Gullkastið – Cody Gakpo til Liverpool

Uppgjör á árinu 2022

Eftir hátt í hálftíma slúður þess efnis að besti leikmaður Eredivisie væri á leiðinni til Liverpool staðfesti PSV uppeldisfélag hans þessi viðskipti og gefið að ekkert óvænt komi upp í læknisskoðun verður hann leikmaður Liverpool í janúar. Búmm, gleðilega hátið. Ef að þið þekkið þennan leikmann lítið þá eru stuðningsmenn Man Utd búnir að gera heilan helling af kynningarmyndböndum fyrir okkur undanfarna mánuði.
Enski boltinn fór aftur af stað með sigri á Aston Villa og tapi í deildarbikarnum.
Síðasti þáttur ársins með uppgjöri á “næstum því” árinu 2022.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 409

14 Comments

 1. Það er nú agætt hvað þið eru allir bjartsýnir á gengi Liverpool fram á vorið.
  Ég ætla að vera meira raunsær á gengi Liverpool næstu mánuðina, jú það er svo sem ágætt að við séum að fá þennann strák frá PSV, það hjálpar vonandi í fjarveru Dias od Jota.

  Liverpool er ekki að fara slá út Real Madrid í meistaradeildinni, það er ekki að fara að gerast, raunhæft markmið í deild er 6 – 8 sæti því miður. Meðan það er ekkert að frétta af sölunni á klúbbnum munum við vera komnir á algjörlegan byrjunareit næsta sumar og það sem ég er mest hræddur við er að Klopp muni yfirgefa Liverpool eftir þetta tímabil.

  Mörgum hér mun finnast ég vera svartsýnn á stöðuna hjá Liverpool eins og ég sé hana.

  Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér.

  2
  • Það er enn nóg af leikjum eftir til að taka 4dja sætið en þeir munu ekki hafa efni á að tapa mörgum stigum í viðbót samt skal taka undir það.
   Fá inn Gakpo er bara mjög góð kaup að mínu mati þetta er 23 ára leikmaður sem er búinn að vera brillera í hollensku deildini og vakti athygli á HM og var besti maður hollands á mótinu.

   Þurfum við að fá inn miðjumann og losa drossið ? klárlega en hvort það muni gerast núna í janúar verðum við að bíða og sjá.

   YNWA

   4
   • Einar, það er ekkert útilokað að klopp gæti farið ef mið er tekið af kaupstefnu FSG
    Ég get ekki ímyndað mér að það botlaus hamingja að vinna undir þessum kaunum sem hafa rekið þá stefnu að selja helst fyrir meira enn keypt er.

    Við skulum bara sjá til í sumar hvernig hlutirnir þróast

    1
   • Ég tek undir með Ara, ekki svartsýni, myndi frekar kalla þetta raunsæi. Kaupstefnan að mörgu leyti góð en heilt yfir hefðu menn átt að vera graðari í leikmannakaupum þar sem við núna stöndum við uppi með háaldraða miðju, annar hver maður á hækjunni og í framhaldinu taugaveiklaða varnarmenn sem vita ekki hvort þeir á köflum eru að koma eða fara!

    2
  • Voðalega er glasið eitthvað hálf tómt hjá þér ;-). Leikirnir á móti rm eru bara bikarleikir og það getur allt gerst. Ætlarðu að segja mér að þú hafir ekki spáð okkur úr leik líka fyrir seinni leikinn á móti barca ?
   Það að fá Gakpo er bara frábært ! Nú vantar okkur eins og einn miðjumann í janúar. Ég hef fulla trú á að við náum á topp 4 og líka að við sláum rm út, það er LÖNGU komin tími á að vinna þá aftur. Það er algjört skilyrði að við náum í CL svo Bellingham komi til okkar í sumar. Þess vegna er gott að fá eins og Amrabat núna í Janúar.

   4
   • Höddi, Þegar Liverpool var að glíma við Barcelona um árið vorum við á allt öðrum stað hvað varðar okkar mannskap, þú mátt ekki taka því þannig að ég sé að óska þess að Liverpool detti út fyrir Real Madrid, ég miða mína spá út frá þeim aðstæðunum sem Liverpool er í dag.
    Ég er sammála þér að það sé algjört skilyrði að Liverpool nái Meistaradeildar sæti.
    Það munu enginn stór nöfn koma til Liverpool fyrr enn salan á klúbbnum hefur farið fram.
    Undir fjársterkum eigendum með klopp í brúnni er ekkert útilokað að Bellingham eða álíka leikmaður gæti komið, svo það er algjört lykilatriði að salan á klúbbnum fari fram sem fyrst.

    2
 2. Ein smá athugasemd við Gullkastið.

  Þegar Maggi talar er oft eins og hann færi sig fjær og nær míkrafóninum á víxl, sem veldur því að oft heyrir maður ekkert hvað hann segir. Ef maður hækkar til að heyra í honum þá er eins og hinir séu að öskra í eyrað á manni þegar þeir byrja að tala. Hinir eru alltaf stöðugir í hljómi og ef Maggi gæti passað að færa sig ekki frá þegar hann talar væri það frábært. Ég vil nefnilega alls ekki missa af hans skoðunum í þessum podköstum.

  Varðandi Gakpo er ég mest spenntur yfir því að hann virðist geta skotið fyrir utan teig, sem hefur sárlega vantað nánast síðan Coutinho fór.

  Hátíðarkveðja. Kolbeinn H.

  19
  • Algjörlega og við vorum í góðri trú að þetta væri komið í lag hjá okkur. Verðum með þetta vonandi í lagi í næsta þætti og gerum test á þessu fyrir.

   4
 3. Komi ekki inn heimsklassa miðjumaður í jan sem labbar beint inn í liðið þá lofa ég því að liverpool verður ekki í meistaradeildinni á næstu leiktíð.

  3
 4. Liverpool – Real Madrid er að mínu mati úrslitaleikur CL. Ef við komumst í gegnum þá hindrun þá klárum við dæmið.

  4

Villa 1 – 3 Liverpool / Gakpo til Liverpool?

Rauð jól – Gakpo kominn (staðfest!)