Er liðið komið á endastöð með Klopp?

Staðan á liðinu í dag er ömurleg.
Liðið bitlaust innan vallar sem utan og við stuðningsmenn liðsins þurfum að horfa á liðið okkar versna hægt og rólega á meðan að önnur lið hafa undanfarinn ár verið að kaupa, kaupa og kaupa svo aðeins meira af leikmönnum.
Við þurfum nýja eigendur sem eru tilbúnir að fjárfesta í leikmönnum en þessar pælingar eru ekki aðallega um það (allir stuðningsmenn liðsins eru sammála þessu og þarf ekkert að ræða þetta endalaust)
Vandamálið er samt ekki bara að okkur vantar nýja leikmenn heldur þarf að kafa aðeins dýpra og held ég að Klopp þarf að taka mikla ábyrgð á gengi liðsins og það sem meira er ég held að hann veit það og gerir það.

Þetta var nokkuð sterkt lið á pappír í gær hjá okkur. Hvaða stjóri myndi ekki vilja hafa Alisson í markinu, Andy/Trent í bakverði, sterkt miðvarðarpar, Salah, Gakpo framarlega á vellinum með miðjumenn eins og Thiago og Fabinho.
Vandamálið er að þessir leikmenn og liðið í heild er ekki að virka saman. Við vorum eitt sinn það lið sem hljóp liða mest og það í bland við hæfileika leikmanna gerði það að verkum að við vorum óþolandi andstæðingur. Í dag vilja allir spila við okkur því að það er hlægilega auðvelt. Liggja til baka og keyra á okkur eða það nýjasta er að hlaupa einfaldlega yfir okkur sem var óhugsandi fyrir nokkrum árum.

Nú virkum við eins og lið sem er alveg búið á því líkamlega og andlega. Lið eru að hlaupa meira en við en við erum samt að spila eins og lið sem ræður við hápressu bolta en það sorglega er að við gerum það alls ekki en það er mín helsta gagnrýni á Klopp þessa dagana.
Klopp verður að átta sig á þessu og það er ekkert að því að detta aðeins til baka og þétta liðið, það er ekkert veikleika merki heldur einfaldlega við að bregðast við aðstæðum að okkur vantar fullt af sóknarvopnum og erum ekki með eins sprækar fætur og við vorum með.

Svo er annar þáttur. Klopp vill spila þessa hápressu en það er eins og leikmennirnir séu ekki tilbúnir í að fórna sér í þetta verkefni. Sem er andstæðan við það sem hefur einkennt okkar lið undanfarinn ár. Eru leikmenn hættir að hlusta á hann eða hvað?

Það hefur tekið helvíti á síðasta tímabil að vera en eina ferðina nálægt deild og meistaradeildarbikar en ná ekki alveg að klára og svo er helvíti svekkjandi að sjá Man City taka down tímabil á sama tíma og við því að stiga söfnun okkar undanfarinn ár hefði slátrað tímabilinu sem nú er í gangi.

Hvað er þá hægt að gera í dag ef eigendur vilja ekki styrkja liðið og Klopp og strákarnir virðast ekki alveg tilbúnir í leiki?
Við sófa sérfræðingarnir erum ekki með töfralausnir en þurfum einfaldlega að hafa trú á Klopp og að hann nái að snúa þessu við en það þarf að gerast helst í gær því að þetta tímabil er farið að líkjast mörgum tímabilum sem við upplifðum áður en Klopp mætti á svæðið.

Er liðið komið á endastöð undir stjórn Klopp?
Mín tilfinning er Nei það er það ekki. Klopp er heimsklassa stjóri og við erum með nokkra heimsklassa leikmenn. Það þarf að finna lausnir á þessu vandamáli og á meðan að við erum að ganga í gegnum þetta milli bill ástand á leikmannahópnum þá mun þetta líta illa út. Ég spái því að við munum komast aftur á skrið en hvort að það verður of seint kemur í ljós.

Það sem maður sér er samt að við erum að búa til nýja framlínu hjá liðinu og hún virkar alveg spennandi Nunez, Diaz, Jota og núna Gakpo með Doak alltaf að banka á dyrnar svo er Elliott líka mjög spennandi. Næsta skref er að fá ferskar fætur á miðjuna og setja allt í gang aftur.

YNWA – Mín skilaboð samt til Klopp og strákan í dag er : Rífið ykkur í gang þetta er ekki boðlegt.

p.s Fyrst að þetta er samt að fara til fjandas þá vill ég samt sjá kappa eins og Doak, Carvalho og Elliott ná sér í reynslu í leikjum en að gefa köppum eins og Ox/Keita mín en þeir eru klárlega að fara í sumar.

30 Comments

 1. Mitt einfalda svar við spurningunni “er liðið komið á endastöð með Klopp” er grjóthart nei.

  Hópurinn er ekki búinn að jafna sig að fullu eftir klikkaða keyrslu síðasta tímabils held ég að sé ástæða þessa hruns í gæðum, auk hins augljósa varðandi meiðsli lykil leikmanna.

  Öll önnur lið í heimsfótboltanum eru bókstaflega með það í kvöldbænunum sínum að Klopp fara frá Liverpool.
  Og hvaða þjálfari ætti þá að koma í staðinn ef hann færi? Gerrard?
  Nei alls ekki, styðjum frekar við manninn sem er búinn að gefa okkur svooo mikið síðan hann kom og gefum honum frið til að vinna liðið útúr þessar krísu.

  FSG þurfa að koma með beina innspítingu til leikmannakaupa, auk þess að hreinsa út leikmenn sem eru búnir með sitt besta þurfa að fara svo uppbyggingin geti átt sér stað.

  22
  • ennþá að jafna sig eftir keyrslu síðasta tímabils?

   Tímabilið í fyrra kláraðist í maí, nú er kominn janúar og flestir leikmennirnir nýkomnir úr 5 vikna fríi og aldrei virkað þreyttari.

   5
   • Það sem hann á líklega við er að þetta reynir rosalega á andlegu hliðina að vera alltaf nálægt stórum verðlaunum en ná þeim ekki.

    Það er erfitt að gíra sig aftur í gang því að síðasta tímabil var gríðarlega erfitt.

    9
  • Við skulum hafa það á hreinu að hlaupatölurnar tala sýnu máli. Það er ekki Klopp sem þarf að hlaupa. Það eru leikmennirnir. Ef þeir gera það ekki þá hafa þeir ekkert erindi í okkar Klopp Proven kerfi.

   Mesta sjokkið í ár er að horfa upp á aumingjaskapinn í Fabinho. Það er eitthvað bilað þar í kollinum því hann er skokkandi meðalmennska!! Og èg er búinn að fá nóg af því!!! Hann þarf að fara.

   Aðrir valkostir eru svo númer of litlir í hlutverkið.

   Staðan er óþolandi í mánuði þar sem fèlagsskiptaglugginn stendur galopinn!! Og bara ekkert að frètta!!!

   Það að sleppa því að bæta miðjuna núna gæti kostað liðið miklu meira en að eyða í þekkta stærð af leikmanni. FSG hefur verið að sýna sitt rétta andlit núna ?

   3
   • Sammála þér með Fabinho, hann hefur verið verulega slakur og hann vantar allt kjöt á beinin í eiginlegri merkingu.

    1
 2. “Við þurfum nýja eigendur sem eru tilbúnir að fjárfesta í leikmönnum en þessar pælingar eru ekki aðallega um það (allir stuðningsmenn liðsins eru sammála þessu”

  Ég er reyndar ekkert endilega sammála þessu!!

  Þetta getur mögulega verið rétt, en mér finnst bara of snemmt að ákveða það á þessum tímapunkti. Síðan við unnum FA bikar og enduðum í öðru sæti, er ekki einu sinni liðið hálft tímabil!! Hálft tímabil er bara ekkert mjög langur tími.

  Auðvitað þarf að styrkja liðið, og það er æpandi hvað það vantar styrkingu á miðjunni!! En það eru ekki einu sinni liðnar tvær vikur síðan keyptur var leikmaður fyrir 50 millur!! Afhverju var ekki keyptur miðjumaður ?

  Mér finnst þetta stundum eins og ef ég væri endalaust að tuða í konunni um að það vanti mjólk í ískápinn… ég myndi minnast á þetta á hverjum degi! Svo lætur hún mig loksins hafa pening fyrir mjólk, og ég hleyp útí búð og kaupi snakkpoka fyrir peninginn, og er ekki fyrr kominn heim úr búðinni, en ég fer að segja henni að það vanti ennþá mjólk!!

  Við vitum svo sem ekkert hverjir ákveða endanlega hvaða maður/menn eru keyptir. Þar með er ekkert víst að FSG hafi verið með puttana í því. Mögulega treysta þeir bara þeim sem fer með knattspyrnulega stjórn.

  Það er auðvitað ekkert kominn tími á Klopp. Hann getur enn lagað þetta. Fyrir utan að geta það, þá eigum við auðvitað bara að sýna honum þá hollustu sem hann á skilið, fyrir að hafa komið okkur þangað sem við erum.

  En það er alveg ljóst í mínum bókum, að það er verið að gera eitthvað vitlaust. Klopp er oft þrjóskur, bakkar ekki með ákvarðanir. Það hefur komið honum í fremstu röð, en er verra þegar hlutirnir ganga ekki upp.

  Það þurfa ALLIR að líta í eigin barm. Þjálfarareymið, leikmenn, eigendur, sjúkraþjálfarar, og bara allir!!

  Eru leikmennirnir búnir að missa trúna á Klopp ? Orðnir þreyttir á honum ? Það munum við aldrei fá að vita. En fyrir mitt leyti myndi ég fyrst losa mig við alla leikmennina, áður en ég léti Klopp fara. Ef það lagaðist ekki, þá myndi ég skoða að Klopp þurfti að fara!!

  Ég er heldur ekki búinn að útiloka að einn leikmaður í viðbót verði keyptur í þessum glugga, þó það sé ekki líklegt.

  9
 3. Ég er ekki á því að Klopp eigi að fara svo einfalt er það!

  Það eru jú gæði í þessum hóp eins og þú nefnir enn það eru líka alltof margir postulín vasar og leikmenn sem eru ekki í þeim klassa að þeir ættu ekki að vera að spila fyrir stórveldið Liverpool.

  Keita, Ox, Joe Gomes, Konaté og Arthur Melo, Joel matip eru allt meiðslapésar (postulín vasar)!
  mest vonbrigðin í mínum huga er Naby Keita, honum var ætlað stórt hlutverk hjá Liverpool enn hann er í raun ekkert annað enn okkar paul pogba, það hefur ekkert komið út úr gæjanum!

  Aðrir leikmenn sem ég tel að séu komnir á endastöð eða eru ekki nógu góðir til að spila á hæsta leveli.
  Jordan Henderson, James Milner (frábær leikmaður þegar hann var upp á sitt besta en er bara orðin 79 ára gamall) Nat phillips, Curtis Jones.

  Ég vil sjá Jurgen Klopp áfram undir nýjum og mun fjársterkari eigendum.
  Eignahaldið er lang stærsta vandamálið, FSG er svo mörgum númerum of litlir til að eiga stórveldi eins og Liverpool FC. FSG eru kannski ágætir til að eiga Stoke, Fulham eða Everton, enn ekki Liverpool!

  FSG out og það STRAX!

  5
  • Ég vil bara minna þig á að Fulham er FYRIR OFAN Liverpool í töflunni.

   3
   • Henderson14, það er allveg rétt hjá þér 😉

    Ég setti þetta meira fram í kaldhæðni svona til að minna á ríg okkar við hitt litla liðið í Liverpool borg 😉

    2
 4. FSG var líka í fyrra og þetta eru nánast sömu leimennirnir,FSG out gerir ekki neitt á þessum tímapunkti.
  Og hvað svo nýir eigendur og allt breytist, nei. Við yrðum með sömu menn og sama þjálfara og sömu skitu.

  Klopp er buinn eins og allir sögðu um Klopp nema við poolarar þ.e. á 7 ári kemur skitann ég bara vissi ekki að það yrði niðurgangur.

  Og að hópurinn þurfi að hvíla sig svona mikið og andlega hliðin og eg veit ekki hvað.
  Það hlytur allavega að opnast fyrir bros þegar það eru manaðarmót og menn eins og Salah sja launaseðilinn.

  Andlega hliðinn og þreytta, þvilik nalgun, þetta eru atvinnumenn

  7
  • IngvarS, ÉG lifi í þeirri von að með nýjum eigendum verði hreinsað til í hópnum
   og farið í efstu hilluna í leit af leikmönnum.

   Um þessa fullyrðingu þín um þessi sjö ár hjá Klopp ættla ég ekki að tjá mig um
   Ég bara get ekki svarað því, ég bara hef ekki skotheld gögn undir höndunum sem 100% sannreyna það?

   Ég held að fáir eða engin af þessum leikmönnum sem er að spila fótbolta þarna eigi ekki fyrir salti í grautin, það sem skapar þetta sem þú kallar andlega hlið er samfélagstengdur nútíma aumingjaskapur sem tröllríður öllu í samfélögum í dag því miður.

   4
  • Þessi 7 ára skita hefði ekki komið með almennilegri endurnýjun á hópnum

   5
 5. Það sem vantar er fjarmagn til leikmannakaupa en við eigum og verðum að halda í Klopp. Það er nauðsynlegt að bæta í leikmannahópinn með markvissum hætti og ekki nóg að kaupa bara efnilega leikmenn. Í dag vantar okkur miðvallarleikmann með mikl hlaupagetu og orku til að,lífga liðið við.

  4
 6. Liverpool er í dag með fjölda heimsklassa leikmanna. Klopp hefur valið að fá þessa leikmenn í liðið. Þarna eru stjörnur sem öll alvöru lið gætu notað í byrjunarlið. Eitthvað er þess valdandi að þeir eru ýmist meiddir langtímum saman eða þá að þeir spila eins og þeir séu á síðustu metrunum. Er það þessi endalausi hápressubolti sem er að ganga frá liðinu og ef svo er, hver ber þá ábyrgð á því ?

  6
 7. Klopp hefur engu að tapa og ætti að skipta hressilega um mannskap í næsta leik. Taka þessa menn út af sem eru algerlega sprungnir og áhugalausir.

  Spila tígulmiðju með Bajcetic í sexunni (Fabinho út), Elliott hægra megin á miðjunni, Keïta vinstra megin, Carvalho í tíuna, Doak á hægri vænginn (Salah út) og Gakpo á vinstri vænginn. Helst þyrfti að taka Trent út af líka, en er ekki nýi skoski strákurinn ennþá meiddur? Svona uppstillingu myndi ég vilja sjá gegn Úlfunum á þriðjudaginn.

  4
  • Jæja þér hefur semsagt ekki fundist nógu mikill niðurlæging að tapa síðasta leik með þrem mörkum gegn engu þannig að þú vilt setja unglingana inná svo það verði öruggt að við töpum ennþá stærra.

   • Bring it on, segi ég! Þetta verður ekkert verra með yngri leikmönnum. Eða ertu sáttur við Fabinho og Hendó?

    4
   • Ef svo ólíklega skyldi vilja til að Darwin Nunez væri orðinn heill heilsu á þriðjudaginn, þá má hann vera vinstra megin fremst í staðinn fyrir Gakpo.

    1
   • Henderson. Fabinho og Thiago hafa verið lélegir þannig nei held að ungu strákarnir verði ekki verri en rað töpin og 10 sætið í dag.
    Vill sjá Bajectic inná ekki Keita það má selja þennan meiðsladurg ásamt Ox strax.

    3
 8. Og Salah hefur ekki gert diddly shit í heilt ár þannig að nú væri upplagt að selja hann fyrir mokfé og hefja endurnýjun á liðinu. Ég myndi þúsund sinnum frekar vilja Bellingham en Salah í mitt lið. Það er nú þannig (kveðja til Sigkarls).

  5
  • Og ég er ekki að grínast. Ég er viss um að Al-Nassr myndi kaupa hann á stundinni, til að fóðra Ronaldo.

   3
 9. Ég vona að hann selji óx og keita. Og kaupi tvo Ruben nerves og declan rise. Og einn góðan CB.

  4
  • Það er svo sem allt í lagi að fara eftir Ruben Neves og Bellingham og einhverjum góðum til spila við hliðina á van Dijk

   2
 10. Get ekki beðið eftir næsta Gullkasti. Verður það eftir Úlfa-leikinn á þriðjudagskvöld?

  1
  • Ég er satt best að segja ekkert spenntur fyrir einhverjum popköstum þessa dagana eins og staðan er, við eru pikk fastir í djúpum dal af neikvæðni og verðum það áfram fram á sumarið
   ég væri mest spenntur fyrir popkast þættinum þegar að nýjir eigendur verða kynntir til sögunar

   3
 11. Skilst að við séum að fá einhverja eigendur frá Qatar sem eru vonandi þá að koma með skrilljarða handa besta þjálfara veraldar. Það verður eitthvað!

 12. „Er þetta rétti tíma­punkt­ur­inn til þess að styrkja sig? Ég get ekki séð það,“ svaraði snillingurinn Klopp þegar núna spurður um frekari styrkingar í þessum leikmannaglugga. En, það má ekki gagnrýna Klopp vegna þess að hann hefur gert svo mikið fyrir liðið! Reynið að vakna Liverpool-menn. Liðið er að stefna í sömu stöðu og það var þegar Klopp tók við.

Stelpurnar heimsækja United

Wolves – Liverpool í FA bikarnum