Jólaleikur í Birmingham, upphitun

Á öðrum degi jóla, með magafylli af góðum mat, halda breskir stuðningsmenn í þúsunda tali á völlinn og horfa á fótboltaleiki. Þessi hefð hefur verið í gangi áratugum saman, þó venjulega sé leikurinn hápunkturinn á bilaðri jólatörn, ekki upphafið á tímabili eftir mánaða pásu. En 2022 er ekki beint vnjulegt ár.

Á morgun heimsækja Klopp og lærisveinar hans Aston Villa í Birmingham borg. Þar bíður kunnulegt andlit Unai Emery, sem fékk það verkefni að taka við af Steven Gerrard í upphafi vetrar. Verkefni okkar manna er að gefa tímabilinu nýtt start.

Þjálfarinn og Villa

Unai er enska boltanum kunnugastur fyrir að hafa verið maðurinn sem fékk hið ómögulega verkefni að taka við Arsene Wenger. Eftir rétt rúmlega var hann rekinn þaðan, en ef við tökum mið að því hvernig honum og Arsenal gekk árin á eftir held ég að það sé öruggt að segja að hann hafi ekki verið vandamálið. Það er reyndar ágætis verkefni að velja þjálfara sem hefði getað gengið í það starf á þeim tíma og staðið sig vel. Held að minn listi sé þriggja manna langur.

Áður en Unai kom til Arsenal hafði hann unnið sér til frægðar sem þjálfari Sevilla og PSG. Hjá Sevilla vann hann það magnaða afrek að sigra Evrópudeildina þrjú ár. Því minna sagt um síðasta úrslitaleikinn því betra.

Þaðan hélt hann til PSG og skrifaði undir tveggja ára samning. Hann stýrði flaggskipi franska flotans í tvö ár. Eftirminnilegast var væntanlegur sögulegur 4-0 sigur á Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ég gæfi ansi mikið fyrir að vita hvað hann hugsaði eftir seinni leikinn í þeirri rimmu. Barcelona sló út PSG með ótúlegum 6-1 sigri á Nou Camp og var líklega flestum ljóst að Emery myndi ekki framlengja þennan tveggja ára samning. Hann sagði upp eftir tímabil tvö, með fjóra titla í farteskinu.

Næst var Arsenal eins og áður sagði og næsta lið á dagskrá var Valencia þar sem hann vann Evrópudeilidina í fjórða sinn. Honum bauðst víst að taka við Newcastle eftir að sádarnir tóku þar öll völd en kaus að klára veturinn hjá Valencia. Hann hefur væntanlega ekki séð eftir því honum tókst að stýra liðinu til sigur á bæði Bayern og Juventus í Meistradeildinni áður en Liverpool sló þá út í undanúrslitum.

Núna í haust gekk Aston Villa ekki vel. Við héldum öll pínulítið með þeim, enda Steve Gerrard þjálfarinn. Okkar manni tókst því miður ekki að standa undir væntingum í Birmingham. Þeir létu Gerrard fara og borguðu Villareal góða summu fyrir Unai Emery. Ég hugsa að engin þjálfari hafi verið jafn fegin og Unay Emery að fá landsleikjapásunu, hann hefur haft góðan tíma til að vinna með nánast allan hópinn sinn.

Hann kemur þó ekki með alveg fullskipað lið til leiks. Erkidólgur HM, markmaðurinn Emiliano Martinez, er fjraverandi sökum sigurfagnaðar í Argentínu. Diego Carlos og Jacob Ramsey eru líka að glíma við meiðsli.

Þetta verður hörkuleikur. Miðað við peningin sem hefur verið lagður í hópinn ættu Villa að vera mun ofar í töflunni. Okkar menn koma líkega (á einhvern ótrúlegan hátt) laskaðir til leiks svo ekkert er gefið í þessu.

Okkar menn

Deildarbikarleikurinn við City í vikunni súmmeraði tímabil Liverpool nokkuð vel: Stórfenglegir á köflum, kjánalegir inn á milli. Ég mun ekki gráta að liðið hafi dottið útúr keppninni og ef við þurftum að tapa fyrir City í einhverri keppni var þetta líklega sú besta til þess.

Meiðslalistinn er reyndar ekki svo langur miðað við hvernig hann hefur oft verið í vetur: „Bara“ Diaz, Jota, Milner, Jones og Bobby eru frá vegna meiðsla. Þess að auki fær Konate aðeins pásu eftir að hafa spilað úrslitaleikinn á HM.

Á móti kemur að Trent, Hendo og Van Dijl spila líklega allir ásamt Alisson. Búast má við að Alisson, Trent, Matip, Van Dijk og Robbo verði aftastir, Fabinho fyrir framan þá og upp á topp Nunez, Salah og Elliot. Það er þó ekki ólíklegt að Chamberlain verði á hægri vængnum í stað Elliot.

En hinar miðjustöðurnar. Thiago hlýtur eiginlega að byrja leikinn og svo held ég að Keita verði honum við hlið. Þeir meiðslabræður Chamberlain og Keita eru víst báðir heilir núna og spiluðu mjög vel gegn City. Ef þeir næðu loksins hálfu tímabili heilir myndu næstu mánuðir líta allt öðruvísi út fyrir liðið. Bara ef maður væri ekki að skrifa þetta í hundraðasta sinn.

Ég held semsagt að liðið verði svona:

 

Spá.

Þrátt fyrir allt hef ég tröllatrú á þessu liði. Gæðin í sókninni eru mikil og jafnvel löskuð miðja ætti að geta látið spilið ganga nógu vel til að skila okkur þremur stigum. Spái tvö eitt sigri Liverpool og ferðalangarnir frá Liverpool munu syngja duglega um gleðileg jól:

8 Comments

 1. Ég spái 2 – 1 fyrir Aston Villa
  Það eru erfiðir tíma framundan

  3
 2. Sæl og blessuð.

  Svo einhver mennskur kommenteri hérna … þá sé ég bara fyrir mér vandræði. Held þetta fari illa hjá okkur í dag. Andstæðingarnir hafa haft nægan tíma til undirbúnings en okkar lið er að byrja með enn eina miðjuna og barnungir leikmenn bera alltof mikla ábyrgð.

  Það sér ekki fyrir endann á þessum ósköpum hjá okkur.

  2
 3. Boby ekki með, ekki segja mer að hann se meiddur og hvern anskotinn er uxinn að gera i liði dagsinn.

  3
 4. Sælir félagar

  Þetta verður hunderfitt og enn og aftur lendum við í því að spila við lið sem enginn veit neitt um eftir að Unai Emery tók við liðinu. Þetta er í reynd algerlega ný áskorun fyrir Liverpool og Emery hefur haft góðan tíma til að móta hópinn sinn fyrir þennan leik. Þarna er mikið að gæða leikmönnum sem ekki hafa sýnt sitt bezta og þess vegna veit enginn neitt nema Emery. Ég vona bara að Liverpool mennirnir okkar komi vel fókuseraðir inn í leikin og byrji hann frá fyrstu sekúndu og klári verkefnið. Mín spá (von) er að sigur vinnist en erfitt verður það; 0 – 1 en gæti alveg eins orðið 3 – 4.

  Það er nú þannig

  YNWA

  2
 5. Allir leikir í þessari blessuðu deild eru erfiðir, sérstaklega á útivelli.
  Er nú ekki mikill bjartsýnismaður að eðlisfari en ég hef trú á því að liðið girði sig í brók og fari að klífa töfluna. Held við tökum þennan leik í dag.
  Vil alltaf sjá hendo þarna inni fyrir keita, hendo var flottur á HM. Ef bobby getur ekki byrjað veikir það liðið mjög enda breiddin frammi enginn í núverandi meiðslakrísu.
  Enn er sem sagt bjartsýnn à þetta, hléið kom sér vel fyrir liverpool og nú komum við ferskir til leiks og afgreiðum villamenn örugglega.
  Koma svo.

  3
 6. Það er auðvitað skelfilegt að vera án Diaz, Jota og Firmino en þá fær Carvalho fleiri tækifæri og vonandi nýtir hann tækifærið vel.
  Ég held að Salah klári þetta fyrir okkur í dag með 1 eða 2 mörkum

  2
 7. Að Ox sé að byrja þarna í stöðuni hans Salah sýnir hvernig Klopp er kominn útí horn með leikskipulag sökum endalausra meiðsla.
  Ef það er ekki vörnin þá er öll miðjan úti og þegar við vogum okkur að fá nokkra þaðan úr meiðslum þá bara meiðist bara allir sóknarmenn okkar.

  Hef sagt það áður og segi það aftur það er ekkert eðlilegt við meiðsli hjá leikmönnum Liverpool.
  Mjög smeykur við að top 4 náist ekki þetta tímabil útaf þessu en ef þeir ná því þá verður maður bara að vera sáttur við allt meðað við stöðuna sem Klopp er í.

  2

Gleðileg Jól

Liðið gegn Aston Villa