Liverpool heimsækir Brighton á morgun

Á morgun mun Liverpool heimsækja Brighton í leik sem gæti verið strembinn fyrir okkar menn en bæði lið eru í baráttu um að koma sér inn í Meistaradeildarbaráttuna og hafa Brighton verið á góðu skriði og litið mjög vel út en það verður ekki það sama sagt með Liverpool þessa dagana.

Af Brighton er það kannski einna helsta að frétta að þjálfari þeirra hefur sett framherjan Leandro Trossard, sem fór nú ansi illa með Liverpool í október og skoraði þrennu þegar liðin gerðu jafntefli á Anfield, í straff vegna hugarfars hans undanfarið en hann verður samningslaus í sumar og er greinilega ekki að haga sér rosalega vel. Þá er Alexis Mac Allister kominn aftur á miðsvæðið hjá þeim eftir að hafa fengið lengra frí eftir HM og munar nú alveg um hann þarna.

Það er nú aðeins meira að frétta af Liverpool og það ekkert endilega jákvætt. Jurgen Klopp greinir frá því í dag að Roberto Firmino verði frá í langan tíma og er hann þá að minnsta kosti þriðji sóknarmaðurinn sem verður pottþétt frá í einhvern tíma ásamt þeim Luis Diaz og Diogo Jota. James Milner og Stefan Bajcetic eru klárir í slaginn aftur sem er fínt en þá er Darwin Nunez líka eitthvað meiddur og á víst eftir að koma í ljós hve slæm meiðsli hans eru, hafandi séð hvernig meiðslafréttir Liverpool hafa verið undanfarið þá á maður nú ekkert von á því að hann verði klár í næsta leik.

Það er því ljóst að það verði ansi áhugavert byrjunarlið hjá Liverpool á morgun og vantar ansi marga lykilmenn. Þrír til fjórir sóknarmenn eru fjarverandi sem og Virgil van Dijk. Það er erfitt að spá fyrir því hvernig Klopp muni stilla liðinu upp. Mun Chamberlain vera á vinstri og Gakpo í striker? Verður það öfugt? Salah í striker og Elliot á vængnum? Er þetta gluggi fyrir Carvalho í byrjunarliðinu? Ben Doak? Konate hefur átt erfitt undanfarna leiki, kemur Joe Gomez inn fyrir hann? Byrjar Keita á miðjunni? Ég hef bara ekki hugmynd!

Alisson

Trent – Konate – Matip – Robertson

Thiago – Fabinho – Keita

Salah – Gakpo – Chamberlain

Giskum bara á þetta. Það er alveg eins gott og hvað annað. Henderson gæti vissulega verið þarna inni og þá mögulega á kostnað Keita eða Fabinho, Gakpo gæti verið í stöðunni hjá Chamberlain og öfugt en sjáum til. Klopp hefur ekki úr mörgum spennandi spilum að spila í þessum leik og verður róðurinn erfiður held ég. Brighton verjast vel, geta sótt hratt og eru stöðugt að djöflast – það gæti hentað Liverpool illa sem hefur strögglað í því nokkuð lengi núna. Miðjan er líkleg til að vinna leikinn, sérstaklega þegar sterka sóknarmenn vantar, og því miður þá finnst mér miðja Brighton bara virka ansi líklegri í þessari viðureign en Liverpool. Ég vil endilega éta þessi orð mín á morgun en ég er ekki mjög bjartsýnn og því miður held ég að útkoman á morgun verði ekki jákvæð.

Erfiðir og mikilvægir kaflar framundan og Liverpool þarf svo sannarlega að girða sig í brók og fara að skila sínu. Það væri flott að byrja á því á morgun með sterkum útisigri.

11 Comments

 1. Vá hvað það myndi létta á Liverpool hjartanu ef við vinnum þennan leik 🙂

  4
 2. Það versta sem gæti gerst í dag er að MU myndi vinna City og við tapa fyrir Brighton! En verður maður ekki að setja á sig bjartsýnisgleraugun……….

  2
 3. Sæl og blessuð.

  Ég hef verið ofur-bjartsýnn undanfarnar vikur og ítekað haft rangt fyrir mér. En ef sjimpansinn heldur áfram að hamra á lyklaborðið til eilífðarnóns endar hann á því að skrifa upp Ferðalok Jónasar og Rannsóknarskýrslu Alþingis – er það ekki annars?

  Ég held því ótrauður áfram og spái okkur glæsilegum sigri á bláröndóttum sem hafa sannarlega verið köflóttir. Salah skorar og Gakpo opnar reikninginn góða.

  éssör.

  5
  • Hahaha…. vonum að miðjan haldi vatni í dag, annars gæti verið stutt í ferðalok hjá fleiri en einum eða tveimur!

   1
   • Það eru nokkrir af þessum miðjumönnum sem fyrir löngu búnir að klára sína ferð hjá Liverpool eða komust aldrei í þann klassa að ná að spila fyrir klúbbinn, enn þeir eru þar enn og munu vera það áfram eftir þennan leikmannaglugga.

 4. Sælir félagar

  Hvað skal segja? Meiðslasaga Liverpool leikmanna heldur áfram og ekkert heyrist um að verið sé að vinna í því annað en einhver læknisómynd var ráðinn til félagsins og ekkert hefur breyst. Menn halda áfram að meiðast og mat á meiðslum virðist vera meira og minna út í hött. Leikmenn eru alltaf miklu lengur á meiðsla listanum en ráð var fyrir gert. Firmino er nýjasta dæmið, átti að vara 10 – 15 daga frá en virðist þurfa að verað 2 – 3 mánuði allt í allt. Þessa margra ára meiðsla skita á liðinu er legíó og á sér engan líka í deildinni. Þegar svo er eru menn eins og Mo Salah þyngdar sinnar virði í demöntum.

  Það er ekki mönnum bjóðandi á spá fyrir um þennan leik. Hverjir munu spila? Hverjir munu meiðast í fyrri hálfleik (Keita?) o.s.frv. Brighton liðið verður án síns hættulegasta manns gegn okkur en sú staða var líka uppi þegar Brenton vantaði Toney á móti okkur. Eitt er klárt. Ef leikmenn mæta eins og draugar upp úr öðrum draugum, áhugalausir, kraftlausir og vonlausir þá tapast þessi leikur og það stórt. Ef okkar menn mæta til leiks eins og menn en ekki eins og aumingjar þá getur allt gerst. Vonum hið besta og mín spá er því 1 – 3 í hunderfiðum leik.

  Það er nú þannig

  YNWA

  FSG út og það strax

  1
 5. Manni líður eins og við séum á hálfgerði krossgötu þennan mánuð.

  Ætlum við að rífa okkur í gang og berjast um top fjóra eða ætlum við að halda áfram að spila eins og jójó lið og detta í eitthvað miðjumoð.

  Það vantar slatta af leikmönnum en við eigum að geta gert betur en við höfum verið að gera. Það afsakar ekki að leikmenn séu með hangandi haus og daufir inn á vellinum þótt að stjörnur eru upp í stúkku.

  Þetta er algjörlega 50-50 leikur í dag. Þeir eru með sterkt lið og spila flottan fótbolta og þurfum við einfaldlega að eiga topp leik til að geta náð í 3 stig. Venjulega er ég bjartsýn en í dag ætla ég að spá jafntefli í opnum leik .

  YNWA

  1
 6. Þetta verður mjög erfiður leikur gegn liði sem er því miður á betri stað en Liverpool er í dag.
  Mín spá er 2 – 0 fyrir Brighton. Eiganda druslan er ekkert að fara að bregðast við þeim aðstæðum sem klúbburinn er í núna, ef rétt ætti að vera ætti hann að splassa 100 – 120 kúlum í Jude Bellingham til að trygga okkur hann fyrir sumarið enn það er aldrei að fara að gerast 🙁

  FSG out og það STRAX!

  3
 7. Ég er farinn að setja spurningamerki við Salah

  Hann er búinn að vera slakur síðan hann skrifaði undir nýjan samning

  7 mörk og 4 assist…

Gullkastið – Vesen í Bítlaborginni

Byrjunarliðið gegn Brighton