Brighton 3-0 Liverpool

1-0 March 46.mín

2-0 March 53. mín

3-0 Welbeck 82. mín

Guð minn góður, þetta kraftmikla, hugsterka, áræðna lið er gjörsamlega horfið og horfum á einhvern skugga af því sem áður var. Mikið til sömu menn í treyjunum en horfum á lið sem er hægt, linnt og huglausir. Það versta við þetta er hvað liðið okkar er orðið leiðinlegt á að horfa. Fyrri hálfleikur rann sitt skeið án þess að mikið gerðist. Brighton voru mun betri en náðu ekki að skapa sér nein dauðafæri og við sluppum inn í hálfleik með jafna stöðu. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum sá Klopp ekki ástæðu til að breyta neinu í hléi og strax í byrjun seinni hálfleiks átti Matip ömulega sendingu beint í lappir Brighton manna sem náðu að sundur spila vörnina og March skoraði í autt markið. Nokkrum mínutum seinna var March búinn að tvöfalda forrustuna en enn sáu Klopp og aðstoðarmenn hans ekki ástæðu til að breyta hlutunum. Það var ekki fyrr en á 69. mínútu sem við sáum loks fjórfalda skiptingu þar sem Chamberlain, Matip, Henderson og Fabinho fóru af velli fyrir Keita, Doak, Gomez og Elliott.

Það var aðeins meira líf í okkar mönnum eftir breytingarnar bæði Gakpo og Elliott fengu hálffæri sem voru líklega þau tvö bestu sem við fengum í dag en allt kom fyrir ekki og Welbeck bætti við þriðja marki Brighton og var þetta 3-0 mjög verðskuldaður Brighton sigur.

Besti maður Liverpool

Besti leikmaður Liverpool í dag var fyrrum Liverpool maðurinn Adam Lallana sem gerði lítið úr núverandi miðjumönnum í dag.

Slakur dagur

Hver og einn einasti. Það má enginn lappa sáttur frá borði í dag þetta var alveg hrikalegur fótboltaleikur frá okkar mönnum og það eru enginn ummerki að þetta sama lið hafi verið hársbreydd frá fernunni á síðasta tímabili.

Umræðan

Hvað skal gera herra Klopp? Nokkuð ljóst að fjöldi meiðsla innan hópsins er ekki eðlilegt en það er eitthvað sem þarf að bæta. Við erum búinn að glíma við það í nokkur ár að vera endalaust með stærsta meiðslalistan á á einhverjum tíma er þetta ekki afsökun lengur. Thiago er alltof mikill allt eða ekkert leikmaður og með hnignun Henderson og Fabinho er ljóst að þessir þrír virka ekki saman á miðjunni. Má ekki reyna eitthvað annað, ef það á ekki að kaupa þá að setja Keita inn, Bajcetic eða Chamberlain á miðjuna eða bara eitthvað þetta er ekki að virka!

Erum orðnir eitthvað lélegt tribute band af gamla liðinu okkar og það eru mun fleiri en bara FSG og nokkrir leikmenn sem eiga að fá skömm í hattinn því nú er þetta búið að vera vandamál í nokkra mánuði og Klopp og Lijnders verða að fara finna lausnir til að gera betur líkt og þeim tókst fyrir rest fyrir tveimur árum þegar allir miðverðirnir voru meiddir.

Næsta verkefni

Næst er það endurtekinn leikur í bikarnum gegn Úlfunum og strax þar þurfum við að fara sjá meiri kraft, meiri hlaup og skemmtilegri fótbolta.

46 Comments

  1. Það er spáð miklu frosti næstu daga hér á landi og við venjumst því, en ég get bara ekki sætt mig við þetta hræðilega gengi Liverpool þar sem spilamennskan er í algjöru frosti og Jurgen Klopp er ískaldur.

    9
  2. Byrjum bara á fyrsta markinu.
    Þessi drullu sendingar á á mann með pressu á sér.
    Svo koll af kolli…

    4
  3. “Erum orðnir eitthvað lélegt tribute band af gamla liðinu okkar ”

    Þetta er perfect setning til að lýsa Liverpool þessa stundina.

    12
  4. Sagði fyrir leik að ég óttaðist að MU ynni City og við myndum tapa þessum leik en ákvað að vera bjartsýnn. Það var nóg að sjá fyrsta korterið að okkar menn yrður á hælunum!

    Að bíða eftir að eitthvað gerist í sumar verður of seint – skyldu Klopp og fokking FSG fatta það?!

    4
    • FSG er að leika nákvæmlega sama leik gagnvart Red Sox Boston hafnarboltaliðinu sínu. Henry og co. voru púaðir, nei, öskraðir af velli um daginn einmitt fyrir að gera ekki neitt í akút leikmannamálum þar. Þeir munu ekki setja krónu meir í Liverpool og eru nú bara að bíða eftir rétta kaupandanum til að hirða sinn tífalda gróða af félaginu. Eins og ég sagði áðan þá verða þetta magrir mánuðir það sem eftir lifir leiktímabils.

      8
      • Henderson14, ég er allveg sammála!

        þetta er það sem ég er búinn að bíða eftir í mörg ár að myndi gerast á endanum, hef ALDREI verið hrifinn af FSG og vildi ekki sjá þá þegar þeir komu 2010!

        Er nokkuð viss um það séu langir mánuðir framundan, biðin eftir nýjum eigendum verður erfið!
        er nokkuð viss að FSG ætla að fá mun meira fyrir klúbbinn enn verðmæti hans er og það eitt og sér er að tefja fyrir sölunni, vonandi fáum við fjársterka eigendur frá miðausturlöndum.

        FSG out og það STRAX!

        9
  5. Eftir lélegan fyrri hálfleik þar sem við vorum stálheppnir að halda jöfnu þá átti maður von á smá krafti í síðari hálfleik en nei fyrsta sem við gerum er að gefa mark og virkaði það sem algjört kjaftshögg sem endaði með að rota liðið.

    Það er ekki hægt að afsaka þessa framistöðu og þurfa strákarnir og Klopp einfaldlega að skammast sín fyrir þennan leik. Klopp var með engin svör og þrjóskaðist að reyna að halda áfram að hápressa með lið sem getur það ekki lengur og strákarnir héldu áfram að gera einstaklings misstök og maður fannst þeir fara að vorkenna sjálfum sér inn á vellinum hvað þetta allt saman var erfitt.

    Því miður þá held ég að besti tími Liverpool undir stjórn Liverpool er liðin. Maður verður gamli kallinn eftir nokkur ár sem mun tala um geggjað Liverpool lið sem slátraði andstæðingum með hápressu og dugnaði og grjóthörðum varnarleik með fullt af mörkum hinum megin á vellinum.

    FSG kaupstefnan hefur orðið undir og við náðum ekki að halda kraftaverki Klopp gangandi með því að styðja hann verulega til að halda liðinu á toppnum en það má samt ekki líta fram hjá því að Klopp er líka þrjóskur og er kannski of góður við marga leikmenn sem ættu að vera löngu farnir frá liðinu.

    Hvað er þá hægt að gera í núinu? Ég er ekki með svarið við því. Það er bara næsti leikur og allt það en það þarf margt að breyttast til þess að við getum brosað í lok leiktíðarinar yfir öðru en að loksins er þessi hörmung búinn.

    3
  6. Þá er bara að vinna þessa meistaradeild til þess að vera með í henni á næsta tímabili, andskotinn hafi það!

    Við erum í krísu og sú krísa (að mínu mati) snýst um að það vantar áræðnina hjá okkur og hungrið. Þegar það vantar þá er árangurinn ekki mikill í deildinni á móti liðum eins og Brighton en við gætum samt unnið Real Madrid í sömu vikunni.

    7
    • Það er alltaf hægt að láta sér dreyma 😉
      Svo er þetta bara eins og við erum vanir, það er alltaf næsta síson

      3
  7. Liverpool vissi valla á hvert markið þeir voru að spila á.

    4
  8. Því miður þá kemur þessi þróun á liðinu ekkert á óvart. Það var algjörlega galið að fara inn í þetta tímabil án þess að styrkja miðjuna og ætla sér að treysta á menn sem aldrei hefur verið hægt að treysta á.

    Þessi skita er í boði FSG- áfram Liverpool og áfram Klopp

    YNWA

    13
  9. Höfum það alveg á hreinu að ég vil alls ekki að Klopp fari. Þetta er önnur sambærilega niðursveiflan sem hann fer með liðinu í gegnum, fyrri niðursveiflan endaði með 3ja sæti og svo tveim dollum árið eftir. Svo við skulum ekkert halda að það sé eingöngu dauði og djöfull framundan. Þá var liðið þjakað af meiðslum, í dag er sama vandamál í gangi en á sama tíma er líka komið í ljós að löngu tímabær endurnýjun á miðjunni hefði átt að byrja fyrir svona tveim/þrem árum síðan. Eins held ég að pressan sem kom frá Salah/Mané/Firmino þríeykinu þegar það var upp á sitt besta hafi ekki enn verið endurtekin með núverandi mannskap, og skiptir þá í raun engu hvaða samsetning er notuð þarna frammi. Held að niðursveifla miðjunnar haldist í hendur við það.

    Sumir segja að líftími þjálfara séu 3 ár. Svo koma aðrir þjálfarar sem sýna að þó það eigi við um 95%+ þjálfara, þá eru alltaf nokkrir sem ná að kreista það besta út úr hópnum í mun lengri tíma, og passa að endurnýja hann hæfilega. Ég held að Klopp sé slíkur stjóri, enda náði hann á síðasta ári, þá búinn að vera með liðið í 7 tímabil, að kreista út tvo titla af fjórum. Ergó: höldum honum eins lengi og hægt er.

    Það er augljóst að það þarf samt ferskar lappir í hópinn á miðjuna, og hver veit nema það vanti ferskar heilasellur í þjálfarateymið. Ég þekki ekki dýnamíkina þar nægilega vel til að ætla að koma með einhverja gáfulega tillögu um hverju megi breyta. Bara ekki láta Klopp fara.

    Akkúrat núna þarf bara að fara í skaðaminnkun. Gera það besta úr tímabilinu – liðið er ekki að fara að gera einhverjar gloríur í deildinni, meira að segja litlar líkur á því að liðið nái 4. sætinu. Samt ekki útilokað. Verst væri samt ef liðið myndi falla svo mikið að þeir leikmenn sem annars kæmu til félagsins í sumar myndu hætta við, og eins ef einhverjir sem nú eru í hópnum og er þess virði að halda í myndu vilja fara. Það þarf að koma í veg fyrir það.

    Ég er ekki að sjá að eitthvað sé að gerast varðandi sölu á klúbbnum, og enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, en mikið væri nú gaman ef einhver fjársterkur aðili sem væri ekki handbendi Satans myndi kannski kaupa hlut í klúbbnum eða kaupa hann allan og koma með smá innspýtingu í leikmannahópinn fyrir janúarlok. Svo væri gaman ef Bellingham myndi láta hjartað ráða, og komi í sumar í síðasta lagi. Má maður ekki láta sig dreyma?

    22
    • Klopp hefur áður lent í krísu með meiðslahrjáð lið og snúið genginu við.

      Þó maðurinn sé ekki gallalaus þá finnst mér ansi lélegt að snúa við honum bakinu um leið og fer að halla undan fæti. Nóg er af tækifærissinnum meðal aðdáenda.

      29
    • það er ekki hægt að bera saman niðursveipluna mannskapslega séð sísonið 2020 – 21 og núna
      þetta lið er komið svo langt fram yfir síðasta söludag það er nú bara þannig

      mér gæti ekki verið meira saman hvort ólíufursti frá miðausturlöndum eða Rússlandi myndi kaupa klúbbinn frekar enn einhver drullusokkur frá BNA, það er enginn munur á drullu eða skít í þeim efnum, ég vill bara að klúbburinn sé á hæsta stalli og sé að vinna titla!

      Bellingham in your dreams!
      hann er ekki að fara að koma til Liverpool bara út af Liverpool, Dortmund mun fara eftir hæsta boði og hann mun líklega fara til Real Madrid eða Man City í sumar.

      Það er ólíklegt að einhver stór nöfn séu að koma í sumar þegar engin meistaradeildarbolti er í boði og meðan FSG heldur um stjórnataumana, það mun EKKERT gerast fyrr enn salan á klúbbnum gengur í gegn

      FSG out og það STRAX!

      6
    • Hjartanlega sammála.
      Það er sannarlega krísa núna en ég kýs að horfa lengra en bara nokkra leiki eða nokkra mánuði fram í tímann.
      Allt þetta “Klopp Out” finnst mér persónulega vera rugl.

      En sem betur fer erum við öll ekki alltaf sammála 🙂

      YNWA!

      12
      • Hafliði, ég sammála þér hvað varðar Klopp, ég tel enn að það sé lykilatriði halda honum!

        því miður eru við búnir að sitja uppi með hvert axar skaftið á fætur öðru þegar kemur að vali á eigendum, síðustu tveir eigendur eru af verstu sort sem finnst!

        Stærstu mistökin voru gerð 2007 þegar eigendurnir af Man City fengu EKKI að kaupa Liverpool!

        FSG out og það STRAX!

        4
      • Klopper búinn sættið ykkur við það meðvirknin hja,ykkur er rosaleg hann er vælandi upp um allt

        1
  10. Það var svolítið merkilegt að sjá hvernig miðja Brighton valtaði yfir okkar allan leikinn.

    Þó vörnin hafi ekki átt neinn stórleik þá vannst þessi leikur fyrir Brighton fyrst og fremst á miðjunni.
    Þeir bókstaflega yfirspiluðu okkur allan leikinn og áttu að vinna stærra.

    Liverpool skapaði sér ekki færi í þessum leik.

    Þó svo að ég hafi ekki búst við neinni titilbaráttu var ég sæmilega bjartsýnn eftir HM.

    Leikurinn gegn Villa var sæmilegur, en alls ekki góður. Síðan hafa fylgt fjórar frammistöður sem allar hafa verið hörmung. Þó engin verri en frammistaðan í dag.

    3
  11. Það er átakanlegt að sjá hversu léleg pressan er hjá okkur og hversu auðvelt er að spila ut úr henni. Ox og reyndar allir leikmenn virðast algjörlega áhugalausir, engin barátta, engin hlaup, bara ekki neitt, ömurleg frammistaða að öllu leyti. Ekki hægt að segja neitt jákvætt í þetta skiptið.
    Klopp verður að taka ábyrgð, sömu vandamálin viku eftir viku og ekkert gerist.

    4
    • Ánægður með Klopp eftir leik, tók fulla ábyrgð og reyndi ekki einu sinni að afsaka þessa hörmulegu frammistöðu, enda varla hægt, talaði hreint út og var ekkert að fela sig bakvið einhverjar afsakanir.

      5
  12. Hræðilegur leikur en Þeir sem vilja losna við Klopp geta f….. sér.

    13
  13. Þjálfarinn er ekki ósnertanlegur. Búinn að fá að dæla inn sóknarmönnum síðustu félagsskiptaglugga og hefur hunsað vandamálin á miðjunni.
    Sagði fyrir tímabil að hann væri hæstánægður með breiddina á miðjunni og þyrfti ekki nýja menn þar. Síðan hafa ungu mennirnir (t.d. Jones og Elliot) ekki verið eins góðir og vonast var til.

    Call the season off!

    4
    • Klopp sagði þó í upphafi tímabils að gagnrýnendur hefðu haft rétt fyrir sér. Miðjumanns væri þörf og talaði um áhættufælni FSG í leikmannakaupum. Skömmu síðar kom Arthur.

      Klopp er vissulega þrjóskur en vitað er að hann hefur ekki alltaf verið bakkaður upp af FSG svo sökin liggur væntanlega beggja megin.

      Það er með ólíkindum að ekki hafi verið keyptur miðjumaður síðustu 2 sumur og þess í stað treyst á leikmenn eins og Ox og Keita sem báðir eru að fara á frjálsri sölu í vor.

      Þess utan hafa Fabinho og Henderson brugðist okkur gjörsamlega og Thiago hefur verið mjög misjafn.

      Tilraunin með Elliott hefur einnig mistekist hrapalega svo ekki sé minnst á þessar 13 mínútur sem Arthur hefur spilað.

      Hvað sem segja má um Klopp klúðrið á miðjunni þá hafa hlutirnir ekki verið að falla með honum.

      5
  14. Sæl og blessuð.

    Flokkaði 40 pör af sokkum meðan leikurinn stóð yfir og slökkti svo í stöðunni 3-0.

    Endum einhvers staðar um miðja deild í vor. Svo er það Wolves í FA. Úff. Og man einhver… Real Madrid í CL ..? hvernig haldið þið að veðbankar meti líkur Liverpool í þeim leik? 5%?

    Glatað tímabil og ekki meira um það að segja. Unnum samfélagsskjöldinn – það er þó eitthvað.

    3
  15. Vangaveltur.

    Ef svo ólíklega skyldi vilja til að Klopp léti gott heita í vor, sem er ekki útilokað, hversu mikil áhrif myndi það hafa á sölu Liverpool? Er ekki meira spennandi að kaupa lið sem er með Klopp við stjórnvölinn heldur en ekki?

    (hvert er hausinn á mér eiginlega kominn? enginn Klopp?)

    4
  16. Þessi leikur vonbrigði – en Klopp hefur tvisvar rifið liðið uppúr svona meðalmennsku og meiðslum.

    Og gleymum ekki að búið er að eyða 100 millljónum GBP á þessu fjárhagsári, Nunez 64 og Gakpo 35, báðir þurfa tíma.

    Hitt er orðið ljóst að Curtis og Harvey eru ekki meira en efnilegir…

    2
  17. Sammála Daníel og fleiri hér að ofan, GALIÐ að menn vilji Klopp í burtu! Það eru þessar eigendadruslur sem eiga að pilla sér út!!

    YNWA

    5
  18. Hvað eiga Brentford, Brighton og FULHAM sameiginlegt? Jú, … nei annars.

  19. Að öðru alveg ótengdur..

    Ég verð í London helgina 25.feb og sé að við eigum útileik gegn Palace. Veit einhver um legit miðasala eða síðu sem ætti kannski 2 miða á þann leik?

    1
  20. Það hefur gengið illa í nokkra mánuði… það gerist. Það er ekkert vit í því að skipta um þjálfara eftir nokkra mánuði af slæmu gengi. Endalaust þjálfarahringl veikir lið en styrkir þau ekki. Það þarf að þola niðursveiflur inn á milli og halda haus frekar en að skipta oft um þjálfara… tala nú ekki um ef menn eru að biðja um nýjan þjálfara hálfu tímabili eftir að hann var hársbreidd frá því að ná í fernuna.

    3
  21. Við skulum ekki gleyma því að Klopp sagði sjálfur upp hjá Dortmund. Og saga hans þar er ótrúlega lík sögu Liverpool með honum. Úff!

    1
  22. Klopp á að fá þetta tímabil, það er engin lausn að reka hann. Það þarf hinsvegar að sparka allri miðjunni út!! og losa okkur við ákveðna pappakassa. og fá ferskt fjármagn inn í félagið.

    2
  23. Þetta Klopp out kjaftæði er bara barnalegt og það eru örugglega krakkar sem leggja það til. Vandamálið er FSG, eigendur LFC. Það vantar miðjumann/menn en þeir gera ekkert í því. Þetta hefur gerst áður, kostnaður vs innkoma. Komast í CL eða ekki. Það er málið. Við verðum um miðja deild, því miður. Hvar er hausinn ?

    5
    • Er vandamálið FSG ? Ég er ekkert svo viss um það!!

      Það er rétt að það vantar miðjumann, en við vorum að enda við að kaupa leikmann á 50 milljónir!!!- Afhverju keyptum við ekki miðjumann fyrir þann pening ??

      Eru menn vissir um að FSG hafi valið að kaupa sóknarmann frekar en miðjumann ?

      Það er ekki hægt að eyða öllum peningum í sóknarmenn, og kenna svo FSG um það þegar það vantar miðjumenn!

      Insjallah
      Carl Berg

      1
  24. Sælir félagar

    Ég ætla ekki að tjá mig um þennan leik sem er hluti af mestu skitu sem Liverpool hefur haft á Klopp tímanum. Þó er ljóst að Klopp verður að taka ábyrgðina að stórum hluta á sig. Ég er þó ALLS EKKI á því að hann eigi að fara. Nei alls ekki. En hann virðist fullkomlega ráðalaus með þennan leikmannahóp og þessa miðju.

    Einkunnir leikmanna fyrir mína parta:

    Alisson 5
    TAA 6
    Matip 4
    Konate 5
    Robbo 5
    Fab 3
    Hendo 4
    Thiago 5
    Ox 2
    Gakpo 4
    Sala 3
    Varamenn: fá allir 5 nema Elliot 4

    Klopp 4 enda ábyrgur, algjörlega rá’alaus og alltaof seinn með skiptingar

    FSG out og það STRAX

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
    • FSG var líka í fyrra og þetta eru nánast sömu leimennirnir,FSG out gerir ekki neitt á þessum tímapunkti.
      Og hvað svo nýir eigendur og allt breytist, nei. Við yrðum með sömu menn og sama þjálfara og sömu skitu.

      Klopp er buinn eins og allir sögðu um Klopp nema við poolarar þ.e. á 7 ári kemur skitann ég bara vissi ekki að það yrði niðurgangur.

      það er nú þannig

      3
  25. Ape-shit er góð lýsing á þessum leik, en líka á viðbrögðum sumra stuðningsmanna.

    Búið að fara marg oft yfir það að miðjan er sprungin í liðinu og hefði átt að hefja endurnýjun fyrir 2 árum.

    En áttum okkur á hvers vegna miðjan er svona mikilvæg í Klopp bolta hjá Liverpool. Þegar liðið missir boltan, þá dregur það sig saman eins og harmonika. Sóknar- og miðjumenn eins og býflugnager á móti hinu liðinu á meðan miðverðirnir bakka næstum inn í markmannsteig. Miðjumenn og bakverðir eru hér í lykilhlutverki í varnaraðgerðum, en ekki síður þegar Liverpool nær boltanum og liðið þeytist áfram eins og gormur. Þetta var lykillinn að því að fá aðeins á sig 0,8 mörk á sig að meðaltali í leik síðustu 4 tímabil (þ.m.t. hörmungartímabilið 2020/2021).

    Við erum einnþá með heimsklassa bakverði, en miðjan er í molum og því virkar grundvallar hugmyndafræði Klopp og Liverpool ekki.

    Nú er þörf á rebuild!

    YNWA

    4
  26. Það er þreyta í City líka. Kannski ekki svo óeðlilegt þessi lið þurfi að anda smá. Búið að vera alvöru keyrsla síðustu ár.

    Verst er að það gæti orðið erfitt fyrir Liverpool að vinna sig aftur upp. Newcastle virðast bara vera komnir strax í toppliðadeildina og stóru liðin eru að eyða miklu í leikmenn.

    Síðustu leikir Liverpool hafa verið hræðilegir og ekkert sem bendir til þess að staðan batni á þessu tímabili. Það var í raun sorglegt að sjá leikmenn og þjálfara í leikslok í dag. Vonleysið var algjört.

    Áftam Liverpool og áfram Klopp!!!

    6
  27. Ég sagði fyrir tæplega 2 árum síðan að þessir eigendur ættu að selja og það var hraunið yfir mig hér á síðunni. Menn sögðu að þessir eigendur væru frábærir, væru búnir að stækka völlinn og alls. Stækkunin á vellinum kostaði um 100 mil.pund og þeir seldu auglýsingar fyrir 90 mil. Pund á 10 ára tímabili auk 12000 fleiri sæti til að selja. Við fórum í 2 úrslitaleikir á Wembley ásamt úrslitaleik í meistaradeildinni og annað sætið í premier, en samt var ekki til peningur til að kaupa leikmenn á miðjuna. Þetta segir mér að þessir eigendur moka peningum út úr félaginu. Auk þess kostaði Nunes í raun ekki nema um 10 milljón pund í raun ef tekið er mið af sölu leikmanna. Hér áður fyrr þegar félagið var upp á sitt besta þá keypti félagið að meðaltali 2 leikmenn á ári til að viðhalda toppnum. Rush var keyptur og þurfti að verma bekkinn í 2 ár áður en hann varð stjarna.

    3
  28. Þetta er búið hjá FSG. Ævintýrið hefur tekið þá langt og eiginlega mun lengra en menn þorðu að vona. Það að geta komist upp með að taka nettó eyðsluna að meðaltali upp í 30-35m frá því að þeir tóku við er hreint út sagt FRÁBÆRT afrek! Það er það. Ég meina, þeir fengu klúbbinn gefins fyrir 300 milljónir punda árið 2010 og geta selt hann á MINNST 3.5 MILLJARÐA punda. Rétt eins og ég færi inn á bílasölu og borgaði 1 milljón króna fyrir 15-20 milljóna virði glæsibifreið.

    Síðan 2010 hefur klúbburinn fengið 120-150 milljónir punda (árlega!) fyrir að byrja deildina sem gefur okkur, segjum 12 ár x 130m sem gefur okkur uþb 1.5 Milljarða. Þetta er fyrir utan það sem liðið hefur fengið inn í aukinni búningasölu, stærri auglýsingasamningar, stærri leikvangur (sem hefur borgast af þeim peningi sem ekki var notaður í leikmannakaup). Eitthvað er rotið í Danaveldi hér. Jú, launin hafa hækkað en come on. Þetta er þvæla!

    Aðferð FSG er eins og amma heitin sem nýtti jólapappírinn af gjöfunum sem hún fékk til að vefja gjafir í árið eftir og senda út. Ok. Gamli skólinn. Ekkert að því en við vitum að pappírinn verður ekki betri með hverju ári sem líður og á endanum endar þetta í ruslinu. Akkúrat það sem FSG er að gera. Nú er komið að því að kaupa nýjan pappír. Þeir hafa greinilega engan áhuga á því og geta hundskast í burtu. Ég hef bara fengið nóg af þessu getuleysi. Þeir hafa fengið marga sénsa til að laga liðið og það má alveg taka Klopp inn í þetta dæmi líka, Hann er sá sem hefur völdin. Hann ákveður hvað hann vill, hvenær og hvort hinn og þessi sé rétti maðurinn. Hann klárlega er bara kominn á botninn. Ekkert plan þegar allt er í rusli. Bara þumalinn í munninn og fósturstellingin tekin með stæl.

    Það á enginn rétt á því að vinna en menn eignast þann rétt með því að vinna fyrir því. Frá 2010-2019 hafa FSG unnið fyrir þessu en eftir það hefur þetta bara verið meðbyrinn í seglin sem hefur fleytt þá áfram. Nú þegar skútan er stopp í lygnum firðinum þarf að fleyta henni áfram og þeir hafa ekki bolmagn né áhuga á því. Nú ætti afi gamli að selja klúbbinn og taka sinn gróða yfir í hafnarboltann.

    *Míkrófónn fellur á gólfið*

    4
  29. Að hlusta á Klopp eftir leikinn segir mér að hann er einfaldlega kominn í algjört þrot með liðið. Hann segir réttilega að allt í leik Liverpool hafi farið úrskeiðis, en hefur greinilega engar lausnir. Ef Klopp tekst hinsvegar að finna einhverjar lausnir með þennan mannskap þá mun ég fagna manna mest.

    3
  30. Sælir.

    Ég vonaði að liðið gæti farið með 0 – 0 inn í hálfleik og í hálfleik yrðu gerðar einhverjar breytingar. Pressan var alls ekki að virka og þar með gat miðjan ekki verndað vörnina. Liverpool var heppið að fara inn í hálfleik með þá stöðu miðað við færin sem Brighton fékk. Ég man þegar ég var að spila í gamla daga sem hægri bakvörður og maður var eitthvað að fara yfir miðlínuna þá fékkk maður að heyra það frá liðsfélögunum. Vissulega hefur knattspyrnan breytst frá þeim tíma sem ég var að spila en þegar hægri bakvörður Liverpool (TAA) er hættur að nenna að hlaupa til baka þá er fokið í flest skjól. Jú hann mögulega bjargaði marki en var mjög oft úti á túni og japanski kantmaðurinn hjá Brighton lék hann grátt. Það grátlega við það að það gerðist líka í fyrri leiknum þannig að hann var ekki einhver óþekkt stærð. Af hverju var ekki breytt um leikaðferð í hálfleik? Þetta eru auðvitað eftiráfræði.

Byrjunarliðið gegn Brighton

Stelpurnar heimsækja United