Stelpurnar heimsækja United

Held það sé full ástæða til að færa fókusinn aðeins af hörmungum gærdagsins, og það vill einmmitt svo skemmtilega til að stelpurnar okkar eru að koma til baka eftir rúmlega mánaðar pásu. Þær hefðu átt að spila síðast 11. desember, en þeim leik var frestað vegna vallaraðstæðna á heimavelli Leicester.

Í millitíðinni hafa orðið tilfærslur í leikmannahópnum. Tveir leikmenn eru farnir: Chelsea kölluðu Charlotte Wardlaw úr láni, orðið á götunni er að þar ráði óánægja með hversu mikinn spilatíma hún fékk. Vissulega var hún ekki að byrja leiki að jafnaði, en eitthvað segir manni að hún fái ekkert mikið fleiri tækifæri með aðalliði Chelsea. Hinn leikmaðurinn sem fór er Gilly Flaherty, en hún er einfaldlega hætt að spila fótbolta. Hún missti pabba sinn um jólin – reyndar munu leikmenn spila með sorgarbönd í dag vegna þess – og það ásamt því að hún var orðin leikjahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi varð til þess að hún ákvað að segja þetta gott. Mögulega spilaði eitthvað inn í að hún var ekki búin að fá neitt sérstakar móttökur frá Liverpool aðdáendum, skal ekki segja.

Í staðinn hafa komið þrír leikmenn: danski leikmaðurinn Sofie Lundgaard kom frá Fortuna Hjorring, og hin japanska Fuka Nagano kom bara í gær frá bandaríska liðinu North Carolina Courage. Báðar eru þær ungar og spila báðar á miðjunni: Sofie er 20 ára og Fuka er 23ja ára, Sofie tekur skyrtu númer 15, og Fuka tekur við áttunni af Wardlaw.

Síðasti leikmaðurinn sem kom ætti að vera okkur að góðu kunn: Gemma Bonner, fyrrum fyrirliði Liverpool og áður leikjahæsti leikmaður kvennaliðsins kom til baka eftir að hafa spilað í Bandaríkjunum í einhvern tíma. Þetta eru ansi áhugaverð tíðindi, og spurning hvað þetta þýði varðandi tvennt: fyrirliðastöðu Niamh Fahey, og þá staðreynd að Ashley Hodson var nýbúin að ná Gemmu varðandi fjölda leikja með félaginu. Lang líklegast að Gemma verði aftur leikjahæsti leikmaður félagsins innan skamms, enda lítur ekki út fyrir að Ashley Hodson sé yfirhöfuð í plönum Matt Beard. Held það sé alveg ljóst að nú þegar Leanne Kiernan er meidd, að þá hefði verið rakið að kalla Ashley úr láni frá Birmingham, en það hefur ekki verið gert.

En semsagt, næsti leikur hefst núna kl. 14:05, og þá mæta stelpurnar okkar í heimsókn til United. Andstæðingarnir hafa verið á hörku siglingu, og eru í skottinu á Chelsea og Arsenal, en Lundúnaliðin mætast einmitt á sama tíma í dag. Ekki hjálpar að okkar konur þurfa ekki bara að díla við fjarveru Kiernan, heldur er Katie Stengel ekki heldur í hóp:

Laws

Fahey – Bonner – Campbell

Koivisto – Holland – Matthews – Hinds

van de Sanden – Daniels – Lawley

Bekkur: Kirby, Robe, Kearns, Furness, Humphrey, Lundgaard

Fuka Nagano nær ekki í hóp, en bekkurinn er annars frekar þunnur: Cumings er ekki til reiðu, Hannah Silcock er líka hvergi sjáanleg, sem og Rhiannon Roberts. Ekki gott að segja hvort það séu meiðsli sem eru að hrjá þær allar, upplýsingagjöfin varðandi slíkt er talsvert lakari heldur en hjá strákunum.

Leikurinn er sýndur á The FA Player eins og venjulega, og eins verður hann sýndur á BBC1.

Það er á brattann að sækja hjá stelpunum okkar, en vonum að þær nái góðum úrslitum í dag, geðheilsa okkar hefði svo gott af því.

KOMA SVO!!!

Ein athugasemd

  1. Talað um það í lýsingunni að Katie Stengel hafi orðið fyrir höfuðmeiðslum á æfingu í gær. Klárlega skarð fyrir skildi.

Brighton 3-0 Liverpool

Er liðið komið á endastöð með Klopp?