Byrjunarliðið gegn Brighton

Meiðsli herja á okkar menn og fáum við því undarlegan bekk í dag en liðið sem mætir Brighton er svona

Bekkur: Kelleher, Gomez, Tsimikas, Milner, Keita, Elliott, Carvalho og Doak

Fréttirnar því réttar Nunez og Firmino ekki með og því litlir möguleikar sóknarlega í dag og ljóst að Salah og nýji maðurinn Gakpo þurfa að stíga vel upp í dag.

95 Comments

  1. Nær Gakpo að bjarga þessu liði eða er þetta búið spil það kemur í ljós á eftir.

    3
    • Spilið er búið hvað varðar deildina í ár. En þetta lið á helling eftir (með vel útfærðum styrkingum og endurnýjun).

      3
      • Maður vill náttla ekki afskrifa þá alveg en það er búið að vera erfitt að fylgjast með þessu downfall í slow motion

        2
  2. “fáum við því undarlegan bekk í dag” ? Nú skil ég ekki alveg.
    Þrátt fyrir mikil meiðslavandræði erum við Kelleher, Gomez, Tsimikas, Milner, Keita, Elliott, Carvalho á bekknum sem er furðulega mikil breidd. Ég hef nú séð það svartara en þetta t.d fyrir tveimur árum þegar liðið var orðið miðvarðarlaust og annar hver leikmaður á sjúkrabörunum.

    Af þeim sem eru núna meiddir eru 5 leikmenn sem væru í okkar sterkasta hópi. Diaz, Firmino, Jota, Nunez og Van dijk. Það er vissulega mjög bagalegt og mikið en fjarri því að vera mesta meiðslahallæri sem fyrirþekkist í klúbbnum okkar.

    Ég efast ekki sekúndu að gæðin hjá þessu liði er til staðar en það sem vantar er að finna takt og leikform. Sem stendur erum við ekkert betri en Brighton en eftir t.d fimm leiki gæti staðan verið orðið önnur.

    5
  3. Varla að ég leggi í að horfa á þennan leik. Það koma engir nýir leikmenn í janúar – og líklega gerist núll komma ekki neitt fyrr en félagið verður selt. Útmánuðir gætu orðið mjög magrir í ár.

    4
  4. Trent að bjarga 2svar núna á stuttum tíma..þeir eru að labba í gegn um vörnina hjá okkur

    5
  5. Sæl og blessuð.

    Ekki er nú byrjunin beysin. Miðjan galopin og vörnin er nauð-vörn. Gakpo á vonandi eitthvað meira inni…

    6
  6. Smá ágjöf svona í byrjun en vonandi hressist Eyjólfur 🙂 Skil samt engan veginn dómgæsluna og ósamræmi í dómgæslu á milli leikja.
    En áfram gakk og þrjú stig í hús 🙂
    YNWA

    3
  7. Hreyfanleikinn í liðinu lítill og nákvæmni í sendingum að sama skapi döpur. Skelfilegt að skoða tölfræðina eftir c.a. fyrstu 20 mínúturnar, t.d.

    Accurate passes
    Brighton 137(90%)
    Liv 74(80%)

    Það er eitthvað mikið að hjá liðinu okkar.

    5
  8. Klopp orðinn eins og asni á blaðamannafundum. Algerlega búinn að missa kúlið. Aumkunarvert og dapurt hvernig menn geta hrunið innanfrá.

    4
    • Skelfing getur þú verið neikvæður Kristján….
      væri ekki betra að hrósa Klopp fyrir það sem hann hefur gert fyrir Liverpool

      7
    • hvað vilt þú að hann segji á blaðamannafundunum, vilt þú að hann sagði að eigandinn hafi engan áhuga að styrkja liðið?
      Ef Klopp vill missa starfið á morgun myndi hann gera það, Ég finn til með Klopp, hann er alltof góður þjálfari til að vera í þessari stöðu að þjálfa miðlungslið.

      2
  9. Planið hjá Klopp er augljóst. Pressa fremstu varnarlínuna á 4-6 leikmönnum hverju sinni vegna þess að hann veit að þeir vilja spila boltan frá markmanni en einmitt þessvegna verður stóri vandinn til. Leikmenn Brighton komast of oft í gegnum þessa hápressu og fyrir vikið erum erum við oft galopnir. Þetta leikkerfi stendur og fellur á því að liðið komist ekki gegnum hápressuna. Það má alveg gerast öðru hvoru en ekki svona oft. Fyrir vikið er Brighton búið að vera mun betra í leiknum.

    2
    • Já menn komnir með göngugrindur á miðjuni.
      Og svo arfaslappur ox til að spæsa þetta upp..ekki nota flottu strakana…Bajectic..carvalho..elliot ..doak.. neibb OX

      7
  10. Ekki þorir maður að setja miklar kröfur á þetta lið, en fyrr má nú aldeilis vera!!! Þetta er vandræðalegt!

    6
    • Er ég einn um að finnast ox skemma allt spil óþolandi að horfa á hann þarna hann getur ekki haldið boltanum né sent hann frá sér hann hlýtur að vera svona svakalega góður á æfingum….

      3
  11. Orðið eiginlega óafsakanlegt hvað þeir eru orðnir lélegir þetta er rannsóknarefni eitt og sér í eh heimildaþátt.

    7
  12. Gott í fyrrihálfleik: Staðan er 0-0. Slæmt: Nenni ekki að skrifa þá langloku. Trú ekki öðru en það verði skiptingar í hálfleik, en hverjir fara útaf er mjög erfitt að segja til um.
    Koma svo….. 🙂
    YNWA

    2
  13. Sjá þennan Fab, eins og hann sé bara þarna í sunnudags bumbuboltanum.. hrikalegt

    5
  14. Ox á a vinstri, er svona svipa? og thegar Gylfi var hjá Tottenham ad spila s?mu st??u…
    Gerir ekkert fyrir lidid.

    Eina jákvæ?a ì dag er 0-0 ì hálfleik

    4
  15. yfirspilaðir í fyrri hálfleik.

    Miðjan þeirra að valta yfir okkar.

    3
  16. Samkvæmt þessum hálfleik er Brighton stóra liðið. Þeir eru búnir að vera miklu betri. Valkostirnir eru þrír að mínu mati.

    A)Fínelesera þessa hápressu svo þessi leki hætti. Klopp er oft góður að sjá smáatriðin.

    B) Skipta inn leikanni eins og Elliot sem býr yfir mikillri hlaupagetu í þeirri von að auka kraftinn í liðinu og hápressunni.

    C) skipta um leikkerfi og liggja aðeins aftar. T.d ekki vera með bakverðina svona framarlega og fara meira í að spila boltanum í fleirri sendingum. Koma ró á liðið.

    Persónulega held ég að Klopp reyni við A möguleikann. Það er mín reynsla af honum. Fyrst við erum enn á lífi – á liðið enn möguleika á að ná einhverju úr þessum leik. Samkvæmt þessari framstöðu væri Jafntefli fyrirtaks útkoma fyrir okkar lið. Enda liðið gjörsamlega á hælunum.

    2
  17. Liverpool heldur ekki bolta. Þeir hirða hann af okkur um leið og við fáum hann. Svona eins og við gerðum einu sinni.

    3
  18. Sælir félagar

    Liðið okkar spilar eins og slakt miðlungslið. B&HA með öll völd á vellinum. Salah og Uxinn slökustu menn Liverpool af engum góðum. Frammistaða miðjunnar svo skelfileg að maður hefur ekki séð það öllu lakara og er þá langt til jafnað. Liðinu virðist fyrirmunað að spila fótbolta. Ein spurning hér í lokin: er það rétt að Alex Oxlade sé hundsnafn á Englandi? Nei ég veit það ekki og bara spyr.

    FSG OUT og það strax
    Það er nú þannig
    YNWA

    4
    • Skelfilegt að lesa þetta bull Sigkarl
      Afhverju ferðu ekki niður á tjörn að gefa bra bra brauð
      heldur enn að hrauna yfir liðið okkar Liverpool

      9
  19. Þetta er hægasta miðjan í enskaboltanum. Þeir hreyfast ekki. Fab hann má bara fara ef hann ætlar að spila áfram svona.Kemur ekkert út úr honum

    5
  20. Liverpool getur ekki hlaupið lengur ..þannig að gegenpressing virkar ekki það er ástæðan fyrir þessu fyrst og fremst ..ultra hægir miðjumenn sem urðu 5 árum eldri á 1 ári.
    Sóknin getur ekki dribblað ..Salah reynir en lítur í raunini bara mjög illa út..hann er stundum kominn í miðvörðinn til að fá boltan þetta er svo sorglegt.
    Gakpo..hann veit ábyggilega ekkert hvað hann er að gera þarna og ég kenni honum ekki um það.
    Ox ..nei ég fer ekki þangað.

    4
  21. Ömurlegar fyrstu 45.

    Liðið er alveg galopið varnarlega og nær ekki að halda bolta sóknarlega.
    Hápressan ekki að virka en eina ferðina og eiginlega fáranlegt að Klopp sjái það ekki að miðjan okkar ræður ekki við þessi hlaup(tími Salah, Mane, Bobby, Hendo, Gini og Fab er liðin).

    Gakpo virkar alveg týndur þarna fremst, Salah lítur út eins og meðal maður og Ox er meðal maður í besta falli í dag.
    Thiago nýtist ekki því að við höldum ekki bolta og ekki er hann góður í pressu, Hendo öskar en lítið að frétta með aðra þætti, Fabinho fór úr því að vera heimsklassa djúpur miðjumaður í að virka alltof seinn.
    Trent/Andy geta ekki tekið þátt í sókninni því að það er svo mikið að gerast varnarlega og Matip/Konate líða ekki vel saman á boltanum enda að tapa honum aftur og aftur.

    Góðu fréttirnar eru bara þær að staðan er jafntefli og ef einhver myndi bjóða mér það núna fyrir þennan leik þá myndi ég taka því.
    Ef við finnum ekki lausnir fyrir síðari hálfleik þá endar þetta bara einfaldlega með tapi enda heimamenn mjög áræðnir og góðir í að halda bolta.

    Hvað er þá hægt að gera í þessu? Ja, Klopp þarf að finna út úr því en ef hann ætlar að þrjóskast til að halda bara áfram þessu sama þá förum við ekki með stig heim á Anfield.
    Ég persónulega myndi taka Ox/Hendo útaf fyrir Milner og Carvalho
    Spila með Milner/Fab djúpa Salah einan upp á top, Gakpo vinstra megin og Carvalho hægri kannt með Thiago fyrir framan þá djúpu. Þurfum að loka miðsvæðinu betur.

    5
    • Sammála þessu, nema að ég myndi vilja fá Doak inn í stöðuna hans Salah í staðinn fyrir Carvalho.

      3
      • Ekki alveg viss með Milner kallinn samt.
        Mögulega gæti combo af Keita og Carvalho gert mun fyrir okkur ég vill líka sjá Doak inná hann er virkilega flottur

        2
      • @Daníel. Algjörlega sammála með Doak. Klopp átti að taka Salah útaf í staðinn fyrir að setja Doak á vitlausan væng. En Klopp er ekki mikið fyrir að skipta Egyptanum, jafnvel þótt hann sjáist ekki heilu leikina.

        1
  22. Þetta er nú meira liðið sem við höldum með. Það er algjörlega gelt, frá vörn til sóknar. Ég tali nú ekki um þjálfarann. Hans tími er liðinn.

    3
  23. Our Identity is Intensity! eh, einmitt, þetta virðist sprungt….

    3
  24. Èg hef ekki séð lélegri frammistöðu í mörg ár. Við erum eins og hræddir smákrakkar á móti mönnum. Ömurlegt !

    3
  25. Klopp fær ekki pening nema það sé búið að safna í baukinn ..FSG eru búnir að mjólka þetta nóg ég get ekki beðið eftir nyjum eigendum ..á þessum tímapunkti er mér sama þó það verði eh oliu fursti

    3
  26. Það má ekki gagnrýna Klopp, hann er búinn að gera svo mikið fyrir Liverpool! Það má ekki gagnrýna Klopp, hann er búinn að gera svo mikið fyrir Liverpool! Það má ekki gagnrýna Klopp, hann er búinn að gera svo mikið fyrir Liverpool! Þessi staða á félaginu er að verða verulega aumkunarverð! FSG og Klopp out! Báðir bera jafnmikla ábyrgð á stöðu liðsins.

    5
  27. Hvað gerðist fyrir þetta lið og hvenær nákvæmlega hættum við að spila pressubolta.

    3
  28. Klopp bregst ekki við. Aumingjarnir í liði Liverpool komnir 2 mörkum undir. Skelfilegur fótbolti sem æliðið spilar og nú er Matip einn sá lélegasti af 11 hundlélegum fótboltamönum

    3
    • Þvílíkur Liverpool aðdáandi eða hatari ertu Sigkarl….
      held að þú ættir að þakka Klopp og FSG hvað hann og þeir hafa gert fyrir okkur og
      Liverpool
      þetta er búið að vera þvílík skemmtun frá 2015
      þó að það blási á móti þessa stundina þá er ég ekki í vafa að Klopp
      safnar liði og kemur með sterkt Liverpool lið næstu mánuði

      3
  29. það er ekki hægt að afsaka þetta leik eftir leik, liverpool er með lélegt lið, miðjan er handónýt , klopp og fleyri þarna hafa gersamlega sofnað á verðinum,

    3
  30. Því miður er Liverpool liðið algjörlega bensínlaust þessa dagana og ekki líkir sjálfum sèr nú þarf víst að fara að grípa aftur í gamla tuggu um að þetta komi á næstu leiktíð

    2
  31. Ha ha ha ha þetta er bara orðið brandari og samt heldur Klopp áfram að rífa kjaft á blaðamannafundum og heldur að það megi alls ekki gagnrýna neitt. En guð minn góður hvað fallið er hratt niður og guð minn góður hvað þetta lið er orðið lélegt. Klopp out!

    6
    • Ég er korter í klopp out, hrikalega erfitt að koma sér þangað.

      3
  32. Jæja þá eru 2 – 0 úrslitin komin sem ég spáði fyrir leikinn, leikurinn hefur þróast allveg eins og ég var hræddur um, það er átakanlegt að horfa upp á það hvað Brighton er með mun betra lið enn Liverpool.
    Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá munum við sigla lignan sjó um miðja deild í vor.
    Ég mun skilja það vel ef Jurgen Klopp fer í sumar, hann er alltof góður þjálfari til að hanga á sökkvandi skipi.

    FSG out og það STRAX!

    7
  33. Sé ykkur á næsta tímabili..það verður gerð pása á að pirra sig í sófanum þetta tímabilið hjá mér.
    Vonum að nýjir eigendur eigi eftir að bakka upp stjórann hver sem hann verður á næsta tímabili.
    Ekkert víst að Klopp lifi þetta af eða hafi nokkurn áhuga á því.

    4
  34. Klopp hlýtur bara að vera eitthvað veikur. Hann hefur bæði breyst svo í framkomu og virkar algerlega ráðþrota. Það hafa allir sín takmörk og hann virðist því miður afskaplega illa á sig kominn.

    8
    • Já, og dreif í að láta sóla sig í teignum og gefa mark. Jeij!

  35. Bara ef það væri belgískur miðvörður í liði Brighton, þá ættum við séns.

    5
  36. Aumingja Klopp að þurfa koma með afsakanir viku eftir viku til að bjarga heiðri FSG. Þessi stórkostlegi þjálfari að þurfa vinna með svona nískum aumingjum sem þetta kanadrasl er.

    Það er nánast búið að gefa það út að það verði enginn miðjumaður keyptur í janúar. Sem er ekkert annað en algjört hneyksli. Það sjá það allir að miðjan er 99% vandamál liðsins í dag og það er ekkert verið að gera til að laga það. Ekkert.

    Það er ekkert núna annað í boði en að tanka tímabilinu í ensku deildinni. Við erum aldrei að fara ná í CL í gegnum ensku deildina með útbrunna og örþreytta miðju. Eina leiðin þangað núna er að vinna keppnina sem við getum alveg gert ef við setjum 100% fókus á hana.

    Gersamlega ömurlegt að horfa uppá þessa hörmulegu eigendur hjá Liverpool. Fokking drulliði ykkur frá liðinu okkar og það strax. Aumingjar. ???

    7
    • Bíddu hvað viltu eiginlega að eigendurnir geri ??

      Á síðustu 12 mánuðum er búið að eyða 200 milljónum í leikmenn og taka inn einn lánsmann. Enginn af þessum leikmönnum er byrjunarliðsmaður á miðjunni!!!

      Eiga eigendurnir bara að búa til miðjumann, eða fara sjálfir og kaupa hann ??

      Er ekki málið að við erum búnir að vera undanfarin ár, að eyða öllu okkar budgeti í sóknarmenn ? Diaz, Jota, Nunez, Gapko, .., etc… þegar við hefðum kanski átt að nota peninginn í miðjumenn inní byrjunnarliðið?

      Ég held að þetta sé ekkert svona einfalt, að öll okkar vandamál séu FSG að kenna.

      Insjallah
      Carl Berg

      4
  37. og sjá þessa pressu. Það er af sem áður var þegar andstæðingarnir panikkeruðu þegar þeir sóttu á þá. Núna er alltaf einn frír eða jafnvel fleiri og þeir leika sér að okkur.

    Þótt ég sé eindreginn aðdáandi þá er ég farinn að hafa efasemdir um að þessi klopp-fótbolti sé ekki bara eitthvað 2019…

    Annars en þessu skylt: Hvenær skoruðum við síðast úr opnu spili?

    2
  38. Þetta er ömurleg frammistaða leik eftir leik.
    Hélt ég myndi aldrei segja þetta en ég er farinn að spyrja mig spurninga varðandi klopp og hans teymi.
    Þetta er svo algjört þrot undir stefnu FSG enda skyldi ég aldrei sínum tíma þegar menn á þessari síðu hafa verið slefandi yfir stefnu FSG sem skilar mestu til eigenda.
    Ábyrgð Klopps er að kóa í meðvirkni með þessari ömurlegu kaupstefnu
    Hann er besti knattspyrnustjóri í heimi
    Þetta er farið að minna á Hodgon tímann

    FSG out ekki seinna en á morgun

    7
  39. hvað með þennan “rétta miðjumann”? Skv. Sigursteini eru FSG tilbúninr með seðlana, en aðeins fyrir þann rétta.

    2
  40. Nr.1. Þessir leikmenn hafa flestir gefið okkur margar ánægjustundir
    Nr.2. Klopp hefur veitt okkur margar ánægjustundirnar
    Nr.3. Er til of mikils mælst að fullorðið fólk muni eftir þessum stundum og hætti að drulla yfir menn.
    Nr.4. Held að nú sé komið að einhverjum vatnaskilum hjá okkar ágæta klúbbi…svona gengur þetta ekki lengur. Það þarf að finna einhverja leið út úr þessari krísu. Hver sú leið er veit ég ekki……
    YNWA
    # og þá kom það þriðja….over and out

    9
    • Unnum stóra titla 2019 og 2020. Núna er komið 2023. Klopp búinn að keyra út þetta lið og kominn tími á ferska rödd í klefann.
      Call the motherfucking season off!

      2
      • Ég veit allt um það. Það sem ég á við er hvernig menn skrifa hér um mann og annan. Ég er ekki sáttur og ég er mjög hugsi yfir genginu og hverjar ástæðurnar eru. Ég er líka alveg sammála um að Klopp er ekki heilagur þrátt fyrir allt. Og ég er líka mjög hugsi yfir hans stöðu. En ég þarf ekki að nota orð sem ég myndi aldrei þora að nota augliti til auglitis við viðkomandi. Verum gagnrýnin og höfum skoðanir á mönnum og málefnum en verum kurteis 🙂

        6
  41. Algjör skita hjá Klopp og félögum, fer að verða komið gott…

    3
  42. Lol Welbeck er að skora… Liv er lélegra en united og það var hlegið að þeim.
    S.O.R.P……..

    3
  43. Vá hvað Bellingham er spentur að koma til Liverpool eftir að horfa upp á þetta lið Hann aldrei að fara koma því miður):

    5
    • Bellingham er ekkert að koma. FSG áróður um eitthvern næsta glugga alltaf. þessi og þessi að koma. áttu að vera svo miklir snillingar að spara að það átti að kaupa Mbappe fyrir stórfé.
      búið að draga stuðningsmenn á asnaeyrum.

      6
  44. Er að volna undi Klopp?
    Þetta gæti endað með því að FSG reki hann með þessu áframhaldi
    það væri síðasti naglinn í kistuna.

    Ég ætla að vona að stuðningsmennirnir mótmæli harðlega þessum eigendum þeir þurfa að fara ekki seinna enn strax!

    FSG out og það STRAX!

    4
  45. Við erum hættir að vera lið. Nú eru þetta bara einstaklingar og því er staðan svona í dag.

    3
  46. Á ég að vera fyrstur til að segja það hérna….. KLOPP out ekki seinna en núna. Algjör endastöð, ekkert gameplan. Klopp búinn að missa virðingu blaðamanna og með endalausan skæting á fundum. Held að hann sé að missa klefan ef hann sé ekki bara löngu farinn. Það getur ekki verið við leikmennina að sakast að vera svona rosalega lélegir allt í einu, það eru ekki margir mánuðir síðan okkar menn voru að berjast um alla bikara. Misstum nánast enga leikmenn í HM nánast allt okkar lið fékk auka undibúningstímabil á meðan lið eins og City, United og Arsenal misstu sína stærstu leikmenn á hm. Ekki komu þeir þreyttir til baka heldur eru ferskir og standa sig vel. Klopp er bara að gera eitthvað rangt með liðið og ekki á réttri braut.

    8
    • Það sást á síðasta tímabili að margir af þessum leikmönnum eru komnir á endastöð og við erum búnir að hanga á öðrum svo árum skiptir án þess að losa okkur við þá til að ríma fyrir öðrum betri. Það er ekkert keypt úr efstu hilluni, endalaust verið að ná í leikmenn sem eru að renna út af samningi eða með meiðslasögu á við brothættustu postulín vasa.
      eins og ég hef áður sagt þá er það Couthino að þakka að við fengum þessi 3 – 4 góð ár
      þeir kannski reisa styttu af honum fyrir utan Anfield honum til heiðurs.

      FSG out og það STRAX!

      2
    • Ekki vera bavíani. Hverjum er ekki sama um virðingu blaðamanna? Hvað veist þú um klefann. Varstu viðstaddur? Nei you f……idiot@

  47. Þetta er lágpunkturinn á leiktíðinni til þessa en við ættum að eiga meiri möguleika í Chelsea í næstu viku. Það er alveg ótrúlegt hvað hlutirnir breytast hratt í boltanum. Fyrir ári síðan voru Liverpool og Chelsea í toppbaráttu og berjast um báða bikarana en nú eru bæði lið í tómu tjóni.

    3
    • Enn munurinn á Liverpool og Chelsea liggur í því að eigandi Chelsea er tilbúinn að borga stjarnfræðilegar upphæðir fyrir leikmenn meðan FSG leggur til pening í leikmenn í Ben Davis klassa eða þannig.

      Chelsea á mun meiri möguleika að koma sér upp fyrir Liverpool, það er nú bara þannig

      FSG out og það STRAX!

      3
  48. Úff hvað Liverpool voru sundurspilaðir í dag, áttu ekki séns í þennan leik. Það verða að fara koma einhver svör með hvað sé að, liðið er bara í frjálsu falli og varla er þetta allt um skort á góðum miðjumönnum að kenna. Breyta kerfinu strax í dag því það er algjörlega augljóst að leikmennirnir ráða ekki við það.

    2
  49. Við erum eins og Man Utd var áður enn Erik ten Hag kom!

    Stærsti munurinn á Liverpool og Man Utd liggur í eignarhaldinu, United spreðaði hundruðum milljóna pundum í leikmenn þegar ekkert gekk enn svo er komið control á liðið núna.
    Liverpool getur ekki brugðist við þessum aðstæðum vegna þess að FSG leggur EKKERT til málana,

    Ég er með óbragð í muninum yfir því hvað það tók United stuttan tíma að taka fram úr okkur aftur!

    Þetta er gersamlega óþolandi að horfa upp á!

    FSG out og það STRAX!

    3
  50. Djöfull var ég nálægt því að giska rétt, giskaði á 3:1 tap.

    1

Liverpool heimsækir Brighton á morgun

Brighton 3-0 Liverpool