Liðið gegn Chelsea

Liðið klárt, og Klopp er klárlega að verðlauna liðinu sem spilaði gegn Úlfunum í vikunni:

Bekkur: Kelleher, Kostas, Trent, Matip, Hendo, Fab, Ox, Nunez, Jones

Stór leikur fyrir Klopp, því þetta er leikur númer 1000 þar sem hann stýrir okkar ástsæla félagi. EDIT: 1000 leikir í heildina sem knattspyrnustjóri, ekki bara með Liverpool!

Trent er víst búinn að vera að glíma við eitthvað smá hnjask, æfði í gær, en fer ekki lengra en á bekkinn að þessu sinni. Mögulega er bara fínt að fá leikreynsluna frá Milner þarna inn í staðinn í smá tíma. Bajcetic er að fá risa tækifæri, og það er einfaldlega fyllilega verðskuldað. Nunez er klár í slaginn, en er að stíga upp úr meiðslum og byrjar því á bekk.

Aðal spurningin er kannski hvernig planið sé að stilla Elliott og Salah upp, þeir eiga það svolítið til að leita á sama svæðið, en ég ætla að veðja á að Elliott sé úti á kanti og Salah í striker stöðunni. Gæti líka alveg verið á hinn veginn, og þá sæi ég Elliott fyrir mér aðeins dýpri. Jafnvel út í 442 tígulmiðju með Salah og Gakpo uppi á topp. Gæti líka verið 4222 með Bajcetic og Thiago meira djúpa, en Keita framar vinstra megin. Þetta kemur allt í ljós.

Að venju bið ég bara um þrennt: þrjú stig, engin meiðsli, og að halda hreinu. Finnst það bara ekki til of mikils mælst.

KOMA SVO!!!

46 Comments

 1. Fari svo að við töpum þessum leik að þá ætla ég ekki að kenna Klopp um að byrja þessum 11. Þeir eiga þetta skilið eftir frammistöðu síðasta leiks og menn eins Trent, Henderson og Matip og Fab hafa ekki sýnt neitt í alltof mörgum leikjum. Áfram Liverpool!

  9
 2. Ánægður að sé verið að verðlauna strákana sem hafa verið að standa sig ..Elliot ,Bajcetic svo king Milner þarna í hægri.

  5
  • Sammála. Sérstaklega að Bajcetic fái tækifæri, hann er spennandi kostur.

   3
 3. Ég er svo sem sammála liðsuppstillingunni.
  Nunez er trúlega ekki klár að spila 90 mín, en hann mun trúlega koma inn á í seinni hálfleik.

  Við verðum að vona það besta!

 4. Sýnist Harvey byrja vinstra megin og Gakpo uppi á topp. Sjáum hvernig það reynist.

  1
 5. ó, fyrsta markið. Beint í andlitið. Fast leikatriði. Milner virðist vera skúrkurinn.

  1
 6. nauðvörn … en engar skyndisóknir. Veit ekki hvernig við ætlum að fara að því að skora

  1
 7. Er ekki kominn tími að losa okkur við Henderson. Hann dugar ekki neitt, er alltaf meiddur.

  1
 8. Orðnir eins og miðlungslið sem eru pressaðir í drasl á heimavelli.
  Þeir verða hysja upp um sig!

  5
 9. Mig langar að fá Nunez á vinstri kantinn, Salah í miðjuna og Elliott hægra megin. Kannski í hálfleik, Klopp?

  1
 10. Er liðið virkilega orðið svona helv.. lélegt, það er pínlegt að horfa á þetta

  5
 11. Finnst okkar menn hafa aðeins gefið í síðustu mínutur ég vill sjá meira af þessu í seinni þá taka þeir þennan leik !

  3
 12. ok, Klopp er búinn að átta sig á því að þessi hápressa er ekki að ganga með þennan mannskap sem er núna til staðar(kannski þegar Diaz, Jota og Bobby koma aftur) og er liðið að verjast þéttar og virkar þéttar varnarlega en er samt að gefa færi á sér.

  Þetta er greinilega leikur hjá tveimur liðum sem hafa verið að spila illa og eru með lítið sjálfstraust. Tapaðir boltar, lélegar sendingar, rangar ákvarðanir og lítið af færum einkenna þennan leik en það eru 45 mín eftir.

  Vörninn hjá okkur er ekki nógu traust og vantar einhvern leiðtoga þarna aftast sem tekur ábyrgð. Sóknin okkar er alveg steingeld þar sem Gakpo virkar pínu týndur, Elliott að koma með lítið og Salah virkar ekki eins og heimsklassa leikmaður. Jú, menn mega segja að Salah vantar meiri þjónustu en maður hefur samt séð hann komast nokkrum sinnum í stöðuna 1 á 1 á kanntinum sem ekkert hefur komið út úr.
  Ætli hættulegasti leikmaðurinn okkar sóknarlega sé ekki bara Andy og segir það annsi mikið um okkar leik.

  Það eru 45 mín eftir og verður fróðlegt að sjá hvað Klopp gerir. Hvar finnur hann opnanir hjá Chelsea.

  Ég held að Nunez fyrir Elliott væri eitthvað sem má skoða í síðari hálfleik og sjá hvort að Trent sé tilbúinn í síðustu 30 mín til að reyna að bæta aðeins í sóknarleikinn.

  5
 13. Þessi gagbo, var þetta bara one hit wonder wold cup eða hvað.
  Getur ekki rassgat

  5
 14. Vonandi kemur Nunez inni og sprengir þetta upp með sínum hraða…..verðum að fá meiri gæði í sendingarnar….

  2
 15. Þetta er ílla slæmt.
  Ef menn koma ekki betri til leik í seinni þá
  Erum við í vondum málum.

  Vill sjá hendo og nunez inn í seinni.

  1
 16. Það verður að segjast eins og er að Nunes – með öllum sínum ósköpum – er sá maður sem skapar mestan óróa á vallarhelmingi andstæðinganna. Enginn er eins duglegur að koma sér í færi og hlaupa inn fyrir vörnina.

  Væri gott að fá hann inn á.

  Það vantar mikið upp á að þessi leikur sé vel spilaður hjá okkar mönnum.

  2
 17. smá jákvæðni í bland við allan blúsinn…

  Keita hefur verið góður á miðjunni. En Gakpo… hjálpi mér…

  1
 18. Róa sig í gangrýninni. Það er engin heimsendir,erum að halda hreinu enn. Koma svo rauðir ! !

  1
 19. Shit þessi Mudrik er að fara að skora það er skrifað i skyin,
  Hann er buinn að syna miklu meir þssar 10 min en Gagbo hja okkur þær minutur sem hann hefur spilað.

  Það er nu þannig

  2
 20. ok varðandi síðustu kaup okkar: Note to self. Ef njósnateymi MU er með leikmann í sigtinu… sennilega er hann ekki neitt sérstaklega góður

  Svo er C. Jones að koma inn á. Þá færist nú aldeilis kraftur í spilið… not

  3
 21. Það tekur afskaplega á að halda með þessu liði. Þessu liði sem var á fullu í öllum keppnum á síðasta tímabili og er núna lúsheppið að vera áfram í bikarnum, dottið úr deildarbikar og er í stórhættu á að ná ekki einu sinni Evrópusæti ….

  by the way, konan gaf mér Liverpool handklæði í bóndadagsgjöf … gaman að því 🙂 YNWA

  Bleh … er mín ofsagða umsögn um þennan leik.

  4
 22. Frábært spjald hjá Curtis , langþreyttur á þessu soft play LFC liði. látið finna fyrir ykkur!!!

  3
 23. Þeir eru skapillir, Púllararnir. Fúkyrðin fljúga um allan völl.

 24. Þetta var skárra í seinni samt langt frá því að vera í lagi.
  Og Salah er hann línuvörður? Hann varla hreyfir sig frá kanntinum…

  2
 25. Oft sérstakt að sjá bakvörðinn Milner framar en Salah sem ætti í raun að spila senter. En talandi um að elta hliðarlínuna. 19.september 1979 fór ég á leik Vals og Hamburger SportVeirein. Í liði HSV voru nokkrir þýskir landsliðsmenn eins og Manny Kaltz og Horst Hrubesch. En þarna var einn enskur leikmaður. Ég fór á þennan leik til þess að fylgjast með honum. Kevin Keegan elti hliðarlínuna þennan leik og hélt þannig breiddinni.

Upphitun: Liverpool vs. Chelsea á Anfield

Liverpool 0 – 0 Chelsea