Liðin gegn Brighton og Chelsea

Það er kominn leikdagur, tvöfaldur í þetta sinn (sjá neðar). Strákarnir okkar mæta á suðurströndina í heimsókn númer 2 á heimavöll Brighton. Vonandi sjáum við aðeins betri frammistöðu í dag heldur en síðast.

Liðið verður svona skipað:

Bekkur: Kelleher, Matip, Tsimikas, Milner, Fabinho, Henderson, Jones, Ox, Nunez

Klopp heldur sig við Bajcetic – Keita – Thiago miðjuna, heldur betur verið að sýna Stevie B traust. Nunez á bekk sem kemur e.t.v. aðeins á óvart, ekki eins og Gakpo hafi verið að spila hann mjög grimmt út úr liðinu. Elliott sjálfsagt aftur á vinstri kanti, en ég væri í raun mikið frekar til í að sjá hann hægra megin, Salah uppi á topp og svo þá annaðhvort Gakpo eða Nunez vinstra megin.

Enginn þeirra Hendo, Milner eða Virgil eru í byrjunarliði, svo það er Andy Robertson sem leiðir okkar menn út á völlinn í þetta sinn og ber fyrirliðabandið. Getur ekki passað að þetta sé fyrsti leikurinn þar sem hann byrjar sem slíkur?

Í lið Brighton vantar nokkra sem voru með síðast, þar á meðal góðkunningja vor Adam Lallana sem varð fyrir þeirri fáheyrðu óheppni að meiðast, en jafnframt Moises Caicedo sem tók upp á því að birta póst á samfélagsmiðlum sem verður vart túlkaður öðruvísi en kveðjupóstur til stuðningsmanna – án þess að nokkur sala hafi verið staðfest! Hugtakið “dodged a bullet” kemur hér upp í hugann, þetta hljómar a.m.k. ekki eins og Klopp leikmaður.

En svo eru stelpurnar okkar líka að spila, líka í bikarnum, og andstæðingurinn er Chelsea. Þeirra leikur hefst hálftíma fyrr, eða núna kl. 13:00. Þær halda áfram í 4-3-3 og byrja svona:

Laws

Koivisto – Fahey – Matthews – Campbell

Kearns – Nagano – Holland

Lawley – Stengel – Daniels

Bekkur: Kirby, Cumings, Bonner, Robe, Silcock, Hinds, Humphrey, Lundgaard, Furness

Magnað hvað skipuleggjendum tekst að raða leikjum liðanna á sama tíma, bagalegt fyrir okkur sem langar að fylgjast með báðum liðum.

Up the reds!!!

40 Comments

 1. Rosalega er þetta óspennandi allt. Mér liður stundum eins og Gakpo sé United maður i Liverpool treyu. Eins og FSG hafi kíkt einn dag á skrifstofuna og ákveðið og ná leikmanni sem var í umræðunni þann dag og call it a day. Þetta lið okkur litur bara ekki vel út a pappir og hvað þá á velli.

  Ég ætla nú samt ekki að fara að spá öðru en sigri og hendi a þetta 1-0 og Gakpo með markið. Salah má eiga stoðsendinguna.

  FSG OUT

  Áfram Liverpool og áfram Klopp!

  7
 2. “Hugtakið “dodged a bullet” kemur hér upp í hugann, þetta hljómar a.m.k. ekki eins og Klopp leikmaður.”

  Annað en Virgil van Dijk…

 3. Úff Gomes og Elliot byrja. Hvorugur heimsklassa og gæðin droppa.

  Vinnum þetta samt.

  1
  • Ég finn amk. engan sérstakan spenning. Ætli sé í lagi að sleppa því að horfa?

   1
 4. Það þarf einhver að senda Robbo í hjólastillingu og réttingu. Hann er rangskreiður. Stefnir alltaf í öfuga átt.

  2
 5. Er ekki umhugsunarefni fyrir okkar lið að það séð að detta niður á svipuð getu og Brighton.

  3
  • Það er eins og hann sé staddur í allt öðru leikkerfi en Liverpool mennirnir.

   3
   • væri í lagi að sjá smá ákefð frá honum, svona einu sinni. Pressar ekkert, joggar bara í rólegheitum.

    4
   • þó eina vitið væri að skipta honum út fyrir Nunez strax í hálfleik. Þetta er jú fimmti leikurinn hans, hingað til hafa þetta verið 400 mín af engu.

    3
 6. Jæja flott mark hjá Elliott. Hann á heima þarna frammi. Salah er í óstuði … eitthvað banginn og hikandi. Ferleg meðferð á færinu áðan.

  Brighton eru verðugir andstæðingar. Gríðarlega öflugir og nú slást olíuliðin um þess leikmenn.

  2
 7. Væri gaman að sjá Darwin koma inn á seinni fyrir Gakpo. Vantar dálítið kaos þarna frammi. Hollendingurinn er fastur í fyrsta gír.

  3
 8. Trent byrjar seinni hálfleik með því að senda boltann tvisvar í röð beint á mótherja og missa svo Mitomi inn fyrir sig í n-ta skipti. Þetta eru nú meiri slappheitin í manninum sem “sér það sem aðrir sjá ekki”.

  3
  • Um leið og ég skrifaði þetta kom Milner, 107 ára, inná fyrir Trent! Og byrjaði með glæsisendingu fyrir. Jæja, Trent…

   3
 9. Úfff…er ekki skilafrestur á Gakpo?. Hvað voru menn að spá að eyða peningum með þessum kaupum. Hann gerir meira ógagn þarna inná.

  7
  • Kjaftæði hann er búinn að gera fullt af góðum hlutum í þessum leik….

   6
 10. Arnold alveg getulaus sem varnarmaður og ef hann er ekki að renna upp kantinn og búa til eitthvað þá er hann ekki merkilegur.

  5
  • Hann átti nú fína vörslu á línu í fyrri hálfleik.

   4
   • Sem kom upp úr enn einum arfa slökum varnarleik og staðsetningu hjá honum…..liðin senda ítrekað boltann yfir á hans svæði til að skapa usla. Virðist virka oft á tíðum mjög vel.

    1
 11. Salah er ekki skugginn af sjálfum sér. Allt annar leikmaður en sá sem við sendum frá okkur á Afcon á sínum tíma. Núna er hann hægur og ómarkviss. Ákvarðanataka úti á túni.

  Það munar um minna.

  6
 12. Ekki bara Sala. Það er bara eitthvað að hjá liðinu. Hvort það eru leikmenn eða þjálfarinn.

  4
 13. Liverpool Ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha!

  7
 14. Það er ekkert eðlilega leiðinlegt að horfa á Gakpo, kemur ekkert útúr því sem hann er að gera. Ég hef verið að verja Nunez en ég er búinn að fá nóg, fyrsta snerting hjá honum er oft eins og maðurinn hafi aldrei spilað fótbolta áður. Thiago heldur áfram að valda vonbrigðum, Gomez á alls alls ekki heima þessu liði og FSG hefur sofið alltof lengi á því að koma með endurnýjun á miðjuna. Risa krísa í liðinu. FSG OUT !!!!

  3
 15. Liverpool er í mjög djúpri lægð
  Leikmenn að spila langt undir getu og algjörlega sjàlfstrautslausir
  Held að Klopp sé búinn að missa klefan

  2
 16. Svona fer fyrir liðum sem eru tæp á sjálfstrausti, í jöfnum leikjum tapa þau.

  Þetta Brighton-lið er ekkert lamb að leika sér við og leikmenn þess eru augljóslega að eiga tímabil lífs síns en það er svo ævintýrlega langt í land hjá okkur að manni finnst eins og maður þurfi á stjörnusjónauka til að sjá þangað. Skárri leikur hjá liðinu en í 3-0 tapinu fyrir Brigthon um daginn en samt svo ótrúlega margt að, ef maður miðar við spilamennskuna undanfarin ár og stjórn leikja.

  Þetta ár er augljóslega umbreytingaár hjá liðinu en vegna þess hversu illa hefur verið staðið að leikmannakaupum undanfarin misseri (skrifast bæði á eigendur og þrjósku Klops) þá óttast ég að umbreytingaárin verði tvö ef ekki nokkur.

  Auðvitað þarf maður að sýna þolinmæði þegar svona stendur á hjá félaginu og ég held að eigendur liðsins gætu keypt sér smá góðvilja með því að fjárfesta í almennilegum miðjumanni fyrir 1. feb. Og losa sig við Chamberlain. Spara þannig pening fyrir miðjumönnum í vor en gefa yngri leikmönnum, hvort sem er Jones, Bajcetic eða Elliot, séns til að sanna sig fram á vorið.

  Nú getur Klopp alla vega ekki kvartað undan leikjaálagi og ef ég sé framfarir hjá liðinu fram á vor þá er ég tilbúinn að halda áfram að trúa. Annars þurfum við í alvörunni að huga að nýjum þjálfara (ég trúi ekki að ég sé að skrifa þetta).

  4

Brighton and Hove Albion í bikarnum

Brighton 2 – 1 Liverpool