Gullkastið – Ömurleg íþróttahelgi

Það gengur gjörsamlega ekkert hjá Liverpool þessa dagana og félagið komið í töluverða krísu sem ekki er gott að sjá fyrir endan á. Úrslit helgarinnar almennt voru ekki til að bæta ástandið sama hvaða íþrótt verið er að tala um. Hentum okkur í vangaveltur um þjálfarateymið, liðið almennt, ensku deildina og vendingar þar og fréttir helgarinnar af eigendamálum Liverpool.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 412

13 Comments

  • Dj. er vont að sjá Trent standa þarna hreyfingarlausan og áhugalausan með öllu. Ég er ekki viss um að hann verði neitt betri þó hann yrði færður á miðjuna, því ekki þurfa miðjumenn að verjast minna en bakverðir.

   Það er alger synd að ekki sé búið að berja varnarhlutverkið inn í hann, því Trent býr yfir einstökum sendingahæfileikum. En þetta áhugaleysi er ferlegt.

   4
 1. Sælir félagar

  Ég geri eins og Spáll og þakka Einari og Magga fyrir að hafa þrek til að taka hlaðvarpt á þetta lið okkar sem verður sér til skammar í hverjum leik á þessu ári. Það er staðreynd að liðið er að ná hverju lágmarkinu á fætur öðru, leik eftir leik. Samt – eftir hverja skitu undanfarið hefur maður vonað að þá væri botninum náð og leiðin lægi upp á við að nýju. Því miður hefur það ekki gerst og frammistöður liðsins hafa bara versnað. Með það í huga spái ég næstu tveimur leikjum 2 – 1 og 1 – 2

  Það er nú þannig

  FSG OUT !!!!

  YNWA

  8
  • sigKARL
   í guðanum bænum hættu að drulla yfir okkar ástsæla lið Liverpool FC
   ég er búinn að halda með Liverpool síðan 1964 þegar þeir léku við KR
   og það hafa verið skin og skúrir öll þessi ár
   aldrei hef ég drullað yfir okkar ástsæla lið Liverpool þó ekki hafi alltaf gengið vel en
   fagna innilega þegar vel gengur
   það er hægt að gagnrína lið og stjóra en gerðu það þá faglega en ekki með
   ……………!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! DRULLU !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!……………………..

   9
   • Dalglish……. við félagarnir, vorum í sama liði hér um árið og gerðum góða hluti saman, hátíð í bæ, ég man eftir því og sammála þér að þetta hafa verið skin og skúrir. Ætli þessa dagana sé ekki bara úrhellis rigning miðað við gengið það sem af er þessa tímabils, gengur hvorki né rekur.

    En ég ætla nú að taka upp hanskann fyrir Sigkarl þar sem hann er nú ekki með neitt drullumall að mínu mati, segir bara sína skoðun umbúðalaust enda gengið verið ömurlegt það sem af er. Ég sjálfur hef einhvern tímann þakkað Kopverjum fyrir að halda úti þessari síðu sem jafnast á við bestu (og ókeypis) sálfræðiþjónustu þar sem ég of fleiri höfum látið gamminn geysa og ausað úr skálum reiði okkar þegar illa gengur.

    Allra best að fá sér einn kaldan og hlusta á Gullkastið…… gæðastundir og ég sultuslakur þar á eftir og hlakka til næsta leiks.

    Mæli með að þú gerir slíkt hið sama. :O)

    YNWA

    7
   • Vel mælt Souness! Að sjálfsögðu má Sigkarl tjá sínar skoðanir hér eins og allir aðrir. Og sumir ættu hreinlega að skoða í eigin barm þegar orðalag og drullumokstur er annars vegar. Ég sendi Kopverjum mínar innilegustu þakkir fyrir að halda þessari síðu úti – og Gullkastinu. Í mínum huga er kop.is ómetanlegur vettvangur fyrir veika Liverpool-aðdáendur og flokkast undir bráðnauðsynlega heilbrigðisþjónustu.

    3
 2. Það rignir slúðri um Quatar. Ætli við séum á leiðinni í þann hundskjaft? Sennilega verða öll lið meira og minna komin í eigu olíufursta áður en langt um líður…

  2
  • Þetta er þróunin og við verðum bara taka þátt! Olíufurstarnir í miðausturlöndum að leika sér með milljarðana sína og keppa sín á milli hver á besta liðið. Þá er nú gott að við erum með Klopp í okkar liði, besti stjórinn sem vonandi fær þann stuðning peningalega séð sem hann á skilið!

   2
  • Henderson14, Ég veit ekki hvor er meiri hundskjaftur FSG eða olíufurstar frá miðausturlöndum
   það er engin munur á drulluni sem kemur frá BNA eða skítnum frá miðausturlöndum.
   Ég vona að nýir eigendur leggi það til sem þarf svo Liverpool verði aftur stærsti og sigursælasti klúbburinn á Englandi!

   FSG out og það STRAX!

   1
 3. Sæl og blessuð og takk fyrir podkastið.

  Allt er óútreiknanlegt – ekkert er útreiknanlegt. Það sem rís, sígur og öfugt.

  Leikur í kvöld. Ég ætla ekki að hætta að vera bjartsýnn. Það býr miklu meira í þessu liði en það hefur sýnt. Nú spyrnum við í hafsbotninn á tólf feta dýpi og dúndrum okkur upp á yfirborðið.

  Vinnum 0-3 og ekkert rugl. Markareikningur opnaður upp á gátt.

  5
  • Góður Lúðvík og vel mælt! Ég fyllist bjartsýni fyrir kvöldið við þessi orð þín og skyndilega koma upp orð Bill Shankly þegar hann lýsir því hvað hann vill að sínir menn geri fyrir sig í leik…..

   “…….to run through a brick wall for me then come out fighting on the other side.”

   Vondandi hafa okkar menn það hugfast í kvöld!

   4
 4. Engin leikur er tapaður fyrirfram ! ENGIN ! Nú er bara að mæta til leiks, berjast og sýna HJARTA !
  Vinnum þetta 1-3.

  KOMA SVO RAUÐIR ! ! !

  2
 5. Hér er mjög áhugaverð grein á síðunni Anfield Index þar sem fjallað er um leikmannamál Liverpool frá því Klopp tók við liðinu. Skv. greiniinni liggur vandi Liverpool f.o.f. í linku Klopp eða klúbbsins við að losa sig við leikmenn sem áttu ekki lengur heima í þessu liði, t.d. v/aldurs eða síendurtekinna meiðsla. Skora á alla að lesa þetta.
  https://anfieldindex.com/53744/jurgen-its-time-to-say-goodbye.html

Wolves – Liverpool í FA bikarnum

Liðið gegn Úlfunum í bikarnum