinlega vilji ekki kaupa.
    Held að við þurfum að lækka væntingastuðulinn all svakalega. Höfum engan rétt á því að ætlast til að keppa um stóru titlana og í raun ekkert erindi þangað.
    FSG hafa gert ýmislegt gott og mega eiga það, en nú er komið nóg.
    #FSGOUT

    2
  3. Reykjavík helvítis söng Freyr Eyjólfs, en nú syng ég Liverpool helvítis – FSG out.

    8
  4. FSG þykjast vera í söluferli en keyptu samt Gakpo. Það er alveg ótrúlegt að ekki hafi verið eytt nema 12m£ í Jorginho, eða tekið Sabitzer á láni fram á sumar. Tók innan við sólarhring að sækja þá fyrir önnur lið.
    Call the season off!

    7
    • Sturluð staðreynd og eitthvað mikið að á bakvið tjöldin í Liverpool!

      Gullin verða fleiri en eitt og fleiri en tvö þegar ég hlusta á Gullkastið í kvöld!

      3
  5. já, spyr sig hvort það sé í raun vilji FSG að halda hálaunamönnum eins og Keita og Ox sem spila lítið og eru að renna út á saming. Mig grunar að hægt hefði verið að selja þá báða sl. sumar eða fyrr og losa þannig stóra samninga og fá þannig aukið svigrúm til endurnýjunar.

    Þetta er einkennileg speki hjá kapítalistum eins og FSG og grunar mig því að Klopp eigi sjálfur stóran þátt í því hversu endurnýjunin er hæg.

    Nú vill Klopp semja við Firmino um leið og hann talar um endurnýjun og að hann vilji ekki hafa of stóran hóp. Þrátt fyrir að liðið sé í raun búið að manna hans stöðu og laun BF séu 180k á viku auk bónusa.

    5
    • Þetta er athyglisvert, Indriði, en alveg eins og ég hef haldið. Þetta er sameiginleg stefna FSG og Klopp í leikmannamálum sem er að rústa félaginu. Það er bara eitt í stöðunni, FSG og Klopp out.

      7
  6. Líður eins og maður sé í miðju sorgarferli. Afneitun í haust, núna reiður og svo vonandi sátt í sumar. Í raun er ég bálreiður í dag. Finnst ég svo svikinn af klúbbnum. Skil ekki hvernig þetta ástand hefur verið leyft að raungerast. Allavega er allt í volli og það er ekki séns á topp4 og gleyma því að við förum í gegnum real m. Er líka hræddur um að topp4 bikarinn er það sem við getum okkur látið dreyma um næstu 2-3 tímabilin. Glasið mitt er tómt.

    6
  7. Að mínu mati þarf eiginlega byltingu, meiri gæði. Vantar alla vega tvo miðjumenn, vantar tvo hafsenta,vantar hægri bakvörð.
    Það er erfitt að vera ruthless með óæskilega leikmenn þegar það er ekki hægt að kaupa neitt í staðinn, Pep og Arteta hafa heldur betur fengið að gera það.
    Ef við ætlum að keppa við stóru strákana á vellinum þá verðum við líka að gera það á leikmannamarkaðinum, þal að taka þátt í vitleysunni, en enginn held ég að vilji fara þessa Chelsea leið. Það er hins vegar bara staðreynd að ef félagið eyðir á við miðlungsið þá er ekki hægt að gera kröfu á neitt annað en miðjumoð.
    Eigendurnir þurfa að fara að ákveða hvað þeir ætla að gera með þetta félagi, ætla þeir að vera að keppa um stóru titlana eða ætla þeir að vera að keppa um 4 sætið. Innkaupastefnan hefur algerlega brugðist og er ekki í neinum takti við þann raunveruleika sem er í gangi á leikmannamarkaðinum og þar hafa eigendur brugðist, mega þó eiga ýmislegt gott sem þeir hafa gert. #FSGOUT
    Að saka skapi þurfum við aðdáendurnir að fara að stilla væntingastuðulinn í takt við það.

    3
  8. Hvað sem öllu líður varðandi, árangur, væntingar og leikmannamál, þá finnst mér Klopp fara pent með þau samskipti og/eða átök sem eiga sér stað innan félagsins og virða trúnað við FSG sem er vel og virðingarvert í hans fari. Sú virðing mætti bara bergmála til baka, Klopp veitir væntanlega ekki af opinberum stuðningi þessi dægrin, en það heyrist hvorki múkk né stuna frá FSG. Svo finnst mér orðið skorta virðingi fyrir OKKUR, bæði frá FSG og Klopp. Hver svo sem átökin eru innanhúss, hver vill hvað og hver ræður hverju þá skortir samskipti út á við, að VIÐ finnum fyrir því að tilheyra og vera hluti af stóru heildinni, klúbbnum. Það hefur myndast gap, milli ÞEIRRA og OKKAR. Það dásamlega persónulega samband sem búið var að byggja upp er að dofna. Það hefur snar minnkað að tala um OKKUR sem LiverpoolFC, að finnast maður geta sagt VIÐ um klúbbinn. Mér finnst þetta vera að klofna í tvennt, orðið algengara að segja VIÐ um OKKUR og tala svo um ÞÁ, sem hina æðri.
    Hvort sem Klopp er fjárhagslega bundinn í annan eða báða skóna þá þarf hann að deila því sem hann getur, um hvað liðið og hann eru að reyna að gera, halda uppi einhverjum fronti og láta okkur finnast við skipta einhverju máli í stóra samhenginu. Það sama á við um FSG ef vel á að vera. Ærandi þögn ÞEIRRA bergmálar ekki frá OKKUR til ÞEIRRA og hver vill “Walk Alone”?
    ..

    7

  9. ÞÚ UPPSKERÐ EINS OG ÞÚ SÁIR

    LÍFSINS BERGMÁL!

    Feðgar voru í göngu upp í fjöllum.
    Allt í einu, dettur sonurinn og meiðir sig og öskrar: “AAAhhhhhhhhhhh!!!”
    Hann verður voða hissa þegar hann heyrir rödd einhvers staðar í fjöllunum svara sér: “AAAhhhhhhhhhhh!!!”
    Af forvitni öskrar hann til baka: “Hver ertu?”
    Honum er svarað: “Hver ertu?” Hann öskrar: “Hver ertu?” Honum er svarað: “Hver ertu?”
    Sonurinn er orðinn pirraður og svarar: “Heigull!”
    Honum er þá svarað: “Heigull!”
    Sonurinn horfir á föður sinn og spyr: “Hvað er að gerast ?”
    Faðirinn brosir og segir og taktu nú vel eftir:
    Faðirinn öskrar upp til fjallana: “Ég dáist að þér!”
    Hann fær svar: “Ég dáist að þér!”
    Aftur öskrar faðirinn: “Þú ert meistari!”
    Honum er svarað um hæl: “Þú ert meistari!”
    Sonurinn er hissa, en skilur ekki hvað er um að vera.
    Faðirinn útskýrir: Fólk kallar þetta bergmál, en í raun er þetta lífið sjálft.
    Lífið gefur til baka allt sem þú segir og gerir.
    Lífið endurspeglar gjörðir okkar.
    Ef þú vilt meiri kærleik í heiminn í dag, byggðu upp meiri kærleik í hjarta þínu.
    Ef þú vilt bæta lif þitt, bættu þig.
    Þessi tenging á við um alla hluti lífsins.
    Þú uppskerð það sem þú sáir.

    YNWA

    15
  10. Þýðir ekkert að grenja yfir þessu. Transition tímabil er núna og það eru hlutir að gerast sem hafa ekki endilega bara neikvæðar afleiðingar.

    4
  11. “Frábært eða þannig, nú getur Firmino bara slakkað á, kominn á fertugs aldurinn, ný samningur. til hvers að vinna fyrir laununum ,,

    Núgildandi samningur Brasilíumannsins rennur út eftir yfirstandandi leiktíð en nú er útlit fyrir að hann verði áfram.

    Nýr samningur Firmino mun gilda til 2025.

    3
  12. Það verður engin framþróun hjá okkur ef við framlengjum endalaust saminga við meiðslapésa. Firmino er/var frábær en er því miður kominn yfir hæðina.

    Hef ekki mikla trú á innkaupum næsta sumar eða það að Bellingham fari í lið utan CL.

    Finnst ekki vera bjart framundan….

    4
  13. þetta er upphafið að næstu niðursveiflu hjá Liverpool sem mun svo kannski taka mörg ár að laga. Engin góður leikmaður keyptur, þjálfarinn er búin og er bara í afneitun segir að allt sé í lagi og ekki þurfi að kaupa nýja leikmenn og gerir svo samninga við gamla útbrunna leikmenn eða fær leikmenn að láni sem hvorki geta spilað né komast í liðið, og svo eru bara bara allir að bíða eftir einhverju kraftaverki ha ha ha

    Þetta fótbolta lið Liverpool er bara sökkvandi skip og það hefur engin áhuga á að kaupa drasl á uppsprengdu verði og FSG eru ekkert að fara selja þá ódýrt heldur þannig að ég held að við gætum séð liðið jafvel falla næstum enþá neðar á töflunni kannski 10 eða 12 sæti á næstu vikum og mánuðum og ég segi það aftur og en Klopp verður ekki með Liverpool á næsta tímabili.

    5
  14. Nottingham Forest var að fá til liðs við sig þrítugasta leikmanninn síðan þeir komu upp í vor. Þrjátíu leikmenn í sumar- og vetrarglugganum. Og nenni ekki að hugsa um Chelsea sirkusinn.

    En Liverpool keypti alveg þrjá í sumar og fékk einn mölbrotinn lánaðan – og keypti einn í janúar. Þetta er fávitaskapur á hæsta stigi. Það ætti að dæma FSG fyrir landráð.

    5
  15. Bjarni bróðir kom í heimsókn og við horfðum saman á Brighton – Liverpool. Um leið ég sá að Fabinho væri að koma inná þá segi ég við Bjarna: Hann verður kominn með gult eftir tvær mínútur. Það stóðst nema hvað að það hefði átt að vera rautt. Til hvers að æða í ökklann á stráknum sem sneri ekki einu sinni í áttina að marki Liverpool og var á miðjunni? Annars hefur Fab verið kallaður Helga langamma á mínu heimili undanfarin tvö ár en Helga langamma varð 97 ára gömul og fór ekki hratt yfir síðustu árin.

    4
    • Versta við þennan frábæra dreng að hann var alltaf hægur en vissi nákvæmlega hvar hann átti að vera og stóð sig vel.
      En núna það er búið að hægjast enn meira á honum og hann er laggandi á eftir og virkar eins og hann sé í slow motion á vellinum meðað við hina því miður.
      Ég elska Fabinho eins og næsti aðdándi en það er leiðinlegt að sjá hversu hrikalega slakur hann er að verða.
      Maður vonar að verði hægt að koma honum í betra stand með hraðari mönnum sér við hlið en maður bara veit ekkert þessa stundina.

      2

Að horfa í hálftóma glasið

Wolves – Liverpool – Upphitun