Gullkastið – Vesen í Bítlaborginni

Það gengur hvorki né rekur hjá okkar mönnum að finna taktinn og leikur liðsins hvorki fugl né fiskur um helgina frekar en undanfarið. Ljóst að finna þarf lausnir, augljóslega á leikmannamarkaðnum en eins bara innan hópsins sem fyrir er. Hin liðin virðast alls ekki ætla að slá slöku við frekar en síðasta sumar og ljóst að samkeppnin er ekkert að minnka í enska boltanum.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 411

21 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn Ég held að leikurinn við B&hA fari 3 – 1, því miður og það er sorglegt þegar öll trú er farin. FSG OUT!!! FSG OUT!!! FSG OUT!!! FSG OUT!!! FSG OUT!!! FSG OUT!!! FSG OUT!!!

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  2. Keypti Klopp köttinn í sekknum með Nunez, sem fær nú falleinkun í Englandi ? Mun nýjasti leikmaður fara sömu leið, eða koma sterkur inn ? Reyndar er allt lið Liverpool og lika Klopp eitt stórt spurningarmerki þessa dagana. Er allavega ekki að skemmta okkur stuningsmönnum, mun frekar að valda höfuðverkjum.

    5
    • Salah er bara með 2 mörkum meira en Nunez…vandamálið er svo miklu stærra en Darwin Nunez sé ekki að taka Haaland á þetta.

      8
      • Sælir félagar

        Darwin hefur í raun staðið sig vel og hann á eftir að raða inn mörkum því enginn (ekki einu sinni Salah) kemur sér í eins mörg færi og hann. Framlínan er gríðarlega sterk og þegar Diaz og Firmino koma inn er ekkert vandamál þar. Vandamál liðsins er miðjan sem er gjörónýt fyrir utan Thiago. Miðjan verndar vörnina mjög illa og framlínan fær úr mjög litlu að moða. Það eru vandræði liðsins ásamt fullkomnu þrekleysi, sinnuleysi og hver veit hvað.

        Það er nú þannig

        FSG out – og það strax

        YNWA

        11
  3. Næsti leikur er alltaf aðalmálið, og það á sérstaklega vel við núna.

    Ef okkar menn taka sig nú til og vinna Brighton á laugardaginn, þá má geta þess að Man Utd og Man City mætast í næsta leik.
    Og á sunnudaginn mætast Tottenham og Arsenal.

    Tottenham og Man Utd eru næstu tvö lið fyrir ofan okkur í deildinni, og væri ofboðslega sterkt ef úrslit helgarinnar falla með okkur 🙂

    YNWA!

    15
  4. Erum 1 tap leik frá 10 sætinu. FSG út og það strax áður en það verður óafturvirkur skaði á liðinu.
    Erum í frjálsu falli og Brighton eru með gott lið sé okkur ekki vinna þann leik meðað við spilamennskuna.

    Gakpo hlítur að hugsa hvern andskotann hann var að hugsa..0 sjálfstraust í liðinu og Klopp pirraður útá við.

    FSG með eh desperat afturkall á koumeto…úr láni? Dreptu mig ekki ég er brjálaður yfir þessu ástandi á klúbbnum. Top4 það er ekki séns á meðan FSG eru þarna og styrkja ekki liðið !

    8
  5. Ég er sammála flestu sem kemur fram í þættinum, það sem fer mest í taugarnar á manni er að það virðist oft vera þannig að menn missi trúna við minnsta mótlæti. Við höfum oft byrjað með svaka látum og þá heldur maður að gamla góða Liverpool sé mætt á svæðið, síðan við smá mótlæti þá mætti halda að við værum Championship lið, með fullri virðingu fyrir þeim, og það sem verra er, með enga orku né baráttu.
    Hafandi sagt það, þá er margt að, en eins og réttilega er bent á þá er miðjustaðan á liðinu alveg með ólíkindum. Ég held að það hafi samt nánast enginn séð þessu stöðu fyrir sér fyrir tímabilið þó það hafi margir gert sér grein fyrir því að endurnýjun væri nauðsynleg, þetta er verra en flesta grunaði.
    Sammála varðandi Nunez, hann þarf tíma og umræðan er alveg hlægileg og mjög ósanngjörn, best er að hann skilur ekkert í ensku þannig ég vona að þetta hafi minni áhrif en það gæti eflaust gert. Hann er ekkert yfir gagnrýni hafinn og ætti að nýta færin sín betur en það er munur á gagnrýni og ,,ofbeldishegðun”. Sem dæmi þá hefur heimsfræg pizza keðja reynt að gera hann að athlægi. Létt grín er allt í góðu en þetta er farið að fara aðeins yfir strikið, þetta jaðrar við einelti af hálfu fjölmiðla.
    Horfandi t.d. á Utd, nánast öll stór kaup sem þeir hafa gert seinustu ár hafa misheppnast en það hefur farið miklu meira undir radarinn en það sem maður sér núna varðandi Nunez.
    Talandi um Utd. það er svolítið spes hvað þeir eru talaðir mikið upp en hafa að mestu spilað illa, munurinn liggur mest í að þeir hafa náð að klára leiki þar sem þeir hafa hreinlega verið verri aðilinn og oft á tíðum spilað mjög illa. Það virðist vera þannig að þeir hafi meiri trú og sjálfstraust af einhverjum ástæðum og það er algjörlega crucial til að ná í úrslit, það munar samt ekki mjög miklu á stigum í deildinni á þeim og okkur. Það vantar eitthvað í hugarfarið í augnablikinu hjá Liverpool og það verður líklega að benda einnig á þjálfarateymið þar, þeir amk bera mikla ábyrgð en þó ekki alla.
    Þetta er í fyrsta skipti eftir að Klopp tók við þar sem að aðalvandamál liðsins virðist vera eitthvað andleysi, ég man amk ekki eftir því áður. Við spiluðum margoft illa í fyrra en kláruðum samt leikina, þar kemur trúin og sjálfstraustið sterkt inn. Ég er ekkert að gera lítið úr miðjuvandamálinu osfrv en manni finnst þetta andleysi og skortur á sjálfstrausti vera að kosta okkur mikið þessa dagana.

    17
  6. Staða okkar er orðin frekar alvarleg ef næstu leikir í deildinni vinnast ekki. Ef við komumst ekki í CL gæti ég trúað því að nokkrir leikmenn vilji fara frá okkur. Það að ná 4 sætinu er algjörlega lífsnauðsynlegt fyrir framtíð félagsins, söluferli og það að fá nýja leikmenn til okkar.

    FSG hafa einfaldlega sofnað á verðinum varðandi styrkingu á liðinu, sérstaklega á miðjunni. Það að Milner sé á sínu áttunda ári, og OX og Keita á sínu sjötta og fimmta ári er eiginlega lögreglumál. Einn öflugur miðjumaður getur breytt hvaða liði sem er. Sjáum “vini” okkar í MU. Keyptu Casemiro og hann hefur gjörbreytt liðinu á nokkrum mánuðum. Sama gerðist hjá Newcastle varðandi Bruno Guimaraes. Af hverju reyndum við ekki að fá hann ?

    Við fáum aldrei mörk frá miðjunni ólíkt t.d. Man City. Það er auðvelt að loka á bæði Salah og Nunez og þá er ekki mikið eftir til að ógna marki andstæðinganna. Engin skotógn frá miðjunni og gömlu “no look” sendingarnar frá Thiago. Flottur fótboltamaður en lítið “end product”.

    Ef maður endurnýjar ekki gluggana í húsinu sínu og sinnir hefðbundnu viðhaldi verður húsið einfaldlega lúið með tímanum eins og liðið okkar. Það er ekki nóg að hafa fína innkeyrslu og garð (sbr æfingasvæðið okkar og stækkun á Anfield) ef að 40 ára gamalt hús er ennþá í upprunalegu ástandi. Það er reyndar alltaf möguleiki að henda öllu út og fá nýtt en það kostar víst peninga. Smá líkindamál.

    Ef við náum ekki CL sæti í vor kemur mér ekki á óvart að Klopp hætti með liðið. Hann segist einfaldlega ekki komast lengra með það og nú sé rétti tíminn fyrir hann að stíga frá borði.

    Það er amk næsta víst að næstu mánuðir eru einfaldlega upp á líf og dauða frá LFC. Það er ekki flóknara en það.

    10
  7. Ég er ekkert hissa á stöðuni sem Liverpool eru komnir í, ég er búinn að bíða eftir þessu, þetta var ekki spurnig hvort heldur hvenær!
    Ég er sammála flestu sem Maggi er að segja, enn að vera að fókusa á einhvern andlegan þátt að það sé ástæðan fyrir þessu hruni og siðan að halda því fram að þessi hópur geti farið í gegnum eitthvað hókus pókus og svo á nýtt rönn er bara algjört bull. Það er mér alveg ljóst og hefur verið það síðan 2010 að þessir eigendur eru MÖRGUM númeru of litlir til að eiga Liverpool Fc þeir eru búnir að reka þá stefnu að selja fyrir meira enn keypt er allan tíman sem þeir hafa átt klúbbinn, það væri gaman að sjá þær tölur sem þeir eru búnir að greiða sjáfum sér í arðgreiðslur út úr klúbbnum, ég gæti trúað því að það séu hærri upphæðir enn hafa farið í leikmannakaup. ég hvet menn til að prófa að fara með gamla notaða bílinn á bílasölu og reyna fá meira fyrir hann enn nýjan bíl, þetta er sú stefna sem FSG eru búnir að nota.

    Við getum verið með grát popkast í hverri viku fram á vorið og það mun ekkert gerast, við verðum að sætta okkur við það að við erum komnir á algjörlegan byrjunarreit, þetta ævintýri er búið, bensínið sem Coutinho gaf okkur er búið, það dugði í þrjú til fjögur ár sem var nokkuð gott. ég er sannfærður um það að ef Coutinho hefði ekki farið til Barcelona hefðum aldrei unnið deildina eða meistaradeildina það er nú bara þannig.

    nú er bara að krosslegga fingur og vona að nýir eigendur komi sem fyrst svo það muni taka sem styðstan tíma að komast á toppinn aftur. Menn geta horft á Newcastle, þeir voru í fallsæti fyrir ári síðan enn eru að berjast í topp fjórum núna!

    FSG out og það STRAX!

    5
  8. Ég er ekki hjátrúarfullur en síðan Gullkastið byrjaði að spila nýja stefið í upphafi þáttarins hefur Liverpool spilað alveg hræðilega 🙂

    Kv
    Haukur

    10
  9. Jæja, Pep tekur alla vega ekki fernuna í ár. (litlu verður vöggur feginn, eins og þar stendur)

    4
  10. Sælir félagar.

    Ég er í grunninn sammála ykkur og því sem fram kemur í þessu podcasti, og þeim sem hafa komið á undan.

    Ég hjó svolítið eftir því í síðasta “kasti” að einhver minntist á að það þorði enginn að gagnrýna Klopp, hann væri alltaf svolítið ósnertanlegur. Það er algjörlega hárrétt. Hann hefur lyft þessum klúbb á allt annað plan en hann var á, og fært okkur titla og gleði. Hann batt enda á margra ára eyðimerkurgöngu, og því skiljanlegt að menn verji hann. Ég gjörsamlega dýrka manninn, og sætti mig frekar við nokkur titlalaus ár, en að missa hann.

    En það er líka kanski svolítið partur af vandamálinu. Kaupstefna Liverpool er alveg sú sama í dag, og þegar við unnum titilinn. Menn voru bara sáttir þá, af því að það gekk upp. Við urðum meistarar á skrítnum tíma, þegar Covid litaði allt samfélagið, og þegar engar tekjur komu, þá keyptum við ekkert. Það er svo akkúrat það sem er að bíta okkur í rassinn núna. Við finnum bara svo áþreifanlega fyrir því, af því að fallið er hátt. En þetta hefur auðvitað átt sinn aðdraganda.

    Jú jú það er allt rétt varðandi það að liðinu vanti miðjumenn, það er augljóst. En hitt er minna augljóst, og minna rætt, að Liverpool hefur alveg gert fullt af mistökum á leikmannamarkaðnum. Mér finnst miklu nærtækara að horfa aðeins í það, áður en hjólað er í FSG.

    Síðan Klopp tók við árið 2016, þá höfum við keypt leikmenn fyrir yfir 750 milljón pund! Ég er ekkert að horfa neitt á netto vs brúttó hér, heldur eingöngu hvað við höfum fengið fyrir þennan pening. Þetta er litlu minna en Arsenal hefur keypt fyrir, en talsvert meira en Tottenham hefur keypt fyrir.

    Á almanaksárinu 2022 keyptum við leikmenn fyrir rúmar 150 milljónir, fengum einn leikmann á láni, og störtuðum svo nýju ári með kaupum uppá næstum 50 milljónir. Þetta eru nú bara 200 milljónir sirka, yfir 12 mánaða tímabil.

    Við kaupum lítið árið 2021, útaf Covid, en samt fyrir 50 milljónir.

    Þetta eru auðvitað leikmannakaup fyrir lægri upphæðir en City, United og Chelsea eru að eyða, en við erum bara ekki með sykurpabba sem eiganda, og erum ekki að drekkja klúbbnum í skuldasúpu sem keyrir hann að endingu í þrot.
    Það sem ég á við, er að við höfum ALDREI verið að eyða jafn miklu eða meiru en þessir klúbbar sem ég nefndi. Samt skilaði það okkur þangað sem við viljum vera. Heims,Evrópu,bikar og deildartitlum!!

    Þegar við reynum að vera svona skynsamir, þá er svigrúmið fyrir “mistök” á markaðnum talsvert minna. Ég var mjög sáttur við þetta þegar þetta gekk upp. Bæði við Klopp, eigendurna, og bara allan heiminn.!!

    Við verðum samt að þora að tala um það sem ekki hefur gengið upp. Menn eru farnir að Þora aðeins að tala um að Klop sé oft ekki að bregðast hratt við í leikjum, og sé með einhæft plan, en fáir eru að ræða, að það voru gerð mistök varðandi leikmenn!

    Við borgum 35 milljónir fyrir Ox, við borgum yfir 52 milljónir fyrir Keita, samtals er þetta verðið á einum Van Dijk eða svo. Ox er að sigla inní sjötta árið sitt hjá klúbbnum!! Við tökum Minamino, Shaqiri, Solanke, Ragnar Klavan, og bara fullt af mönnum, sem stóðu aldrei undir væntingum. Menn eins og Grujic komu til okkar árið 2016!! Hann var hjá okkur í 4 ár, og aldrei fannst manni hann nálægt því að brjóta sér leið inní liðið. Sepp van der Berg er að fara inní fjórða árið, keyptur árið 2019. Eiga menn von á því að hann hann komi úr láni og komist í liðið ? Ég á ekki von á því.

    Auðvitað eru algerir gullmolar þarna líka, enda urðum við langbestir í öllum heiminum!
    Aðalatriðið er, að okkur tókst að verða bestir með því að hitta á réttu kaupin, en síðan árið 2019/20, finnst mér bara minna um að við séum að hitta á það.

    Thiago, frábærlega flinkur, en spilar ekki nema sirka helming af leikjunum. Jota, æðislega góður, en alltaf meiddur, og því allt of lítið framlag frá honum. Diaz verður frá fram í mars að minnsta kosti. Þá verður hann búinn að koma við sögu í 21 deildarleik síðan hann kom í jan 2021! Frábær í fótbolta en virðist ætla að vera of mikið frá.

    Mér finnst bara heilt yfir, allt of lítið framlag koma frá mönnum sem hafa verið keyptir eftir að Alisson kom, í júlí 2018. – það eru góðir menn þarna, en skila allt of litlu þegar stóra myndin er skoðuð.
    Öfugt við áður, þar sem Wiijnaldum, Salah og Mané, sem dæmi, misstu varla úr leik.
    Við höfum því klárað budgetið okkar í leikmenn, sem einfaldlega skila ekki nægilega miklu.

    Hvort sú kaupstefna sem kom okkur í fremstu röð, dugi hreinlega í dag, er svo önnur Elín. Mögulega er þetta bara ekki hægt lengur, og mögulega eru eigendurnir búnir að átta sig á því og vilja selja klúbbinn. Það hefur verið ljóst frá upphafi að þeir ætla ekki að borga með klúbbnum.

    Það er mín skoðun, að það er allt of snemmt að fara að slátra FSG. Það eru ekki nema tvö ár síðan allt var í stakasta lagi, og lítið hægt að setja út á þá. Þegar menn sjá svo að þetta er ekki að virka, eru þeir til í selja og vonandi kemst klúbburinn í góðar hendur.
    Við skulum ekki gleyma því að það hefur ekki þótt sjálfsagt að borga með fjárfestingu í enskum klúbbum, þangað til nýlega (með tveim undantekningum). Ég sé bara ekkert óeðlilegt við þetta, og skil ekki alveg þennan ofsa.

    En þetta er fúlt og pirrandi, að ekki skuli ganga betur. En ég er ekki viss um að FSG eigi einir sökina á stöðunni

    Insjallah
    Carl Berg

    24
    • 500 þumlar upp á þetta komment Carl Berg.
      Gæti ekki verið meira sammála.

      5
    • Sæl og blessuð.

      Takk fyrir þetta góða komment sem dregur vel saman stöðuna. Þessi nöfn sem þarna eru talin upp skiptast í raun í tvo flokka: Annars vegar alvöru mistök þar sem dýrir leikmenn eru keyptir en þeir skila nánast engu. Jú, Chambo átti stóran þátt í að koma okkur í úrslit CL á sínum tíma en augljóst mátti samt vera að hann hafði ekki skrokk í að spila þetta þungarokk. Keita hefur lengst af farið mikið í taugarnar á mér. Hélt við værum að fá þarna grjótharðan gaur sem hafði þann galla helstan að láta reka sig út af. En svo fáum við þessa postulínsfætur. Hinn flokkurinn eru ódýrir leikmenn sem hafa í raun verið að skila hagnaði – lánsdílar hafa skapað tekjur og salan á þeim hefur að sama skapi rétt örlítið við reksturinn.

      Svo má ekki gleyma því hvað við höfum verið óheppin. Millimetrarnir gegn City þarna um árið, líkamsárásir á burðarásana í liðinu, Salah í CL og þegar Pickford rústaði Van Dyke. Hendin á City sem aldrei varð víti gegn everton osfrv. Ég lít líka á blálok síðasta tímabils í þessu ljósi. Töfin í París sem tók kraftinn úr stuðningsmönnum á CL t.d. Kannske fyrst og fremst að við skyldum toppa þegar enginn var á vellinum og engir peningar til skiptanna. Það minnir á þá tíma þegar Liverpool átti síðast gullaldarskeið og þá voru ensk lið sett í straff í evrópskum bolta = miklu minni aur í kassann.

      Núna erum við að ,,uppskera” það sem þessar aðstæður hafa skapað og það þarf ekki að undra að uppskeran skuli vera rýr.

      Á hinn bóginn getum við sagt að þetta lið sem ætlaði aldrei að hirða neina bikara er búið að vinna allt brass sem í boði er. Það er auðvitað stórbrotið og á þeirri hefð má byggja margt og gott. Ég er því sannfærður um að þessi intensíva nýliðna saga hefur kennt Klopp og co. óhemju margt og mikið. Það væru því söguleg mistök að fara að hræra of mikið í þeim lögum öllm. Best að hafa hann áfram og sem lengst og nýta þá miklu reynslu og þekkingu sem þessir tímar hafa gefið okkur.

      Svo þegar við erum komin með almennilega hryggjarsúlu þá hefst nýtt blómaskeið og vonandi verðum við þá ekki svona hræðilega seinheppin!

      8
      • Já, það er alveg rétt að þessu mætti skipta í tvo flokka. Menn sem kosta mikið, og svo ódýrari leikmenn sem eru þróaðir áfram og oft seldir. Þessir sem ég nefndi voru líka bara nefndir sem dæmi. Það eru talsvert fleiri nöfn þarna.

        Aðalmálið er, að síðan Alisson kom, í júlí 2018 hefur ekki komið neinn leikmaður sem hefur skilað stöðugri og góðri frammistöðu í byrjunnarliðinu!

        Ekki misskilja mig, margir góðir fótboltamenn, en þeir sem hafa gæðin, þeir byrja of fáa leiki.

        Hér er auðvelt að benda á einn leikmann sem kæfir þessi rök mín, og það er Elliot, en hann kom ári seinna.

        Mín skoðun er einfaldlega sú, að hann hefur þurft að spila allt og marga leiki. Þræl efnilegur drengur þegar hann var keyptur, og hann hefur svo sannarlega þurft að standa sína plikkt, og hefur skilað því vel, miðað við svo ungan strák. Í sumar verður hann búinn að vera hjá okkur í 4 ár, þá orðinn tvítugur. Ég er hræddur um að ef við ætlum að vera að berjast um alla titla, þá þurfi bara meiri gæði á miðjuna en hann getur boðið uppá. Hann er akkúrat maður sem væri fínt að eiga á bekknum, á meðan hann sættir sig við það.

        Í sumar verða sem sagt komin 4 ár síðan við keyptum einhverja kanónu sem hefur heilt yfir skilað sér í consistant gæðum fyrir byrjunnarliðið.

        Í því felast mistökin einna helst. Þetta með menn sem hafa verið keyptir á minni pening, þá vonum við auðvitað alltaf að í þeim leynist demantur og það var akkúrat það sem gerðist í aðdraganda þess að við urðum meistarar, með Andy Robertson, og Matip jafnvel sem kom frítt.
        Að undanskildum Elliot, hefur enginn af þessum ódýrari leikmönnum náð að verða þessi demantur, eftir sumarið 2018!

        Það má því alveg færa rök fyrir því að eftir sumarið 2018, hafi einfaldlega of margt ekki gengið upp varðandi leikmannakaup, eða ekki gengið eins vel og við vonuðum…. Kanski flest jafnvel, en það er enn of snemmt að leggja mat á þá sem komu nýlega. En þetta hefur valdið okkur vandræðum síðustu mánuði, og kaupin á Gapko t.d , hjálpa okkur ekki í þeim leikjum sem eru búnir, og hafa ekki unnist.

        Insjallah
        Carl Berg

        6
      • Leiðrétting : Í sumar verða komin 5 ár síðan við keyptum kanónu sem á fast sæti í byrjunnarliðinu, og hægt er að treysta á að sé til taks fyrir flesta leiki, ekki 4 ár!

        4
  11. Nunez núna meiddur segja fréttir…þetta lið er komið í algjört þrot

    4
  12. Tekið af mbl.is. Klopp sagði á fund­in­um að ólík­legt væri að hann myndi bæta leik­mönn­um í sinn hóp í janú­ar­mánuði. „Ég býst ekki við því. Mitt starf felst í því að vinna með þá stráka sem við höf­um. Það er ekki hægt að leysa öll vanda­mál í fé­laga­skipta­glugga,” sagði Þjóðverj­inn.

    Þá verða menn bara að sætta sig við að vera ekki í CL á næsta ári og undirbúa sumarið með það fyrir augum. Nunes ekki með á morgun, og maður er kominn þangað að hafa enga trú á sigri á móti Brighton.

    Hversu dapurt getur þetta ástand verið þegar maður hefur ekki trú á að Liverpool geti náð í úrslit á móti Brighton, ekki Man.City, Brighton.

    4
  13. Hátt er fall Kútsins sem fjármagnaði gullöldina hjá Liverpool. Situr á bekknum hjá Aston Villa…

Liverpool 2, Wolves 2 (Skýrsla uppfærð)

Liverpool heimsækir Brighton á morgun